Morgunblaðið - 14.09.1976, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.09.1976, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976 11 slasast í árekstri MJÖG harður árekstur varð á Keflavlkurveginum nálægt Stapanum aðfaranótt s.l. Iaug- ardags. Þar rákust saman tveir fólksbflar með þeim afleiðing- um, að 11 manns, sem í bflnum voru, þurfti að flytja á sjúkra- hús til aðgerða. Langflestir höfðu hlotið minniháttar meiðsli, en piltur og stúlka liggja enn á sjúkrahúsinu I Keflavík. Pilturinn ökkla- brotnaði en stúlkan hlaut höf- uðhögg. Bflarnir eru taldir ónýtir. r I gæzluvarðhald fyrir lyfjastuldi ÞRlTUGUR maður situr nú i 15 daga gæzluvarðhaldi i Keflavik fyrir síendurtekna lyfjastuldi úr bátum. Var mað- urinn siðast handtekinn að- faranótt s.l. föstudags, eftir að hann hafði bortizt inn í bát i Grindavíkurhöfn og haft á brott með sér morfin og önnur deyfilyf úr lyf jakassa skipsins. Laust prestakall BISKUPINN yfir Islandi hefur auglýst Reykhólapresta- kall I Barðastrandarprófast- dæmi laust til umsóknar með umsóknarfresti til 1. október nk. Eldur laus í bílskúr SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur var f gærkvöldi kallað að Ás- garði 2. Þar var töluverður eld- ur laus í bílskúr, en gaskútar voru geymdir í skúrnum auk þess sem fólksbíll var þar inni til viðgerðar. Verulegar skemmdir urðu á bílnum og skúrinn brann mikið að innan. Slökkvilið fékk tilkynningu um eldinn kl. 21.14 og tók um 30 mínútur að komast fyrir hann. Ráðist á 77 ára gamlan vaktmann AÐFARANÓTT s.l. sunnudags réðst drukkinn sjómaður á 77 ára gamlan vaktmann um borð f m.s. Fjallfossi, þar sem skip- ið lá í Reykjavfkurhöfn. Barði maðurinn vaktmanninn I höf- uðið með tómatsósuflösku. Það varð vaktmanninum til bjarg- ar, að hann var með þykka ullarhúfu á höfði. Hlaut vakt- maðurinn samt áverka en eftir að gert hafði verið að meiðsl- um hans fór hann til vinnu á ný. Árásarmaðurinn var flutt- ur f fangageymslu lögreglunn- Alvarlegt vinnuslys ALVARLEGT vinnuslys varð í Sænsk-fslenzka frystihúsinu s.l. föstudagskvöld. 17 ára pilt- ur, sem var að vinna við is- framleiðslu, missti jafnvægið og rak hægri fótinn niður í snigil, sem er i gólfi ísgeymsl- unnar. Tók af allar fimm tærn- ar á hægri fætinum. Var pilt- urinn strax fluttur á Borgar- spítalann, þar sém hann liggur • Fyrirlestur um höf- unda Egils sögu FYRIRLESTUR verður flult- ur f dag á vegum Háskóla Is- lands um höfund Egilssögu. Dr. phil. Sveinn Bergsveinsson prófessor heldur fyrirlestur f boði heimspekideildar og nefnist hann Atriði sem benda á tvo höfurda að Egils sögu. Fyrirlesturinn verður fluttur I dag, þriðjudag, kl. 17.15 I stofu 422 I Arnagarði. Öllum er heimill aðgangu . Frétl fi HSskólalslands. Yfir 40 ung- menni tengd hassmálinu tsveizla. Ljósm. Friðþjófur. RANNSÓKN hins um- fangsmikla fíkniefnamáls, sem Fíkniefnadómstóllinn hefur haft til meðferðar að undanförnu, er vel á veg komin, að sögn Arnars Guðmundssonar fulltrúa við dómstólinn. Tveir ungir menn sitja i gæzlu- varðhaldi vegna rannsóknar máls- ins, og þar af hefur annar setið inni i rúman mánuð. Hinn hefur setið inni mun skemur. Sá fyrr- nefndi kærði siðasta varðhaldsúr- skurð til hæstaréttar, en hann hefur ekki enn kveðið á um rétt- mæti gæzluvarðhaldsúrskurðar- ins. Að sögn Arnars hafa um 70 manns verið yfirheyrðir vegna rannsóknarinnar og þar af hafa rúmlega 40 ungmenni tengzt mál- inu á einn eða annan hátt. Ekki mun hér vera um mjög mikið magn að ræða, a.m.k. ef miðað er við þau mál, sem upp hafa komið á undanförnum mánuðum. Hins vegar bjóst Arnar við þvi, að magnið ætti eitthvað eftir að auk- ast og fleiri aðilar ættu eftir að tengjast því, áður en yfir lyki. Kennsla í Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefst Skólinn settur á laugardag w 1 dag KENNSLA hefst í Fjölbrauta- skólanum á Suðurnesjum f dag. Skólinn var settur s.l. laugardag og munu stunda i honum nám alls um 230 nemendur f vetur. Skólasetningin hófst á ávarpi Gunnars Sveinssonar formanns skólanefndar og síðan hélt skóla- meistarinn, Jón Böðvarsson, ræðu. Þar rakti hann undirbún- ing að stofnun skólans, en að hon- um standa öll sveitarfélögin á Suðurnesjum. Nemendur eru alls um 230 eins og áður sagði, og eru 58 á menntaskólabraut, 24 á upp- eldis- og hjúkrunarbraut, 51 á við- skiptabraut, i iðnnámi 62, 15 á vélskólabraut og 19 á námskeiði til undirbúnins í málmiðnaði. Kennsla fer fram í húsnæði sem Iðnskólinn I Keflavík hafði til umráða, en nú er hann innlimað- ur í Fjölbrautaskólann, er ein braut hans. Hluti kennslunnar fer fram í Gagnfræðaskólanum og verkleg kennsla fer fram á þriðja staðnum, meðan skólinn hefur ekki sitt eigið húsnæði. Að lokinni ræðu Jóns Böðvars- sonar var samleikur á Pianó og klarinett, Lára Rafnsdóttir lék á pianó, og Óskar Ingólfsson á klari- nett. Þá var ávarp menntamálaráð- herra, Vilhjálms Hjálmarssonar, og síðar ávarp Haraldar Gislason- Framhald á bls. 26 Sjómannasam- bandið mótmæl- ir bráðabirgða- lögunum FRAMKVÆMDASTJÖRN Sjó- mannasambands Islands sam- þykkti f gær á fundi sínum harð- orð mótmæli gegn setningu bráðabirgðalaganna um bindingu launakjara fiskimanna. Bendir stjórnin á f ályktun sinni, að ekk- ert hafi legið fyrir um stöðvun fiskiflotans og hafi lögin þvf ver- ið sett að óþörfu og gjörsamlega að tilefnislausu. í fréttatilkynningu, sem Mbl. barst í gær frá Sjómannasam- bandi íslands, þar sem skýrt er frá mótmælum framkvæmda- stjórnarinnar segir m.a.: „Um leið og framkvæmdastjórn Sjómanna- sambandsins skorar á ríkisstjórn- ina að afnema nú þegar þessi ólánslög, vill hún jafnframt beina því til samtaka sjómanna að treysta áhrifamátt sinn á þann hátt, að þau komi fram sem ein órofa heild bæði við samninga svo og í sókn og vörn varðandi önnur mál, er sjómannastéttina varðar sérstaklega." Viðskiptamál voru einkum á dagskrá Hornafjörður: Rásaði með hagla byssu um bæinn Skaut 15—18 særði mann og mannvirki skotum, skemmdi reglumenn, sem komu á vettvang, viku af vegi vegna hótana manns- Framhald á bls. 26 Einar Ágústsson utanríkis- ráðherra kominn heim úr heimsókn til Tékkósló- vakíu og Ungverjalands. EINAR Agústsson utanrikisráð- herra er nýkominn heim úr boðs- ferð til Tékkóslóvakfu og Ung- verjalands, þar sem hann átti við- ræður við helztu ráðamenn þess- ara ríkja. Morgunblaðið hafði samhand við utanrfkisráðherra f gær og spurði hann nánar um þessa för hans. Einar sagði að í upphafi þess- arar ferðar hefði hann setið utan- TUTTUGU og þriggja ára gamall aðkomusjómaður á Hornafirði rásaði þar um bæinn aðfaranótt s.l. sunnudags með haglabyssu sem hann skaut 15—18 skotum úr á vegfaranda, hús og bíla. Mikil mildi þykir að ekki hlauzt stór- slys af, en högl úr einu skoti lentu f baki, handlegg og læri manns, sem ætlaði að stilla til friðar. Slasaðist hann mun minna en ótt- azt var f fyrstu, hlaut smávægileg sár. Sjómaðurinn var á dansleik á Hornafirði á laugardagskvöld og mun hann hafa haft áfengi um hönd. Á dansleiknum lenti hann i útistöðum við annan mann og i reiðikasti fór hann um borð í bát þann, sem hann er skipverji á og náði þar í rússneska haglabyssu, einhleypu, sem hann átti. Fór hann upp í bæinn með byssuna um nóttina og byrjaði að skjóta. Skaut hann 15—18 skotum með fyrrgreindum afleiðingum, en einnig skaut hann 5 skotum á nokkrar bílskúrshurðir, skotum mun hann hafa beint að bflum og fóru högl í hjólbarða tveggja bíla og aurbretti annars bílsins. Lög-- Á annað þúsund manns veiktust af matareitrun 1975 A ANNAÐ þúsund manns veiktust af matareitrun f Reykjavfk á árinu 1975. Frá þessu segir f skýrslu Heilbrigð- ismálaráðs Reykjavfkur fyrir árið 1975, sem nýlega er komin út. Eftir kröfu heilbrigðiseftir- litsins var á árinu eytt 810 kfló- grömmum af kjöU’öru. Á árinu var vitað um þrjár matareitranir. Á fjölmennu móti, sem haldið var í Laugar- dalshöllinni, veiktust um 1.000 manns af um 1.300 þátttakend- um. Af þeim urðu svo til allir aðeins lítið veikir og enginn alvarlega. Kjötréttur fram- leiddur og seldur af veitinga- húsi í borginni olli matareitr- uninni. Þá veiktust um 40 manns af matareitrun hjá verklakafyrir- tæki í borginni og samtímis I fangageymslu lögreglunnar. Sami kjötréttur olli sýkingunni og var hann framleiddur og seldur af öðru veitingahúsi, en því sem áður var getið. Matar- eitrun þessi var einnig væg og gekk fljótt yfir hjá báðum þess- um aðilum. Loks veiktust um 30 manns af taugaveikibróður, eftir að hafa verið í fermingarveizlu hér í borg. öll matlagningin fór fram á heimili viðkomanda, sem er farmaður, en hráefnið var keypt erlendis og í því fannst taugaveikibróðursýkillinn. rikisráðherrafund Norðurlanda í Kaupmannahöfn 19. og 20. ágúst en að fundinum loknum hefði hann farið í ferð þá til Tékkósló- vakíu, sem til hafði staðið 1973, en hann hafi þá verið kallaður heim 19. maí vegna innrásar brezka flotans í íslenzka land- helgi. „Við komum til Tékkó- slóvakíu 22. ágúst og átti ég þar síðan viðræður við ýmsa ráð- menn, svo sem utanríkisráðherr- ann, Chnoupek, sem stóð að þessu boði, en auk þess hitti ég bæði forsætisráðherrann og forsetann. Síðan var haldið til Bratislava 25. ágúst og þaðan fórum við akandi til Búdapest, þar sem ég hitti að máli ungverska utanríkisráðherr- ann Poja, auk forsætisráðherra og forsetann. Auk þess ræddi ég í báðum löndunum við háttsetta menn i viðskiptaráðuneytinu og ýmsa embættismenn." Einar kvað viðræður sinar við þessa menn hafa verið vinsamleg- ar, enda engin veruleg vandamál milli þessar þjóða. Viðræðurnar hefðu aðallega verið viðskiptalegs eðlis, en einnig hefði Helsinki- sáttmálinn verið mikið til um- ræðu auk ýmissa alþjóðamála, Framhald á bls. 26 Forsætisráð- herra í sumar- leyfi erlendis MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning: Geir Hallgrlmsson, forsætisráð- herra, fór f gær til útlanda I stutt sumarleyfi. 13. september 1976. F orsætisráðuneytið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.