Morgunblaðið - 14.09.1976, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976
Fiskverð
stöðugt á
Bandaríkja-
markaði
STÖÐUGT og gott fiskverð er enn
á Bandarfkjamarkaði, en þó hafa
kanadfsk flök heldur lækkað
vestra. Flök skandinavfskra fram-
leiðenda eru I stöðugu og góðu
verði og einnig er blokkarverð
mjög traust, eftir þvl sem bezt
verður séð. Má raunar heyra á
sumum forsvarsmönnum fsl. sölu-
samtakanna, sem selja á þennan
markað, að þeir telji fiskverðið
orðið svo hátt, að frekari hækkun
þess geti orðið tvfbent með tilliti
til verðsamanburðar við aðrar
fæðutegundir á markaðinum, svo
sem kjöt og fuglakjöt.
Thatcher
varar enn
við Sovét
Sydney 13. september — AP
MARGARET Thatcher, leiðtogi
brezka íhaldsflokksins, ítrekaði I
dag í Sydney í Ástralíu þá skoðun
sína, að Vesturlöndum kynni að
stafa ógn af flotaumsvifum Sovét-
ríkjanna á Indlandshafi. Hún
sagði að menn yrðu að skoða
varnarmál á alþjóðlegum grund-
velli, þar sem vestræn ríki yrðu
að mynda bandalög með Banda-
ríkjunum gegn „ógnun“ Sovét-
ríkjanna. Hún sagði að á meðan
NATO-rfkin yrðu að reiða sig á
skip sin til öflunar nauðsynja
gætu Sovétríkin fengið flestar
nauðsynjar sínar með flutningum
á landi.
Tókíó 11. sept. Reuter.
AÐ MINNSTA kosti 30 manns
hafa látizt og tuttugu er saknað f
flóðum og skriðum sem fylgt hafa
í kjölfar fellibylsins Fran, sem
sagður er sá mesti sem farið hefur
yfir Japan á þessu ári.
Japanska olíuskipið Ryoyo
Maru, sem er 52 þús. tonn, brotn-
aði í tvennt í ólgusjó, en allir
munu hafa komizt af.
— Fjölbrauta-
skóli
Framhald af bls. 2
ar, formanns samstarfsnefndar
sveitarfélaga á Suðurnesjum, og
einnig flutti Guðmundur Arn-
laugsson rektor Menntaskólans
við Hamrahlið ávarp.
Kennt verður eftir svonefndu
áfangakerfi, svipað og er í M.H.
og er þetta fyrsti fjölbrautaskól-
inn, sem tekur iðnnámið að öllu
leyti inn sem eina námsbraut. Að
sögn Ingólfs Halldórssonar aðstð-
arskólastjóra er með þessu hægt
að hafa nokkur áhrif á hvaða
námsbrautir eru I boði og með því
hægt að mæta helztu þörfum
sveitarfélaganna á Suðurnesjum,
en Ingólfur taldi það mjög þýð-
ingarmikið að samstaða skyldi
nást milli allra sveitarfélaganna
um að reka skólann, en hann vissi
ekki dæmis slíks annars staðar.
— Viðskiptamál
Framhald af bls. 2
sem snertu Sameinuðu þjóðirnar
og löndin gætu hugsanlega átt
samleið í. Síðast en ekki sízt hefði
að sjálfsögðu verið rætt um land-
helgismálið.
Að loknum þessum opinberu
heimsóknum kvaðst Einar hafa
tekið sér 10 daga sumarleyfi á
vegum Alþýðuorlofs, en heim
kom hann sl. laugardag.
— Með hagla-
byssu
Framhafd af bfs. 2
ins með haglabyssuna og fóru
þeir að sækja liðsauka, en á sama
tima fór byssumaðurinn um borð
i bát sinn og var hann sofandi þar,
þegar lögreglan kom um borð og
handtók hann. Var byssan þá
hlaðin við hlið hans.
Réttarhöld stóðu yfir i þessu
máli í gærdag og fram á nótt, en
þá lá atburðurinn ekki enn ljós
fyrir. Maðurinn er í gæzluvarð-
haldi hjá lögreglunni á Höfn í
Hornafirði.
— 94 skjálftar
Framhald af hls. 40
eitt austur af Víti. Þá hefðu einn-
ig myndazt nokkrar sprungur út
frá borholunum og i Kröfluhlið-
um.
Axel kvaðst siðustu daga hafa
verið við mælingar á eðlisviðnámi
eða rafleiðni undir virkjunar-
svæðinu en þessar mælingar mið-
uðu að því að kanna, hvort ein-
hverjar breytingar hefðu orðið á
hita, vatnsrennsli og grunnvatni,
sem aftur gætu gefið til kynna
hvert stefndi. Axel kvaðst hins
vegar ekki hafa lokið við að vinna
úr þessum athugunum og niður-
stöður lægju þannig ekki fyrir.
— Nýtt frystihús
Framhald af bls. 3
ið og síðan i kaffidrykkju i Fé-
lagsheimilinu Skrúð. Þar var
framkvæmdum lýst af Kaupfé-
lagsstjóranum, Gísla Jónatans-
syni, sem einnig er framkvæmda-
stjóri frystihússins. Margir tóku
til máls, bæði aðkomu- og heima-
menn, og árnuðu Fáskrúðsfirð-
ingum og fyrirtækinu heilla á
þessum timamótum.
1 þessu nýja frystihúsi er vinnu-
aðstaða fyrir um 100 manns eða
11% af öllum íbúum Fáskrúðs-
fjarðar. Hátíðahöldum þessum
lauk með fjölmennum dansleik
um kvöldið. Hraðfrystihúsið gerir
út skuttogarann Ljósafell og er
nú einnig unnið að því að ná I
annað skip til að tryggja rekstur
hússins.
— Albert.
— Dagvistunar-
gjöld
Framhald af bls. 40
greiðir 60% af kostnaðinum við
dagheimilin, en foreldrar þeirra
barna, sem þar dveljast greiða
40%. Ríkið greiðir hins vegar
40% af kostnaði við leikskólana,
en foreldrarnir 60%.
Dagvistunargjöldin hækkuðu
síðast í apríl, þá úr 10 þúsund i 11
þúsund krónur á dagheimilum, og
úr 5 þúsund í 5.500 á leikskólum,
en þar áður höfðu þau verið
óbreytt i tæpt ár.
— 150 milljónir
Framhald af bls. 3
að er viðkemur þeim. Fundurinn
benti á, að á tslandi væri bíll
nauðsyn, en ekki lúxus og varaði
því við þeirri þróun sem á sér stað
í skattheimtu hér á landi á nýjum
bifreiðum. Skattheimta ríkisins
af bílum í formi tolla, inn-
flutningsgjalds, bensíngjalds og
annarra gjalda væri með því
hæsta sem gerist í Evrópu og af-
leíðing þessarar stefnu sé sú, að
bílum sé haldið óeðlilega lengi I
umferð.
Þá vildi fundurinn vekja athygh
á könnun Ingimars Hanssonar
sem áður er greint frá, og hvetur
alla hlutaðeigandi aðila til sam-
stillts átaks i þeim málum, sem
Ingimar víkur að í skýrslu sinni.
Fundurinn skoraði einnig á
rikisstjórnina að hraða lagasetn-
ingu um frjálsa verðmyndun, þar
sem ástæða sé til að ætla, að slikt
kerfi yrði til hagsbóta fyrir neyt-
endur.
Þá var gerð grein fyrir stöðu
vörubifreiðainnflutnings, þar
sem fram kemur, að mjög litill
innflutningur nýrra vörubifreiða
s.l. áratug hefur leitt af sér, að
fjöldi þeirra stendur nánast í stað
meðan aldur bilaflotans hækkar
stöðugt, m.a. vegna innflutnings
notaðra bila. I þessu sambandi má
geta þess, að 57% vörubifreiða
eru nú eldri en 10 ára, en eðlileg-
ur endingartimi slíkra bifreiða er
talinn vera 7—10 ár.
Formaður Bilgreinasamband-
ins er Geir Þorsteinsson og fram-
kvæmdastjóri er Július S. Ölafs-
son.
— Ford
Framhald af bls. 1.
uðust. Aðildarumsóknir þurfa að
fá samþykki öryggisráðsins, en í
þvi eiga 15 þjóðir sæti, þar af 5
fastasæti og hafa neitunarvald
um aðildarumsókn áður en þær
fara fyrir allsherjarþingið.
Bandaríkin beittu einnig neit-
unarvaldi gegn umsókn Angóla
fyrr á þessu ári, á þeirri forsendu,
að kúbanskir hermenn væru I
landinu. Scranton sagði, að tvö
atriði væru höfð til viðmiðunar
við afgreiðslu aðildarumsókna, að
landið sé friðsamlegt og virði
mannréttindi.
Scranton sagði, að fátt sýndi
betur virðingarleysi fyrir mann-
réttindum en tregða Víetnama við
að gefa upplýsingar um týndu
hermennina.
Fyrir 10 dögum gáfu Víetnamar
Bandarikjastjórn upplýsingar um
12 týnda hermenn, en bandarískir
embættismenn segja að enn hafi
ekki verið gerð grein fyrir að
minnsta kosti 550 mönnun. Ford
forseti krafðist þess I siðustu viku
að fullkomin grein yrði gerð fyrir
þessum mönnum, ef löndin tvö
ættu að taka upp eðlileg sam-
skipti.
— Staldrað við
í Tjarnarrétt
Framhald af bls 11
framtíð fyrir sér en aðrir atvinnuveg-
ir í þessu landi en það má ýmsu
breyta Staðan nú er erfið hvað
snertir fjármálin, og þá sérstaklega
lánafyrirgreiðsluna. Það þarf að
koma til hærri prósentutala á lánum
til bygginga, því þau hafa ekki fylgt
sívaxandi kostnaði Hér er gott að
búa og ég get ekki meint, að beiti-
lönd séu ofsetin, og því ætti að vera
hægt að auka við búskap hér, sagði
Sturla að lokum
Fénu fækkaði nú óðum í almenn-
ingnum, en umræður um dansleik
kvöldsins, réttarballið, urðu að sama
skapi háværari Þú mætir á ballið?
var spurning, sem barst á milli við-
staddra En vel að merkja, þá voru
þessar umræður einkum bundnar
við yngri kynslóðina, en þeir eldri
skiptust eins og áður sagði aðallega
á skoðunum um hvernig féð væri,
þegar það kæmi af fjalli. Sumir
töldu það mjög rýrt, en flestir voru
þó þeirrar skoðunar, að þetta héngi i
meðallagi Menn nefndu þurrkana,
sem ástæðu Atvik úr siðustu smala-
mennsku urðu einnig umræðuefni
og einstaka menn stilltu sér upp
með spekingssvip og ræddu vanda
landbúnaðarins og þau verkefni,
sem þar bíða úrlausnar Gjarnan var
þá vasapelinn hafður við höndina til
að væta kverkarnar En látum nú
staðar numið, því bændurnir eru nú
teknir að hóa saman fólki sínu og
hyggja á heimferð
Lokapunktur réttardagsins var þó
settur í Skúlagarði, félagsheimili
þeirra Kveldhverfinga, en þar var
réttardagurinn dansaður út
— Verð á
Framhald af bls. 3
strax og nýja verðákvörðunin
lægi fyrir, ættu neytendur að geta
fengið nýmeti, þvi að nýslátrað
kjöt væri þegar fyrirliggjandi. Til
að mynda væri búið að slátra I
fjóra daga hjá Sláturhúsinu I
Borgarnesi, einnig væri slátrun
hafin á Sauðárkróki og Blönduósi
og slátrun að hefjast i öllum öðr-
um stærstu sláturhúsum landsins.
— Króatar
Framhald af bls. 1.
vændum að verða ákærðir fyrir
flugvélarán, og hugsanlega einn-
ig fyrir morð, fyrir dómstóli I
Bandarikjunum. Ræningjarnir,
sem kröfðust og fengu viðtæka
kynningu á baráttu sinni fyrir
sjálfstæði Króatiu, eru komnir
aftur til New York og voru fluttir
t varðhald af bandarisku alrikis-
lögreglunni FBI. Brot þeirra
varðar I stytzta lagi 20 ára fang-
elsisvist, en samkvæmt Iögum
getur refsing fyrir flugrán orðið
allt að llfstfðarfangelsi ef manns-
lát hlýzt af.
Lögreglumaður beið bana í
New York, og þrir særðust, er
verið var að reyna að gera
sprengju, sem Króatarnir höfðu
komið fyrir á aðaljárnbrautar-
stöðinni, óvirka. Króatarnir höfðu
ennfremur hótað að sprengja þot-
una I loft upp, ef ekki yrði látið
undan kröfum þeirra, en komið
hefur í ljós, að „sprengjurnar“,
sem þeir voru með reyrðar um sig
miðja, voru aðeins leir. Að sögn
franskra yfirvalda hafði Króötun-
um verið sagt á Charles de Gaulle-
flugvelli i París, að þeir yrðu
teknir af lífi, ef farþegunum yrði
unnið tjón. Þeir gáfust þá upp, en
hafði áður verið boðið að verða
fluttir annað hvort til Júgóslavíu
eða Bandarikjanna, og kusu þeir
Bandarikin. Ræningjarnir eru
Zvonko Busic, 30 ára eiginkona
hans, Julienne, 27 ára, Petar
Matovic, 31 árs, Frane Pesut, 25
ára, og Mark Vlasic, 29 ára. Þrjú
hin fyrstnefndu eru frá New
York, Pesut er frá Cleveland, en
ekki er vitað um fyrri dvalarstað
Vlasics í Bandarikjunum.
— Ekki ákveðið
Framhald af bls. 1.
efni Islendinga sagði Eyjólfur,
að það sem fengizt hefði fram,
væri ekki i neinni hættu. Það
sem aðallega er þrefað um á
ráðstefnunni núna er yfirráð
og nýting alþjóðlegra hafs-
botnssvæða.en það er fyrsta
nefnd, en ekki fiskinefnd, eins
og misritaðist I Mbl. f sfðustu
viku, sem hefur þau mál til
meðferðar.
— S-Afríka
Framhald af bls. 1.
Tilgangur ferðar Kissingers til
Afriku er aðallega að tryggja
sjálfstæði Namibíu, sem verið
hefur undir stjórn Suður-Afríku
og að ýta á eftir þvi, að meirihluti
íbúa Ródesiu, sem eru 6 milljónir
svertingja, fái völdin i landinu
með friðsamlegum hætti úr hönd-
um 270.000 hvítra. Smith sagði,
áður en hann fór frá Salisbury til
fundar við Vorster, að hann kærði
sig ekki um neina „vitleysu eins
og einn maðui eitt atkvæði“.
Hann sagði meirihlutastjórn vera
„að telja hausa eins og maður
telur rollur". 17 menn, þar á með-
al 7 skæruliðar og 1 hermaður frá
Mosambique, hafa týnt lffi f bar-
dögum í Ródesiu milli hermanna
Ródesiustjórnar og skæruliða sfð-
ustu 3 daga.
Haft var eftir Kenneth Kaunda
forseta Zambiu í dag, að svartir
Afrfkubúar ætli ekki að stöðva
skæruhernað sinn í Ródesiu
vegna samkomulagsumleitana
Kissingers.
— Líflátsógnun
Framhald af bls. 25
vopn, en það verður að segjast,
að þeir voru ákaflega kurteisir
og ég er ákveðinn í að fara og
vera við réttarhöldin. Ég get
aðeins sagt, að ég er ákaflega
þreyttur og vil komast í svefn-
inn sem fyrst og siðan heim til
min með fyrstu ferð. Ég held,
að áhöfnin öll hafi staðið sig
stór..tlega vel og sama er að
segja um farþegana, þeir voru
dásamlegar hetjur."
Warren Benson, einn farþeg-
anna, sagði við fréttamenn, að á
stundum hefði verið gersam-
lega útilokað að trúa því, að
farþegarnir væru um borð í vél,
sem hefði verið rænt. Hann
sagði að ræningjarnir hefðu
gert sér tíðförult aftur í far-
þegaklefann og setzt hjá far-
þegum og talað við þá. Éinnig
hefðu farþegar, sem fengu sér
göngutúr til að teygja úr sér,
farið fram á fyrsta farrými, þar
sem ræningjarnir höfðust við,
og setzt hjá þeim og skrafað um
heima og geima. Hann sagði, að
ræningjarnir hefðu látið til
skarar skríða 1 klst. og 15 mín-
útum eftir flugtak frá New
York og hefðu gert það með því
að segja flugfreyju, að þeir
væru með sprengjur um borð
og ætluðu að taka við stjórn
vélarinnar. Flugfreyjan til-
kynnti flugstjóranum þetta og
hann sagði farþegum nokkuð
skjálfraddaður, að „alvarlegt
vandamál hefði komið upp“.
Benson sagði, að enginn far-
þeganna bæri kala í garð ræn-
ingjanna þrátt fyrir þetta, þeir
hefðu verið mjög mannlegir og
sumir elskulegir og umhyggju-
samir.
— Skeiðarár-
hlaup
Framhald af bls. 40
með, þvi að miðað við að síðasta
hlaup. sem var 1972 hefði næsta
hlaup naumast átt að koma fyrr
en 1977—78. Hlaupið 1972 var
hins vegar öllu seinna á ferðinni
en menn áttu þá von á, þar sem þá
voru liðin sex ár á milli hlaupa og
varð ekki verulegt að vexti, enda
kvað Sigurjón hlaupin heldur
hafa minnkað á síðustu árum.
Sigurjón sagði, að ógjörningur
væri að spá um stærð þessa
hlaups, en miðað við að það væri
fyrr á ferðinni en venja væri,
mætti ætla, að það yrði með
minna móti. Hins væri aftur á
móti að gæta, að mjög mikið hefði
rignt undanfarið og það gæti
einnig haft áhrif í þá veru að
hlaupið yrði stærra. Skeiðarár-
hlaup ætti einkum rætur sínar að
rekja til tvenns — annars vegar
jarðhita I Grlmsvatnalægðinni,
sem bræddi Isinn, og hins vegar
veðurfars og úrkomu sumarsins,
og raunar væri ekki ljóst hvor
þátturinn mætti sin meira. Sagði
Sigurjón, að í sumar hefði vatns-
borð verið orðið mjög hátt i
Grímsvötnum og óeðlilega hátt
miðað við árstíma.
— Minning
Framhald af bls. 30
þegar hann fékk aldur til. Börnin
voru samhent og dugleg enda vel
gefin og góð. Eftir að Kristín
fluttist frá Reykjanesvita, bjó
hún í Keflavik, Ási á Bergi.
Siðustu árin bjó hún með Ragnari
syni sinum sem var henni mjög
góður og nærgætinn. Kristín
andaðist 21. april 1976 á Kefla-
víkurspítala eftir langa og erfiða
legu, sem hún bar með hetjuskap
eins og henni var lagið allt sitt líf.
Blessuð sé minning þessarar
frænku minnar. Vil ég að endingu
votta börnum hennar, tengda-
börnum barnabörnum og systrum
hennar tveimur mina innilegustu
samúðarkveðju.
Reykjanesviti 23. maí 1976.
Sigurjón Ólafsson.
— Þang-
verksmiðjan
Framhald af bls. 8
Kvað Vilhjálmur það vera algjört
frumskilyrði að verksmiðjan
fengi meira heitt vatn en nú væri
til reiðu fyrir þurrkarann, þar
sem verksmiðjan hefði I sumar
ekki einu sinni annað þvi tak-
markaða þangi sem þó hefði afl-
azt.
Vilhjálmur sagði, að heitavatns-
skorturinn hefði I för með sér
verulegan aukinn rekstrarkostn-
að, m.a. vegna þess að starfslið
verlfsmiðjunnar væri að miklu
leyti bundið við störf í verksmiðj-
unni sjálfri þegar mest þörf væri
fyrir mannskapinn við þangtekj-
una. Vilhjálmur kvað þangtekj-
una hafa reynzt meiri vandkvæð-
um bundna er áætlað hefði verið,
bæði vegna þess að fleiri dagar
féllu úr en búizt hefði verið við,-
og oft gengi illa að ná þangi í
prgjnmann jafnvel þó að nóg virt-
ist vera af þanginu á þessum slóð-
um.