Morgunblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976 33 VELVAKAIVIDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 10—11 f.h. frá mánudegi til föstudags. 0 Hættulegar stimpingar „Kæri Velvakandi. Ég var nýlega sjónarvottur aó atviki sem ég tel að sé daglegur viðburður hér á höfuðborgar- svæðinu. Hópur barna og ung- linga stóð á gangstétt og beið eftir strætisvagni. Þau stóðu fremst á gangstéttarbrúninni og stimping- ar voru miklar, því að öll vildu þau verða fyrst til þess að fá sæti i strætisvagninum, Ef eitthvert barnanna hrasaði út á götuna f þessum stimpingum væri því bráður bani vis, því að bilarnir þjóta framhjá með miklum hraða rétt við gangstéttarbrúnina. Væri ekki hægt að brýna fyrir börnun- um að leika ekki þennan hættu- lega leik og eins fyrir ökumönn- unum að hægja á sér er þeir keyra framhjá slíkum hópi. Móðir". Það er rétt athugað hjá þessari móður að hér getur farið illa ef fólk gætir sín ekki. Börn og ung- lingar eru kannski ekki alltaf eins gætin og nauðsynlegt er og því er þetta réttmæt ábending. Ef ástæða þessara stimpinga er sú að þau vilja endilega ná i sæti í strætisvagni, er hægt að benda þeim á það að þau geta tæpast verið svo þreytt að þau geti ekki staðið smástund á leið heim með strætó. # Seljið starfsfólkinu búðirnar Þórdís Jónsdóttir hringdi og vildi koma á framfæri tillögu varðandi mjólkursölumálið: „Hvernig væri að Mjólkursam- salan seldi forstöðukonu eða öðru starfsfólki búðirnar og þá með góðum kjörum? Það hlýtur að vera hagur Samsölunnar að selja þær frekar en leggja þær bara niður og það er líka hagur starfs- stúlknanna að geta örugglega haldið sinni atvinnu. 1 þriðja lagi er það hagur neytenda, þá verða mjólkurbúðirnar ekki lagðar nið- ur eins og nú stendur til og við getum verið örugg með að fá mjólk áfram eftir 1. febrúar. Þórdís Jónsdóttir". <£ Um þróun og sköpun Sóley Jónsdóttir skrifar: „Það er ekki rétt hjá 7848-2192 að ég hafi vitnað i Jesaja og Sál- mana i sambandi við þróunar- Hardy. Everest hafði hengt þær upp (vinnuherberginu slnu. Percy brosti við. — Þarna sjáið þér hvernig hann er. Málverkum vill hann ekki lfta við. En ljósmyndir af fiskum! Það er stórkostlegt! Eftir hádegisverðinn settust þeir aftur inn ( bókaherbergið. Percy horfði hugsi á gest sinn. — Þér verðið vitanlega að orða greinina yðar á þann veg að bæði Jamie — og þeir sem gæta hans — samþykki hana. Hvernig hafið þér hugsað yður að byrja? Getið þér gefið mér nokkra punkta hvernig þér ætlið að vinna grein- ina? — Nei, en ég er ekki lengi að bræða hana saman. — Jæja? Þér látið yður ekki muna um það. — Ég er vanur að vinna undir tfmapressu. Fréttamaður vinnur öðruvfsi en höfundar yðar. Eg verð að hafa mitt efni tilbúið á stundinni ef svo stendur á. Eg geri það sem ég get tíl að að finna réttar setningar... Percy horfði á hann og var ánægjusvipur á andliti hans. — Hafið þér nægilegt efni til að geta soðið saman grein? Jack brosti til hans. kenninguna. Tilvitnanirnar voru viðvikjandi umræðu um leið til lífshamingjunnar. Bið ég nú 7848- 2192 að lesa greinina betur. Ég get ekki fallizt á að það sé sterk sönnun fyrir þróun mannsins, að hann hafi hugsað mikið um upp- haf sitt og lögmál alls lífs. Sú staðreynd að maðurinn hugsar mikið, þykir mér frekar sanna að hann sé ekki kominn af öpum. Við gerum lftið með „rök fornald- arfræðinnar" þar sem staðreyndir lífsins segja annað. Staðreyndir lífsins og sköpunarsaga Bibliunn- ar samrýmast fullkomlega. Má í því sambandi benda á að leirinn sem við göngum á og líkami mannsins geyma sömu frumefni, samanber 1. Mósebók 2. kafla 7. v. Aftur á móti stangast stað- reyndir lífsins og þróunarkenn- ingin harkalega á. Væri þróun staðreynd, fyndum við í dýpri jarðlögum mörg sýnishorn af lítt þróuðum tegundum og efri jarð- lög ættu þá að sýna tegundirnar á breytingastigi og æðra þróunar- stigi. En svona er þessu ekki far- ið. Staðreyndin er sú að í dýpri jarðlögunum eru tegundirnar ai- veg eins og í efri jarðlögunum. Ennfremur: Væri þróun stað- reynd ættum við að finna þúsund- ir „milliliða" i jarðlögunum og væri þá hægt að rekja sögulega þróun þeirra. Ekkert slíkt hefur fundizt. þegar einhver bein hafa fundizt sem þykja sanna tilvist „milliliðarins", hins svokallaða apamanns, hefur sannleikurinn allur ekki komizt fram. „Javamað- urinn“ t.d. var rannsakaður árið 1894 af vísindamönnum og sögðu 10 að beinin væru úr apa, 7 sögðu að þau væru úr manni go aðeins 7 sögðu að þau gætu verið úr milli- lið apa og manna. Þeirri skoðun halda kennslubækur fram, en þegja um hinar. Það eru fjölmargir frábærir vís- indamenn sem hafna alveg kenn- ingunni um þróun. Fornminja- rannsóknir leiða það í ljós að menn þeir sem elztu minjar finn- ast eftir stóðu jafnfætis okkur og vel það um margt er vitsmuna krefst og tækni. Ein spurning að lokum: Af hvaða sökum og sam- kvæmt hvaða formúlum breyttist dýrið i formann, formaðurinn i frummann og frummaðurinn í mann? Sóley Jónsdóttir. Akureyri1'. Velvakandi þakkar bréf Sóleyj- ar. Það kemur fyrir að honum berast nafnlaus bréf og það sakar ekki að minna á það að slik bréf verða ekki birt. Ef bréfritarar óska eftir því að nöfn þeirra séu ekki birt er tekið tillit til þess og reynt að verða við því en ef nafn fylgir ekki bréfi kemst það ekki að. SIGCA V/öGA £ liLVtmi MIÚGA A9 KAoVLAÚ'b b\9AN VLlR 5T0N60 VÉR \M/V Æb\jo\ nóv< VL\VA\ v/'sí a4v//\rv VbVOLtfLA J Toyota prjónavélaeigendur athugið Upprifjunar og framhaldsnámskeið verður hald- ið kvöldin 20. og 21. september kl. 20. Allar nánari upplýsingar í síma 44416 á milli kl. 2 — 5 e.h. Nýjar vörur Terylenebuxur, Permanent press (síslétt) kr. 2370 — Flauelsbuxur kr. 2285. Skyrtur, nærföt o.fl. ódýrt. Opið föstudaga til kl. 7 og laugardaga til kl 12. Andrés, Skólavörðustíg 22 A. ÍSLENZKAR HLJÓMPLÖTUR OG CASSETTUR Halli, Laddi og Gísli Rúnar. Rió Brimkló Stuðmenn Engilbert Jensen Vilhjálmur Vilhjálmsson Magnús Thor Sigmundsson Sigrún Harðardóttir Jóhann Helgason Spilverk þjóðanna Paradls B.G. og Ingibjörg Gylfi Ægisson Látum sem ekkert c. Berst af öllu. Rock n'roll. öll min bestu ár. Tivoli. Skyggni ágætt. Með sinu nefi. Happiness is just á rideaway. Shadow lady. Ég gleymi þér aldrei. Nærlifi CD. Paradis. Sótskinsdagar. Nýja platan. ERLENDAR HLJÓMPLÖTUR 100 cc Grand Funk lan Gillian Band John Miles Donovan John Denver David Bowie Roger Mcguinn Stephen Still Alan Price Elton John 40 golden Oldies 10 CC greatest hits. Caught in the act. Child'n time. Rebel. Slow down world. Spirit. Young Americans. Cardiff Rose. Live. Preforming Price. (live) Margir titlar. Ýmsir listamenn. Einnig mikið úrval af Jazz og Classic SENDUM Í PÓSTKRÖFU. heimilistœki sf Hljómplötudeild Hafnarstrœti 3-20455

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.