Morgunblaðið - 29.09.1976, Side 30

Morgunblaðið - 29.09.1976, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1976 Fræðsluráð Reykjavíkur fordæmir menntamálaráðherra vinnubrögð A FUNDI fræðsluráðs Reykjavfk- ur 27. sept. var lagt fram bréf frá menntamálaráðherra. þar sem Rögnvaldur Sæmundsson var settur aðstoðarskólastjóri Fjöl- brautaskólans f Reykjavfk, en Fræðsluráð Reykjavfkur hafði með 5 atkvæðum gegn einu lagt til að Bragi Jósepsson yrði settur f stöðuna vegna mun meiri menntunar hans til þess starfa. Á fundinum lýsti fræðsluráð óánægju sinni með eftirfarandi bókun, sem fjórir fræðsluráðs- fulltrúar undirrituðu: „Fræðsluráð lýsir furðu sinni og fordæmir þau vinnubrögð menntamálaráðherra við veitingu stöðu aðstoðarskólastjóra við Fjölbrautaskólann f Breiðholti, að ganga í berhögg við nær einróma vilja fræðsluráðs, og réttlæta þá málameðferð með því að skjóta sér á bak við umsagnir annarra aðila þar sem fræðsluráð á eitt umsagnarrétt samkvæmt lögum og samningi um stofnun skólans. Mildur? viðfituog Palmolive í uppþvottinn Palmolive-uppþvottalögurinn er mjög áhrifamikill og gerir uppþvottinn Ijómandi hreinan og skínandi — jafnvel þóttþér þurrkið ekki af ílátunum. Jafnframt er efnasamsetningin í Palmolive þannig, að hann er mjög mildur fyrir hendurnar. Prófið sjálf... I lögum frá Alþingi um heimild til stofnunar Fjölbrautaskóla f Breiðholti frá 5. aprfl 1973 segir í 5. grein: „Menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg gera með sér samning, þar sem m.a. skulu sett nánari ákvæði um stjórn skólans og skiptingu kostnaðar sam- kvæmt 4. grein.“ í samningi þeim sem um getur og undirritaður er af Borgarstjór- anum í Reykjavik og mennta- málaráðherra 16. okt. 1973 segir í 3. grein: „Skólinn skal vera hluti af skólakerfi Reykjavíkurborgar undir stjórn fræðsluráðs og yfir- stjórn menntamálaráðuneytisins. Skólastjóri, kennari og aðrir upp- eldislegir starfsmenn hans skulu skipaðir eða settir af mennta- málaráðuneyti að fengnum tillög- um fræðsluráðs.“ Vandséð er hvernig sú máls- meðferð er nú er viðhöfð, á að stuðla að því að „samstarfsvilji, góðvild og gagnkvæmt traust“ rfki í starfi skólans eins og ráð- herra hefur lýst yfur að sé til- gangurinn. Þá vill fræðsluráð benda á að nýlega var gengið gegn meðmæl- um meiri hluta fræðsluráðs um ráðningu yfirkennara við Lauga- lækjarskóla í krafti þess að meiri menntun skipti meira máli en reynsla i skólastjórnun viðkom- andi skóla." Þorsteinn Eiriksson óskaði bók- að: „Ég lýsi furðu minni yfir bókun meiri hluta fræðsluráðs, þar sem hann leyfir sér að fordæma veit- ingu menntamálaráðherra á stöðu aðstoðarskólastjóra við Fjöl- brautaskólann i Breiðholti. í bók- uninni er vitnað í samning ríkis og Reykjavikurborgar um Fjöl- brautaskólann, en þar segir ein- mitt: „... skólastjóri, kennarar og aðrir uppeldislegir starfsmenn skulu skipaðir eða settir af menntamálaráðuneytinu að fengnum tillögum fræðsluráðs." Enginn getur efast um að mennta- málaráðherra hefur óskoraðan rétt til að setja skólastjóra og kennara í stöður við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti og er ekki bundinn af tillögum meiri hluta. Varla verður talið ámælisvert að ráðherra fari eftir umsögn og til- lögum skólameistara og fræðslu- stjóra Reykjavíkurborgar um stöðuveitingu aðstoðarskóla- stjórans, en þeirra tillögur voru samhljóða. Ekki orkar tvimælis að velferð skólans er best borgið með þeirri ákvörðun sem ráðherra tók og það er meginkjarni þessa máls. Meiri hluti fræðsluráðs blandar I málið setningu yfirkennara við Laugalækjarskólann í Reykjavík, en sá sami meiri hluti hafði mælt með manni, sem samkvæmt fræðslulögum var réttindalaus til starfsins. Að sjálfsögðu fór ráð- herra að lögum og setti umsækj- anda með full réttindi og auk þess margra ára kennarareynslu i stöð- una. Að gefnu tilefni i upphafi bók- unar meiri hlutans verð ég að vekja athygli á að fræðsluráð er skipað fleirum en þeim fjórum er undirrita bókun um vítur á menntamálaráðherra." — íþróttir Framhald af bls. 31 láti á það reyna hvernig samstarf- inu er háttað. Hún hefur a.m.k. sýnt það að hún lætur ekki hlut sinn, jafnvel fyrir þeim sem stærri verða að teljast en Norðurlanda þjóðirnar. Hins vegar er það mjög slæmt mál, ekki sfzt fyrir íslend inga ef Norðurlandamótin verða lögð niður, þar sem þau hafa verið einn aðalvettvangur íslenzkra júdómanna, og þeir oftsinnis náð þar mjög góðum árangri. Má minna á, að á siðasta Norður landameistaramóti unglinga varð Viðar Guðjohnsen Norðurlanda- meistari f sfnum þyngdarflokki, og á sfðasta Norðurlandameistara- móti fullorðinna, hlaut Gísli Þor- steinsson titil f sfnum flokki. —stjl. Frá Bridgefélagi Selfoss. Að undanförnu hefir verið spilaður eins kvölds tvímenningur og hafa úrslit orðið þessi: Urslit f eins kvölds tvfmenn- ingi 16. sept. 1976. stig. Símon I. Gunnarsson — Gunnar Gunnarsson 139 Pétur Sigurðsson — Guðrfður Ólafsdóttir 123 David Vokes — Kristmann Guðmundsson 122 Halldór Magnússon — Haraldur Gestsson 121 Leif Österby — Sigurður S. Sigurðsson 113 Sigfús Þörðarson — Vilhjálmur Pálsson 111 Þórður Sigurðsson — Örn Vigfússon 101 Þorvarður Hjaltason — Gisli Stefánsson 95 Garðar Gestsson — Brynjólf ur G estsson 80 Sigurður I. Sverrisson — Jón Bj. Stefánsson 75 Meðalskor 108 Urslit í tvímenningskeppni 23. sept. 1976. stig. Sigfús Þórðarson — Vilhjálmur Pálsson 128 Gísli Stefánsson — Þorvarður Hjaltason 102 Garðar Gestsson — Brynjólfur 88 Símon I. Gunnarsson — Gunnar Gunnarsson 82 Leif österby — Sigurður S. Sigurðsson 74 Sigurður Sighvatsson — örnVigfússon 74 Sigurður I. Sverrisson — Jón Bj. Stefánsson 66 Valgeri Ólafsson — Jón B. Kristjánsson 58 Meðalskor 84. Næsta spilakvöld verður fimmtudaginn 30. sept. i Tryggvaskála kl. 7.30 sd. og verður spilaður eins kvölds tvi- menningur. Allir eru velkomn- ir. XXX Frá Bridgedeild Breið- firðingafélagsins. Hjá okkur stendur yfir fimm kvölda tvímenningur og hefir verið spilað í tvö kvöld. Spilað er f þremur tíu para riðlum. Röð efstu para er nú þessi: Vibeka Mayer — JónMagnússon 264 Ólafur Ingimundarson — Þorsteinn Þorsteinsson 263 Magnús Björnsson — Benedikt Björnsson 248 Þórarinn Árnason — Gísli Víglundsson 239 Guðjón Kristjánsson — Þorvaldur Matthíasson 238 Gisli Guðmundsson — Þórarinn Alexandersson 234 Guðlaugur Karlsson — Óskar Þráinsson 230 Gissur Guðmundsson — Jón Þorleifsson 227 Meðalskor 216. Þriðja umferð verður spiluð á fimmtudaginn kemur. Spilað er í Hreyfilshúsinu við Grensás- veg. A.G.R.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.