Morgunblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976 Hraðfrystihús Utgerðarfé- lags Akureyringa stækkað NÝLEGA ákvað stjðrn (Jt- gerðarfélags Akureyringa að hefjast handa um stækkun frystihússins. I fyrirhugaðri stækkun, sem á að ganga til suðurs frá aðalbyggingunni, verður fyrst og fremst ný og full- komin fiskmóttaka, en jafnframt því verður fisk- vinnsla, vélasalur, skrif- stofur, fiskkassaþvottastöð og fiskkassageymsla. Kostnaður við þessar fram- kvæmdir er áætlaður 150 milljónir króna. — UPPISTÖÐULÓNIÐ verður fyllt á ný ( oktðber, þannig að það verði fullt þegar vélarnar verða reynslukeyrðar I nóvember, og þessa dagana er verið að þétta suðurkantinn á stíflunni með þvf að keyra möl og leirmold á stað- inn en þegar lónið var fylit til reynslu, kom þar fram leki sagði Páll Ólafsson verkfræðingur hjá Landsvirkjun I samtali við — Kostnaður 150 m. króna I samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði Vilhelm Þor- steinsson, framkvæmdastjóri UA, að þetta yrði mikil bygging, en þó fyrst og fremst hráefnisgeymsla. „Okkur hefur vantað kælda hrá- efnisgeymslu tilfinnanlega um langa hríð. Nú orðið er svo til öllum fiski landað í kössum og verða þeir að geymast i góðum, kæidum geymslum. Þegar Morgunblaðið Páll sagði, að öll vinna gengi nú vel í Sigöldu og kappkostað væri að koma öllu í gang fyrir vetur- inn. Vel gengi að koma fyrir vél- um og annar tækja- og raf- búnaður fylgdi með. — Það er unnið á öllum vfgstöðvum af full- um krafti og ef ekkert óvænt kemur fyrir á allt að standast, sagði hann. geymslan verður risin, verður um mikla bót að ræða.“ Vilhelm sagði, að hugmyndin væri að hefja byggingarfram- kvæmdir nú í haust, óvíst væri hvenær verkinu lyki. Guðlaug langhæst 1 4. umferð sexlanda keppninnar f skák í Bremen f V-Þýzkalandi f gærkvöldi tefldu Islendngar við Svfa. Ingvar vann Ornstein, Magnús vann Schneider. Guðlaug gerði jafntefli við Svensen. Ómar tapaði fyrir Bergström. Júlfus á unna biðskák við Valbom og Jón tvfsýna biðskák við Janson. önnur úrslit Noregur Bremen 3—1 og tvær í bið, Þýzkaland — Danmörk 2—1 og 3 f bið. 1 þriðju umferð tefldu tslend- ingar við Bremen og áttu slæman dag, en Guðlaug -gerði jafntefli við Pollach og Ingvar við Meier, Jón, Magnús, Júlíus og Ómar töp- uðu allir. Bremen keppir sem gestur og eru skákir við þá ekki taldar með í landskeppninni. Guðlaug er nú langhæst kvenna á mótinu oe hefur ekki tapað skák. Fjárfestingarbankinn: Viðræður um lánsfjárhæð á næstunni BANKARÁÐSFUNDUR i Fjár- festingarbanka Norðurlanda var haldinn í Ósló nýlega og var þar samþykkt að veita tslenzka járn- blendifélaginu lán. Samkvæmt upplýsingum Þórhalls Ásgeirs- sonar, ráðuneytisstjóra, tók bankaráðið jákvæða afstöðu til umsóknar félagsins og verður lánsfjárhæðin sfðan samnings- atriði milli bankans og Járn- blendifélagsins. Ekki hefur enn verið ákveðið, hvenær viðræður milli bankans og félagsins hef jast, en það verður fljótlega. Sigalda: Uppistöðulónið verður fyllt á ný í októbermán. Verður lögveð tekið í öllum bifreiðum Aðeins 50% stöðumælasekta innheimtast UMFERÐARNEFND Reykjavfk- ur hefur rætt um það á fundum sfnum á hvern hátt megi auðvelda innheimtu stöðumælasekta, en ekki munu innheimtast nema rétt um 50% þeirra að sögn Sturlu Þórðarsonar fulltrúa lögreglu- stjórans f Reykjavfk. Ennfremur hefur nefndin rætt um það hvernig gera megi auðveldara en nú er að fjarlægja bifreiðir, sem lagt hefur verið ólöglega. Valgarð Briem formaður um- ferðarnefndar, tjáði Mbl. að sú hugmynd ætti mikið fylgi innan nefndarinnar að það ákvæði yrði sett inn i umferðarlög, að lögveð fyrir sektum yrði tekið I öllum bifreiðum þannig að lögtök mætti taka í þeim og bjóða þær upp ef stöðumælasektir væru ekki greiddar. Sagði Valgarð að þessi háttur væri hafður á í Noregi og þar borguðu menn sínar sketir möglunarlaust og yfirvöld hefðu enga erfiðleika af þessum þætti umverðarmálanna. Þá sagði Valgarð að það væri vilji nefndarinnar að sett yrði í lög afdráttarlausari heimild til að fjarlægja bifreiðir sem lagt væri ólöglega, og bifreiðir sem væri þannig lagt, að þær sköpuðu hættu fyrir umferðina. Astandið í þessum efnum væri mjög slæmt í Reykjavfk og brýnna úrbóta væri þörf. Valgarð sagði að lokum, að um- ferðarnefndin myndi móta hug- myndir sínar um þessi mál og leggja þær siðan fram. Aðgerðaleysi á sjónvarpinu ÞEGAR starfsmenn sjónvarpsins mætti til vinnu I gærmorgun hófu þeir ekki störf samkvæmt venju, heldur settust niður, fengu sér kaffi og gerðu ekki neitt, og svo var allan daginn. Þessar aðgerðir sjónvarpsmanna stafa af mikilli óánægju I launamálum, en það hefur oft komið fram f fjölmiðl- um áður. Ekki er vitað hvort svip- að ástand muni rfkja á sjónvarp- inu f dag, en ef svo verður, þá verður engin útsending f kvöld. Einn starfsmanna sjónvarpsins sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að frekar mætti lita á þetta sem aðgerðaleysi frekar en einhverjar beinar aðgerðir. Hann sagði að flestir vissu af hvaða ástæðum sjónvarpsfólkið færi sér hægt við vinnu sina. Fólk þar hefði lengi verið óánægt með laun sin. Sjónvarpið væri ung stofnun og starfsfólk þess teldi, að það væri ekki enn komið á sinn stað I launakerfinu innan rikisins, ef miðað væri við önnur Norður- lönd. Þá sagði starfsmaðurinn, að ekkert væri ákveðið með daginn I dag. Það kæmi allt I ljós, þegar fólk kæmi til vinnu. Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri sjónvarpsins, sagði I samtali við Morgunblaðið I gær, að hann hefði lítið um þetta mál að segja. Ef allt yrði með felldu frá byrjun vinnudags I dag til kvölds, yrði hægt að vinna það upp sem sat á hakanum I gær og útsending því eðlilega I kvöld. En ef þessar aðgerðir héldu áfram, þá kæmi þetta niður á fréttaöfl- un, textun og ýmsu fleiru og um leið myndi útsending brenglast. Siálfstæðisflokkurinn; Síðustu héraðs- mótin í kvöld og annað kvöld SÍÐUSTU héraðsmót Sjálf- stæðisflokksins verða hald- in í Stapa í kvöld og Vest- mannaeyjum annað kvöld. Héraðsmótin hafa nú verið haldin á 18 stöðum víðs vegar um land I sumar og hafa forystumenn flokksins flutt stutt ávörp á mótunum. Þá hefur skemmti- kröftunum Kristni Hallssyni og Magnúsi Jónssyni óperusöngvur- um, Jörundi og hljómsveitinni Næturgölum verið vel tekið. Allir eru velkomnir á héraðs- mótið I Stapa I kvöld og Vest- mannaeyjum annað kvöld. Dansað verður til klukkan 02 bæði kvöldin. Björn á Löngumýri krefst 358 þúsund kr. í skaðabætur SVO SEM kunnugt er af fyrri fréttum Mbl. hefur Björn Pálsson bóndi á Ytri-Löngumýri kært Jón Isberg sýslumann vegna böðunar- málsins, sem upp kom s.l. vor og Björn bóndi hefur nefnt valdböð- un. Birgir Guðjónsson, sýslumað- ur Strandamanna, var settur dómari f málinu og hefur hann það nú til meðferðar. í kæru sinni gerir Björn Páls- son bótakröfur á hendur sýslu- manni, samtals að upphæð 358 þúsund krónur auk alls kostnaðar af málarekstrinum. Morgunblaðið hefur aflað sér upplýsinga um skaðabótakröfur Björns á Löngu- mýri, og sundurliðast þær þannig: 4 lambsverð vegna lambaláts. 1 ærverð fyrir tvflembu sem drapst 20 fóðureiningar, aukinn fóðurkostnaður á hverja kind sem böðuð var miðað við fóður- blöndu á kind samtals þannig: Ymis kostnaður og bætur vegna árásar á heimili mitt. — Þannig samtals: kr. 28.000,- kr. 20.000,- kr. 1.000.- Kr. 210.000,- Kr. 100.000.- Kr. 358.000.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.