Morgunblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976 5 Ljóðatónleikar Ameling og Baldwins á morgun Fjölbreytt tónleikahald Tónlistarfélagsins í vetur STARFSVETUR Tónlistarfélags Reykjavlkur hefst á laugardag- inn, 18. sept., með tónleikum I Háskólabfói. Þar kemur fram hin heimsfræga hollenzka sópran- söngkona Elly Ameling ásamt pfanóleikaranum Dalton Baldwin. Elly Ameling er ein af frægustu ljóðasöngkonum heims f dag og Dalton Baldwin er einnig talinn með fremstu listamönnum á sfnu sviði. Tónlistarunnendum mun i fersku minni þegar hann heim- sótti Island í fyrra ásamt franska söngvaranum Gérard Souzay. Tónleikarnir verða haldnir eins og áður segir í Háskðlabíói laug- ardaginn 18. sept. kl. 2.30. Á efnisskrá tónleikanna eru valin mjög falleg sönglög eftir Franz Schubert. Næstu tónleikar eftir tónleik- ana á laugardaginn eru þann 28. sept. og þar er á ferðinni Zetteravistkvartettinn frá Sví- þjóð. Tónleikar þessir eru liður i Norðurlandasamvinnu varðandi tónleikahald á vegum Nordisk Solistrád. En undanfarin ár hefur hvert land valið tónlistarmann eða tónlistarfólk til þess að ferð- ast um og halda tónleika. Frá Is- landi fór á sinum tíma Halldór Haraldsson, . píanóleikari. Frá Finnlandi ferðuðust söngvarinn Jorma Hynninen og píanóleikar- inn Ralf Gothóni. Ög frá Noregi fóru þeir Aage Kvalbein, selló- leikari, og Jens Bratlie, píanóleik- ari. Gunnar Kvaran og Gísli Magnússon munu halda tónleika fyrir félagið þann 9.10.76. Guðný Guðmundsdóttir, Hafliði M. Hall- grimsson og Philip Jenkins koma fram á tónleikum í janúar. Franski fiðluleikarinn Jan Dobrezelewski kemur til með að halda tónleika i febrúar. Italski fiðluleikarinn Pina Carmirelli og Árni Kristjánsson halda tónleika í marz. Ursúla Ingólfsdóttir held- ur tónleika fyrir félagið i april. Selma Guðmundsdóttir mun einn- ig halda sina fyrstu opinberu tón- leika i april. Siðustu tónleikar starfsvetrarins verða í mai, en þá mun hinn heimsfrægi söngvari Peter Piers halda tónleika. Tónlistarfélagið getur bætt við sig nokkrum félögum fyrir næst- komandi starfsvetur. Elly Ameling, sópransöngkona, og Dalton Baldwin, píanóleikari. Ollerupflokkurinn sýnir 1 Laugardalshöllinni FIMLEIKAFLOKKAR danska Ollerupskólans halda sýningu í Laugardalshöll klukkan 20.45 í kvöld, en flokkar þessir hafa að undanförnu verið í sýningarferð um landið og fengið góðar viðtök- ur, að sögn þeirra aðila, sem að heimsókninni standa. Á Ölympíuleikunum 1912 kom Niels Bukh fram með nýja gerð fimleika, sem hann sýndi um víða veröld með danskri æsku allt til dánardægurs. Núverandi skóla- stjóri við skóla Niels Bukh er staddur hér á landi og stjórnar hann sýningum flokkanna. Sem fyrr segir hafa flokkarnir sýnt á nokkrum stöðum á landinu, en fyrsta sýningin var við vígslu hins nýja íþróttahúss Vestmannaey- inga s.l. sunnudag. Þessi tvíhneppti „blazer-jakki’’ vakti óskipta athygli gesta á sýningunni ÍSLENSK FttT/76 Hann er hannaður af Colin Porter og er úr þéttofnu „Cavaliry Twill” terelyn- og ullarefni OPIÐ TIL NYKOMIÐ: SKYRTUR □ PEYSUR □JAKKAPEYSUR □LEÐURFRAKKAR O.M.FL. KL. 12 LAUGARDAGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.