Morgunblaðið - 14.09.1976, Page 38

Morgunblaðið - 14.09.1976, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976 Rússar prjóna utan við kerfið MOSKVU — Rússar hafa nú um nálega sex áratuga skeið búið við kommúnistiskt stjórn- kerfi. Eigi að sfður þrifst einka- framtak af ýmsu tagi viðs vegar í Sovétríkjunum, þótt ekki sé það opinberlega viðurkennt. En margir glöggskyggnir efnahags- sérfræðingar fullyrða, að án einkareksturs í Sovétríkjunum yrði alger stöðnun í efnahags- lífi landsins, og þessa staðreynd viðurkenni yfirvöldin, og láti því kyrrt liggja. Hvað sem hæft er í þessari fullyrðingu, er það vafalaust rétt, að fjölmennar stéttir fram- leiðenda, dreifingaraðiia og sölumanna standi utan við rík- iskerfið án þess að við þeim sé blakað. Fyrir nokkrum dögum skýrði Pravda, sem er voldug- asta dagblað landsins frá einu dæmi af þessari starfsemi. ÞAR ER PRJÓNAÐ OG PRJÓNAÐ Eftir því sem blaðið segir, hefur komið á daginn, að í hér- aði einu í Kákasusfjöllum sinn- ir stór hluti íbúanna engu öðru en prjónaskap, og er prjónlesið selt um gervöll Sovétríkin og jafnvel víðar í Asfu. Á undan- förnum árum hefur það færzt í vöxt, að ungir og fullhraustir karlmenn gefi sig óskipta að þessari iðju, og krakkar skrópa í skólanum til þess að sitja heima og prjóna. Þessi prjóna- ástríða er ekkert tómstunda- gaman. Roskin hjón í þorpi einu á þessu svæði höfðu ný- Iega 10.000 rúblur í tekjur af prjónaskap á þrem mánuðum, en það samsvarar um 235 þús. ísl. krónum. Pravda skýrir einnig frá því, að i örlitlu þorpi, þar sem eru aðeins um 20 hús, hafi heildar- tekjur íbúanna af prjónaskap numið um hálfri milljón rúblna á einu ári. Það þykir harla gott í landi, þar sem meðalmánaðar- tekjur eru aðeins um 200 rúbl- ur. Það skyldi því engan undra, að prjónaskapur sé orðin vin- sæl atvinnugrein á þessum slóð- um, enda dregur fréttaritari Pravda enga fjöður yfir, að þessi iðja færist stöðugt i vöxt. ULLIN „GUFAR UPP“ VIÐ RUNINGU En hvar nær prjónafólkið í ull? Ríkið hefur, eða öllu held- ur á að hafa, algert eftirlit með dreifingu á ull, en komið hefur á daginn, að mikill misbrestur er á þvi að svo sé. Bændum er leyft að nytja ull af nokkrum skepnum, um 15 fjár að meðal- tali. En raunin er hins vegar sú, að margir fara langt fram úr þessu meðaltali. Pravda skýrir frá einum bónda, sem á sjálfur 127 fjár og leggur hann fram vænan skerf af ullarbirgðum til ólöglegrar iðju. En bróðurpart- inum af ullinni er hreinlega stolið við rúningu. Pravda segir að enda þótt fulltrúar lögreglu séu viðstaddir rúningu, svo og aðrir opinberir aðilar, hafi ekki tekizt að koma í veg fyrir það, að um það bil 1 kg. ullar af hverri kind að meðaltali „gufi upp“ við rúningu. í þá hít sækir prjónafólkið hráefni til hinnar ólöglegu iðju. Afleiðingin er sú, að stöðug rýrnun er á ullar- birgðum þeim, sem ríkið kaupir af bændum landsins. VÖRUNNIKOMIÐ AMARKAÐ Þeir, sem annast sölu á prjónavarningi, nota öll tiltæk ráð til að koma vöru sinni á framfæri. Þegar ferðamenn eru á leið um skóglendi eða klöngr- ast um I fjallshlíðum, heyra þeir gjarnan hrópað: „Peysur til sölu.“ En sölumennirnir leggja oft uStóé THE OBSERVER _* * t \ *& EFTIR DEV MURARKA land undir fót með vörur sínar í ferðatöskum. Þeir ferðast með áætlunarvögnum, járnbrautar- lestum og flugvélum, en það er mjög ódýrt að fara á milli staða í Sovétrfkjunum. Þeir senda einnig póstmeisturum í smá- bæjum sýnishorn og verðlista, og biðja þá um að gera pantanir og senda greiðslu fyrir vörurn- ar fyrirfram. Hagnaðurinn er gífurlegur. Svo að dæmi séu nefnd, þá kost- ar ullartrefill, 90 gr. að þyngd, 1.50 rúblur, en sölumennirnir geta fengið 10—15 sinnum hærra verð fyrir slíka trefla. Ef þeir komast tvær eða þrjár söluferðir með ferðatöskur full- ar af ullarvarningi, geta þeir jafnvel hagnazt svo vel, að þeir geti keypt sér bíl, en bílar eru þrefalt dýrari í Sovétríkjunum en á Vesturlöndum. Það er staðreynd, að nægur markaður er fyrir slíkar neyzlu- vörur í Sovétríkjunum. Vörur sem fáanlegar eri á almennum markaði eru að sönnu miklu ódýrari, en þær eru í lágum gæðaflokki, illa hannaðar og oft af mjög skornum skammti. Það er því kannski engin furða, að hægt sé að raka saman fé með þvf að framleiða og selja ullar- varning á ólöglegan hátt til þeirra, sem byggja hin köldu héruð Síberíu og aðra harðbýla staði f Sovétríkjunum. Getum afgreitt nú þegar, eóa meó mjög skömmum afgreióslufresti CATERPILLAR aflvélar og rafstöbvar í eftirtöldum stæröum: D-398 - 12 strokka - 850 hö vió 1225 sn/mín D-379 - 8 D-353 - 6 D-343 - 6 D-334 - 6 D-3306 - 6 D-3304- 4 aflvélar 1800- 2000 1500 - rafstöó D 353 425 hö 1225 siynnín Einnig bjóóum vió hinn vióurkennda ULSTEIh^skiptiskrúfubúnaó, Sölu-, viógeróa- og /uj\ varahlutaþjónusta í sérflokki l , Sími 21240 Laugavegi 170-172 Caterpillar, Cat, og CH eru skrósett vörumerki V / Belenko — Viktor Belenko, flugliðsforingi í sovézka flughernum (t.h.) ásamt öryggisverði eftir komuna til Los Angeles-flugvallar í Bandaríkjunum á fimmtudag, en þar hefur hann fengið hæli sem pólitískur flóttamað- ur. Hann flaug sem kunnugt er MIG-25 herþotu sinni til Japans, og þar er nú verið að rannsaka hana. (AP-mynd) Tugir fórust er íbúðablokk hrundi Karachi 13. september — Reuter. AÐ MINNSTA kosti 45 manns, þar á meðal 27 börn, biðu bana er nítýzkuleg sex hæða fbúðablokk hrundi til grunna f Karachi f dag, og töldu björgunarmenn, sem sfð- degis voru að grafa sér leið gegn- um rústirnar, :ð endanleg tala látinna kynni að fara yfir 100 manns. Embættismenn borgar- innar sögðu, ólfklegt væri að nokkur hafi sloppið ómeiddur en i blokkinni bjuggu 250 manns. Lögreglan sagði að ástæðan fyrir hruni byggingarinnar væri léleg- ur grunnur, og hefði eigandanum aðeins verið heimilt að reisa tveggja hæða hús. Eigandinn lifði harmleikinn af, en sex af sjö manna fjölskyldu hans biðu hins vegar bana. Þegar í stað var fyrirskipuð opinber rannsókn á orsök þess að húsið hrundi og herinn kvaddur til aö aðstoða við björgunarstarf- iö. Er rökkva tók f kvöld sagði einn björgunarmanna: „Þeir sem við erum að grafa út núna eru iátnir og það eru litlar likur á því að þeir, sem enn sitja inni f rústunum, finnist á lífi“. Flestir íbúanna voru sofandi er húsið hrundi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.