Morgunblaðið - 29.09.1976, Síða 1

Morgunblaðið - 29.09.1976, Síða 1
32 SÍÐUR 225. tbl. 63. árg. MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Allir deiluaðilar vilja hefja viðræður - segir dr. Kissinger Frá fundi Kissingers og Nyerere forseta Tanzaníu er þeir ræddu málefni Rhódesíu. Smith býð- ur erindreka Breta til Salisbury Saiisbury — Washington — 28. september — Reuter — AP HENRY Kissinger utanríkisráð- herra Bandarfkjanna sagði í kvöld, að allir aðilar að deilunni um framtfð Rhódesfu hefðu tjáð honum vilja sinn, og reyndar ákafa, um að friðarviðræður yrðu hafnar. Ráðherrann sagð- ist þeirrar skoðunar, að tekizt hefði að ryðja leiðina til þess að deiluna mætti leysa með samningum, og nú væri vandinn sá að koma á fót samn- ingaviðræðum. Fulltrúi utanrfk- isráðuneytisins, Robert Funseth, sagði, að Kissinger hefði fengið boð frá Ian Smith forsætisráð- herra minnihlutastjórnarinnar f Rhódesfu f gegnum þriðja aðila síðasta sólarhring, en um þessa orðsendingu hafa ekki fengizt nánari upplýsingar. Ian Smith hefur boðið erind- reka brezku stjórnarinnar, sem nú ræðir málefni Rhódesfu við forseta fimm Afrfkurfkja, að koma til Salisbury svo takast megi að finna leiðir til samkomu- lags í deilunni. Brezka stjórnin hefur ekki svar- að þessu boði Smiths enn sem komið er, en James Callaghan for- sætisráðherra ítrekaði á lands- fundi Verkamannaflokksins, sem fram fer í Blackpool, að bráða- birgðastjórn yrði að taka við völd- um í Rhódesíu sem fyrst, og lagði til að það yrði innan fjögurra til sex vikna. „Þegar svo er komið málum verður ekki aftur snúið — þá er teningnum kastað,“ sagði Callaghan. Hann sagði, að Bretar myndu taka virkan þátt i því að koma á meirihlutastjórn í landinu innan tveggja ára. Julius Nyerere, forseti Tanzan- iu, lýsti því yfir í dag, að bráða- birgðastjórn í Rhódesiu innan sex vikna mundi sanna að friðarum- leitanir Kissingers hefðu borið árangur, en ekki væri unnt að koma í veg fyrir skæruhernað í landinu eða búast við efnahags- legum stuðningi fyrr en hinar sex milljónir blökkumanna í landinu hefðu tekið við völdunum af 270 þúsundum hvítra manna. Robert Mugabem, einn af leið- togum ZANU- skæruliðahreyfingarinnar, lét svo um mælt í Lusaka í dag, að vopn væru nauðsynleg til að koma á meirihlutastjórn í landinu, og leiðtogi þjóðernissinnaðra blökkumanna, séra Sithole, sagð- ist fagna andstöðu forsetanna fimm við tillögum Breta og Bandarikjamanna til lausnar deil- unni. Kissinger lét hins vegar svo um mælt í dag, að hann hefði fengið orðsendingar frá þremur blökkumannaleiðtogum um að þeir væru bjartsýnir á að hægt yrði að ná samkomulagi í væntan- legum viðræðum, en Kissinger vildi ekki segja hverjir þessir leiðtogar væru. Hann tók fram, að þeir hefðu ekki gert umtalsverðar athugasemdir við ákvæði sam- komulagsins. Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna lýsti í dag van- þóknun sinni á friðarumleitunum Breta og Bandaríkjamanna i Rhódesíumálinu, og sagði að þar hefði orðagjálfri stjórn- málamanna og fyrirheitum um fjárframlög verið beitt til að koma i veg fyrir að raunverulegt sjálfstæði kæm- ist á í Rhódesíu. I sama streng hefur Fidel Castro forsæt- isráðherra Kúbu tekið, og Map- Framhald á bls. 18 James Callaghan ávarpar landsfund brezka Verka- mannaflokksins f Blackpool f dag. Pundið hrynur áfram London 28. september Reuter. HRUN brezka sterlingspunds- ins heldur áfram og lækkaði það f dag um 4H cent gagnvart Bandarfkjadollara. Var skráð gengi þess er gjaldeyris- markaðnum f Lundúnum var lokað 1.6365 cent f einu pundi. Fyrr um daginn hafði gengi þess farið niður f 1.63 cent, en fregnir um að Denis Healey fjármálaráðherra hefði snúið aftur til skrifstofu sinnar frá Lundúnaflugvelli, þar sem hann var að leggja af stað til Framhald á bls. 18 Ráðhúsið f Beirút er nú tæpast annað en rúst, og f harðnandi bardögum f landinu sfðustu daga hefur gffurlegt tjón orðið á mönnum og mannvirkjum. Stórsókn lendinga gegn vinstrimönnum Heiftarlegir bardagar í Líbanon Beirút 28. september. Reuter. HEIFTARLEGIR bardagar brut- ust út f fjöllunum fyrir austan Beirút f dag eftir að fregnir bár- ust um að sýrlenzkt herlið og her- sveitir hægrimanna f Lfbanon hefðu hafið sókn á tveimur víg- stöðvum gegn fylkingum Ford viðurkennir að hafa þegið boð um að leika golf Washington — 28. sept. — Reuter BLAÐAFULLTRUI Geralds Fords, Bandarfkjaforseta, skýrði frá þvf f dag, að f þing- mannstfð sinni hefði forsetinn þegið boð að minnsta kosti f jög- urra stórfyrirtækja um að leika golf, og gaf hann jafnframt f skyn, að ferðakostnaður vegna þessara golfiðkana hefði verið greiddur að gestgjöfunum. Ron Nessen blaðafulltrúi sagði, að Carter ásakar forsetann um árabil hefði forsetinn þegið boð um að leika golf á hinum ýmsu stöðum, og ekki séð neitt athugavert við það, enda liti hann ekki svo á að þar hefði verið um stórgjafir að ræða. Hann lagði áher/.lú á, að forset- inn hefði ekki þegið slfk boð hefði hann talið slfka breytni ámælisverða. Jimmy Carter, andstæðingur Ford, hefur bætzt í hóp þeirra, sem um þessar mundir gera harða hríð að forsetanum og bera honum á brýn óviðeigandi meðferð fjármuna. Carter hef- ur gert blaðafregnir um golf- leik forsetans að kosningamáli, og í gær lét hann þau orð falla, að nauðsynlegt væri að fá „utanaðkomandi aðila“ til að hreinsa til í Washington, þar sem valdamenn teldu sæmandi að þíggja bæði ráð og fjárhags- legan stuðning af einstökum hagsmunahópum og athafna- mönnum. Framhald á bls. 18 Palestfnumanna f landinu. Yass- er Arafat gaf út áskorun til allra Arabaleiðtoga 6 klukkustundum eftir að bardagar hófust um að þeir hlutuðust til um að stöðva þessi „nýju fjöldamorð** eins og hann orðaði það. Heimildír f Beir- út herma að hann hafi hringt f Khaled konung Saudi-Arabfu, Gaddhafi forseta Líbýu og Boumedienne forseta Alsfr. Útvarpsstöðvar deiluaðila I Líbanon skýrðu frá því í dag, að skriðdrekar, stórskotalið, eld- flaugar og flugvélar hefðu verið notaðar í bardögunum. Herma heimildir að hér sé um að ræða mestu sameiginlegar aðgerðir í borgarastríðinu frá þvi að sýr- lenzkt herlið náði helming lands- ins á sitt vald. Borgarastríðið hef- ur nú staðið i 17 mánuði og kostað um 40 þúsund mannslíf. Stjórnmálafréttaritarar í Beir- út segja að tilgangur sóknarinnar sé að ná hinum hernaðarlega mikilvægu fjöllum úr höndum vinstrimanna áður en snjóar gera fjallvegina ófæra þungum farar- tækjum. Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.