Morgunblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976
27
eftir sig spor, sem ekki fennir 1.
Hann var meðlimur sóknarnefnd-
ar Garðasóknar frá því er sérstök,
sókn var hér stofnuð árið 1960,
fyrstu árin varamaður, formaður
1969—1975, er hann baðst undan
formennsku, en varaformaður
slðan og aðalsafnaðarfulltrúi.
Jafnframt formennsku 1 sóknar-
nefnd var hann formaður Hjálp-
arsjóðs Garðasóknar og vann þar
ómetanlegt starf. Hann var einn
öflugasti stuðningsmaður hug-
myndarinnar um endurreisn
Garðakirkju og styrkasta stoðin
er til framkvæmda kom. Hann
átti sæti á kirkjuþingi og f Kirkju-
ráði síðustu árin.
1 stuttu máli hef ég hér rakið í
nokkurs konar annálsformi lífs-
feril þessa mæta manns. Slík upp-
talning staðreynda segir í sjálfu
sér ekki mikið. Þeir sem ekki
þekktu hann, hljóta þó að álykta,
að slíkur trúnaður verði aðeins
veittur þeim, sem hans eru verð-
ugir. Þeir sem þekktu hann vita
að svo var. Hann hafái unnið til
þess trúnaðar sem honum var
sýndur. Það hafði hann gert með
því að rækja störf sín vel af
hendi. Það hlaut hann að gera
vegna meðfæddra hæfileika
sinna. Af skynsemi þroskaði hann
þá hæfileika sína með námi og
starfi og hann naut til þess stuðn-
ings fjölskyldu sinnar.
Nú er hann látinn. Að morgni
þess 10. september kvaddi hann
þennan heim eftir skamma legu á
sjúkrahúsi, aðeins 54 ára að aldri,
öllum harmdauði.
Dýpstu samúð mína og minna á
eftirlifandi eiginkona, Guðfinna
Ingvarsdóttir, börnin þeirra þrjú,
móðir hans öldruð og allir aðrir
ástvinir.
Blessuð sé minning Ásgeirs
Magnússonar.
Olafur G. Einarsson.
Kveðja frá nágrönnum
Þegar minnzt skal Ásgeirs
Magnússonar, þykir mér hlýða, að
nokkuð sé farið aftur í tíma og
rúmi, þ.e. kynslóðir aftur í tím-
ann og austur I Skaftafellssýslu.
Þaðan eru ættir okkar runnar
og voru ömmur okkar systur.
Magnús faðir Asgeirs og faðir
minn voru leikbræður og einstak-
lega góðir vinir, og hélzt sú vin-
átta þeirra meðan báðir lifðu. Ég
minnist þess, að faðir minn sagði
iðulega ýmislegt, sem lýsti hlýj-
um hug hans til Magnúsar.
Magnús var trésmiður að atvinnu,
en greinilegt var, að honum hefði
bezt hentað að ganga menntaveg-
inn, enda var hann bókhneigður
og vel lesinn, þegar árin liðu, og
fór þar mikið gott efni i mennta-
mann.
Magnús kvæntist Halldóru Ás-
mundsdóttur, og er hún enn á lifi
i hárri elli við ágæta heilsu, dugn-
— Bandaríkin
Framhald af bls 11
ið sem hér segir í heildarútflutn-
ingi hraðfrystra sjávarafurða á
umræddu tímabili:
1975 74,1%
1974 64,0%
1973 68,1%
1972 69,6%
1971 74,1%
Framangreindar hlutfallstölur
sýna ljóslega hina geysimiklu
þýðingu bandarfska markaðsins
fyrir íslenzka hraðfrystiiðnaðinn
og þjóðina í heild.
ER BYGGTÁ
TRAUSTUM GRUNNI?
Margar spurningar hljóta að
vakna hjá almenningi þegar sú
staðreynd blasir við að eitt land
kaupir orðið um 3á hluta af mikil-
vægustu framleiðsluvörum þjóð-
arinnar, hraðfrystum sjávaraf-
urðum. Er byggt á traustum
grunni? Er hér um lengri tíma
þróun að ræða þannig að búast
megi við því að íslendingar muni
búa þarna að öruggum og hag-
stæðum markaði I framtíðinni?
Hver er hlutdeild tslands í inn-
flutningi og fisksölumálum í
Bandarikjunum? Er unnt að
treysta á verðlag og áframhald-
andi eftirspurn á þessum mikla
samkeppnismarkaði? Að þessum
atriðum og fleiru verður vikið f
næstu greinum.
að og glæsileik, en Magnús féll
frá fyrir um það bil 5 árum.
Þrjá syni eignuðust þau
Magnús og Halldóra og komust
þeir allir á legg og til þeirra
mennta, sem hugur þeirra þráði,
— en Magnúsi hafði ekki auðnazt
að ná vegna fátæktar. Ásgeir
Magnússon var einn bræðranna.
Hann var góðum gáfum gæddur
og lauk prófi I lögfræði árið 1951,
en á sama ári kvæntist hann eftir-
lifandi konti sinni, Guðfinnu
Ingvarsdóttur.
Strax á skólaárum var Asgeiri
sýndur trúnaður þar sem hann sat
í stúdentaráði. Síðar rækti hann
ýmis trúnaðarstörf, en fyrirferð-
armest í tíma var framkvæmda-
stjórastarf Samvinnutrygginga,
en þvi starfi gegndi hann f 16 ár
og lyfti þvi félagi til mikilla
áhrifa með góðu starfsiiði fyrir-
tækisins.
Erfiðasta starf Ásgeirs var ugg-
laust það að vera framkvæmda-
stjóri Járnblendifélagsins, en I
því hafa komið fram miklar fjár-
málasviptingar eignaraðila. Hafa
þær reynt mikið á hann og valdið
honum miklum áhyggjum, sem
við ræddum nokkrum sinnum
um. Fann ég á honum, að hann
tók þau mál afar nærri sér og ekki
haf a þær lengt líf hans.
Fyrir tuttugu árum fórum við
Ásgeir að huga að lóðamálum.
Reynt hafði verið að fá lóð I
Reykjavík, en undirtektir voru
þar alla tlð I neikvæðasta lagi. í
Garðahreppi (sem svo hét þá)
tókst okkur, með aðstoð góðra
manna, að fá lóð við Álftanesveg
og reistum þar hvor sitt húsið.
Samvinna okkar var hin bezta og
hefur verið svo öll þessi ár. Mynd-
arskapur Ásgeirs og fjölskyldu
hans kom berlega fram I frágangi
á húsi og garði, en það er hvort
tveggja með ágætum, og mun
bæði hús og lóð bera vott snyrti-
mennsku og natni hans langt eftir
hans dag. Fyrir mánuði vorum við
ásamt syni Ásgeirs að dytta að
vegi heim til okkar. Reyndi hann
þá verulega á sig og var ekki að
sjá minnsta þreytuvott á honum,
en hann sagði þó, að hann þyrfti
að fara í rannsókn vegna bólgu í
maga. Engan grunaði þá, að hann
væri svo altekinn af sjúkdómi að
dagar hans væru þvl sem næst
taldir og finnst mér sú umbreyt-
ing hafa gerst óhugnanlega hratt.
Og staðreynd er, að hann féll frá á
hátindi lffs sins og það langt fyrir
aldur fram.
Fjölskyldu hans er mikill missir
að Ásgeiri, þar eð hann var mikill
heimilismaður. Þau Guðfinna
eignuðust 3 börn og eru 2 þeirra
ennþá í skóla. Okkur er ljós sú
eyða, sem skapazt hefur á lóðinni
og við verðum að sætta okkur við
að sjá ekki framar hinn natna
garðyrkjumann dytta að garði sln-
um og húsi vegna þess að sláttu-
maður sá, sem alla sækir, þurfti
að koma við, þar sem okkur ófróð-
um finnst aó sízt skyldi.
Blessaður veri frændi minn og
gæfa fylgi honum á þeim leiðum,
sem hann hefur nú lagt út á.
Sveinn Torfi Sveinsson.
Fráfall Ásgeirs Magnússonar
kom eins og reiðarslag yfir flesta
af þeim fjölda manna, sem sam-
neyti áttu við hann eða þekktu til
hans að öðru leyti. Hann bar þess
engin merki að heilsa hans væri I
hættu. Fjölskyldan og við nokkrir
vinir hans vissum reyndar að
hann gekk ekki heill til skógar
síðustu vikurnar, en fáum mun
hafa til hugar komið að sjúkleik-
inn væri þess eðlis, að dauðinn
biði á næsta leiti.
Ásgeir var einn þeirra sam-
ferðamanna minna á lifsleiðinni,
sem orðið hafa mér kærastir.
Kynni okkar hófust I Frlmúrara-
reglunni fyrir aldarfjórðungi.
Tókst þá fljótlega með okkur góð-
ur kunningsskapur og siðar órofa
vinátta, enda áttum við þar mjög
náið og ánægjulegt samstarf. Og
víðar lágu leiðir okkar saman, svo
sem I laxveiði, ferðum til útlanda
og mörgum gleðistundum með
vinum og kunningjum okkar
beggja. Hann reyndist alltaf sami
trausti, hugljúfi vinurinn og fé-
laginn, sem allsstaðar var gott
með að vera. Þann vitnisburð veit
ég að hann fékk frá öllum, sem
urðu svo lánsamir að eignast
hann að vini eða kunningja. Ég
held meira að segja að engin
kynni hafi þurft til að sjá að hann
var drengur góður. Það bar hann
svo skýrt með sér strax við fyrstu
sýn. Þar fór saman ytri glæsi-
mennska og manngöfgi. Jafnvel
þeim, sem aldrei hafa séð hann
nema á mynd, gæti verið þetta
ljóst. Svo hreint og fallegt svip-
mót ber enginn nema innri gerðin
svari til þeirrar ytri.
Ætlun min er ekki að rekja
starfsferil Ásgeirs. Það munu aðr-
ir gera, sem betri skil kunna þar á
mörgu en ég. Ég veit að honum
voru falin mörg mikilvæg störf og
hann gegndi þeim öllum með ein-
stakri árvekni og réttsýni. Mér er
líka kunnugt um að hann var ást-
sæll og virtur af öllu starfsfólki I
þeim stofnunum, sem hann veitti
forstöðu, og það saknaði hans
mjög þegar hann hvarf til ann-
arra starfa.
Þetta áttu aðeins að vera nokk-
ur kveðju- og þakkarorð til þessa
horfna hollvinar míns, en jafn-
framt leyfi ég mér, i nafni allra
íslenzkra frímúrara — og fullri
vissu um þeirra samþykki — að
þakka honum allt, sem hann vann
Reglunni til heilla og biðja hon-
um blessunar á þeirri vegferð,
sem hann á nú fyrir höndum.
Eiginkonu hans, börnum, aldr-
aðri móður og öðrum ástvinum
votta ég dýpstu samúð mina og
okkar frímúrara allra.
Vlglundur Möller.
— Hver er...
Framhald af bls. 25
þá bíð ég þér hér með I utanför
I vetur sem ég kosta að öllu
leyti, og þig skal ekkert skorta,
mig munar ekkert um það, en
við höfum gaman af þvl gamlir
vinnufélagar að lyfta okkur
upp saman.“
Þá höfum við það, dæmi svo
hver fyrir sig, hver er að svlkja
hvað? Ef ég hefði mátt bera
fram eina spurningu I þessum
þætti, hefði ég valið þá helzt að
ég ætla, hvort ekki væri tfma-
bært að láta fram fara eigna-
könnun meðal landsmanna?
Það skiptir ef til vill ekki miklu
máli um eignir innanlands, en
nokkrar lfkur eru fyrir að ekki
sé allt skattfrjálst sparifé að
lögum sem kallað er, og með-
höndlað sem slíkt við skatt-
framtal, en það kæmi þá I ljós.
Þá er ekki ólfklegt, að nokkur
hluti af sparifé landsmanna
fari til útlanda, þar á banka eða
I fasteignir en það er alvarlegur
hlutur fyrir þjóðarbúið, ef
brögð eru að þvl. Það vefst
stundum fyrir fólki að finna
skýringu á hvernig örfáir sjó-
menn, sem ekki er vitað um
sem sérstaka auðmenn, geta
fjármagnað stórsmygl upp á
margar milljónir, tugi milljóna,
en með það virðast aldrei
vandræði, þótt gjaldeyrisástand
þjóðar sé ekki alltaf rishátt. Ég
lft á slfka könnun sem eina hlið
skattamála og sjálfsagt að fram-
kvæma hana, mér fyndust það
rismeiri aðgerðir skattvalda en
vera að vesenast I smámunum
sem engu máli skipta. Þótt eng-
ir fjármunir kæmu út úr slfkri
eignakönnun erlendis, þá fynd-
ist mér samt rétt að gera hana á
ákveðnu árabili, þá mundi hún
skapa nokkurt aðhald.
Mér finnst ekki hægt að
horfa framhjá þvl án aðgerða af
hálfu hins opinbera, ef fé er
tekið að ráði frá rekstri ríkis-
búsins og ráðskazt með það á
annan hátt erlendis, á sama
tíma og ríkið hleður upp er-
lendum skuldum, og er I
vandræðum með gjaldeyri til
nauðþurfta. Það er orðið flestra
manna mál að einföldun skatta-
löggjafarinnar frá því sem úú
er sé nauðsynleg, það er mikið
rétt, það mætti fækka löppum
undir þessu skrfmsli löggjafans
að mun, en fálmararnir þurfa
þó mestra lagfæringa við, á
orminum þeim.
Látrum 5/9 — ’76.
Þórður Jónsson.
Vegahandbókin
í nýrri útgáfu
með næsta vori
VEGAHANDBÓKIN, sem gefin
var út árið 1974, er nú fyrir
nokkru uppseld hjá bókaútgáf-
unni Örn og örlygur, sem gaf
bókina út. Bókin er nú I endur-
skoðun og að sögn örlygs Hálf-
dánarsonar og ný útgáfa bókar-
innar er væntanleg I verzlanir
með næsta vori. Að sögn Örlygs
hefur komið I ljós að eitt og annað
þarf lagfæringar við I bókinni.
T.d. hefur verið kvartað yrir að
ekki er sagt frá né birt kort af
leiðum yfir helztu fjallvegi lánds-
ins. Þá hafa orðið nokkrar breyt-
ingar á vegakerfi landsins.
Kynning á haust-
störfum í görðum
SKÓRÆKTARFÉLAG Reykja-
víkur gengst fyrir fræðslu—og
kynningarfundi um hauststörf I
görðum á morgun, laugardag
klukkan 14 I Skógræktarstöðinni I
Fossvogi. Þarna verður sýnt hvað
hægt er að að gera I görðum á
haustin, til að undirbúa þá fyrir
veturinn. Öllum er heimill að-
gangur.
» GAFNALJOSIN «
trá Texos Instruments
Öll stig af rafreiknum frá TexosInsbuments
stærstu tölvuframleióendum
i heiminum idag
Vélar9 sem VIT er i
v
H
f=
ÁRMULA 11
! Siippfé/agið ífíeykjavíkhf
] Málningarverksmiðjan Dugguvogi
Símar 33433og33414