Morgunblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976
19
Myndllst
ar rétt, en heildarblærinn er þó
óneitanlega keimlíkur frá ári
til árs. Ekki hafa menn t.d. áður
séð blómamyndir frá hendi
Valtýs, en litameðferðina
þekkjum við sannarlega frá
fyrri tíð í óhlutbundnum mynd-
um. Helst er það „sensasjón",
að Valtýr skuli mála hlut-
bundnar myndir, er hann árum
saman skilgreindi sem „úrelta
list“ er aðrir áttu i hlut, — eða
réttara, „að þær væru ekki í
anda tirnans." Það merkilega
er, að Vaitýr hefur að vissu
marki rétt fyrir sér, hve fjar-
stæðukennt sem það kann að
virðast, þvi að timi hinna
þröngu stefnumarka er að
mestu genginn hjá, og það telst
Valtý til tekna að hafa hug-
rekki til að draga í land. Mynd-
ir hans eru mjög misjafnar, en
sumar ákaflega hressilega mál-
aðar líkt og nr. 8 „Blóm á bláum
grunni" og „Fífa“ (10). Valtýr
virðist þó fara full geyst í hlut-
ina og sum málverkanna eru I
bragðdaufara lagi og svo var
t.d. um myndir hans á „Haust-
sýningunni". Karl Kvaran mæt-
ir dálítið ósamstæður til leiks
hvað form mynda snertir, þótt
litirnir séu sterkir sem fyrr.
Mynd hans „Morgunn" (21) er
að minu mati langsterkasta
mynd hans og sú fágaðasta I lit
frá hans hendi I langan tima.
Hér er allt í góðu samræmi og
jafnvægi, — litur, rými, lina og
form. Mynd Þorvaldar Skúla-
sonar „Brún blæbrigði" er
glæsileg, einkum við fyrstu
kynni, en virðist ekki auka við
sig að sama skapi, — það gerir
hins vegar myndin „Blá blæ-
brigði" er sækir á við hverja
skoðun. Að öðru leyti virðast
mér myndir Þorvalds mjög mis-
jafnar og endurtekning sömu
forma næsta úr hófi fram. Það
er öldungis rétt sem Kristján
Davfðsson segir: „Við erum orð-
in roskin og búin að finna okk-
ar farveg", — og þrátt fyrir
þessa yfirlýsingu hans er fjarri
því að lognmolla og deyfð ein-
kenni meðhöndlun hans á efni-
viðnum. Hann kemur hér einna
sterkast fram er hann gengur
út frá einhverju táknrænu, t.d.
andlitum, sem hann ummyndar
á persónulegan hátt. Gustmikill
málari Kristján Davíðsson!
Myndir hans á „Haustsýning-
unni“ nutu sin þar naumast
nema nr. 56 „Andlit I Polli",
sem er mjög magnað verk. —
Guðmunda Andrésdóttir er við
sin sömu hringform, sem eru
þokkafull en það einhæf að
nokkur niðurskurður hefði gert
hlut hennar mun sterkari, en
hér við bætist einhæf litanotk-
un og blæbrigðalítil. Jóhannes
Jóhannesson á tvímælalaust
jafnbestu myndir málaranna á
sýningunni, og um leið fjöl-
breyttastar. Kemur vel fram að
hann leggur mikla vinnu og
natni í flestar myndir, fléttar
og bindur formin saman og
tekst það af hugkvæmni og oft
með miklum ágætum, og án
þess að þrengja um of að heild-
armyndinni. Jóhannes á þó
ekki jafn stórbrotin verk nú
sem á fyrra ári. Sýningarvegg-
ur hans i minni salnum er án
vafa heilsteyptasti hluti sýning-
arinnar og er þetta þó ákaflega
erfiður veggur og vandmeðfar-
inn.
Þá er hér komið að hinum
eina myndhöggvara sýningar-
innar Sigurjóni Ólafssyni og er
það i skemmstu máli um hann
að segja, að frábært er hvernig
honum tekst að lyfta list sinni á
hátt svið á tveim sýningum
samtímis og prýða báðar, flest-
um öðrum meir, með sjálfstæð-
um verkum, — þessi listamaður
virðist gæða alla hluti lifi og
þokka, er hann snertir, og
skynjar efni það er hann mótar
með mögnuðum, dulrænum
hætti.
Með þessari sýningu hefur
SEPTEM-hópurinn staðfest
styrka stöðu sina innan ís-
lenzkrar myndlistar, en naum-
ast markað nein eftirtektar-
verðari spor en á fyrri sýning-
um.
Bragi Asgeirsson
Septem — 1976
ÞEGAR þetta birtist er sýning
SEPTEM — hópsins i sýningar-
sölum Norræna hússins I full-
um gangi, en henni lýkur nú
um helgina. Þessi árlegi við-
burður hefur unnið sér fastan
sess í vitund borgarbúa, orðinn
hefð líkt og „Haustsýningin".
Er þess að vænta að þessi hópur
haldi ótrauður áfram og að sýn-
ingar hans verði fleiri en Sept-
embersýningarnar forðum
daga, en þær urðu þá einungis
fjórar.
Ekki verður annað sagt en að
hinar öldnu kempur séu enn i
fullu fjöri því að öll verkin
munu vera unnin á þessu ári,
og er hópurinn þannig trúr
hinni upprunalegu megin-
stefnu, að sýna einungis hið
nýjasta. En hver veit nema
þeim detti í hug að leggja undir
sig alla Kjarvalsstaði einn góð-
an veðurdag og efna til eins
konar yfirlitssýningar á verk-
um hópsins frá fyrstu tið og
gæti það jafnvel gerst á næsta
ári en þá eru liðin 30 ár frá
hinni fyrstu sýningu hans, sem
hinn mikli styrr stóð um. Rangt
er þó að tiunda ár hvert sömu
þuluna varðandi þessar fyrri
sýningar og lifa þannig á um-
róti í kring um þær forðum
daga, því að hver ný sýning á
sjálf að standa á eigin fótum á
nákvæmlega sama hátt og t.d.
hver ný haustsýning. — Þannig
eiga þær að auglýsa sig, og
verkin á sýningunum hverju
sinni eiga að vera það sem meg-
inmáli skiptir, það sem eftir-
tekt og forvitni vekur.
Það, að auglýsa t.d. siðustu
daga „Haustsýningarinnar"
með myndum eftir Picasso o.fl.
úr kvikmyndum sem þar voru
jafnframt I gangi, fékk einn
mætan borgara til að varpa
þeirri spurningu fram hvort
menn myndu styrkja næstu
sýningu með Ómari Ragnars-
syni, Wilmu Reading eða
danskri fatafellu, — jafnvel
„Lónlí blú bojs“ (!).
— í sambandi við SEPTEM
var það lika óþarft verk hjá
Valtý Péturssyni að lýsa því
yfir að þeir „hótuðu að halda
áfram að sýna“. Þetta er að visu
hressilega til orða tekið, en
fjarstæða er að til sé vottur af
andófi gegn Septem-hópnum,
og þvi siður að nokkur vilji
hindra sýningarhald þeirra. Að-
sókn og frami þessara tveggja
sýninga á undanförnum árum
ætti að vera órækt vitni þess, að
sýningarnar þurfi ekki á slíku
bætiefni að halda, og að það
hafi frekar öfug áhrif, sbr. til-
tölulega litla aðsókn að haust-
sýningunni í ár ef tekið er mið
af ýmsum öðrum sýningum, er
haldnar hafa verið á staðnum.
En rétt er þó, að við höfum
um margt dregist aftur úr um
nýjungar á myndlistarsviði á sl.
áratug, og ætla mætti að það sé
einmitt ástæðan fyrir þessum
hliðarhoppum og fyrirgangi
forsvarsmanna hérlendra sýn-
inga. Góð list stendur fyrir sinu
þótt ekki sé stritast við að
hanga í framúrstefnu erlend-
um. Slikt gefur ekki í öllum
tilvikum góða raun og á heldur
ekki að gefa, því að við eigum
sjálfir að hafa hér af einhverju
að miðla. Undirritaður verður
þó siðastur manna til að boða
nokkra tegund „próvensial-
isma“ og einangrunar.
Auk sjálfrar haustsýningar-
innar væri æskilegt að t.d. 3—4
áhugaverðir listhópar hefðu ár-
legar sýningar haganlega
dreifðar, en engin þessara sýn-
inga má nokkru sinni rekast á
haustsýninguna, en það hafa
Septem-menn gert í tvö skipti.
Haustsýningin þarf afdráttar-
laust að fara fram i október-
mánuði, um það held ég að
meirihluti myndlistarmanna sé
sammála auk þess marks, að
hún verði aðalmyndlistarvið-
burður hvers árs, a.m.k. hinn
viðamesti.
Það er fráleitt að almenning-
ur hafi í sjálfu sér minni áhuga
á samsýningum og að svo hafi
það alltaf verið, — hér er sann-
ara að myndlistarmenn hafa
matað almenning með risastór-
um einkasýningum, sem eru i
sjálfu sér, og eiga einungis að
vera, fátíðir viðburðir I lifi
hvers listamanns, en þeim ber
fyrst og fremst að beina tima og
kröftum að mótun listar sinnar.
— Ég merki enga þreytu hjá
Septem-mönnum, en sýningin
er óneitanlega veikari án þátt-
töku Steinþórs Sigurðssonar
eða gestsins I fyrra Andre
Enard, og þá er það einnig veik-
indi að Kjartan Guðjónsson
skuli standa utan hópsins.
Skilti sýningarinnar er henni
ekki samboðið og „plakat" er
ekkert, en hvorttveggja gegnir
mikilvægu hlutverki. Hið
arkitektónískt-stranga skilti
„Haustsýningarinnar" var
einnig harla litið eftirtektar-
vert, hér skortir frumleika og
góðan undirbúning fyrir þenn-
an þátt mála. Nefna má að
„Haustsýningin" 1974 að Kjar-
valsstöðum var einnig stórum
litríkari vegna gestsins Louisu
Matthiasdóttur.
I stuttu máli er hér hægt að
gera mikið til bóta, er varðar
öðru framar myndlistina sjálfa,
inn að tína til vandamál þessara
tveggja sýninga samtímis, er
vegna þess að árekstur þeirra á
samtima sýningu hlýtur að
leiða til vangaveltu í þessu efni,
auk þess sem að tveir sýnendur
á SEPTEM-sýningunni eiga
einnig myndir á Haustsýning-
unni sem tekur rými frá öðrum,
og hlýtur að teljast á misskiln-
ingi byggt, auk þess að vera
vafasöm þegnsemi, þótt ekki
leiki vafi á að hún sé vel meint.
Umræður listamanna, list-
fróðra og almennings um inn-
tak sýninganna, einstök verk og
annað er sýningarnar varðar
eru atriði er ekki hafa ennþá
verið reynd. Og hvernig væri að
senda úrtak slíkra sýninga út
um landsbyggðina, t.d. til hinna
stærri kaupstaða allra lands-
fjórðunga. — Stöðug hreyfing
og umræða er það sem öllu máli
skiptir...
Frá upphafi hefur það öðru
fremur verið litagleði sem hef-
ur einkennt SEPTEM-hópinn
og hafa þeir verið ósparir á
notkun ómengaðra frumlita og
að hræra þeim saman á hressi-
legan hátt.
Slík vinnubrögð grípa jafnan
áhorfendur sterkt við fyrstu
skoðun, en getur orðið þreyt-
andi til lengdar. Fólki sem
skoðar sýninguna einungis einu
sinni ár hvert þykir þannig lítið
um breytingar á listsköpun
hópsins. Það er þó ekki allskost-
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
og gjarnan má taka nokkra
áhættu í þvi skyni, jafnvel fjár-
hagslega, — vogun vinnur, vog-
un tapar, — allt er betra en
ládeyða og afsláttur.
— Sýning litskyggna með sér-
stökum útbúnaði frá geymslu-
herbergi I Norræna húsinu ger-
ir það kleift að hafa slikan sýn-
ingarþátt í stöðugum gangi án
þess að það raski eða komi nið-
ur á lýsingu sýningarsalar.
Væri það góð nýjung ef
SEPTEM-hópurinn kæmi næst
með slika viðbót og sýndi þá
hlið heimslistarinnar, er þeir
gjálfir hafa mestan áhuga á og
sækja mest til, — óþarfi er að
fela hlutina ef þeir telja sig
hafa eitthvað ferskt til málanna
að leggja. Og því ekki að láta
prenta veglega sýningarskrá til
þess að auglýsa listhópinn langt
út fyrir landsteinana með sýn-
ingarhald ytra fyrir augum?
— Að ég hef valið þann kost-