Morgunblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976 21 Elías Davíðsson kerfisfræðingur: Opið bréf til sam- göngumáJaráðherra NtJ er svo komið, að samgöngu- málaráðuneytið hefur ákveðið að hefja árið 1979 rekstur jarðstöðv- ar til f jarskipta. Eins og ráðuneyt- ið er vafalaust kunnugt, mun að- eins einn aðili reka gervihnetti til almennra fjarskipta hér á þessu svæði, en það er samsteypan INTELSAT. Það er þvi hjá þess- um aðila, sem ísland mun kaupa fjarskiptaþjónustu í framtfðinni, jafnvel þótt Mikla norræna rit- símafélagið kynni að verða milli- liður í þessum viðskiptum. Þar sem stjórnvöld 6g sérfræð- ingar þeirra hafa ekki séð ástæðu til að skýra frá vinnubrögðum sín- um, samskiptum sínum við fram- tíðarviðskiptaaðila Islands né svara þeim rökstuddu viðvörun- um um stefnu þeirra í fjarskipta- málum, sem birtust í ítarlegum greinum mfnum um miðjan júnf s.l. (Þjv. 15/6 og 17/6), sé ég ekki annarra kosta völ, en að senda háttvirtum ráðherra opið spurn- ingabréf í von um að almenningi verði sýnd lágmarkskurteisi, sem ætlast má til af stjórnvöldum f lýðræðisþjóðfélagi, hvað varðar upplýsingamiðlun um mikilvæg mál. í þessu sambandi, vænti ég þess að háttvirtur ráðherra svari eftir- farandi spurningum: 1. Hvers vegna hefur almenningi ekki verið skýrt frá eðli þess fyr- irtækis — INTELSAT —, sem kemur til með að selja Islending- um aðgang að gervihnöttum sín- um? 2. Hvers vegna hefur ekki verið skýrt frá þvf að INTELSAT er rekið af bandarískum auðhring- um, f gegnum fyrirtæki að nafni COMSAT? 3. Hvers vegna hefur ekki verið skýrt frá því, að INTELSAT er og hefur verið allt frá upphafi tæki bandarfskrar útþenslustefnu, enda stofnað af frumkvæði Bandaríkjastjórnar? 4. Hvers vegna hefur ekki verið skýrt frá eðli þeirra samskipta, sem INTELSAT hefur um árabil rækt við starfsmenn Landsfmans? 5. Hvers vegna hefur verið þagað yfir nöfnum þeirra tveggja stór- fyrirtækja, sem þegar hafa boðið yfirvöfdum jarðstöð til sölu? 6. Hvernig hyggjast stjórnvöld tryggja sjálfstæði landsins í fjar- skiptamálum, þegar og eftir að öll fjarskiptin eru komin í hendur INTELSAT? 7. Munu Islendingar hafa nokkra möguleika á að slfta viðskiptum 10%þjóðar- innar sáu ÍSLENZK FÖT 76 SYNINGUNNI ISLENZK FÖT ’76 lauk f gær eftir tveggja daga framlengingu. Forráða- menn sýningarinnar eru mjög ánægðir með undirtektir þær, sem sýningin hlaut en alls munu um 21 þúsund manns hafa lagt leið sfna f Laugar- dalshöllina. Þýðir það, að um það bil 10% þjóðarinnar hafi séð sýninguna eigin augum, og er það einsdæmi, að svo stuttar sýningar dragi að sér svo mik-' inn f jölda áhorfenda. I sýningarhappdrættinu komu upp númerin 16693 og 18715 fyrir tvo siðustu dagana, og eru það úttektir frá Belgja- gerðinni og Gefjun, að verð- mæti 25 þús. króna. Aðal- vinningurinn, sem dreginn var úr öllum seldum númerum, kom á 1682, en sá vinningur er úttekt hjá öllum sýningaraðil- um að heildarverðmæti 200 þús. krónur. sinum við INTELSAT, án þess að þeir bíði af þvl verulegt tjón, úr því INTELSAT er eini aðili, sem getur boðið fjarskiptaþjónustu af þessu tagi? 8. Hver verður samningsaðstaða Islands gagnvart aðila eins og INTELSAT, sem er í raun og veru með einokun á þessu sviði og mun því ráða algjörlega fjarskipta- töxtum og öðrum skilmálum? 9. Með tilliti til þeirra hagsmuna, sem liggja að baki INTELSAT, má ekki búast við að INTELSAT smám saman sölsi undir sig aðrar tegundir upplýsingamiðlunar I þágu umbjóðenda sinni (frétta- miðlun, gagnabankar o.fl.)? Ég vona að háttvirtur ráðherra sjái sér fært að gera almenningi grein fyrir afstöðu stjórnvalda til ofangreindra spurninga. Með fyrirfram þökk og virð- ingu. Elias Daviðsson (sign) Elias Davíðsson, kerfisfræðingur Kópavogi. — Kosið í Svíþjóð Framhald af bls. 13. kosningabaráttunnar þau mis- tök að taka Fálldin ekki alvar- lega og reyna að gera andstöðu hans við kjarnorkuna kjána- lega og vanhugsaða í augum kjósenda. Fremur ódýr af- greiðsla hans á málinu kemur honum nú i koll, þvi að kjarn- orkan er orðið eitt stærsta mál- ið i kosningabaráttunni og sam- kvæmt skoðanakönnunum styðja 48% kjósenda stefnu Miðflokksins i þvi máli. Er það 4% aukning fráþví i júni. Þeim sem styðja stefnu stjórnarinnar hefur fækkaó um 2% og eru nú 30% af kjósendafjöldanum. Þjóðarflokkurinn og Hæg- fara einingarflokkurinn hafa að mestu leyti stutt stefnu jafn- aðarmanna í orkumálum og hafa þvi komizt i nokkurn vanda vegna stefnu Fálldins. Er það borgaraflokkunum mjög mikilvægt að geta sýnt kjósend- um samstöðu i sem flestum mikilvægum málum. Þeir hafa því reynt að fara undan i flæm- ingi þegar þeir hafa þurft að gefa ákveðin svör um orkumál- in. Hafa leiðtogar flokkanna, Per Ahlmark og Gösta Bohman, sagt að þeir telji eðlilegt að kjósendur fái að skera úr um þetta mál með þjóðaratkvæða- greiðslu. Veltur á kommúnistum Ljóst er að jafnaðarmenn fá ekki hreinan meirihfuta í kosn- ingunum og það mun þvi velta á Vinstriflokknum — kommún- istum — hverjir verða við völd i Sviþjóð eftir næstu helgi. Flokkurinn hefur siðan í vetur verið klofinn á milli meirihlut- ans, sem~ vill frjálsa afstöðu gagnvart Sovétrikjunum að dæmi evrópskra bræðraflokka, og minnihlutans, sem er Sovét- sinnaður. Flokkurinn verður að fá 4% greiddra atkvæða til að fá þingsæti. Bregðist það skipt- ast þingsæti hans á milli stóru flokkanna og er þá næstum ör- uggt að hlutur borgaraflokk- anna verður meiri. Annað óvissuatriði er nýir kjósendur. Kosningaaldur hef- ur verið lækkaður úr 20 árum í 18 og þvi mun 14 milljón manns kjósa í fyrsta skipti. En stærsta spurningin verður þó hvort hinn venjulegi kjósandi sé, þeg- ar á hólminn er komið, reiðubú- inn til að taka afstöðu gegn rikisstjórn, sem fært hefur Svfum óumdeilanlega mestu velferð, sem þekkíát í heimin- um. ÞESSI F0T ISLENSK FOT/76 □ Denim buxur frá St. Cooper □ Herrapeysur [ Dömupeysur [_Herraskyrtur [j Buxnadragtir □ St. Terelyne & ullarbuxur úr hinu sterka og þétta „Cavaliry Twill” □ Kúrekastígvél [ ; Kickers skór og margt fleira 0PIÐ TIL KL. 12 LAUGARDAGA TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi frá skiptiborði 28155 pje

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.