Morgunblaðið - 29.09.1976, Side 15

Morgunblaðið - 29.09.1976, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1976 15 Norton t.v. og AIi segja hvor öðrum til svndanna skömmu fyrir einvfgið. Bardagi Nortons og Ali var í nótt New York 28. september AP. ÞEIR Muhammad AIi og Ken Norton háðu f nótt kl. 02.30 að fsl. tfma einvfgi um heimsmeistara- titilinn f hnefaleikum f Yankee Stadium f New York að viðstödd- um um 40 þúsund áhorfendum. Urslit einvfgisins lágu ekki fyrir er Mbl. fór f prentun, en Ali, sem jafnan er kokhraustur, sagði f kvöld, er kapparnir voru vigtaðir, að einvfgið stæði ekki lengur en 5 lotur, hugsanlega afgreiddi hann Norton f fyrstu lotu. Ali reyndist vega 100.44 kg, en Norton 98.85 kg, sem er nákvæm- lega sú vigt og spáð hafði verið af keppinautunum. Veðmangarar sögðu Ali sigurstranglegri og stóðu veðmálin 2—1 honum i hag. Þetta var þriðju bardaginn milli Alis og Nortons, Norton sigraði í fyrsta bardaganum og kjálka- braut þá Ali, en Ali sigraði á stigum í næsta einvígi, sem fram for 1973 eins og hið fyrra. Ali sagði I kvöld, að hann yrði að vinna þennan bardaga, komið væri að lokum fþróttaferils sins. Norton sagði að hart yrði barizt, báðir væru mjög vel undir einvig- ið búnir og í toppformi og það væri gott, þvi að þá hefði Ali engar afsakanir fram að færa. Ali er 34 ára, en Norton 31 árs. Vestur-þýzku kosningarnar: Útlit er fyrir nauman sigur stjómarflokka Bonn — 28. sept. — AP NIÐURSTÖÐUR sfðustu skoðana- kannanar um úrslit þingkosning- anna, sem fram fara f Vestur- Þýzkalandi á sunnudaginn kemur gefa til kynna að stjórn Helmut Schmidt muni vinna nauman sig- ur, og kemur það heim og saman við niðurstöður annarra slfkra at- hugana að undanförnu. Spurt var um afstöðu 1100 kjós- enda s.l. sunnudag, eða réttri viku fyrir kosningar. Niðurstaðan var sú, að stjórnarflokkarnir hefðu fylgi 49.8 af hundraði, en kristilegu flokkarnir undir for- ystu Helmut Kohl 48.6 af hundr- aði. Flokkur sósfaldemókrata hafði samkvæmt könnuninni fylgi 43.1 af hundraði, en sam- starfsflokkur þeirra, frjálsir demókratar, 6.6 af hundraði. Samanborið við fyrri kosninga- úrslit og niðurstöður skoðana- kannana, telur Allensbach að Hel- mut Schmidt muni hljóta 51.1 af hundraði atkvæða, en stjórnar- andstaðan 47.5 af hundraði. Þann- ig verður atkvæðamunurinn 3.6% Schmidt i hag, og hefur bilið því breikkað frá því að síðasta könn- un var gerð, en þá munaði 2% á stjórnarflokkum og stjórnarand- stöóu. Talið í þingsætum má ætla, að sósíaldemókratar fái 209 i stað þeirra 230, sem þeir fengu kjörna í kosningunum 1972, ef marka má spár þessar. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að frjálsir demó- kratar auki fylgi sitt og fái nú kjörna 48 i stað 41. Mundu núver- andi stjórnarflokkar þannig hafa 257 þingmenn, sem er 18 meira en spáð er að stjórnarandstöðuflokk- arnir muni fá. Enda þótt þing- mönnum þeirra fjölgi þannig úr 225 i 239 munu núverandi stjórnarflokkar þannig halda meirihluta sinum, en atkvæði 249 þingmanna þarf til að Helmut Schmidt verði endurkjörinn kanslari V-Þýzkalands að kosn- ingum loknum. Korchnoj fær landvist- arleyfi en ekki sem pólitískur flóttamaður Sovézk sjómanns- kona stakk sig á hol Moskvu 28. september AP — Reuter. EIGINKONA sovézks sjómanns, sem strauk af skipi s(nu I Svfþjóð 1974, stakk sjálfa sig á hol I vega- bréfaskrifstofunni f Moskvu f dag eftir að henni var tjáð að umsókn hennar um að fá að flytjast úr landi hefði verið hafnað f annað skipti. Var konan flutt illa haldin á geðsjúkrahús f Moskvu, en sagt að hún væri ekki f Iffshættu. Konan, Lyudmilla Agapov, 37 ára að aldri, hefur undanfarin 2 ár reynt að fá fararleyfi fyrir sig og 13 ára gamla dóttur sina og tengdamóður til Svíþjóðar. Henni var upphaflega sagt að hún gæti ekki fengið fararleyfi næstu 5 ár, þar sem hún hefði starfaó i verk- smiðju er framleiddi hluti fyrir sovézku geimferðaráætlunina. Sfðan samþykkti vegabréfaskrif- stofan að taka umsókn hennar til athugunar, en hafnaði henni f desember sl. og sagði að hún yrði tekin upp aftur að ári. Fyrir skömmu fékk hún boð um að Baader-Meinhof- félagar dæmdir Hamborg 28. september Reuter. ÁTTA stuðningsmenn Baader- Meinhof- skæruliðahreyfingarinnar í V- Þýzkalandi voru í dag fundnir sekir um aðild að glæpasamtökum og dæmdir til 2—7 ára fangelsis- vistar. Þeir voru einnig sekir fundnir um að hafa falsað skjöl, um brot á skotvopnalöggjöf lands- ins og að hafa skipulagt sprengju- tilræði. Hér var um að ræða 2 konur og 6 karlmenn, sem hand- tekin voru f febrúar 1974. Lögreglumenn báru vitni við réttarhöldin um að þeir hefðu við húsleit hjá ákærðu fundið vopn, sprengjuefni, efnablöndur og sprengjukveiki. koma til skrifstofunnar í dag, að- eins til að fá vitneskju um að umsókninni hefði enn verið hafn- að. Hún dró þá upp hníf og stakk sig nokkrum sinnum í brjóstið áður en starfsmönnum tókst að ná hnffnum af henni. Tengdamóður hennar, Antonina Agapov, 66 ára gömul, sem fór í 7 vikna hungurverkfall á sl. ári til að mótmæla vegabréfs- synjuninni, sagði fréttamönnum í dag, að yfirvöld í Moskvu mein- uðu henni að fá að tala við son sinn, þrátt fyrir að hún hefði f dag fengið skeyti frá Stokkhólmi um að mæta á símstöðina í Moskvu til að tala við Sviþjóð. Er hún kom þangað sögðu starfsmenn sim- stöðvarinnar að ekkert símtal hefði verið boðað og skeytið væri rangt. Haag 28. september AP. HOLLENZKA stjórnin hefur veitt sovézka skák- meistaranum Viktor Korchnoj varanlegt land- vistarleyfi í Hollandi. Korchnoj bað um hæli í Hollandi sem pólitískur flóttamaður fyrir tveimur mánuðum. Talsmaður hollenzka dómsmálaráðu- neytisins sagði að Korchnoj, sem er talinn næstbezti skákmaður heims, gæti ekki fengið landvistarleyfi sem póli- tískur flóttamaður heldur hefði hann fengið varan- legt landvistarleyfi af „mannúðarástæðum". Aður hafði Korchnoj fengið 6 mánaða land- vistarleyfi. Varanlega leyfið gildir til eins árs í senn en fæst endurnýjað eftir beiðni. Talsmaðurinn af ekki skýringu á því vers vegna Korchnoj hefði ekki fengið land- vistarleyfi, sem pólitískur flóttamaður. Ástæðan sem Korchnoj gaf er hann baðst hælis var sú að hann óttað- ist að hann fengi ekki að tefla framar erlendis þar sem hann hefði gagnrýnt sovézka skáksambandið opinberlega. Einokunaraðstaðan dregur úr því hve marktækir sjón- varps- og útvarpsmenn eru — sagði Jörgen Schleimann á ráðstefnunni í Kristiansand „Umræður hafa verið mjög f jörugar hér I allan dag. Mönn- um liggur svo mikið á hjarta og hafa á takteinum margar ábendingar, sem þátttakendur I störfum ráðstefnunnar hafa tvlmælalaust gagn af,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir þegar Mbl. spurði hana fregna af ráð- stefnu Norðurlandaráðs um lýðræði I stjórnsýsiu, sem fram fer I Kristiansand f Noregi. „í morgun var umræðuefnið aðlögun lýðræðisins að breytt- um þjóðfélagsaðstæðum, og þar voru framsögumenn Ulf Thorgersen, prófessor við Öslóarháskóla, og Gunnar Hell- én, fyrrverandi þingmaður og formaður sænska Þjóðarflokks- ins. Hellén fjalláði m.a. um það hvort störf þingmanna væru á þá lund, sem umbjóðendur þeirra, það er að segja kjósend- urnir, ætluðust til. Þá minntist hann á mun þann, sem margir teldu vera á störfum þings á kosningaári og þegar kosningar eru á næsta leyti. Taldi hann það eiga sinn þátt í vantrú al- mennings á stjórnmálamönnum og aðra ástæðu fyrir þessari vantrú sagði hann vera torskil- ið málfar stjórnmálamanna. Hellén minntist í erindi sínu á hugmyndir sem fram hafa kom- ið um að kosið væri um leið til þings og sveitarstjórna, en taldi það óráð, þar sem fylgi við frambjóðendur myndi ósjálf- rátt hafa áhrif á víxl, og yrði það ekki lýðræðinu til fram- dráttar." „Sfðdegis voru á dagskrá er- indi um samband stjórnmála- manna og fjölmiðla, og umræð- ur um þau,“ hélt Ragnhildur áfram. „Jörgen Schleimann, fréttastjóri danska sjónvarps- ins, fjallaði þar meðai annars um það vald, sem starfsmenn fjölmiðla hefðu án þess að vera kjörnir til að gegna slfkum ábyrgðarstörfum. Þá talaði hann um þá einokunaraðstöðu, sem sjónvarp og útvarp hefðu vfðast hvar, þar á meðal á Norð- urlöndunum, og þessa einokun- araðstöðu kvað hann draga úr því hve marktækir útvarps- og sjónvarpsmenn væru. Schlei- mann kvað það enga tilviljun að stjórnmálamenn væru afar gagnrýnir á störf útvarps- og sjónvarpsmanna — þessi gagn- rýni væri bein afleiðing þeirrar einokunaraðstöðu, sem þeir væru f, og ættu að gegna f þágu hins opinbera. Sá tfmi væri lið- inn þegar starfsfólk fjölmiðla hafði það verkefni að bera boð á milli og koma á framfæri upp- lýsingum — nú liti það svo á að hlutverk þess væri engu sfður í þvf fóigið að leggja mat á hlut- ina.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.