Morgunblaðið - 29.09.1976, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 29.09.1976, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1976 Maó minnzt í Kína + Sjaldan hafa andláti eins manns verið gerð jafn mikil og góð skil og þegar Maó formaður féll frá. Kfnverska fréttastofan Hsinhua hefur nú sent okkur þessar myndir sem sýna syrgjendur votta Maó formanni sfna hinztu virðingu. t texta með efri myndinni segir að stúdentar við háskóla og menntaskóla f Peking, sem jafnframt vinni sem verka- menn, bændur og hermenn, séu hér að sverja þess dýran eið frammi fyrir jarðneskum leif- um Maós að breyta sorg f styrk, hefja á loft merki formannsins og berjast til þrautar f þágu öreigabyltingarinnar sem Maó formaður hafði forystu um. Með neðri myndinni segir að Litlu, rauðu hermennirnir f Peking gráti beizklega þegar þeir syrgja sinn mikla leiðtoga og kennara, Maó formann. Þeir heita þvf að hafa ávallt hugfast- ar kenningar Maós, sýna ástundun og taka daglegum framförum. Valur er á veiðum. . + Það eru greinilega engin takmörk fyrir því hvað hægt er að kenna skynlausum skepnunum. Hún Rosemary Abbott naut sólarinnar f mestu makindum og átti sér einskis ills von þegar hann Bugsy réðst á hana á hinn ósvífnasta hátt. Hann reif af henni bikini-buxurnar og flaug síðan á brott með allt saman. r í, * j. « ' ’ - 'J + Þá rak f rogastanz höfrungana þrjá þegar þeir ráku höfuðið upp úr vatninu. Þeir höfðu átt von á einhverju góðgæti, sfld eða öðru lostæti, en komu þá auga á Ninu Carter þar sem hún lá á laugarbarmin- um og lét sólina sleikja sig. Ekki fer neinum sögum af þvf hvernig höfrungarnir kunnu að meta þennan „góm- sæta bita“ en eftir svipnum að dæma virðist hann hafa fallið þeim vel f geð — enda eru höfrungar sagðir standa næst mönnum að gáfnafari. 25 jaZZBQLLedCSKÓLÍ BQPU, a w Vetrar- r námskeiðS hefst 4.okt.§ CO P Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri. Morgun- Dag- og Kvöldtímar. ir Tímar tvisvar eða fjórum sinnum í viku. if Framhaldsflokkar — Almennir flokkar — „Lokaðir flokkar" if Vaktavinnukonur ath: „lausu" tímana hjá okkur. f\ ir Sérflokkar fyrir þær sem þurfa að missa 1 5 kg. eða meira. ir Sturtur — Sauna — Ljós — Tæki. ir Uppl. og innritun í síma 83730. V. , jgZZEJQLLQCtJQPQLi bópu LYSTADÚN húsgagnasvampurinn. Efni til að spá í t Svampurinn veitir nánast fuiikomið hugmyndafrelsi í hönnun. Svampurinn er ódýrt efni. Skólafólk Skólafólk er nú að koma sér fyrir til vetrarins. LYSTADÚN húsgagnasvampurinn getur verit á margan hátt nytsamur á því sviði. Komdu með hugmyndir þínar. Við bendum þér á hvernig hagkvæmast og ódýrast verður að útfæra þær hafir þú enga hugmynd þá komdu samt. Við höfum nokkrar sem gætu hentað þér. IYSTADÖN Áklæði bjóðum við líka, t.d. flauelsáklæði á sérlega hagstæðu verði. Þú getur svo saumaö, eða við, alveg eins og þú óskar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.