Morgunblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976 Sex reknir útaf - þrjú misheppnuð víti 1 STUTTUMALI: Landsleikur I Laugardalshöll 16. sept. llrslit: ISLANDS — SVISS 24—18 (10—9) Gangur leiksins: M(n. island 0:1 1:1 1:2 (iraber 2:2 2:3 Ziillig Ágúst 1. 4. 6. 7. Viggó 9. 11. Viggó 13. 14. 14. BJörgvin 15. 16. 17. ólafur 21. Ólafur 23. Ólafur 24. Björgvin 25. Björgvin 27. Vióar (v) 28. 30. 33. 33. ólafur 35. 36. ólafur 37. 38. ólafur 41. Viggó 42. Björgvin 53. 44. 45. Viðar 47. Geir 48. Viðar 49. Geir 50. Sviss Schár arssyni á 18. mín. Zíillig ógilti vítakast í seinni hálfleik með því að stíga á línu. Brottvfsanir af velli: Magn- ús Guðmundsson 2 mín., Björg- vin Björgvinsson 2 mín., Bjarni Guðmundsson 2. mín., Graber 2 mín., Jörg Hubner 2 mín og Affolter í 2 mín. Áhorfendur 348. 3:3 3:4 3:5 4:5 4:6 4:7 5:7 6:7 7:7 8:7 9:7 10:7 10:8 10:9 10:10 11:10 11:11 12:11 12:12 13:12 14:13 15:12 15:13 15:14 16:14 17:14 18:14 19:14 19:15 Affolter Schár Schár J.Hubner Jehle Ziillig (v) Ziillig (v) Zullig Jehle Affolter Valur leikur á Selfossi N.K. laugardag fer fram á Sel- fossi leikur milli knattspyrnuliðs heimamanna og Islandsmeistara Vals. Hefst leikur þessi kl. 14.00, og tilefni hans er 40 ára afmæli Ungmennafélags Selfoss. Einn Is- landsmeistaranna, Hermann Gunnarsson, nær merkum áfanga I leik þessum, þar sem hann leik- ur þar með sinn 250. meistara- flokksleik fyrir Val. Er ekki óllk- Iegt að Hermann verði fyrirliði Valsliðsins I leiknum. Svissneskir varnarleikmenn þjarma óþyrmilega að Viðari Sfmonarsyni fyrirliða fslenzka landsliðsins f leiknum f gærkvöldi. 52. Arni 20:15 54. Viðar 21:15 55. Viggó 22:15 58. 24:16 Zullig (v) 58. 24:17 Zullig 60. 24:18 Zullig Mörk tslands: Ölafur Einars- son 6, Björgvin Björgvinsson 5, Viggó Sigurðsson 4, Viðar Sím- onarson 4, Geir Hallsteinsson 2, Árni Indriðason 2, Agúst Svavarsson 1. Mörk Sviss: Ziillig 8, Schár 4, Affolter 2, Jehle 2, Jörg Hubn- er 1, Graber 1. Misheppnuð vltaköst: Zeier varði vítakast frá Viðari Sim- onarsyni á4. mín. og Ólafi Ein- Góður sprettur íslenzka liðsins nægði til 6 marka sigurs vfir Sviss tSLENZKA handknattleikslands- liðið fékk nokkra uppreisn æru eftir tapið fyrir Svisslendingum I Iþróttahúsinu á Akranesi á þriðjudagskvöldið, er það vann góðan sigur yfir sama liði I Laug- ardalshöllinni I gærkvöldi. 24—18 urðu úrslit Ieiksins, en munurinn gat þó orðið enn meiri, ef fslenzku leikmennirnir hefðu OHRÆDDUR VIÐ VIÐFANGSEFNIÐ - sagði Janus Szerwinski sem fylgdist með leiknum í gærkvöldi — ÉG get ekki sagt annað en að ég var ánægður með sumt sem ég sá til fslenzka liðsins f þess- um leik, sagði Janus Szer- winski, hinn nýi pólski þjálfari fslenzka landsliðsins, sem fylgdist með landsleik tslands og Sviss f Laugardalshöllinni f gærkvöldi. Szerwinski kom til landsins f fyrradag og gerir hér nú aðeins stuttan stanz, þar sem hann hélt utan aftur f morgun og mun ekki koma hingað aftur fyrr en 15. október. Fékk hann sig ekki iausan úr vinnu ytra fyrr, en Szerwinski er háskólakennari. — Islendingarnir náðu ágæt- um köflum f þessum leik, sagði Szerwinski, sérstaklega þó f seinni hálfleik, er liðið vann vel saman og náði árangri. Hins vegar gekk mjög miður hjá því undir lok bæði fyrri hálfleiks og seinni hálfleiks og þá missti það leikinn nokkuð niður. — Ég tel að það sé hægt að gera mikið með þetta iið, sagði Szerwinski, og ég er sannarlega óhræddur að takast á við við- fangsefnið. Eg hef irú á því að árangur náist ef leikmennirnir fórna sér og ég fæ góðan stuðn- ing frástjórn HSl. Þegar þjálfarinn var að þvf spurður hvort hann teldi ekki of stuttan tfma gefast til undir- búnings landsliðsins, sagði hann að svo væri sennilega. — En ef ég fæ strákana vel með mér, held ég að árangur ætti ekki að láta á sér standa, sagði hann. Þegar Szerwinski var spurður um einstaka leikmenn fslenzka liðsins f gærkvöldi, vildi hann Iftið segja annað en það að svo væri ævinlega að menn kæmu mismunandi frá leikjum, og hann teldi að sumir leikmanna íslenzka liðsins þyrftu á séræf- ingum að halda. Um leikaðferð fslenzka liðsins f leiknum vildi hann ekki tjá sig heldur, en sagði, að nauðsynlegt væri fyrir lið að skipta um gfr öðru hverju, og mun þar hafa átt við að íslenzka liðið hafi leikið leikinn f gærkvöldi á of jöfnum hraða. ekki flýtt sér um of og verið of ákafir á lokamfnútum leiksins. Þegar 2 mfnútur voru til leiks- loka var tsland með 9 marka for- ystu, og með knöttinn, en f stað þess að auka muninn, misstu leik- mennirnir klaufalega af knettin- um í þrfgang og Svisslendingum tókst að minnka muninn og sleppa með viðunandi tölur frá leiknum. Miðað við allt eðlilegt er fslenzka liðið örugglega 10—15 mörkum betra en það svissneska og þvf erfitt að átta sig á því hvað hefur gerzt á Akranesi. Sá leikur er bezt gleymdur sem fyrst, en tölurnar verða því miður ekki máðar úr skýrslum um landsleiki Islendinga. Eftir að hafa heyrt um lands- leikinn á Akranesi bjó maður sig undir það versta þegar haldið var f Laugardalshöllina í gærkvöldi, og það hafa örugglega fleiri gert, þar sem áhorfendur voru færri á þessum landsleik en verið hefur á landsleik um langan tfma, eða um OLAFUR Einarsson skorar eitt sex marka sinna f leiknum. 350 talsins. Sem betur fer reynd- ist óttinn þó ástæðulaus, þótt ís- lenzka liðið héldi reyndar skrekknum í viðstöddum lengi vel I leiknum. Var það ekki fyrr en stundarfjórðungur var eftir af leiknum að það komst virkilega vel í gang — stöðvaði hlaup Sviss- lendinga í sóknarleiknum og neyddi þá til þess að reyna að skjóta, og lék þá sfðan sundur og saman f sókninni. Þá loksins kannaðist maður vel við islenzku handknattleiksmennina. Þetta geta þeir, og þetta munu þeir sennilega gera þegar þeir hafa fengið meðhöndlun hjá hinum færa pólska þjálfara Janusi Szwerwinski. Það þarf raunar engan að undra þótt nokkrar veilur væru í islenzka liðinu í gærkvöldi. ís- lenzkir handknattleiksmenn hafa enn ekki hafið keppnistímabil sitt og það er sama hvað hver segir eða ætlar sér — sumaræfingar handknattleiksmanna hér eru alltaf meira og minna I molum. Miðað við þessar aðstæður verður ekki annað sagt en að íslenzka liðið hafi komizt bærilega frá sfnu í leiknum f gærkvöldi og raunar gerði það marga fallega hluti — fallegri en von var á. Leikmennirnir komust ákaflega misvel frá leiknum. Sumir virtust hreinlega utangátta og var Ágúst Svavarsson þar fremstur í flokki. Miklu þyngri og seinni en hann var t.d. f fyrra og dró úr hraðan- um í sóknaraðgerðum Islendinga. Má mikið vera ef Pálmi Pálmason hefði ekki komið betur út með liðinu, og næsta furðulegt að landsliðsnefnd skyldi hafa talið að ekki væri rúm fyrir hann í fslenzka landsliðinu núna. Aðrir leikmenn sem virtust mjög daufir f þessum leik voru þeir Magnús Guðmundsson og Bjarni Guðmundsson. Menn leiksins voru hins vegar þeir Viggó Sigurðsson, Björgvin Björgvinsson, Geir Hallsteinsson og Ölafur Einarsson. Viggó barð- ist af miklum krafti i leiknum, „fórnaði sér“ eins og það er kallað. Hann var reyndar ekki saklaus af villum í leiknum, og það voru hinir, sem hér haf a verið Framhald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.