Morgunblaðið - 02.10.1976, Síða 2

Morgunblaðið - 02.10.1976, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKT0BER 1976 „Unnt er að koma fótum undir Þör- ungaverksmiðjima” Þessar síldarsöltunarstelpur Bæjarútgerðar Reykjavíkur drifu sig út í sólina til að fá sér kaffisopann og hvern langar ekki í tíu dropa þegar hann sér þessa kaffitímalegu mynd, sem Friðþjófur tók. .fc/ 'i Ávísanamálid: Yfirdráttur heimill í einstaka tilvikum Yfirheyrsium í ávísanamálinu var fram haldið f gær hjá Hrafni Bragasyni rannsóknadómara. Voru yfir- heyrðir tveir bankastjóra, annars vegar bankastjóri f Verzlunarbanka tslands og í öðru lagi útibússtjóri Lnadsbanka tslands. Við yfirheyrslurnar sagði bankastjóri Verzlunarbaríkans að- spurður um viðskipti Ásgeirs H. Magnússonar að hann hefði í ein- staka tilfellum fengið nokkra yf- irdráttarheimild í sambandi við sín víxlaviðskipti. Saði banka- stjórinn að Ásgeir hefði ætíð sett næga tryggingu fyrir sínum við- skiptum að mati bankastjórnar- innar. Utibússtjóri Landsbankans sagði aðspurður um viðskipti nokkurra aðila í ávisanamálinu að þeir hefðu ekki haft heimildir til yfrdráttar, enda hefði hann ekki leyfi til að veita slíkar heimildir, það væri aðeins á færi banka- stjórnarinnar. Þá var nokkuð rætt um skyndikannanir og útibús- stjórinn spurður hvort hugsan- legt gæti verið að nokkur fengi að vita um þær fyrirfram. Sagði hann að slíkt mætti heita útilok- að, þar sem ekki væri tilkynnt um slíkar kannanir fyrr en seinni part dags. Væri þá starfsfólk það sem vinna ætti við könnunina áminnt um að láta það ekki berast hvað stæði fyrir dyrum. Þá sagði útibússtjóri Landsbankans að sá háttur væri á í sambandi við út- vegun matar fyrir starfsfólkið að Framhald á bls. 18 „ÞAÐ er verið að ganga frá tillög- um stjórnar Þörungaverksmiðj- unnar til lausnar á þeim vanda- málum sem verksmiðjan á við að glfma og tillögurnar verða sendar Þagnarmúr hjá út- varpinu STARFSMENN sjónvarpsins efndu sem kunnugt er tii ólög- legra verkfallsaðgerða til að undirstrika kröfur sfnar um endurskoðun á launakjörum sfnum og f tengslum við þessar aðgerðir komu fram opinber- lega kröfur um að upplýsingar yrðu veittar um það hver væru raunveruleg meðaltalsmánað- arlaun ýmissa starfshópa inn- an sjónvarpsins. Morgunblaðið hefur ítrekað spurzt fyrir um þetta atriði hjá forráðamönnum ríkisútvarps- ins en fengið þau svör, að þeir sjái ekki ástæðu til að gefa þetta upp. Þá sneri Morgun- blaðið sér til Höskulds Jóns- sonar, ráðuneytisstjóra fjár- málaráðuneytisins, og leitaði eftir þessum upplýsingum þar. Höskuldur kvaðst þá aðeins hafa undir höndum mánaðar- tekjur sjónvarpsmanna sam- kvæmt launaflokkum ásamt yfirvinnu en ekki ýmsar auka- tekjur þeirra. Ráðuneytið gæti að sjálfsögðu aflað þeirra upp- lýsinga hjá fjármálastjórn rík- isútvarpsins en þegar spurt var hvort ráðuneytið gæti orð- ið Morgunblaðinu úti um þess- ar upplýsingar sá Höskuldur Framhald á bls. 18 ráðherra f næstu viku,“ sagði Vil- hjálmur Lúðvfksson formaður stjórnar verksmiðjunnar þegar Morgunblaðið leitaði frétta hjá honum f gær varðandi aðgerðir til að tryggja rekstur þörungaverk- smiðjunnar á Reykhólum, en rfkið er stærsti hluthafinn f verk- smiðjunni með 90 millj. kr. af 120. „Það er ljóst,“ sagði Vilhjálm- ur, „að þetta hefur gengið illa og rekstur hefur f raun og veru ekki tekizt. Það þarf því að fram- kvæma meiriháttar aógerðir og nú eru möguleikar að koma í ljós sem hægt er að byggja á og út frá þeim er ástæða til að ætla að unnt sé að koma fótum undir fyrirtæk- ið tæknilega og fjárhagslega, en það tekur meiri tíma en við reikn- uðum með og við það verðum við að horfast i augu. Líklega tekur það um 3—4 ár að koma þessu á réttan kjöl og tillögurnar byggjast á því, en á næstunni munum við gera nánar grein fyrir stöðunni í málinu.“ „Teflt af GUÐMUNDUR Sigurjónsson tapaði á skákmótinu f Júgó- slavfu f gærkvöldi fyrir Smej- kal, en skák Friðriks og Garcia fór f bið og er Friðrik með betri stöðu. Aðeins þermur skákum lauk f þriðju umferð f gærkvöldi. Sax gerði jafntefli við Hort, Gligorich gerði jafntefli við Ivkov og Smejkal sigraði Guð- mund. Guðmundur og Smejkal eru nú efstir með tvo vinninga en fleiri eiga sömu möguleika eftir biðskákirnar. 1 spjalli við Guðmund f gær- kvöldi var hann óhress yfir niðurstöðunni. Skákin var 40 leíkir og var mikið tfmahrak f henni. Sagði Guðmundur að mótherji sinn hefði verið I mun meira tfmahraki en hann sjálfur. „En ég lék mjög illa af mér,“ sagði Guðmundur, „ var of bráður og tapaði.“ Við röbbuðum einnig við Friðrik, en hann var þá að kanna stöðuna og möguleika f biðskák sinni. „Ég ætla að fara að kfkja svolftið betur á hana,“ sagði hann, „þetta er betra hjá mér, en ég ætla að kanna hvort að ég get eitthvað pfnt hann, það eru möguleikar, en þó er þetta ekki búið ennþá. Þetta er sterkt og skemmtilegt mót, teflt af mikiili hörku og mikil keppni. Þetta er ekki ósvipað og sfðasta mót heirna." Annars var gott hljóðið f þeim félögum þótt Guðmund- ur væri ekki alveg sáttur við sjálfan sig. Þeir búa f miklu virki sem stendur uppi á hæð og sögðu að það fr,ri ágætlega um þá, en keppnin fer fram á járnbrautarstöð. „Við fylgj- umst þvf með daglegri áætlun lestanna," sagði Friðrik og hló, „ og ef þetta gengur illa, þá er bara að vippa sér upp f næstu lest.“ Fiskverð til Yfirnefndar Undanfarna daga hefur Verð- lagsráð sjávarútvegsins fjallað um nýtt fiskverð, en samkomulag náðist ekki. Var því málinu vísað til yfirnefndar og hélt nefndin sinn fyrsta fund i gær án þess að samkomulag næðist. Forsætisráðherra í Eyjum í dag Geir Hallgrímsson for- sætisráðherra í öðrum Geir Hallgrfmsson. sætisráðherra efnir til fundar með Vestmann- eyingum í dag og hefst fundurinn í Samkomuhús- inu kl. 16. Er þetta fram- hald af fyrri fundum for- kjördæmum landsins í júni og júli í sumar. Mun for- sætisráðherra ræða um ástandið í þjóðmálum og fundargestir geta borið fram fyrirspurnir. Takmarkið: Engin slysaalda í ár 1 Blaðinu ( gcr rugluðust tölurnar um árekstrafjöldann vfir þá daga sem eru liðnir af þessari viku. En þá höfðu orðið 26 ( ár á móti 46 ( fyrra. Þessi föstudagur ( fyrra varð einn sá versti það árið, en það voru gerðar skýrsl- ur um 29 umferðaróhöpp. Einn maður lózt og fjórir hlutu meiðsli. Árangurinn eftir föstudaginn 1. okt. er litlu betri. Skýrslur voru gerðar um 25 óhöpp og f tveim urðu meiðsli á fólki en ekki er að fullu kunnugt um meiðsli. Margir þessara árekstra höfðu gffurlegt eignatjón f för með sér. Eitt viljum við leggja áherzlu á nú, en það er, að ( svo til öllum tilfellum, þegar um árekstur á gatnamótum er að ræða, að annar eða Jafnvel báðir ökumennirnir segjast ekki hafa séð til ferða hins fyrr en áreksturinn varð. Við biðjum þvf alla vegfarendur að huga að þessu og reyna að Ifta að minnsta kosti tvisvar eftir umferð áður en ekið er inn á gatnamót og ekki horfa á blfreiðina sem er alllangt frá og aka sfðan f feg fyrír bifreiðina sem er komin að gatnamótunum. FÖSTUDAGUR 1975 Kl. 07.58 varð árekstur á bifreiðastæði. Kl. 08.04 var vörubifreið ekið aftan á fólksbifreið og kastaði hún henni á aðra. Kl. 08.24 var Iftilli fólksbifreið ekið af Ægisgötu inn á Vesturgötu, en lenti þá á hlið almenningsvagns sem ökumaðurinn hafði ekki séð. Kl. 08.30 var ekið aftur á bak á bifreið á Drekavogi. Kl. 08.32 var ölvaður ökumaður á ferð um borgina og stöðvaði ekki fvrr en Ijósa- staur lenti f vegi fyrir honum. Betur má ef duga skal... Kl. 08.44 varð kona fyrir almennings- vagni á Háteigsvegi, en reyndist ómeidd. Kl. 09.42 missti ökumaður stjórn á bif- reið sinni á Norðurfelli og fór yfir á öfugan vegarhelming og þar á bifreið sem kom á móti. ökumaður þeirrar bifreiðar meiddist nokkuð. Kl. 09.46 missti almenningsvagnsstjóri stjórn á farartækinu og hafnaði á Ijósa- staur. Einn farþegi slasaðist. Kl. 09.58 missti enn einn ökumaður stjórn á bifreið sinni, sem snerist á göt- unni og stöðvaðist loks á mannlausri bif- reið. Kl. 10.03 varð 79 ára gamall maður fyrir bifreið á Njálsgötu og siasaðist. Kl. 11.21 var bifreið ekið yfir á öfugan vegarhelming og lenti þar á bifreið sem kom á móti. Kl. 11.30 varð áreksíur á blfreiðastæði. Kl. 11.50 varð harður árekstur á mótum Brekkulækjar og Kleppsvegar. Kl. 12.17 biluðu hemlar bifreiðar á Æg- isgötu og stöðvaðist hún ekki fyrr en brunahani varð (vegi fyrir henni. Kl. 12.56 varð mjög harður árekstur á Kleppsvegi við Langholtsveg, þrennt var flutt á slysadclld, en engin teljandi meiðsli komu fram. Kl. 14.22 varð lftil stúlka fyrir bifreið á Holtavegi og meiddist talsvert. Kl. 15.03 ók dráttarvél aftan á almenn- ingsvagn. Kl. 15.20 varð 78 ára gamali maður fyrir bifreið á Hverfisgötu við Klapparstlg. Hann lézt af völdum meiðslanna sem hann hlaut. Kl. 15.24 var bifreið ekið úr húsasundi og inn á Armúla og á bifreið sem var ekið hjá um leið. Kl 16.07 varð enn einn árekstur á bif- reiðastæði, þar sem annar aðilinn ók aftur á bak án þess að gæta að sér sem skyldi. Kl. 17.18 varð árekstur við benzfnaf- greiðsluna á Kleppsvegi, þar sem annarri bifreiðinni var ekið inn á Kleppsveginn án þess að ökumaður liti nægilega vel eftlr umferð. Kl. 17.40 varð harður árekstur þar sem ökumaður ætlaði fram úr bifreið sem beygði um leið. Kl. 17.50 urðu tveir árekstrar. Annar þegar biðskylda var ekki virt á Eyrarlandi við Bústaðaveg, en hinn þegar ekið var aftan á bifreið á Laugavegi. Kl. 18.52 var bifreið beygt í veg fyrir aðra á Háaleitisbraut-Kringlumýrarbraut. Kl. 19.15 varð harður árekstur á mótum Framhald ð bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.