Morgunblaðið - 14.09.1976, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.09.1976, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976 | raðauglýsingar - - raðauglýsingar - raðauglýsingar tilkynningar HAFSKIP H.F. Tilkynning Vér viljum hér með vekja athygli heiðr- aðra viðskiptavina vorra á því að vörur, sem liggja í vörugeymslum vorum, eru ekki tryggoar af oss gegn bruna, frosti eða öðrum skemmdum og liggja þar á ábyrgð vörueigenda. — Athygli bifreiða- innflytjenda er vakin á því, að hafa frost- lög í kælivatni bifreiðanna. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi söluskatts fyrir ágúst mánuð er 1 5. september. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti Fjármálaráðuneytið 10. september 1976 AlGI.VSINÍiASÍ.WINN ER: ^22480 J JRoTflunbUibiÖ | húsnæöi í boöi Keflavík Til sölu stórt einbýlishús við Smáratún. Samliggjandi stofur eitt herbergi og eld- hús á neðri hæð. 5 herbergi á efri hæð. Séríbúð þ.e. eitt herb. og eldhús í kjallara. Ræktuð og girt lóð. Góður bílskúr. Lauststrax. Góð greiðslukjör. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keflavík, símar 1263 og 2890. Minning: Kristín Guðmundsdóttir fyrrverandi vitavörður Fædd 14. sept. 1893 Dáin 21. aprfl 1976. Oft er það svo, þegar maður fréttir lát einhvers vinar eða ættingja, þá rifjast margt upp i huga manns, sem maður hefur ekki hugsað um eða jafnvel gleymt. Þannig er það um Kristinu frænku mína. Því samof- ið var okkar líf og kunnings- skapur, sem sagt frá því ég man fyrst eftir mér sem harn og entist sá kunningsskapur til siðustu daga lífs hennar. Hún var mér náskyld í móðurætt mína, móðir mín og hún voru systkinabörn. Ég sem þessar linur skrifa þekkti vel til hennar æskuheimilis þvi ég var það flest sumur frá þvi ég var barn og til fermingar, Jónsnes- heimilið var orðlagt fyrir gest- risni og höfðingskap og þar var gott að vera fyrir unglinga sem börn, enda heimilisbragur góður. Kristin var fædd að Hofsstöðum í Helgafellssveit á Snæfellsnesi 14. september 1893. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Bjarnason og Ólina Árnadóttir sem síðar bjuggu i Jónsnesi í sömu sveit. Kristín fór snemma að vinna fyrir sér, sem siður var á þeim tíma, var hún víða í vinnu- mennsku, bæði i eyjum á Breiða- firði og viðar um land, þ. á m. Hólum í Hjaltadal og Laxamýri i Þingeyjarsýslu. í Sveinatungu i Norðurárdal kynntist Kristín ungum manni se hét Jón Ágúst Guðmundsson ættaðum frá Þor- ’.v.v. 39SS ÞÉR TRYGGIÐ RÉTT LJÖSMAGN OG GÓÐA LÝSINGU MEÐ ÞVf AÐ VELJA RÉTTA PERU Engin ein pera getur fullnægt öllum kröfum yöar. Þess vegna býður OSRAM yður fjölbreytt úrval af hvers konar perum, til þess að þér getið valið rétta peru og það Ijósmagn sem þér þarfnist. Peru-úrval OSRAM gerir yður kleift að velja rétta lýsingu. OSRAM vegna gæðanna finnsstöðum i Önundarfirði, vel gefnum manni og dreng góðum, þau kynni leiddu til þess að þau fellldu hugi saman og stofnuðu til hjúskapar í Reykjavík 1924. Maður Kristínar, Jón, var um margt vel gefinn, og varð fyrstur manna hérlendis til að hefja framleiðslu á gráðosti, sem var búinn til úr sauðamjólk. Þessa iðn lærði hann í Frakklandi. Árið 1930 var Jóni veitt vitavarðar- staða við Reykjanesvita. Fluttust þau hjónin þangað 1. júni 1930. Ég sem línur þessar rita, réðst til þeirra hjóna sem aðstoðarmaður vorið 1931 og hjá þeim var ég í tvö og hálft ár. Síðan skyldu leiðir okkar Kristínar um tíma. Svo var það siðla sumars árið 1938 er ég var kaupamaður uppí Borgarfirði að ég fékk þá harmfregn að Jón vitavörður hefði andast á sjúkra- húsi i Reykjavík. Varð mér þá hugsað til Kristínar og ungu barn- anna þeirra hjóna, sem nú voru föðurlaus, og líkur voru á þvi að Kristín yrði að fara úr þessu starfi En Kristin var ekki á því að gefast upp þó að syrti í álinn, hún fékk það í gegn hjá vitamálastjóra að vera áfram vitavörður með því skilyrði þá að hún útvegaði mann til sín sem áður hefði verið hjá þeim hjónum og væri starfinu kunnugur. Varð hún að borga honum af sínum litlu launum kaup og fæða hann og var þetta í mikið ráðist, þvi laun voru lítil. Fyrsta veturinn fékk hún mann sem Gísli heitir, hann hafði áður verið hjá þeim hjónum, en næsta vor vildi hann ekki vera lengur. Vandaðist nú málið hjá Kristínu, þvi vitamálastjóri setti nú það skilyrði ef hún ætti að halda stöðunni að næsti maður skyldi ráðast til 2ja ára. En Kristín gafst ekki upp þvi þaö var henni ekki að skapi. Ég var þá sjómaður I Grindavík Kristín kom þá til mín og sagði mér að nú væri allt undir því komið hvort ég vildi eða gæti komið til hennar sem aðstoðar- maður næstu 2 ár. Ég var kunnug- ur heimilinu og börnin þekkti ég vel og var þvi ekki smeykur um að gera Kristínu þennan greiða, enda féngið það margborgað með vináttu hennar og barna hennar. Börn þeirra hjóna er nú fimm, þrir synir og tvær dætur. Einir er elstur, hann er giftur Guðrúnu Jörgensdóttur, hann vinnur sem verkstjóri hjá varnarliðinu, þungavinnuvélaverkstæði. Guðmundur er næstur, hann eí giftur Dagbjörgu Jónsdóttur, han er rafvirki, vinnur hjá varnarlið- inu. Ólína er næst, hún er hús- móðir i Bandaríkjunum. Ragnar er næstur vinnur hjá varnarlið- inu. Jófríður er yngst. hún er gift Pálma Guðmundssyni, hún var mjög ung er hún missti sinn góða föður. Kristín var mjög vel gefin kona, hreinlynd og vinur vina sinna, sagði meiningu sina við hvern sem var, laus var hún við að baknaga fólk sem verið hafði hjá henni, heldur tók hún málstað þess ef einhver lastaði það i hennar eyru. Kristin var á Reykjanesi til ársins 1947 og bjó þar með börnum sinum Einir stóð fyrir heimilinu og var veitt staðan Framhald á bls. 26 — Nokkrar dagsetningar Framhald af bls. 27 Einn fulltr., Helgi Gunnarsson tæknifr., bauðst þá til að útvega verktaka i sparkvallarsvæðið í „Hólmum“. Stjórna verkinu og ljúka framkvæmdum á einni viku. Sagðist Kristján skyldu koma þessu boði Helga á fram- færi við rétta aðilja. Varðandi til- boð íbúanna um einhvers konar sjálfboðaliðsvinnu við fram- kvæmdir þessar, sagði Kristján, að slikt hefði alltaf gefizt illa er til kastanna hefði komið og hefði þess vegna því boði ekki verið tekið. 23.—25. ág. talar Kristján við einn fulltrúanna, er hafði mætt á fundi hans og skýrir frá því, að hann hafi talað við stjórnendur framkvæmda bæjarins, og væri nú endanlega ákveðið það er kom fram á fundinum 11.8., að byrjað yrði á „Hjalla“-svæðunum nú strax og gæti þeim verið lokið fyrir veturinn ef veður og annað hamlaði ekki. Einnig sagði hann ákveðið að taka ekki boði Helga um framkvæmdir við sparkvöll- inn. Sýna þessar dagsetningar, að hægt ganga framkvæmdir hjá bænum enda þótt sett hafi verið framlag í þær á f járhagsáætlun. Þetta fólk sem kom fram, sem fulltrúar íbúa Efstalandshverfis gerði þetta að eigin fumkvæði með undirskriftir 300 íbúa á bak við sig, sem allir báðu þá að þrýsta vel á eftir þessu við bæinn. Kemur hér vel í ljós hve nauð- synlegt er, að stofnuð verði sterk hverfasamtök i bænum. Við, sem að þessu stóðum, telj- um að nú höfum við lokið því verki er við tókum að okkur þegar við fórum af stað með þessa und- irskriftasöfnun 2. apríl. Við telj- um að eina leiðin til að sýna bæj- aryfirvöldum að íbúar Kópavogs hafa áhuga á málefnum bæjarins og ýta á eftir framkvæmdum, sé að stofna hverfasamtök. Hulda Einarsd. Guðjón Magnússon. Helgi Gunnarsson. Agnes Agnarsdóttir. útfaraskreytlngar blómauol Groðurhúsið v/Sigtun simi 36770 S. Helgason hf. STílNiÐJA llnholli 4 Slmar 74677 og 14154

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.