Morgunblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976
11
Réttir eru ekki sizt mannamót. Þar hittast sveitungar ug
rabba saman um hin fjölbreytilegustu málefni. Hér má
m.a. sjá Jóhann Helgason í Leirhöfn, lengst til vinstri, og
annar frá vinstri er Grímur Jónsson, ráðunautur í
Ærlækjarseli.
Það er nú kannski fullmikið sagt,
að fé mitt sé með því afurðahæsta
hér i Kelduhverfi Þetta hefur verið
mjög jafnt hjá bændum hér á svæð-
inu.
í fyrra fékk ég að meðaltali 1 7,36
kg kjöts eftir hvern dilk, þannig að
hver á skilar hjá mér 31 til 32
kílóum af kjöti Hvers vegna fé hér
um slóðir er vænna, er fyrst og
fremst vegna góðs afréttar og góðrar
umhirðu.
Ég get alveg hugsað það, að
menn hér þurfi minni bú til að lifa af
en víða annars staðar, þvi búfé okk-
ar skilar góðum afurðum. Kúabú eru
fá hér og að minum dómi væri
æskilegt að þau væru fleiri.
Við verðum að vera þess minnug-
ir, að afréttur Keldhverfinga er nær
ofsetinn og þvi er rétt að hafa kúa-
búskap í hluta af sveitinni. Það er
líka hagstæðara að auka mjólkur-
framleiðsluna hér, þvi nú er ekki
rekstargrundvöllur fyrir þann
mjólkurbíl, sem ekur um sveitina
Kjaramál eru þvi miður ekki i
nógu góðu lagi. Bændur hafa aldrei
fengið það, sem þeir hafa átt að fá i
laun miðað við viðmiðunarstéttirnar.
Menn lifa alltaf í voninni um að
þetta batni eitthvað, en það gengur
hægt Bændur sætta sig kannski
frekar við þetta vegna þess að þeir
eru eigin húsbændur og ekki öðrum
háðir
Fé dregið úr
á átta stöðum
ur, sem í sumar hefur verið i sveit i
Lyngási i Kelduhverfi Ekki er
Ármann með öllu ókunnur sveita-
störfum, þvi hann hefur verið í sveit
á sumrin síðan hann var 7 ára, og
lengst af suður í Borgarfirði
— Skemmtilegast við réttirnar er
að draga lömbin Ég vildi helzt verða
bóndi og þá með kindur, því kýrnar
eru hundleiðinlegar, sagði Ármann
og þar með var hann þotinn.
Þurfa minni bú
til að lifa af
Samræður manna í réttum snúast
öðru fremur um fallþunga dilkanna
og menn velta því fyrir sér hvort
meðalþunginn i ár verði betri en í
fyrra Við tökum næst tali Ingólf
Jónsson, bónda i Mörk í Keldu-
hverfi.
Réttarstjórinn i Tjarnarrétt er eins
og áður sagði Haukur Jóhannesson
i Framnesi, og hann var einnig
gangnaforingi í hluta af leitum
þeirra Keldhverfinga. Við ræddum
við hann um smalamennskuna
Það er alltaf ákveðin spenna, sem
fylgir göngunum.Þetta eru tveggja
daga göngur hjá okkur, og menn
fara bæði gangandi og á hestum
Meirihlutinn fer þó gangandi
Hestum er samt alltaf að fjölga,
bæði er þetta sportmennska og
menn eru teknir að letjast við að
ganga þetta og þykir betra að vera á
hestum.
Það er ef til vill of mikið sagt, að
við drögum í sundur á hverjum bæ,
en við stoppum á átta stöðum á
leiðinni og þar draga þeir, sem næst
búa, fé sitt úr hópnum Menn eru
fegnir því að þurfa ekki að reka féð
framhjá bæjunum og síðan heim
aftur Réttardagur verður vissulega
ekki eins mikill hátiðisdagur og áð-
ur, þegar þessi háttur er hafður á
Allir krakkar
vilja komast
ígöngur
Eíns og fram kom hjá Hauki fylgir
alltaf ákveðin spenna því að fara I
göngur, og það hefur löngum verið
draumur hvers barns i sveit á fá að
fara i göngur, og færri hafa þar
komizt að en vildu. Yngsti gangna-
maðurinn i hópi þeirra Keldhverf-
inga að þessu sinni var 12 ára
stúlka, Ester Björk Tryggvadóttir frá
Hóli
— Þetta var i fyrsta skipti, sem ég
fór á fjall og ég var á hesti. Ég hefði
ekki viljað ganga, þvi það var erfitt
þegar féð var orðið margt Allir
krakkar vilja komast i göngur, þvi
þetta er skemmtilegt
— Ég vildi ekki skipta og búa i
kaupstað Leiðinlegast er að vera
fram i miðjan mai i skólanum, því þá
get ég ekki verið heima við sauð-
burðinn, sagði Ester og hélt áfram
að segja vinkonu sinni frá ævintýr-
um fjallferðarinnar
Lánin hafa
ekki fylgt
auknum kostnaði
Þó menn færu sér hægt við drátt-
inn framan af var ekki lengur til
setunnar boðið Okkur tókst þó að
ná tali af einum af yngri bændunum
i Kelduhverfi, Sturlu Sigtryggssyni á
Keldunesi. Hann tók við búi af for-
eldrum sinum fyrir sex árum en
Sturla er 24 ára.
— Það er erfitt fyrir ungt fólk að
hefja búskap hér eins og annars
staðar nema menn gangi inn i eldra
bú. Fyrirgreiðsla til handa þeim,
sem vilja hefja búskap er ekki nógu
góð, þvi það þarf ekki litið fjármagn
til að hefja búskap. Bændur hér eru
margir orðnir fullorðnir, en fremur
litið hefur verið um, að ungir bænd-
ur tækju við
— Landbúnaður á engu siður
Framhald á bls. 26
Sturla Sigtryggsson í Keldunesi.
Yngsti gangnamaðurinn, Ester Björk Tryggvadóttir (t.v ),
ásamt vinkonu sinni, Kristjönu Sigurgeirsdóttur, 11 ára frá
Ásbyrgi.
Ármann Ingason var ekki á þeim buxunum að sleppa
hrútunum.
Ingólfur Jónsson í Mörk
Réttarstjórinn, Haukur Jóhannsson á Framnesi.