Morgunblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976 25 Þórður Jónsson, Látrum: Hver er að svíkia hvað? ÞÁTTURINN um skattamál I sjónvarpinu var góður og vel stjórnað, meira mætti vera af slfkum þáttum sem snerta veru- lega okkar daglega lff, þeir ættu að geta verið í flestum tilfellum mjög jákvæðir. Mér fannst þó á þessum þætti, að um spruningafátækt væri að ræða, miðað við svona marga spyrjendur og að baki þeim beið öll þjóðin með brenn- andi áhuga á málefninu, um- ræðuefnið var svo víðtækt. Nú, þeir sem til svara voru, hefðu getað svarað miklu fleiru og nánar en um var beðið, mér fundust þeir svara vel yfirleitt. Heyranlega voru þarna tveir fræðimenn um skattamál, þó gátu fleiri verið, ríkisskatt- stjóri og Ólafur Nílsen. Ölafur frjáls og óháður, tilbúinn að svara því sem að var spurt, en ríkisskattstjóri bundinn f báða skó af pólitískum stormsveip- um, áþekkt með hann og fiski- fræðinga, aðeins lagt til að þetta og þetta væri gert, en ekki sagt að það skyldi gert, það er stjórnmálamannanna. Jónas Haralz svaraði mjög vel og skilmerkilega, hann sagði þarna meðaí annars eina setn- ingu sem mér þótti vænt um að heyra en hún virðist lftið f há- vegum höfð í þjóðfélagi okkar nú orðið, „trúnað", trúnað bankanna við sina viðskipta- menn. Ólafur Thors sagði eitt sinn á fjölmennum fundi í Reykjavfk, þegar hann ræddi um skattfrelsi sparifjár, eitt- hvað á þessa leið: Fólk á nokkr- ar krónur f fórum sfnum heima, allt uppí verulegar upphæðir, það mundi sýna samfélaginu þann trúnað að láta þetta á banka og þar með fá þeim það til afnota fyrir þjóðina, ef ekki væri verið að gefa þetta upp til skatts, og þvf sýndur sá trúnað- ur að vera ekki að flíka þessu í hvern sem er. Jónas minnti mig Þórður Jónsson uði. Til gamans ætla ég að taka hér upp eitt sláandi en algengt dæmi sem fólk mundi almennt kalla öfugmælinu „lögleg skatt- svik“. Dæmið er af skattamál- um þeirra félaga sem við skul- um kalla Jónas og Palla, þeir eru báðir orðnir rosknir menn, og vinnuorka þeirra þverrandi, þeir vinna oftast á sama stað, vinnufélagar. Jónas hefir allt sitt lff verið vinnusamur og far- ið vel með fjármuni, látið tóbak eiga 'sig, sama er eiginlega hægt að segja með áfengi, auk þess skemmt sér í hófi, þó enginn félagsskítur eða þess háttar, fjarri þvi, gæti sem bezt flokk- azt undir „stakur reglumaður". Jónas á hús fyrir sig, að vísu gamalt, en búinn að ná saman verulegu sparifé, sem þjóðin hefir haft til ráðstöfunar og Umræða í sjónvarpi um skattamál 31. ágúst 1976 nokkuð á snilling okkar Ólaf Thors f svörum sfnum. Hæstvirtur fjármálaráðherra hafði fátt að segja, enda skil ég það vel, þvf til hans var einkum beint spurningum um sérskött- un hjóna, en um það hlýtur flestum ábyrgum mönnum að vera erfitt um svör, að mfnu viti, og það af eftirfarandi ástæðum: 1. Það mundi gera skattakerfið mun flóknara en nú er, eða flækjuna flóknari, og tug þús- unda fleiri vinnustundir færu f framtöl sem mundi fjölga veru- lega. 2. Það mundi stórauka mögu- leika til þess sem sumir kalla lögleg skattsvik, sem eru þó nokkrir fyrir. 3. Það mundi á fjölmörgum sviðum gefa tilefni til ágrein- ings milli hjóna og fleiri aðila, auk annarra neikvæðra áhrifa. Yrði þessu komið á, mundi það verða annað mjólkurbúða- mál reykvfskra kvenna, og flestir verða fyrir vonbrigðum. Fulltrúar blaðanna og ann- arra fjölmiðla tjáðu sig lftið að mér fannst, virtust feimnir með orðskeyti að fara. Fulltrúi iðn- aðarins hefði mátt færa betur fram viðhorf iðnaðarins til skattamála því hann er hlunn- farinn á þvf sviði sem öðrum i okkar þjóðfélagi, öllum til tjóns. Það sem ég fékk útúr þessum þætti fyrir utan skemmtunina var raunar ekki annað en stað- festing á því sem ég taldi mig áður vita, en það er hversu al- mennt við vitum lítið um skattamál því ég taldi þann hóp sem þarna var gott úrtak. Fólk talar því um skattsvik og rang- læti í skattamálum, þótt ekki sé um nein skattsvik að ræða, og langt frá þvf, heldur farið að lögum. Ein brýnasta aðgerðin í skattamálum fer þvf að verða sú, og hefir reyndar alltaf ver- ið, að fræða þjóðina betur um skattalöggjöf þá sem hún hefir sett sér og býr við, þá mundi lækka kliðurinn sem upphefst við útkomu hverrar skattskrár, en meiri kröfur gerðar til raun- hæfra lagabreytinga, sem stað- ið gæti lengur en nokkra mán- lánað til eins og annars. Palli hefir aftur á móti verið léttur á bárunni, þénað oft mikla peninga, þá skemmt sér konunglega, notað mikið tóbak, drekkur dálftið, og er oft með áfengi, einkum sfðan helgarnar urðu þrfr dagar, lifir þá hátt og veitir á báða bóga, þó langt í frá ð vera nokkur óreglupési. Palli hefir aldrei farið útf það að eignast hús, hreint ekki nennt að standa f þvf, hann á smáupp- hæð á banka ef hann þarf á að halda, en ekki meir. Á árinu 1975 þénaði Palli, þvf hann er vinnusamur og vinnur vel, kr. 1.500.000.-, og hafði er skattskráin kom út f opinber gjöld um hálfa milljón. Jónas félagi hans hafði aftur á móti engan tekjuskatt þegar skatt- skráin kom f ljós, þau önnur smágjöld sem hann hafði, borg- aði ríkið fyrir hann. Jónas vann lítió á árinu 1975, en fór út til Majorka og allt til Rómar, keypti sér svo nýjan bfl þegar hann kom heim, og sagði kunn- ingjum sínum að sér hefði líkað svo vel utanförin, sem var hans fyrsta á ævinni, að hann færi aftur næsta ár og þá tvær ferð- ir, aðra að vetrinum, hina að sumrinu. Við útkomu skattskrárinnar ráku kunnugir augun f þennan gffurlega mismun á milli þess- ara tveggja einhleypinga f skattgreiðslum, þótt báðir væru verkamenn og að þvf er virtist við svipaða aðstöðu, nema þá þetta ár, annar puðar allt árið til að hafa f sig og á, og fyrir gjöldunum sínum. Hinn vinnur sama og ekkert, og ver veruleg- um hluta sumarsins til að sleikja sólskinið úti í löndum meðan Palli verður að druslast í regnkápu við vinnuna hvern einasta dag hér heima. Palli var lfka alveg undrandi yfir þessu óréttlæti, fór því til vinar sfns Jónasar og spurði hann hreint út, hvernig þetta gæti gerzt, hvort hann væri orðinn einhver fjárglæframaður. Svarið sem hann fékk var eftirfarandi: „Við þetta er ekkert óheiðar- legt, ég hef unnið eins og þú allt mitt lff, og borið gæfu til að eiga vinnugleði, það er að sjá verk ganga vel, og vera þátttak- andi í að skapa eitthvað, jafnvel við að sópa rusl, fegra eitthvað svæði með þvf að gera það hreint. Þénaði stundum vel eins og þú, en hef eytt minna. Ég átti þvf á vöxtum sfðastliðið ár 10 millj. og fékk af því í vexti 1.6 millj., allt er þetta skatt- frjálst, höfuðstóll og vextir, svo vann ég aðeins á árinu, þó ekki meira en svo að rfkið greiðir gjöldin min, svo ég hef þarna ráðstöfunartekjur til að lifa af og leika mér, um tvær milljón- ir. Næsta ár ætla ég hreint ekk- ert að gera nema leika mér, þá fæ ég vexti af þessum 10 millj. 2.2 millj., eitthvað er sem heitir atvinnuleysistrygging, ég ætti að fá eitthvað úr henni tekju- laus maðurinn, svo er ég að komast á ellilffeyri, allt er þetta skattlaust en rfkið greiðir gjöld- in mfn sem til falla, svo það er úr nógu að moða, og viljir þú vera svo litillátur að þiggja það, Framhald á bls. 27 1 LA UL L& Lærið , & * * að % dansa Dansinn yngir Dansinn kætir Innritun í ballett og samkvæmisdansskólunum hefst 20. september DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS TRYGGING fyrir réttri tilsögn í dansi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.