Morgunblaðið - 02.10.1976, Side 10

Morgunblaðið - 02.10.1976, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1976 10 Jaguar XJ 4,2. Lúxus á hjólum Jaguar XJ 4,2 - Automatic í SÍÐUSTU viku var rætt um í bílaþættinum einn ódýrasta bfl- inn, sem völ er á hér í dag. Nú er hins vegar komið að hinum enda verðlínunnar. Á síðari ár- um hefur einn og einn maður lagt út í að flytja til landsins lúxusbíla, sem eru svo glæsileg- ir útlits að manni finnst nóg um. En eftir að setjast i og aka bíl, sem er jafn hljóðlátur og maður væri inni I stofu heima hjá sér, sætin leðurklædd á við besta sófasett og hraðinn finnst vart nema að horfa á hraðamæl- inn, er maður næstum orðlaus. Það tekur tíma að jafna sig eftir bíltúr í slíkum lúxus — eina hljóðið, sem heyrist á 180 km/klst hraða er í vindinum. Öllum hurðum er hægt að læsa með því að ýta á einn takka við hlið bílstjórans. Þar eru einnig takkar til að opna gluggana, sem eru auðvitað raf- knúnir. Hér er ekki verið að tala um bandarfskan lúxus, né þýskan, heldur er hér á ferð- inni Jaguar XJ 4.2, sem er frá Jaguarverksmiðjunum I Eng- landi, hluta British Leyland samsteypunnar. Eigandi þessa bíls er forstjóri P. Stefánsson hf., Sigfús Sigfússon. Tveir bensfntankar, sinn í hvoru afturbrettinu taka sam- tals um 80 lftra og sjá vélinni sem er 172 hestöfl fyrir elds- neyti. Vélin er línuvél, 6 strokka, hestöflin eru gefin miðað við 4500 snún./mín. Þjöppunin er aðeins 7,8:1 og rúmmálið 4235 rúmsm. Jagúarinn vegur 1790 krg óhlaðinn, er tæplega 5 m lang- ur, 177 sm breiður og 137,5 sm hár. Stýringin er ein sú léttasta, sem völ er á (vökvaaðstoð) án þess þó að vera svo létt að mað- ur missi tilfinninguna fyrir akstrinum, nema kannski nokkra fyrstu kílómetrana. Um leið og kveikt er á útvarp- inu rennur loftnetsstöngin upp úr öðru afturbrettinu, en niður á ný þegar slökkt er. Þetta er ekki sportbill en þol- ir þó beygjuakstur á við góðan sportbíl. Viðbragðið er gott þótt sjálfskipting sé. Ekki er hér völ á nákvæmum tfma en bein- skipti bíllinn er 10 sek. 0-100 km/klst. Billinn er geysilega þægilegur i akstri, hvort sem er á 18 km/klst hraða, 80 km/klst eða 180 km/klst. Hraðinn finnst litið, a.m.k. úr öku- mannssætinu og sama og ekk- ert fyrr en ofan við 140 Frágangur allur er fyrsta flokks. Lúxus fyrir fimm manns. 6 — strokkar f línu, 172 hestöfl. km/klst. Hámarkshraðinn ku vera yfir 200 km/klst þegar bíllinn er vel stilltur. En hér er vissulega um að ræða meiri hraða en nothæfur er á íslenzk- um vegum. Ef maður á svona bfl hlýtur hann að hugsa sig tvisvar um áður en hann fer útfyrir mal- bikið á honum en holurnar finnast vart inni f bílnum. Eitt af einkennum Jagúarsins, sem ennfremur greinir hann frá sportbfl, eru hinir dúnmjúku demparar. Miðstöðin er frábær. Það. eru 18 sm undir bílinn þar sem hann er lægstur. Mæla- borðið er sérlega vandað eins og raunar allur bíllinn að inn- an. Þar getur að lfta alla nauð- synlega mæla (hraða-, snún- ingshraða-, olfuþrýstings-, hita- og bensínmæli). Verðið á þessum bíl yrði víst vart undir 6 millj. kr. en um almennan innflutning á þess- um bfl er ekki að ræða. Umboð- ið fyrir öllum British Layland bflum á Islandi hefur P. Stef- ánsson hf. Jagúar XJ er einnig fram- leiddur með minni vél, 3,4 lftra 163 hestöfl og svo stærri vél V-12, sem er 5,3 lítrar og 289 hestöfl. Bremsurnar til að stöðva Jagúarinn eru diskar á öllum hjólum og tvöfalt kerfi. Þessum lúxusbíl, sem hér er um að ræða verður vart með orðum lýst. — Tvfmælalaust besti lúxusbfll, sem ég hefi enn- þá ekið. br.h. Draumabfll? Frétt frá Bridge- félagi Hafnarf jarðar Aðalfundur Bridgefélags Hafnarfjarðar var haldinn 24. september ’76. Formaður næsta starfsárs verður Halldór Einarsson. Starfsárið hófst mánudaginn 27. sept. s.l. með einskvölds tví- menningskeppni. A-riðill. stig. Einar Sigurðsson — Dröfn Guðmundsdóttir 128 Albert Þorsteinsson — Kjartan Markússon 120 Björn Theodórsson — Hrafn Sigurhansson 118 B-ríðill stig. Þorgeir Eyjólfsson — Magnús Jóhannsson 106 Óli Kr. Björnsson — Vilhjálmur Einarsson 102 Arni Þorvaldsson —■ Sævar Magnússon 96 Næsta mánudagskvöld hefst 4 kvöldá tvímenningskeppni. Sú nýjung verður tekin upp i vetur að gefa næsta pari fyrir neðan miðlung í hverjum riðli bridgebók. Félagar og aðrir áhugamenn um bridge í Hafnarfirði eru hvattir til að mæta. Keppni hefst stundvis- lega kl. 20.00 í Iðnaðarmanna- húsinu í Hafnarfirði. XXX Frá Bridgedeild Húnvetningafélags- ins Bridgedeild félagsins byrjar starfsemi sína með fimm kvöida tvimenningskeppni mið- vikudagskvöldið 6. okt. Spilað verður í húsi félagsins I.aufás- vegi 25 (Þingholtsstrætismeg- in). Spilað verður í tveim tíu para riðlum. Þeir sem vilja taka þátt í keppninni, og enn hafa ekki látið skrá sig, eru vinsam- lega beðnir að tiikynna stjórn deiidarinnar þátttöku sina sem fyrst. Stjórnina skipa Jakob Þor- steinsson, formaður, simi 33268, Kári Sigurjónsson, sími 19854, og Haraldur Snorrason, sími 36437. XXX Bridgefélag kvenna Þriggja kvölda einmennings- keppni félagsins er nú Iokiö, og sigraði Gunnþórunn Erlings- dóttir með 308 stigum, næstar urðu: Stig. Halla Bergþórsdóttir 306 Ingunn Hoffmann 303 Laufey Arnaids 301 Herdis Brynjólfsdóttir 294 Sólveig Kristjánsdóttir 294 Margrét Margeirsdóttir 289 Hólmfríður Brynjólfsdóttir 288 Viktoria Ketilsdóttir 285 Erla Guðmundsdóttir 285 Meðalskor: 270stig. Næsta keppni félagsins verður „barometer"- tvimenningskeppni, sem hefst mánudaginn 4. október n.k. i Domus Medica kl. 19.30 stund- víslega. Allar konur eru vel- komnar í þessa keppni, þótt þær séu ekki i félaginu. Þátt- taka óskast tilkynnt til for- manns félagsins, frú Margrétar Ásgeirsdóttur, í síma 1-42-18, fyrir sunnudagskvöld 3. okt. n.k. ÞingB.S.I. DAGANA 25. og 26. sept. var þing Bridgesambands íslands haldið hér i Reykjavík. Mikil gróska er í félagsstarfssemi og áhugi fyrir bridge mjög mikill og eykst alltaf. Fjárhagur sam- bandsins er mjög erviður og stendur það starfseminni fyrir þrifum, þótt öll vinna t.d. í sam- bandi við undirbúning keppnis- móta og kynningarstarfssemi sé gefin og verðlaun sömuleiðis. Samþykkt var mjög skorinorð ályktun á þinginu til stjórn- valda um frekari stuðning til B.S.I. og kemur þar m.a. fram, að draga megi úr unglinga- vandamálum nútlmans með frekari starfssemi hugiþrótta eins og bridge. Þvl er skorað á stjórnvöld að huga betur að málefnum bridgestarfseminnar og bent er á stuðning þann, sem fþrótta og félagasambönd fá með beinum stuðningi hins opinbera svo og stuðningi við byggingar ofl. og væntir B.S.I. hliðstæðrar stöðu sér til handa. Erlendis gætum við náð mun lengra með frekari þátttöku í erlendum keppnismótum og æfingum og tilsögn hér heima. B.S.I. hefur þegar á boðstólum bækur um bridge og er að láta þýða bækur fyrir byrjendur og hefur opnað skrifstofu á Lauga- vegi 28 I Reykjavík. Alls eru nú I B.S.I. 27 félög víðsvegar af að landinu. A þinginu var rætt um fjármál sambandsins og skipu- lagsmál, keppnisreglur og laga- breytingar. Forseti B.S.I. var kjörinn. Hjalti Ellasson. Aðrir I stjórn voru kjörnir. Ríkharður Steinbergsson, Hörður Arnþórsson, Helga Bachman, Alfreð G. Alfreðsson, Tryggvi Glslason og Ragnar Björnsson. Varamenn I stjórn: örn Vig- fússon, Haraldur Snorrason og Ólafur G. Ólafsson. Endurskoðendur: Ingi R. Jóhannsson og Sigvaldi Þor- steinsson. Þingforsetar voru kjörnir, Tryggvi Gíslason og Friðrik Karlsson. Þingritarar voru kjörnir, Matthfas Andrésson og Þorsteinn Kristjánsson. A.G.R. eftir RAGNAR BORG Ég kannaði það nú I vikunni, hvaða bækur og blöð eru á boð- stólum fyrir myntsafnara. Hvort heldur eru bækur sem fjalla um myntsöfnun á breið- um grundvelli, eða verðlistar, sem fjalla um vftt eða afmarkað svæði. Og það kom I ljós, að I verzlunum I Reykjavik er sitt- hvað sem nota má. Víða má fá bæklinginn Is- lenzkar Myntir 1976. Er þetta verðlisti, en jafnframt eru myndir af peningum, vörupen- ingum og seðlum, sem verið hafa hérlendis I notkun. Má segja, að þetta sé nokkurskonar biblfa þeirra, sem safna íslenzk- um peningum eða seðlum. Frovin Sieg heitir danskur maður, sem gefur árlega út verðlista, þar sem skráð er verð, I dönskum krónum, á myntum Norðurlandanna. Einnig gefur hann út sams kon- ar lista um seðla. Eru listar frá Sieg mjög mikið notaðir af ís- lenzkum myntsöfnurum. List- arnir frá Sieg fást vfða í bóka- verzlunum og hjá myntsölum. Politikens forlag hefir gefið út Nordiske Mönter eftir hinn þekkta danska myntfræðing Johan Chr. Holm. Árlega er svo gefinn út pési um verðbreyting- ar á myntinni. Nær listi Holms aftur til 1808 eins og Sieg mynt- verðlistinn. Johan Chr. Holm hefir skrifað ágæta bok, sem fæst hjá Eymundsson. Heitir bókin De gamle mönter. Þeir hjá Eymundsson hafa af- ar gott úrval af bókum um

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.