Morgunblaðið - 14.09.1976, Side 24

Morgunblaðið - 14.09.1976, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976 Artsókn art leikjum 2. dcildar lirtsins Fulham hiTur aukizt jílfurh'Ka mikirt art undanförnu. Astærtan: Marga fýsir art sjá þá tvo kappa srm á þcssari mvnd sjást leika listir sfnar, cn þcir cru Gcorge Bcst (t.v.) oj; Rodncv Marsh (t.h.) Þcssi mynd cr úr leik Fulham virt Bristol Rovcrs, cn í þeim lcik skorarti Best mark eftir 90 sckúndur ok fa-rrti þart Fulham sij>urinn. Meistaramir taka forystu - EN MIDDLESBROUGH FYLGIR FAST A EFTIR LIVERPOOL, meistarar fyrra árs, tóku forystu I ensku 1. deild- ar keppninni I knattspyrnu á laugardaginn er liðið vann mikil- vægan sigur yfir Derby County á útivelli. Hefur Liverpool nú hlot- ið 8 stig út úr fimm fyrstu leikj- um slnum, og verður ekki annað sagt en að liðið hefji meistaratit- ilsvörn sína bærilega. Liverpool er þó ekki eina liðið um að hafa náð svo góðum árangri, þar sem Middlesbrough, liðið hans Jackie Charlton, hefur einnig hlotið átta stig — sigraði Sunderland með tveimur mörkum gegn einu á laugardaginn, og hefur ekki enn tapað leik I keppninni. Marka- hlutfall Middlesbrough er hins vegar fvið lakara en Liverpool. Gífurleg barátta var i leik Derby og Liverpool á laugardag- inn og leikurinn hin bezta skemmtun fyrir fjölmarga áhorfendur. Liverpool náði for- ystu í leiknum þegar eftir tvær mínútur, en leikmenn Derby létu ekki þessa slæmu byrjun á sig fá, léku vel og höfðu breytt stöðunni í 2—1 sér í vil, þegar 24 mínútur voru af leik. Voru það Charlie George og Kevin Hector sem mörkin skoruðu. í seinni hálf- leiknum sýndi Liverpool sann- kallaða meistaraknattspyrnu, og náðu fjölmörgum hættulegum sóknarlotum. Tókst tvívegis að koma knettinum rétta boðleið í mark Derby, og þar með varð sig- urinn Liverpool-liðsins. Voru það þeir John Toshack og Kevin Keegan sem mörkin skoruðu. Middlesbrough var einnig und- ir um tfma í leik sínum víð Sund- erland, sem fram fór i roki og rigningu i Middlesbrough. Þótti leikurinn nokkuð þófkenndur og leiðinlegur, og það eina sem yljaði áhorfendum voru mörkin þrjú sem öll voru ágæt. Sigurmark Middlesbrough í leiknum skoraði hinn 19 ára Alan Willey á 12. mínútu seinni hálfleiks og gátu heimamenn verið ánægðir með að hljóta bæði stigin í þessari viður- eign. Fyrir umferðina á laugardag- inn var Aston Villa i forystu I 1. deildinni og beindist því athygli manna aó viðureign liðsins við Queens Park Rangers sem fram fór í Lundúnum. Hinn marksækni leikmaður Villa, Andy Gray, skor- aði fyrsta mark leiksins á 30. mín- útu, en aðeins fimm mínútum síð- ar hafði Q.P.R. jafnað,. Don Givens átti mestan heiður að því marki. Hann lék i gegnum vörn Villa, og skaut siðan af allgóðu f&ri á markið. Markvörður Villa háifvarði skot hans, knötturinn hrökk til Don Masson sem átti auðvelt með að renna honum í opið markið. Mikil barátta var I leiknum eftir þetta, en sigurmark Q.P.R. skoraði Dave Clement, eft- ir mistök f vörn Aston Villa. Ipswich sótti án afláts I leik sínum við Leicester, en þrátt fyrir sóknarþungann tókst liðinu aldrei að brjóta á bak aftur dug- mikla og ákveðna vörn gestanna, þannig að jafntefli, 0:0, varð nið- urstaða leiksins. Hefur Leicester ekkert mark fengið á sig í þremur útileikjum sínum í haust — þeim hefur öllum lyktað með 0:0 jafn- tefli. Nýliðarnir i 1. deild, Bristol City, lækkaði pínulítið flugið á laugardaginn, en þá tapaði liðið á útivelli fyrir Manchester City, — slíkt er reyndar ekki til skammar, þar sem lið Manchester City náði tveggja marka forystu á tveimur mínútum í fyrri hálfleik þessa leiks. Denis Tueart og Peter Barnes skoruðu mörkin. Þetta reyndist nóg fyrir Manchester- liðið, þvi þótt Bristol City ætti góðar sóknarlotur í seinni hálf- leiknum tókst þeim ekki að skora nema eitt mark. Jafntefli varð í viðureign New- castle og Manchester United, sem fram fór i ausandi vatnsveðri og kuldagjósti. Þrátt fyrir þessi slæmu skilyrðu mættu um 30.000 áhorfendur á völlinn, og ér ekki að sökum að spyrja — Manchester United dregur að sér fleiri áhorf- endur en nokkurt annað lið. New- castle náði forystu í leiknum á 13. mínútu er Paul Cannell skoraði, en Stuart Pearson jafnaði fyrir United. Ian Greenhoff breytti svo stöðunni í 2—1 fyrir United með skoti af um 30 metra færi, en þegar skammt var til leiksloka komst Mick Burns inn í sendingu milli varnarmanna United og tókst að snúa á Alex Stepney, markvörður Uníted, og senda knöttinn í netið. Þótti jafntefli eftir atvikum sanngjörn úrslit í þessum leik. Arsenal lék án hins fræga markaskorara slns, Malcolms MacDonald, á móti West Ham United á laugardaginn, en það kom þó ekki að sök. Á 29. mínútu náði Arsenal forystu í leiknum með marki Frank Stapleton. Skömmu síðar munaði ekki nema hársbreidd að Alan Taylor jafn- aði fyrir West Ham, er hann átti skot I þverslá, náði hann knettin- um síðan aftur, en skaut þá i stöng. í seinni hálfleik hafði svo Arsenal góð tök á leiknum og tókst að innsigla sigur sinn. Tottenham Hotspur vann sinn fyrsta heimaleik á þessu keppnis- tímabili á laugardaginn, og var það ekki slakara lið en Leeds United sem var af velli lagt. Mark Lundúnaliðsins skoraði Chris Jones á 24. mínútu, eftir að Tott- enham hafði fyrst átt skot í þver- slá. Einn leikmanna Tottenham, Keity Osgood, meiddist illa í leiknum og var borinn útaf. John Pratt sem kom inná fyrir hann sem varamaður átti afbragðsleik og kom vörn Leedsliðsins oft í mikla bobba, án þess þó að honum tækist að skora. Likt og Tottenham vann Ever- ton sinn fyrsta leik á heimavelli á þessu keppnistímabili á laugar- daginn, er liðið mætti Stoke. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn, og tókst þá hvorugu liðinu að skora. 1 seinni hálfleik skoruðu Everton-menn síðan tvö mörk á fimm mínútum og var þar sami maðurinn, George Telfer, að verki i bæði skiptin. Komu mörk hans á ö2. og 67. mínútu. Bob Latchford skoraði svo þriðja mark Everton. Stoke hafði ekki heppn- ina með sér í þessum leik, þar sem liðið misnotaði vítaspyrnu. Hún var dæmd á Koger Kenyon, sem brá Terrt Conroy illa, eftir að hann var kominn í færi innan vitateigs. Conroy tók sjálfur vita- spyrnuna, en hitti ekki markið. West Bromwich Albion vann góðan sigur á útivelli á laugardag- inn, og er greinilegt að liðið ætlar að láta að sér kveða I 1. deildinni I vetur. Tony Brown skoraði mark- ið með skoti af um 30 metra færi á 60. minútu. Coventry vann öruggan sigur i leik sínum við Norwich, en Norwich situr nú á botninum í deildinni með 2 stig eftir 5 leiki. Mick Ferguson skoraði fyrra mark Coventry á 30. mínútu og í seinni hálfleik jók Coventry for- ystu sína með sjálfsmarki Duncan Forbes. I Skotlandi bar það helzt til tíðinda að Celtic tapaði leik sinum við Dundee United. Lék Jóhannes Eðvaldsson ekki þennan leik með Celtic-liðinu. Þá varð Rangers að gera sér að góðu jafntefli i leik sínum við Kilmarnock. Eftir tvær umferðir í skozku úrvaldsdeildar- keppninni hefur Dundee United forystuna — hefur unnið báða leiki sína. Aberdeen er I öðru sæti með 3 stig, Hearts, Kilmarnock, Motherwell, Rangers og Ayr Uni- ted eru með 2 stig og Celtic, Hibernian, og Patrick Thistle eru með 1 stig. 1. DEILD Liverpool 5 2 0 0 4—1 2 0 1 5—4 8 Middlesbrough 5 .3 0 0 4—1 0 2 0 0—0 8 Manchester City 5 2 1 0 4—1 0 2 0 2—2 7 Aston Villa 5 2 0 0 9—2 1 0 2 3—4 6 Everton 5 1 1 1 4—3 1 1 0 5—1 6 Arsenal 5 0 1 1 0—1 2 1 0 7—3 6 Kristol City 5 1 1 0 5—2 1 1 1 2—2 6 Manchester United 5 0 1 1 4—5 1 2 0 4—2 5 Newcastle United 5 0 3 0 4—4 1 0 1 2—1 5 West Bromwich Albion 5 1 0 1 2—1 1 1 1 3—3 5 Leicester City 5 0 2 0 3—3 0 3 0 0—0 5 Ipswich Town 5 1 2 0 5—3 0 1 1 3—6 5 Stoke City 5 1 1 0 2—1 0 2 1 1—4 5 Tottenham Hotspur 5 1 1 1 1—2 1 0 1 4—5 5 Queens Park Rangers 5 2 0 1 3—5 0 1 1 2—3 5 Birmingham City 5 1 1 1 2—2 0 1 1 2—3 4 Coventry City 5 2 0 1 6—4 0 0 2 1—4 4 Leeds United 5 1 1 0 4—2 0 1 2 2—5 4 Derby County 5 0 2 1 2—3 0 1 1 2—4 3 Sunderland 5 0 2 0 2—2 0 1 2 2—6 3 West Ham United 5 1 1 1 1—2 0 0 2 1—6 3 Norwich City 5 1 0 1 2—3 0 0 3 0—5 2 2. DEILD Blackpool 5 2 0 1 7—4 2 0 0 5—1 8 Kolton Wanderes 5 3 0 0 10—2 1 0 1 2—3 8 Oldham Athletic 5 2 1 0 6—2 1 1 0 3—2 8 Wolverhampton 5 1 1 0 3—0 1 2 0 5—3 7 Chelsea 5 1 1 0 3—2 2 0 1 4—5 7 Hereford United 4 2 0 0 4—0 0 1 1 4—5 5 Hull City 5 2 0 0 7—1 0 1 2 2—7 5 Sheffield Unitcd 5 1 2 0 6—3 0 1 1 1—3 5 Burnley 5 2 0 1 6—3 0 1 1 0—3 5 Luton Town 5 1 1 1 6—5 1 0 1 3—4 5 Millwall 5 1 1 0 3—0 1 0 2 5—8 5 Notts County 5 0 0 2 1—3 2 1 0 6—4 5 Fulham 5 1 2 0 3—2 0 1 1 2—4 5 Notthingham Forest 5 1 1 1 6—7 0 2 0 3—3 5 Bristol Rovers 5 1 1 1 2—4 1 0 1 2—2 5 Plymouth Argyle 5 1 0 2 7—5 0 2 0 4—4 4 Cardiff City 5 1 0 2 5—6 1 0 1 4—3 4 Charlton Atletic 5 1 1 1 5—6 0 1 1 1—4 4 Cariisle United 4 0 1 0 1 — 1 1 0 2 3—6 3 Blackburn Rovers 5 1 0 1 3—2 0 0 3 1—8 2 Southampton 5 0 1 1 2—3 0 1 2 0—6 2 Orient 5 0 1 1 2—3 0 0 3 0—6 1 Knattspyrnuúrsllt I ENGLAND 1. DEILD: Birmingham — W.B.A. 0—1 Coventry — Norwich 2—0 Derby — Liverpool 2—3 Everton—Stoke 3—0 Ipswirh—Leicester 0—0 Manchester City — Bristol City 2—1 Middlesbrough — Sunderland 2—1 Newcastle Manchester United 2—2 Q.P.R. — Aston Villa 2—1 Tottenham—Leeds 1—0 WestHam — Arsenal 0—2 ENGLAND 2. DEILD: Blackpool — Millwall 4—2 Bolton — Hull 5—1 Bristol Rovers—Orient 1—0 Burnley — Southampton 2—0 Cardiff — Notts County 2—3 Fulham — Wolves 0—0 Notthingham — llereford 4—3 Oldham—Blackburn Rovers 2—0 Plymouth—Chelsea 2—3 Sheffield Utd. — Carlisle 3—0 ENGLAND 3. DEILD: Chester — Preston 0—0 Chesterfield — Wrexham 0—6 Crystal Palace — Bury 2—1 Grimsby — Brighton 2—0 Northampton — Reading 1—2 Portsmouth — Lincoln 1—1 Port Vale — Gillingham 1—2 Rotherham—Oxford 1—1 Swindon — Sheffield Wed. 5—2 Tranmere — Peterborough 2—0 Walsall — Shrewsbury 3—3 York — M ansfield 0—1 ENGLAND 4. DEILD: Barnsley — Darlington 1—1 Boumemouth — Schunthorpe 2—2 Bradford — Stockport 3—3 Crewe — Cambridge 1—0 Exeter — Rochdale 2—1 Huddersfield — Swansea 2—2 Southport—Torquay 1—I Watford—Colchester 2—1 Workington — Hartlepool 1—1 SKOTLAND — (JRVALSDEILD: AyrUnited—Aberdeen 0—5 DundeeUtd.—Celtic 1—0 Hearts — Partick Thistle 0—0 Motherwell — Hibernian 2—2 Ranges — Kilmarnock 0—0 SKOTLAND 1. DEILD: Airdrieonians—Clydebank 1—1 Arbroath—Hamilton 1—1 Dumbarton — Montrose 2—1 East Fife — Queen of the South 1—0 Falkirk — St. Mirren 2—0 Morton — Dundee 2—2 St. Johnstone — Raith Rovers 2—0 SKOTLAND 2. DEILD: Alloa — Alhion Rovers 2—2 Brechin — Berwick Rangers 1 — 1 Clyde — East Stirling 2—2 Cowdenbeath — Forfar 0—0 Meadowbank — Stenhousemuir 1—2 Stirling Albion — Queens Park 0—3 Stranraer — Dunfermline 3—0 TYRKLAND 1. DEILD: Trabzonspor — Samsunspor 2—0 Galatasaray—Orduspor 3—0 Adanaspor — Boluspor 1—1 Eskisehirspor — Fenerbache 1—0 Giresunspor — Yonguldakspor 1—0 Marsin Idmayurudu—Bursaspor 1—1 Altay — Goztepe l—o Besiktas — Adana Demirspor 4—1 BELGÍA l.DEILD: Beerschot — Lierse 6—2 FCMalinois — Winterslag 1—0 Courtrai — SC Briigge l—l Charleroi—Beveren 2—1 Anderlecht—FCCiege l—1 Standard Liege — Molenbeek 0—0 Lokeren — Ostend l—0 FCBrúgge — Waregem 2—0 Beringen — Antwerpen 1—4 HOLLAND 1. DEILD: AJax — Sparta 1—3 NAC — FcdenHaag 1—0 FCVVV —PSV 2—0 FCTwente — Haarlem 0—1 FC Utrecht — AZ 67 3—2 Telstar — Graffschap 2—1 Go Ahead Eagles — NEC 3—1 F ey enoord — Roda JC 0—2 Eindhoven — FCAmsterdam 3—0 PORTUGAL l.DEILD: Benfica — Braga 2—2 Guimaraes — Sporting 1—3 Belenenses—Estoril 1—1 Boavista — Academico 4—1 Lexxoes — Porto 0—0 Portimonense — Atletico 3—0 BeiraMar—Montijo 4—1 Setubal—Varzim 7—1 TÉKKÓSLÓVAKlA l.DEILD: Slavia Prag — Sparta Prag 1—1 Zbrojovka Brno — Zilina 3—0 Fryked Misted — Slovan Bratislava 1—2 Jednota Trencin — Banik Ostrava 2—0 Inter Bratislava — Bohemians Prag 2—0 Teplice — Kosice 4—1 Lukomotiva Kosice — Skoda Pilzen 1—0 Dukla Prag — Spartak Trnava 3—2 PÓLLAND 1. DEILD: ArkaGdynia — WislaKrakow 1—0 GKSTychy — Stal Mielec 1—2 LKSLodz — OdraOpole 3—1 Zaglebie Sosnowiec—Slask Varsjá 2—1 LegiaVarsjá — WidzewLodz 4—1 Lech Poznan — Szombierki Bytom 1—2 Row Rybnik — Ruch Chorzow 4—2 Pogon Szczecin — GornikZabrze 3—0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.