Morgunblaðið - 14.09.1976, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 14.09.1976, Qupperneq 37
1 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976 37 VELVAKANDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 10—11 f.h. frá mánudegi til föstudags. % Fullorðnir lítil fyrirmynd Fertug kona frá Akranesi hafði nýlega samband við Velvakanda í framhaldi af skrifum D.B.P. um skort á skemmtistöðum fyrir unglinga, hér fyrir fáum dögum. Konan sagði að það væri ekkert skrítið þó að unglingarnir gætu ekki verið annars staðar en á sjoppum þar sem þau ættu sér ekkert athvarf, þ.e. unglingar á aldrinum 17—20 ára. Hún sagðist vera algjörlega sammála þessum bréfritara Velvakanda og hún stæði með þessum unglingum sem hvergi gætu skemmt sér. Konan taidi það ekki rétta.stefnu að Æskulýðsráð ætti að reka staði fyrir unglingana það ættu þeir að gera veitingamennirnir, en það væri e.t.v. ékki hægt að ætlast til þess þar sem unglingarnir væru ekki eins góðir viðskiptavinir og þeir fullorðnu og þeir myndu þvi tæpast sjá sér neinn gróðaveg í því. Hún vildi taka fram að hún gerði ekki svo mikið af því að fara á böll, henni leiddist að horfa uppá drukkið fólk en hún væri kannski talin gamaldags fyrir þá skoðun sina. Einnig vildi hún minnast á þann „klíkuskap" sem oft væri ríkjandi við skemmtistað- ina, sumu eldra fólki væri hleypti inn eftir að fullt væri orðið, fyrir framan nefið á þeim sem væru búnir að bíða fyrir utan heillengi. Þá sagðist kona halda því fram að þeir sem ættu börn og unglinga á aldrinum 15—20 hefðu séð að ekki væri nein fyrirmynd í því að sjá fullorðið fólk skemmta sér — skemmtistaðirnir væru yfirfullir af fullorðnu fólki, og þar innan dyra væru eflaust ekki minni skrílslæti en fyrir utan þar sem þeir yngri biðu, það heyrðist bara og sæist minna til þeirra fyrir innan. % Hvernigeiga unglingar ad skemmta sér? Ut frá þessu mætti ihuga aðeins meira skemmtanir unglinga. Hvað er skemmtun, hvað vilja unglingarnir skemmta sér og þarf að reisa og reka mikla skemmti- staði fyrir þennan aldur, sem hef- ur verið á vissan hátt útilokaður frá skemmtistöðunum? Er aðal- skemmtiefni unglinga að fara á böll? Er ekkert fleira sem getur verið skemmtun í þeirra augum? Hafa þeir enga ánægju af því að vera í hinum ýmsu tómstundafé- lögum og íþróttafélögum sem til eru, eða eru þau félög of fá? Eru skólaböll alveg hætt? Væri ekki hægt að nota húsnæði skólanna íw 7 eitthvað á sumrin til að bæta úr brýnni þörf? Þessum og ýmsum fleiri spurn- ingum mætti varpa fram og fá að heyra viðbrögð og skoðanir ungl- inganna sjálfra við þeim. Við ger- um sennilega of mikið af þvi að spyrja hina og þessa fræðinga og aðra menntamenn og spyrjum unglingana sjálfa ekki nógu mik- ið. Það má koma með fleiri spurn- ingar. Hefur skemmtun unglinga breytzt mjög mikið undanfarin ár? Vilja þeir eitthvað allt annað og miklu meira en áður? Eða er skýringin sú að þeir eru miklu fleiri en áður? Hér með er ungl- ingum á þessum aldri, 15—20, boðið upp á að láta til sin heyra um þetta mál og fleirum lika ef þeir hafa eitthvað fram að færa. 08itthvað um íþróttir. Þátttaka Islendinga i Olympíuleikunum hefur vakið ýmsar umræður og spurningar, sennilega meira en oft áður. Margir hafa haft samband við Velvakanda og haft ýmislegt að segja um þau mál og þó að Ölympíuleikarnir séu löngu liðnir mætti e.t.v. ræða þá örlítið og fleira i sambandi við íþróttir. Nokkrir af þessum viðmælend- um Velvakanda hafa iagt til að ekki verði lögð svo mikil áherzla á að senda fólk á leikana, heldur ætti að reyna að taka þátt i fleiri mótum erlendum, til að íslenzkt íþróttafólk kynntist sem bezl er- lendu fólki og aðstæðum. Það væri e.t.v hægt að nota ámóta upphæð og kostaði að senda fólkið á Ólympíuleikana til að senda fólk jafnvel oftar út á önnur mót eða jafnvel bæta við þá uppha'ð, íþrottaunnendur myndu varla horfa í þann kostnað þótt fjár- hagur sé fremur bágborinn. Þá er kannski komið að þeirri spurningu hvað eigi að leggja mikið fram til að reyna að halda uppi eða koma upp íþróttafólki á heimsmælikvarða. Margir vilja að lagt verði sem mest upp úr þvi og það er sennilega hér sem menn greinir mest á um málefni íþróttanna. Leiðrétting. Tvær prentvillur voru í vísu sem birtist með bréfi Þorkels Hjaltasonar á sunnudag. Það var visa Bólu-Hjálmars og rétt er visan svona: Legg við faðir líknareyra, leið oss einhvern hjálparstig; en viljirðu ekki orð min heyra eilíf náðin guðdómlig, mitt skal hróp af heitum dreyra himininn rjúfa kringum þig. Við biðjumst afsökunar á villunum og vonum að vísan komist rétt til skila. Rétt er að minna aftur á breyttan símatima — hann er nú milli kl. 10 og 11 fyrir hádegi. snúið þegar maður veit ekki við hverju. Þér gætuð kannski hjálpað mér? — Meinið þér f sambandi við greinina? — Já og Ifka hvað þrúgar Ever- est... Hann fann að honum hafði orð- ið eitthvað ágengt f þvf að brjðta niður þann varnarmúr, sem hún hafði byggt umhverfis stg. — Hvaða bók er Hefene annars að tala um f einu bréfanna? — Ég myndskreyti barnabæk- ur. Hún reis upp og gekk að bðka- skápnum. Hann kom á eftir henni. Hún tðk litla bðk fram og rétti honum. Hann brosti, þegar hann sá teikningarnar — notaleg eld- stæði, heimilisleg eldhús — f heimi þar sem börn, hundar, stór- ir hamstrar og vingjarnlegir fulg- ar virtust búa f sátt og samlyndi og hafa sameinazt gegn fullorðna fólkinu. A hillu yfir bókunum á milli kfnverskrar kryddkrukku og bronsmyndar af nauti, stóð inn- römmuð mynd af ungum manni f einkennisbúningi. HOGNI HREKKVÍSI Hver spurrti um ÞÍNA skoðun?“ miíupa bamamatur HRAUST OG ÁNÆGÐ BÖRN novi/ FYRIR VIÐRADANLEGT VERÐ Nýja Novis samstæðan er ætluð ungu fólki d öllum aldri. Novis er skemmtilega einföld og hagkvæm lausn fyrir þö, sem leita að litríkum hillu- og sköpasamstæðum, sem byggja mó upp í einingum, eftir hendinni. Novis er nýtt kerfi með nýfízkulegum blæ. utsölustaðir: rnrmi Reykjavík: Kristján Siggeirsson hf. J L Húsið Híbýlaprýði Dúna Húsgagnaúrvalið Akranes: Verzl. Bjarg Borgarnes: Verzl. Stjarnan Bolungarvík: Ver2l. Virkinn, Bernódus Halldórsson Blönduós: Trésmiðjan Fróði h.f. Neskaupstaður: Husgagnaverzl. Ólafsvik: Verzl. Kassinn Ölafsfjörður: Verzl. Valberg h.f. Hafnarfjörður: Nýform Siglufjörður: Bólsturgerðin Akureyri: Augsýn hf. Húsavík: Hlynur sf. Selfoss: Kjörhúsgögn Keflavík: Garðarshólmi hf. Sauðárkrókur: Húsgagnaverzl. Sauðárkróks s.f. Vestmannaeyjar: Húsgagnaverzl. Marinós Guðmundssonar FRAMLEIÐANDL KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF HÚSGAGNAVERKSMIÐJA aa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.