Morgunblaðið - 29.09.1976, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 29.09.1976, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1976 17 kosningabarAttan I V- Þýzkalandi er nú f hámarki og talið er að sjaldan hafi úrslitin verið eins tvfsýn og nú, er kosið verður nk. sunnudag. A kjör- skrá eru um 42 milljönir V- Þjóðverja og reiknað er með að kjörsókn verði 90%, sem er álíka og 1972, þá var hún 91.1%. 1 síðustu kosningum 1972 hlutu jafnaðarmenn 45.8% atkvæða og urðu þar með stærsti þingflokkurinn. Næst komu kristilegir demó- kratar, CDU, ásamt systur- flokki sínum, CSU, með 44.9% atkvæða og síðan frjálslyndir, FDP, með 8.4%. Önnur flokka- brot eins og kommúnistar og nýnazistar hlutu samanlagt o.9% atkvæða, svo að þeir kom- ust ekki inn á þingið, en til þess þarf annaðhvort minnst 5% at- kvæða eða 3 menn beint kjörna. Fylgi öfgaflokkanna hefur yfirleitt farið minnkandi og eiga þeir enga framtíð fyrir sér. Ekkert stórmál Um hvað snýst svo kosninga- baráttan í dag? Óhætt er að fullyrða að ekkert eitt stórmál skeri sig úr þeim málefnum sem stóru flokkarnir reyna að gera að baráttumáli. Baráttan snýst fyrst og fremst um það hvort V-Þýzkaiand verði sósíal- ískt ríki eins og kristilegir demókratar fullyrða eða ekki. Aðalkjörorð CDU er „Frelsi í stað sósíalisma“ og hefur þetta að vonum komið við kaunin á jafnaðarmönnum og frjálslynd- um, sem lýstu því yfir í júní- mánuði sl. að þeir myndu að- eins fara í stjórn með jafnaðar- mönnum að loknum kosning- um, sem þýðir það, að núver- andi samsteypustjórn sæti áfram að völdum. Þessi yfirlýs- ing frjálslyndra hefur sætt mikilli gagnrýni hjá hægri- sinnuðum kjósendum, sem telja að flokkurinn eigi að mynda samsteypustjórn með stærsta þingflokknum. Sannleikurinn er þó sá að vinstrí öflin hjá frjálslyndum eru i meirihluta og ráða því stefnu flokksins. Kristilegir demókratar leggja því allt kapp á að telja kjósend- um trú um það, að baráttan snúist um frelsi í stað sósíal- isma og verði flokkurinn því að fá meirihluta. Willy Brandt, flokksleiðtogi jafnaðarmanna, fullyrðir hinsvegar að myndi kristilegir demókratar stjórn verði upplausn í landinu og allsherjarverkfall. Þessi skoð- un hans og annarra vinstri jafnaðarmanna hefur verið harðlega gagnrýnd á meðal al- mennings. Helmut Sehmidt kanslari er mjög vinsæll. Það eru einna helzt vinstriöflin inn- an SPD, sem eru á móti honum, þar sem hann þykir of hægri- sinnaður. Enginn vafi er á því að væri Schmidt flokksleiðtogi kristilegra demókrata næði flokkurinn algerum meirihluta í komandi kosningum. Vaxandi vinsældir Kohls Helmut Kohl, foringi kristi- legra demókrata og kanslara- efni þeirra, er jafnframt for- sætisráðherra í Rinarlöndum. Vinsældir hans fara stöðugt vaxandi og af kanslaraefnum CDU síðustu 15 árin var Adenauer einn vinsælli. Aðal- kosningabaráttan snýst því mikið um það hvor sé betri kanslari, Schmidt eða Kohl. Andra Prah armi flokksins og gætti þar áhrifa frá Franz Josef Strauss, formanni kristilegra sósíal- demókrata. Barzel, sem talinn er vera mjög metnaðargjarn, átti erfitt með að ná til fólksins og hlaut því að biða lægri hlut í kosningunum. Veldi Brandts tók svo brátt endi, hann var ekki talinri taka nógu djarflega á ýmsum vandamálum eins og versnandi efnahagsástandi eða hafa hemil á óstýrilátum ung- um jafnaðarmönnum, sem eru langt til vinstri í flokknum. í ýmsum fylkisstjórnarkosning- um, sem fram föru á næstu mánuðum, biðu jafnáðarmenn mikið afhroð, en tókst þö í flest- unt tilfellum að mynda sam- steypustjórnir, sem höfðu svip- aða vinstristefnu. Hinir eigin- legu sigurvegarar voru í na-r öllum tilfellum kristilegir demókratar, sem sátu eftir sem áður í stjórnarandstöðu og þótti þetta ekki eðlilegt ástand, sem að vonum var. Vorið 1974 varð Brandt að fara frá vegna þess að upp komst að nánasti sam- starfsmaður hans var njósnari A-Þjöðverja. Helmut Schmidt var kjiirinn nýr kanslari jafnaðarmanna og hafði hann strax betri tök á flokknum. Má segja að lítið beri nú á ungum jafnaðarmönnum en ólgan er mikil undir niðri hjá þeim og biða þeir fa'ris til að skriða fram i dagsljósið að kosningum loknunt. Jafnaðar- menn eru þríklofnir. vinstri armurinn er marxístiskur, þá kemur miðjan um Brandt og Schmidt og loks ha'griarmur- inn, sem mun að nokkru leyti kjósa CDU. Schmidt hefur þó tekizt að reisa jafnaðarmenn við á nýjan leik eftir la'gðina vorið 1972. Barzel foringi CDU varð að fara frá eftir kosninga- ósigurinn og eftir miklar bolla- leggingar var Kohl kosinn for- maður og útnefndur kanslara- efni kristilegra. 1 stuttu máli sagt er kosn- ingabaráttan nú þannig að kristilegir demókratar virðast njóta meiri hylli á útisamkom- um sínum, en þá'r eru betur sóttar en samkomur hinna flokkanna. Margir eru þeirrar skoðunar að nú sé aftur kominn tími til að skipta um stjórn. Svo virðist sem jafnaðarmenn séu æ meira tengdir ýmsum hneykslismálum og ennfremur er veldi verkalýðsfélaganna orðið það sterkt að mörgum stafar ógn af. Það er því eitt- hvað til í fullyrðingum unt „frelsi i stað sósialisma" Helmut Schmidt hefur sýnt það í verki að hann kann að stjórna landinu. Þjóðverjar hafa unnið bug á siðustu kreppu, sem átti rætur sínar að rekja til hækk- andi olíuverðs. Verðlag i land- inu er mjög stöðugt og verð- bólgan kominn niður fyrir 4%. Atvinnuleysi er þó töluvert, sérstaklega meðal ungs fólks. Er talið að um ein milljón manna sé atvinnulaus. Það eru skiptar skoðanir um það hvern- ig ráða megi bót á þessu vanda- máli. Kristilegir demókratar vilja að skattar fyrirtækja verði lækkaðir svo þau fjárfesti meira og efli þannig vinnu- markaðinn. Jafnaðarmenn halda því fram að atvinnurek- endur séu færir um að fjárfesta nóg án skattaivilnana, en geri það ekki til að skapa núverandi stjórn vandræðum. Heyrzt hafa raddir innan SDP, sem leggja til að 35 stunda vinnuviku verði komið á og orlof almennings lengt, en segja má að almenn- fólksins studdi flokk hans en með vaxandi jafnrétti kynjanna fór svo að vinstri öflin hlutu æ meiri stuðning úr röðum yngri kvenna. Telja má þó að þessi þróun hafi nú náð hámarki og hvað unga menn snertir eru þeir sem stendur að meirihluta íhaldssamir að því er síðustu skoðanakannanir hafa leitt hér i ljós. Kristilegir demókratar hafa reynt að gera utanríkismálin að umræðuefni og þá sérstaklega sambúðina við kommúnista í austri. Menn eru þó ekki svo almennt trúaðir á það, að CDU Skopmynd af Schmidt Helmut Schmidt HelmutKohi EINS TVÍSÝNAR ingur búi við 4—5 vikna orlof á ári hverju. Fóstureyðingar Eitt er það hitamál, sem að öllum líkindum mun kosta kristilega demókrata þó nokkur atkvæði, en það er breyting, sem gerð var á löggjöfinni um fóstureyðingu. Samsteypu- stjórnin vildi gera þær mun frjálsari en verið hafði en kristilegum demókrötum tókst að hindra það að nokkru leyti og áunnu sér þannig óvild fjölda kvenna innan við 40 ára aldur. 1 tið Adenauers/,’gamla var það svo að meirihluti kven- hefði getað áorkað meiru í sam- skiptum við þessi lönd en núverandi samsteypustjórn hefur gert. Það er vítað að sambúðin við a-þýzku valdhaf- ana verður stirð í náinni fram- tíð eins og hingað til. Ymis vinstri öfl reyna að gera Lock- heedhneykslið að baráttumáli og beina spjótum sínum að Franz Josef Strauss, sem var varnarmálaráðherra í stjórn kristilegra demökrata i kring- um 1960 og bar ábyrgð á kaup- um 700 Starfighter þotna frá Lockheed. Ekki hefur þó verið ha'gt að sanna á hann né ein- hvern annan, að mútur hafi verið þegnar. Missa því þessar fullyrðingar marks og vekja littla eftirtekt. Kosningarnar 1972 Snúum okkur litillega að kosningabaráttunni haustið 1972. Sennilega hafa vinsældir jafnaðarmanna þá náð há- marki. Willy Brandt sem flokksleiðtogi kanslari og friðarverðlaunahafi Nóbels naut mikils álits og almennrar hylli bæði innanlands og utan. Og óhætt er að segja að rneiri- hluti þjóðarinnar fylgdi stefnu hans i utanríkismálum gagn- vart A-Evröpu (Östpolitik). Mötherji hans í kosningabarátt- unni þá var Reinar Barzel for- ingi kristilegra demókrata. Innan CDU átti hann mikilli andstöðu að ma'ta frá ha'gri SJALDAN VERIÐ KOSNINGARNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.