Morgunblaðið - 14.09.1976, Side 21
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976
21
Auðveldur dagur hjá mér
SIGURÐUR Dagsson, markvörður Vals, hlaut á sunnudaginn
sinn þriðja bikarmeistaratitil, og f öll skiptin þrjú höfðu Akur-
nesingar verið mótherjarnir f úrslitaleiknum.
— Þetta var fremur auðveldur leikur fyrir mig sagði Sigurður
— Það var aðeins skotið úr aukaspyrnunni snemma f leiknum
sem var erfitt, og þá höfðum við heppnina með okkur að þeir
skoruðu ekki. Hvort þetta er auðveldasti bikarúrslitaleikurinn
minn? Um það er erfitt að segja, Hinir tveir voru heldur ekki
erfiðir.
Þegar Sigurður var spurður að þvf hvort hann ætlaði sér að
leggja skóna á hilluna eftir þetta keppnistfmabil, en þvf hefur
verið fleygt sagði hann:
— Um það vil ég ekkert segja á þessu stigi málsins. Eins og er
hef ég fengið meira en nóg af knattspyrnu, en það getur vel verið
að ég láti freistast næsta vor. 1 það minnsta vil ég enga
yfirlýsingu gefa um að ég sé hættur, þótt það væri sjálfsagt
réttast að gera það nú, og enda feril sinn með tangarhaldi á
tveimur bikurum.
Gerum hvað við getum
til að fá Yuri aftur
— Þetta var miklu auðveldari leikur en ég átti von á sagði Ingi
Björn Albertsson, fyrirliði Valsliðsins, scm á sunnudaginn tók
við öðrum eftirsóttasta verðlaunagrip íslenzku knattspyrnunnar:
Bikar bikarkeppni KSl. Fyrir nokkrum dögum hafði Ingi Björn
tekið við Islandsbikarnum, þannig að hlutverk hans sem fyrir-
liða Vals hlýtur að vera ánægjulegt.
— Skagamenn spiluðu vel í fyrri hálfleik, og þá var þetta allt f
járnum. Þeir sóttu þá heldur meira og við vorum heppnir að þeir
skoruðu ekki í upphafi leiksins. En eftir að við Valsmenn náðum
að átta okkur og jafna okkur á þeirri spennu sem fylgir slíkum
leik, þá var aldrei neinn vafi á því hvort liðið væri betra. og í
seinni hálfleiknum áttum við fremur auðveldan dag. Mér fannst
leikurinn f heild mjög skemmtilegur, og hvað eftir annað
sköpuðust spennandi andartök uppi við mörkin — sérstaklega
við mark Skagamanna.
Um mörkin tvö sem Hermann skoraði og réðu úrslitum f
leiknum. sagði Ingi Björn:
— Það var mjög vel að þessum mörkum staðið hjá Hermanni,
sérstaklega því seinna. en hann sneri á tvo varnarmenn Akur-
nesinga áður en hann sendi knöttinn í markið.
Ingi Björn var að þvf spurður hvort Valsmenn myndu leggja
áherzlu á að fá sovézka þjálfarann til sfn aftur næsta suraar:
— Já á þvf er enginn vafi að við munum gera allt sem í okkar
valdi stendur til þess að svo megi verða, sagði Ingi Björn.
Hermann Gunnarsson — tvö falleg mörk hans réðu úrslitum.
Dýrlegustu mörkin mín
— ÞAÐ var stórkostlegt að skora þessi mörk, sagði Hermann
Gunnarsson, sem gerði út um bikarúrslitaieikinn á sunnudaginn
með tveimur mörkum f fyrri hálfleik, sem bæði voru skoruð á
mjög svipaðan hátt — með föstum skotum af stuttu færi, eftir
hornspyrnur. — Ég held að þetta séu dýrlegustu mörk sem ég
hef nokkru sinni skorað, sagði Hermann, en hann hefur áður
skorað í bikarúrslitaleik. Það var árið 1965, er Valur sigraði
Akranes 5:3 f úrslitum.
— Leikurinn var mjög svipaður og ég átti von á, sérstaklega til
að byrja með sagði Hermann. — Þá var þetta dæmigerður
úrslitaleikur, mikil spenna og mistök tíð. Völlurinn bauð reynd-
ar ekki upp á mikil tilþrif, en hann var sérstaklega slæmur og
erfiður yfirferðar.
Hermann sagði að það hefði komið sér á óvænt hversu mjög
Akurnesingar misstu móðinn f seinni hálfleiknum. — Þeir
börðust vel í fyrri hálfleiknum og áttu þá meira I leiknum en
við. Eftir að við gerðum mörkin var sem þeir féllu alveg saman,
og seinni hálfleikurinn var því auðveldur fyrir okkur.
Hermann sagði að þjálfari Vaismanna-ætti stærstan þáttinn f
veigengni liðsins f sumar. — Þessi leikur sannaði enn einu sinni,
að Valur hefur yfir bezta þjálfaranum á Islandi að ráða um
þessar mundir, sagði hann. — Það er líka stórkostlegt hvað ungu
strákarnir f liðinu hafa staðið sig vel i suraar, sagði Ilermann, —
það hefur verið sérstaklega ánægjulegt að leika með þeim.
TVÖ MÖRK HERMANNS Á 8 MÍNUTUM FÆRÐU VAL BIKARMEISTARATITILINN
alsmenn innsigla sigur sinn í leiknum á sunnudaginn með marki sem Kristinn Björnsson skoraði. Björn Lárusson (nr. 3) nær ekki til knattarins og bak
við hann er Einar Guðleifsson markvörður Skagamanna, rækilega ár leik.
VIKINGSHJATRUIN GAT EKKI EINU
SINNI BJARGAÐ AKURNESINGUM
SÚ hjátrú að það lið sem slær Víking út í bikarkeppni Knattspyrnusambands
íslands, hreppi bikarinnn að lokum leið undir lok á sunnudaginn, er Valsmenn,
íslandsmeistararnir i knattspyrnu 1976, urðu einnig bikarmeistarar með því að
sigra Akurnesinga með þremur mörkum gegn engu. En nú hlýtur það að liggja fyrir
að sú trú skapist að Akurnesingar geti ekki unnið þessa keppni. Þetta var í áttunda
sinn sem þeir léku til úrslita i keppninni, og jafnframt áttundi úrslitaleikurinn sem
þeir tapa. Eftir að Valsmenn höfðu skorað tvö mörk í fyrri hálfleik þessa leiks, var
sem allur vindur væri úr Skagamönnum, — barátta var nánast ekki til i liðinu, og
það sætti sig við áttunda bikarúrslitatap sitt. Allt fram að þessum mörkum höfðu
Akurnesingar þó verið öllu betri í leiknum og kom það áhangendum liðsins mjög á
óvænt, hversu algjörlega það brotnaði við mótlætið. Slikt hefur ekki verið háttur
Akurnesinga til þessa. Sigur Valsmanna var því miklu fyrirhafnarminni, en efni
stóðu til.
Þrátt fyrir að veður væri ekki skemmtilegt
er leikurinn á sunnudaginn hófst voru áhorf-
endur 4250 talsins, og stemning á áhorf-
endapöllunum mun skemmtilegri en oftast
áður Setti hópur áhangenda Vals sinn svip á
leikinn, en þeir voru með húfur í litum
félagsins og veifuðu fánum með Valslit-
unum Virtist þó a.m k í fyrstu að Skaga-
menn ættu fleiri í stúkunni sem voru á þeirra
bandi.
Laugardalsvöllurinn gat tæplega verið
verri eftir hina miklu rigningu á sunnudags-
nóttina og framan af degi. Stórir hlutar
vallarins voru eitt eðjusvað og voru leikmenn
sannarlega ekki öfundisverðir að þurfa að
leika við slík skilyrði Verður ekki annað séð
en að sú viðgerð sem gerð var á Laugardals-
vellinum í vor hafi misheppnazt að mestu og
ð völlurinn sé jafnvel í enn verra ástandi nú
en oftast áður, þrátt fyrir að mun minna hafi
verið leikið á honum í sumar en undanfarin
sumur Má mikið vera ef ekki þarf að gera
mjög gagngerar endurbætur á vellinum að
loknu keppnistímabilinu í haust
Skagamenn ágengari
Greinilegt var í upphafi leiksins á sunnu-
daginn að leikmenn beggja liða voru þrúg-
aðir af taugaspennu og seinir að komast í
gang. Bauð leikurinn ekki upp á mikil tilþrif
til að byrja með eða allt fram á 1 0. mínútu er
fyrsta hættulega tækifærið bauðst Það áttu
Skagamenn. Dæmd var aukaspyrna á Vals-
menn rétt utan vítateigs Árni Sveinsson tók
spyrnuna og skaut hörkuskoti á Valsmarkið
Sigurður Dagsson náði að verja, en missti
knöttinn frá sér fyrir fætur Péturs Péturs-
sonar er kom aðvífandi En Pétri varð fóta-
skortur i drullunni í þá mund að hann ætlaði
að spyrna knettinum Karl Þórðarson var
einnig í færi við knöttinn, en var andartaki of
seinn að átta sig og Valsmönnum tókst að
bjarga á elleftu stund'u
Fimm mínútum síðar áttu Valsmenn sitt
fyrsta góða tækifæri, er Bergsveinn Alfons-
son átti hörkuskot að Akranesmarkinu af
stuttu færi, en þá bjargaði Einar Guðleifsson
glæsilega
Yfirleitt voru Skagamenn atkvæðameiri
fyrsta hálftímann í leiknum Þeir voru
ákveðnari á knöttinn og spiluðu betur, án
þess -þó að fá opin færi, enda Valsvörnin
jafnan vel á verði og barðist af hörku Höfðu
áhangendur Akranesliðsins í stúkunni það á
orði að mark lægi i loftinu, er veður skip-
uðust skyndilega í lofti fyrir Akurnesinga.
Tvö mörk Hermanns
Það var „gamli maðurinn'' í framlínu Vals-
liðsins, Hermann Gunnarsson, sem gerði
allar bikarvonir Akurnesinga að engu á 7
mínútum í fyrri hálfleik er hann skoraði tvö
mörk, bæði með nákvæmlega sama hætti.
Dæmdar voru hornspyrnur á Akurnesinga,
þeim mistókst að hreinsa og knötturinn barst
til Hermanns sem var illa gætt innan víta-
teigsins. Þegar Hermann skoraði fyrra mark
sitt fékk hann knöttinn í góðu færi og skoraði
með föstu skoti úti við stöng, en þegar hann
gerði seinna mark sitt þurfti hann að snúa á
tvo varnarleikmenn Skagamanna, áður en
hann sendi knöttinn með svipuðu skoti og i
fyrra skiptið í markið
Misstu móðinn
Við þessi tvö mörk Valsmanna urðu algjör
þáttaskil í leiknum. Akurnesingar misstu
hreinlega móðinn og hættu að berjast. Allan
seinni hálfleikinn voru þeir í vörn og Vals-
menn fengu hvað eftir annað tækifæri til
þess að bæta fleiri mörkum við T.d. á 9.
mínutu hálfleiksins er Jón Gunnlaugsson
bjargaði skoti Inga Björns á línu, en þá átti
Ingi Björn hægan leik að senda knöttinn á
Hermann eða Kristin sem báðir voru fríir
innan markteigs Skagamanna, en reyndi
þess í stað að skjóta sjálfuur Á 1 1. mínutu
komst Ingi Björn einn innfyrir vörn Akurnes-
inga, en Einar Guðleifsson bjargaði vel með
úthlaupi Fleiri tækifæri þessum lík áttu Vals-
menn í leiknum, en samt sem áður var það
Texti: Steinar J. Lúðvíksson
Myndir: Friðþjófur Helgason
ekki fyrr en á 39 mínútu að Kristinn Björns-
son bætti þriðja marki þeirra við með föstu
skoti af alllöngu færi, eftir að knötturinn
hafði um stund gengið mótherja á milli inni í
vitateig Akurnesinga.
Undirritaður hefur ekki séð Akurnesinga
eins daufa i dálkinn og þeir voru allan seinni
hálfleik þessa leiks. Það var tæpast að fyrir
brygði samspili hjá liðinu, og tíðast var að
þegar þeir náðu kenttinum væri hann sendur
beint til Valsmanna. Það var því tiltölulega
sjaldan sem knötturinn var á vallarhelmingi
Vals i seinni hálfleik, og aldrei skapaðist
hætta hjá Sigurði Dagssyni, Valsmarkverði,
utan þess að Jón Alfreðsson átti skot í
þverslá á síðustu sekúndum leiksins.
Baráttuglatt Valslið
Eftir að Valsmenn höfðu náð forystu í
leiknum á sunnudaginn, náðist greinilega
upp mjög góð stemmning i liði þeirra og
hver einasti leikmaður liðsins barðist af
miklum dugnaði Liðið virkaði mjög jafnt I
leiknum, en ef nefna ætti einn leikmann
öðrum fremri þá væri það sjálfsagt Berg-
sveinn Alfonsson, Leikreynsla hans kom
Valsmönnum að góðum notum þegar mest á
reið svo og baráttukjarkur hans sem greini-
lega smitaði út frá sér Þá átti Atli Eðvaldsson
góðan leik að þessu sinni, svo og Kristinn
Björnsson, sem tæpast hefur staðið sig betur
isumar Ógleymdur er þá þáttur Hermanns
Gunnarssonar, Mörkin hans tvö skiptu sköp-
um fyrir Valsmenn og óvíst hvort aðrir hefðu
skorað þau, þótt sllk færi hefðu boðizt. Þá er
ekki að sökum að spyrja að sendingar
Hermanns eru jafnan vandaðar og miða að
ákveðnu marki Híns vegar tók Hermann
lífinu ef til vill með helzt til mikilli ró
stundum
Skagamenn brotnuðu
í heild átti Akranesliðið einn sinn slakasta
leik i langan tima og áttu allir leikmenn þar
nokkurn veginn jafnan hlut að máli. Vörnin
var heldur óörugg og eftir að Valsmenn
höfðu náð forystu sinni var varla til barátta i
framlinunni, né heldur að hún nyti umtals-
verðrar aðstoðar. Einna skástan leik hjá Akur-
nesingum átti Einar Guðleifsson markvörður,
sem ekki verður sakaður um mörkin þrjú og
bjargaði stundum ágætlega
Dómari i leiknum var Rafn Hjaltalin, og var
frammistaða hans tæpast mikils hróss verð
Lét hann einstaka leikmenn komast upp með
alltof mikil bellibrögð og var auðséð að þeir
gengu á lagið þegar engin athugasemd var
gerð Þar var Dýri Guðmundsson, miðvörður
Vals fremstur i flokki og meðhöndlaði hann
andstæðinga sina öft heldur ómjúklega
í STUTTU MÁLI:
Laugardalsvöllur 12. sept
Úrslitaleikur Bikarkeppni KSÍ:
Úrslit: Valur — Akranes 3—0 (2—0)
Mörk Vals:
Hermann Gunnarsson á 33. min og 40 mín
og Kristinn Björnsson á 84 min
LIÐ VALS: Sigurður Dagsson, Kristinn
Björnsson, Bergsveinn Alfonsson, Vilhjálmur
Kjartansson, Dýri Guðmundsson, Magnús
Bergs, Ingi Björn Albertsson, Atli Eðvaldsson
Hermann Gunnarsson, Guðmundur Þor-
björnsson, Albert Guðmundsson, Grimur
Sæmundsen (varamaður) og Halldór Einars-
son (varamaður)
LIÐ AKRANESS: Einar Guðleifsson,
Andrés Ólafsson, Björn Lárusson, Þröstur
Stefánsson, Jón Gunnlaugsson, Jóhannes
Guðjónsson, Karl Þórðarson, Pétur Péturs-
son, Teitur Þórðarson, Jón Alfreðsson og
Árni Sveinsson
Vonbrígðin verða að brtna á
— ÞAÐ er greinilegt að
Víkingshjátrúin svokall-
aða er ekki lengur til
staðar, sagði Jón Gunn-
laugsson, fyrirliði Akur-
nesinga eftir leikinn á
sunnudaginn, en Akur-
nesingarnir voru að von-
um ðhressir eftir tapið
— sitt áttunda f bikurúr-
slitakeppni KSl. — Við
sögðum í fyrra, eftir
ósigurinn þá, að við hefð-
um betur sent B-liðið f
úrslitaleikinn, sagði Jón
Gunnlaugsson, — og ég
er viss um að það hefði
ekki farið verr þótt við
hefðum gert það núna.
Þetta á greinilega ekki
að takast hjá okkur.
— Það er auðvitað ekki nema
von að menn missi svolitið móð-
inn þegar þeir eru búnir að fá á
sig tvö mörk, — það er erfitt að
leika leik sem þennan við slíkar
kringumstæður, sagði Jón, —
það var rétt i byrjun seinni
hálfleiks sem svolítið lif var i
liðinu og barátta, en undir lok-
in var ekkert slíkt til hjá okkur.
Jón sagði að mörkin tvö sem
Hermann skoraði hefði komið
eftir mikil mistök í vörn Akur-
nesinga. — Við vorum fimm á
móti þeim þremur, þannig að
þetta átti ekki að geta hent,
sagði hann.
Akurnesingar voru óánægðir
með frammistöðu dómarans,
Rafns Hjaltalins, í leiknum. —
Hann sleppti t.d. tveimur horn-
um sem við áttum I byrjun
leiksins, og var yfirleitt mjög
ónákvæmur, sagði Jón Aifreðs-
son.
— Við skulum bara vona að
okkur takist að hefna harma
okkur I þessum leik á Tyrkjun-
um sem við eigum að leika við á
miðvikudaginn, sagði Jón
Gunnlaugsson, og harla óliklegt
verður að teljast að Akurnes-
ingar verði eins daufir i dálk-
inn og óákveðnir í þeim leik
sem ieiknum á sunnudaginn.
Jón Gunnlaugsson f loftbardaga við Dýra Guðmundsson I leiknum & sunnudaginn.
ÞÓR ÚR 3.1'
Á TVEIMUR
1. DEILD
ÁRUM
Þetta eru mennirnir, sem komið hafa Þór úr
3. I 1. deild á tveimur árum. Neðri röð, talið
frá vinstri: Douglas Reynoids þjálfari, óskar
Gunnarsson, Sævar Jónatansson, Einar
Sveinbjörnsson, Oddur óskarsson, Ragnar
Þorvaldsson, Magnús Jónatansson, Samúel
Jóhannsson, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Árni
Gunnarsson og Gunnar Austfjöró. Efri röó,
talið frá vinstri; Helgi örlygsson, Þorbjörn
Jensson, Baldvin Þ. Harðarson, Hiimar Bald-
vinsson, Jón Lárusson, Sigurður Lárusson,
Björn Víkingsson, Pétur Sigurðsson, Sig-
tryggur Guðlaugsson, Árni Stefánsson, Einar
Björnsson og Þóroddur Hjaltalín, formaður
knattspyrnudeildar Þórs.
Ljósm.Mbl. RAX.
AKUREYRARLIÐIÐ Þór tryggði
sér á laugardaginn rétt til að
leika í 1. deild næsta ár. Þórsar-
arnir unnu þá Þrótt, Reykjavfk,
2:0 f keppninni um lausa sætið I
1. deild og var sigurinn fyllilega
verðskuldaður. Frammistaða
Þórs s.l. tvö ár er einkar athyglis-
verð. Þegar Akureyri hætti að
senda sameiginlegt lið I tslands-
mótið undir merkjum tRA haust-
ið 1974 hófu Þór og KA að leika f
3. deild og hefur Þór unnið sig
upp f 1. deild á aðeins tveimur
árum, sem er einsdæmi hérlend-
is. Akureyringar fá nú á nýjan
leik að sjá lið 1. deildar leika
nyrðra og eru þeir vafalaust
ánægðir með það. Morgunblaðið
óskar Þórsurum til hamingju
með 1. deildarsætið.
Leikurinn á laugardaginn fór
fram á Kópavogsvelli. Töluverður
vindur var á annað markið og
höfðu Þórsarar vindinn I bakið f
fyrri hálfleik. Sóttu þeir nær lát-
laust og tókst að skapa sér mörg
hættuleg tækifæri, enda vörn
Þróttar ekki erfið viðureignar
fyrir tengiliði og framlínumenn
Þórs. Bæði mörk Þórs komu I
fyrri hálfleik. Það fyrra kom á 15.
minútu og skoraði Arni Gunnars-
son markið beint úr hornspyrnu.
Hann tók hornspyrnu hægra meg-
in og skaut vel upp I vindinn.
Rúnar Sverrisson markvörður
Þróttar stökk upp og hugðist
góma boltann og sömuleiðis tveir
Þórsarar. Rúnar missti jafnvægið
og datt áður en boltinn kom til
hans og sigldi boltinn rakleitt í
markið undan vindinum. Guðjón
Finnbogason dómari lét markið
standa en margir vallargesta og
þar á meðal undirritaður gátu
ekki betur séð en Magnús
Jónatansson hrinti Rúnari í upp-
stökkinu þannig að hann missti
jafnvægið. Hefði því með réttu átt
að dæma hindrun á Magnús og
markið þar með ólöglegt.
Þórsarar efldust mjög við mark-
ið og bættu öðru við á 29. minútu
og var mjög vel að því marki
unnið af hálfu Þórsara. Aðal-
steinn Sigurgeirsson tók innkast
vinstra megin og sendi boltann til
Sigurðar Lárussonar. Sigurður
sendi boltann aftur á Aðalstein,
hann lék upp að endamörkum og
renndi boltanum aftur til Sigurð-
ar, sem lagði hann fyrir sig og
skoraði með föstu skoti rétt fyrir
utan markteigshornið vinstra
megin.
I seinni hálfleik sóttu Þróttarar
undan vindinum og voru meira
með boltann. Aftur á móti tókst
þeim ekki að skapa sér verulega
góð tækifæri fyrr en liða tók að
lokum leiksins, en þá voru Þórsar-
ar greinilega orðnir úthaldslitlir.
En eins og svo oft í sumar voru
Þróttarar alveg heillum horfnir
fyrir framan markiö og a.m.k.
tvisvar tókst þeim að skjóta yfir
markið i dauðafæri i markteign-
um, fyrst Þorgeir Þorgeirsson og
sfðan Þórður Hilmarsson.
Mikil gleði varð að vonum í
herbúðum Þórsara þegar leikur-
inn var flautaður af. Tóku þeir
m.a. þjálfara sinn, Bretann
Reynolds, og tolleruðu hann.
Þórsararnir voru vel að sigrinum
komnir. Þeir léku oft á tíðum
ágæta knattspyrnu og vörnin var
traust þótt ekki reyndi mikið á
hana. Og í markinu stóð hinn
gamalkunni kappi Samúel
Jóhannsson og átti hann skínandi
leik. Þar eru hlutirnir afgreiddir
æsingalaust. Uppistaðan f liðinu
eru menn, sem menn muna eftir
úr ÍBA-líðinu, svo sem Samúel,
Sigurður Lárusson, Gunnar Aust-
fjörð, Pétur Sigurðsson, Aðal-
steinn Sigurgeirsson, Arni Gunn-
arsson og bræðurnir Magnús og
Sævar Jónatanssynir. Það kemur
síðan í ljós næst sumar, hvernig
þessir kappar standa sig í hinni
hörðu baráttu 1. deildar.
Um lið Þróttar þarf ekki að
hafa mörg orð, þar var baráttan
alveg i lágmarki og það var eins
og menn væru búnir að sætta sig
við fallið í 2. deild. Hins vegar er
efniviðurinn nægur í liðinu og ef
rétt er á spilunum haldið hjá
Þrótti, þarf veran í 2. deild ekki
að verða löng.
Tveir Þróttarar voru bókaðir i
leikaum, Halldór Bragason og
Þórður Theódórsson.