Morgunblaðið - 14.09.1976, Side 17

Morgunblaðið - 14.09.1976, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976 17 HDrðmrl MIKLAR VAMMIR UM LAUG- ARDALSVðLLINN OG HRÓS UM ÍSLENZKA LANDSLIÐIÐ LAUGARDALSVÖLLURINN fær ekki háa einkunn hjá blaðamönn um þeirra hollenzku blaða, er sendu sina menn til þess að fylgj- ast með viðureign íslands og Hol- lands I heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu i siðustu viku. Er vellinum íikt við kviksyndi úr kvik- myndaheiminum, og sagt, að þakka hefði mátt fyrir að leik- mennirnir 22, sem þurftu að vera á velli þessum allan leikinn, hafi ekki horfið ofan i jörðina. Er völl- urinn talin aðalástæða þess, að Hollendingar sigruðu aðeins 1—0 í leiknum, en fyrirfram höfðu blöð- in mikið rætt um landsleikinn við Íslendinga og gert þvi skóna, að hollenzka liðið myndi vinna auð- veldan stórsigur. Gera blöðin mikið úr þeim um- mælum f ramkvæmdastjóra hol- lenzka landsliðsins. að furðulegt sé. að FIFA skuli samþykkja að leikur i heimsmeistarakeppninni fari fram á slikum velli. Að slepptum skrifunum um Laugardalsvóllinn er það einkum tvennt, sem kemur fram hjá hol- lenzku blaðamönnunum. Annars vegar gagnrýni á hollenzka lands- liðið fyrir slaka frammistöðu i leiknum, og hins vegar hrós um islenzka landsliðið. — Allan seinni hálfleikinn beið maður með öndina i hálsinum. Það gat varla farið hjá þvi, að þeir skoruðu. önnur eins tækifæri og þeir áttu, skrifar einn blaðamannanna. Segir sami blaðamaður. að það hafi tvi- mælalaust forðað Hollendingum frá jafntefli eða tapi i þessum leik, að islendingarnir hafi greinilega vanmetið eigin getu, og borið of mikla virðingu fyrir andstæðing- um sinum. — Það er furðulegt. að meira en helmingur islenzku leikmann- anna i þessum leik voru algjörir áhugamenn, segja blöðin, — þeir urðu meira að segja að taka sér taunalaus leyfi úr vinnunni til þess að geta verið með i leiknum. Það fór ekki hjá þvi, að maður hristi höfuðið, þegar þessir leikmenn voru að leika leikmennina okkar — sem margir eru meðal þeirra launahæstu i heiminum — sundur og saman. — Það vakti gleði i herbúðum hollenzka knattspyrnusambands- ins, þegar það fréttist að Belgia hefði unnið ísland „aðeins" 1—0, en það bros varð að grettu eftir leikinn á íslandi. Eftir þann leik er staðan enn jöfn. Og vist er, að hollenzka knattspyrnulandslið- inu er hollt að hafa það i huga, að jafnvel heimaleikur okkar gegn ís- lendingum er ekki fyrirfam unnin. ísland er ekki sá markabrunnur. sem við héldum að við gætum ausið vel upp úr og átt til góða i baráttunni við Belgiumenn og Norður-íra, segja blöðin. ÍA á möguleika gegn Trabzonspor neska lið, er óhætt að slá þv( föstu, að það er skipað mjög góð- um leikmönnum, og árangur liðs- ins I tyrknesku knattspyrnunni hefur verið mjög athyglisverður. Geta má þess og, að I liðinu eru fimm leikmenn, sem leika með tyrkneska landsliðinu, og voru þrfr þeirra með f leiknum gegn Finnlandi f s.l. mánuði, en þeim leik töpuðu Tyrkir 1—2. Þrátt fyrir að tyrkneska liðið sé eingöngu skipað atvinnumönn- um, verður að teljast líklegt, að Akurnesingar hafi nokkra sigur- möguleika gegn þeim, en til þess verða þeir að ná góðum leik — mun betri en gegn Val i úrslita- leik bikarkeppninnar. Ólíklegt verður einnig að teljast, að Skaga- menn eigi tvo slíka slaka leiki í röð. Þeir hafa oft magnazt eftir mótlæti og verður að vona, að svo verði einnig nú, og þeir nái að „hefna harma sinna á Tyrkjum", eins og fyrirliði Akranes-liðsins, Jón Gunnlaugsson, segir í viðtali við Morgunblaðið, sem birtist annars staðar í blaðinu. Á blaðamannafundi, sem haldinn var með forráðamönnum lA og Trabzonspor f gær, kom fram, að Brabzonspor er mjög ungt félag, stofnað 1967, og lék liðið sjö fyrstu ár sfn í 2. deildinni í Tyrklandi. Þá tókst því að vinna sig upp í fyrstu deild og strax á fyrsta ári sínu í deildinni varð félagið meistari og komst i urslit bikarkeppninnar. INGI BJÖRN Albertsson, fyrfr- liði Islandsmeistara Vels, var val- inn „Leikmaður Islandsmótsins 1976“ af blaðamönnum Morgun- blaðsins. Eins og undanfarin ár hafa blaðamenn blaðsins gefið leikmönnum einkunn, eða stig, fyrir frammistöðu þeirra f ein- stökum leikjum f Islandsmótinu og að mótslokum hlýtur sá um- rædda tilnefningu sem flest stig hefur að meðaltali fyrir a.m.k. tfu leiki. Ingi Björn Albertsson hlaut alls 42 stig í eikunnagjöf blaðsins í sumar, fyrir þá 14 leiki sem hann tók þátt f, eða 3.00 að meðaltali. í öðru sæti urðu svo jafnir þeir Ásgeir Elfasson, Fram, og Karl Þórðarson, ÍA, sem báðir hlutu 2.875 stig að meðaltali fyrir leiki sfna. Morgunblaðið héífur haft þann hátt á undanfarin ár að heiðra leikmann þann, er hlýtur tilnefn- ingu blaðamanna, svo og marka- kóng islandsmótsins. Er Ingi Björn fyrsti knattspyrnymaður- inn sem hlýtur bæði verðlaun blaðsins frá því að farið var að veita þau, en tveir handknatt- leiksmenn hafa unnið bæði „Leik- manns“ verðlaunin og marka- kóngsverðlaunin, þeir Geir Hall- steinsson, FH, og Hörður Sig- marsson, Haukum. Sjá grein um 1. deildar keppnina í sumar á bls. 22—23. Ingi Björn Albertsson „Leikmaður tslandsmótsins 1976“ tekur við fslandsbikarnum úr hendi Ellerts B. Schram, formanns KSf. TYRKNESKT knattspyrnulið leikur hérlendis f fyrsta sinn n.k. miðvikudag, er Trabzonspor frá borginni Trabzon f austurhluta Tyrklands mætir Akurnesingum f Evrópubikarkeppni meistarafiða á Laugardalsveflinum. Þótt nán- ast sé ekkert vitað um þetta tyrk- LIÐ FRAM FRAMARAR tefla fram sfnu sterkasta liði f leik sfnum við tékkneska liðið Slovan Bratis- lava á Laugardalsvellinum f kvöld, en um tfma feit út fyrír að marksæknasti leikmaður Fram, Kristinn Jörundsson, gæti ekki verið með vegna meiðsla. Verður lið Fram í leiknum f kvöld þannig skip- að: Arni Stefánsson Sfmon Kristjánsson Trausti Haraldsson Jón Pétursson Agúst Guðmundsson Gunnar Guðmundsson Asgeir Elfasson Eggert Steingrfmsson Rúnar Gfslason Kristinn Jörundsson. Nánar er fjallað um leikinn og tékknesku snillingana á bls. 19 Ingi Björn, Albertsson leikmaður íslandsmótsins VALS- GLEÐI KNATTSPYRNUMENN Vals unnu það afrek á sunnudaginn, að sigra í bikarkeppni KSÍ, og urðu þeir þar með fyrstir íslenzkra liða í 14 ár að sigra bæði í 1. deildar keppninni og í bikarkeppninni. Þarf engan að undra, þótt mikil gleði væri ríkjandi í herbúðum Valsmanna, enda hefur árangur liðsins verið með afbrigðum góð- ur í sumar. Þakka Valsmenn þjálf- ara sínum, dr. Youri llitchev frá Sovétríkjunum, verulega vel gengni liðsins í sumar. Meðfylgjandi myndir tók Frið- þjófur i úrslitaleiknum á sunnu- daginn. Sýnir sú efri knöttinn hafna i marki Akurnesinga eftir skot Hermanns Gunnarssonar, sem ekki sést á myndinni, en myndin hér til hliðar var tekin, er Valsmenn höfðu tekið við hinum eftirsótta verðlaunagrip úr hendi Gísla Halldórssonar forseta ÍSÍ. Má á myndinni m.a. sjá Sigurð Dagsson, Bergsvein Alfonsson, Inga Björn Albertsson, Atla Eð- valdsson, Vilhjálm Kjartansson, Grim Sæmundsen, Hermann Gunnarsson, Guðmund Þor- björnsson, Dýra Guðmundsson og Kristinn Björnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.