Morgunblaðið - 02.10.1976, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 2. OKTÓBER 1976
13
Flugleiðir fluttu
200 þús. farþega
— fyrstu 7 mánuði þessa árs
— Hec8,27.Bd6—Hxbl
(Svartur er engu betur settur
eftir 27. Hb6 28.Hfcl.)
28. Hxbl — Re2 29. Hb7
(Frábært samspil hvítu
mannanna gerir nú út um skák-
ina.)
29. — Bh8, 30. Rf6+! — Bxf6
31. gxf6 — Rexf4, 32. f7+ —
Kh8.__________________________
j§ I W #
* 1 §§ w i
ém, wm . V > N 4
9 mW' i mM.
■ mm 'W wm. WAWÁ
mp mm. w, A wm. wm, A
'#m. wé m WÆ. W. Jl §§ m,
wk ■ Jl ip wk 4?
33. He7!
Hér ákvarð svartur að gefast
upp, enda gengur hvorki 33.
Rxe7 vegna 34. Be5 mát né 33.
Kg7 vegna 34. f8=D — Kxf8 35.
Hc7+ og vinnur. Eini möguleiki
svarts er 33. Hf8 en eftir 34.
He8 — Kg7, 35. Hxf8 — Rxf8
36. Bxf4 hefur hann manni
minna.
Urslit í annarri umferð urðu
síðan þau, að Sigurður vann
Ólaf, en Hilmar Karlsson og
Hilmar Viggósson, Stefán og
Jónas og Þröstur og Ásgeir
gerðu hins vegar allir jafntefli.
Aðrar skákir fóru f bið.
Þriðja umferð var tefld sl.
fimmtudag og urðu úrslit þá
þessi: Hilmar Viggósson vann
Helga, jafntefli gerðu Ásgeir og
Hilmar Karlsson, Jónas og
Þröstur. Aðrar skákir fóru í
bið. Að loknum þremur um-
ferðum er Hilmar Víggósson
þvl efstur með 2Vi vinning.
Eftirfarandi staða kom upp I
þriðju umferð 1 viðueign þeirra
Ásgeirs Asbjörnssonar (hvítt)
og Hilmars Karlssonar (svart):
Eins og lesendur hafa vafa-
laust komið auga á á hvítur hér
snjalla vinningsleið með 34.
Rxg6!, ef Kxg6 þá 35. Rh4+ Kf6
36. De5+ og hvítur fær
manninn aftur með vinnings-
stöðu. 1 stað þess lék Ásgeir
sem var í tímahraki:
34. De5+? — Kh7, 35. Rxf5 —
gxf5, 36. Rd4 — Bg7!, 37. De7
(Ef 37. Dxf5+ — Dxf5 38.
Rxf5 heldur svartur öllu sínu
með 38.... Bb2)
37. — Kg6, 38. Re6 —
(Nú virðast öll spjót standa á
svörtum en Hilmar finnur
snjalla vörn:)
38. — Dg8!, 39. h4 — Kh7, 40.
h5 — Kh8 Jafntefli.
Nú stendur yfir hjá Skák-
félaginu Mjölni í Reykjavík
mót til fjáröflunar vegna komu
sovézka stórmeistarans
Taimanovs hingað til lands.
Tefldar eru 7 umferðir eftir
Monrad -kerfi og hefur hver
keppandi eina klst. til umráða
fyrir skákina. Að loknum 4
umferðum eru þeir jafnir og
efstir Þráinn Sigurðsson og
Magnús Sólmundarson með 4
vinninga hvor.
Mótinu lýkur á sunnudag
FARÞEGAR f áætlunarflugi
Flugfélags Islands og Loftleiða
til annarra landa f júlf sl. voru
61.361 og er það um 10,8 %
fjölgun miðað við sama mánuð f
fyrra, þegar þeir voru 55.357.
Sætanýting nú f júlf var um 85%
en var 83.1% f sama mánuði f
fyrra. Heildarfjöfdi farþega f
millilandaflugi fyrstu sjö mánuði
þessa árs var 217.078 miðað við
206.461 á sama tfma f fyrra og
nemur aukningin 5.1%.
Farþegum i áætlunarflugi Air
Bahama fjölgaði um 20.8% i júli
sl. miðað við sama mánuð í fyrra
og voru þeir nú 8.115 en 6.719 I
júlfmánuði í fyrra. Sætanýting nú
var 85.8% en var 79.4% í júlí-
mánuði I fyrra. Heildarfjöldi I
áætlunarflugi Air Bahama fyrstu
sjö mánuði ársins nam nú 42.392
en var 42.723 á sama tíma f fyrra.
Stálvík í sigl-
ingu til Bretlands
Siglufirði 30. september.
STÁLVÍK kom hingað með 180
tonn af fiski I dag og landar hér
35 tonnum. Hinn hluta aflans
siglir togarinn með til Grimsby og
selur þar á miðvikudag. Togarinn
siglir vegna mikillar fólkseklu
hér á staðnum við vinnslu fisks.
Afli linubáta hefur verið með
sæmilegasta móti undanfarið, frá
5—7 tonn I róðri.
mj
Bókagjöf til
Héraðsbóka-
safns V-Skaft.
Litlahvammi, 30. september.
NYLEGA barst Héraðsbókasafni
Vestur-Skaftafellssýslu minn-
ingargjöf um Unni Eiriksdóttur,
rithöfund frá Höfðabrekku, og er
gjöfin ritverk Unnar í vönduðu
skinnbandi. Hefur ritverk þetta
að geyma frumsamin ljóð og sög-
ur auk þýðinga. Eru gefendur
fermingarsystkini Unnar en hún
lézt á þessu ári. Fyrir fjórum
árum gaf þessi sami hópur ásamt
Unni kross i Vfkurkirkju til
minningar um Sigurð L. Árnason
frá Vík en hann var sá fyrsti, sem
féll frá úr þessum hópi en þetta
eru einnig fyrstu fermingarbörn-
in frá Víkurkirkju eða frá árinu
1935.
Sfgþór.
Flóamarkaður
kvenstúdenta
Flóamarkaður er haldinn á veg-
um íslenzka kvenstúdentafélags-
ins á Hallveigarstöðum næstkom-
andi laugardag og er er þetta einn
liður I fjáröflunarstarfsemi
félagsins, en þar fyrir utan er
haldin tfzkusýning á vegum þess
og kaffisala með happdrætti o.fl.
Kökubasar er einnig árlegur liður
f fjáröflunarstarfseminni.
Undanfarin ár hefur ágóðanum
verið varið til að styrkja stúdinur,
en nú er ætlunin að breyta til og
reyna að koma upp eigin húsnæði
félagsins og styrkja á þann hátt
efnilegar stúdfnur.
Aðeins dýrasta
síldin kostar
um 20 þús.
MORGUNBLAÐINU hefur verið
bent á villur f frétt blaðsins i gær
um framleiðslukostnað á einni
tunnu af saltaðri sild. Hið rétta
mun vera að framleiðslukostn-
aður er mjög misjafn eftir stærð-
um sildarinnar og verkunarteg-
undum, sem eru mjög margar.
Mikill munur er t.d. á
kostnaðarverði á heilsaltaðri sild
og hausskorinni og slógdreginni.
Þá er og sykursfld og kryddsfld
dýrari f framleiðslu en venjuleg
saltsfld. Aðeins allra dýrasta
sfldin mun kosta nálægt 20
þúsund krónum f framleiðslu
hver tunna að meðtöldum öllum
útflutningsgjöldum, sem nema á
annað þúsund krónur.
Svar:
Tæknileg fullkomnun
ÞEIR SEM RANNSAKAÐ HAFA TÆKIN SEGJA
M.A.:
1) í dag eru ekki fáanleg tæki með betri
litmyndagæðum en „PHILIPS" (Danskt
tæknitímarit, október 1975).
2) „Litgæðin eru best og I heildarniðurstöðu er
PHILIPS einnig hæst" (Úr prófun norrærvna
neytendasamtaka á 1 2 gerðum litsjónvarps-
tækja).
AUK ÞESS FULLYRÐUM VIÐ:
1) Algjörlega ónæm fyrir spennubreytingum
(þolir 165 — 260 volt án þess að myndin
breytist).
2) Fullkomin varahlutaþjónusta og BEST
menntuðu viðgerðarmenn hér á landi.
3) Bilanatíðni minni en ein á 3ja ára fresti.
4) Hentugasta uppbygging tækis (modules)-
auðveldar viðhald.
PHILIPS litsjónvarpstækin eru byggð fyrir fram-
tíðina, því að við þau má tengja myndsegul-
bandstæki, VCR (Fáanleg I dag) og myndplötu-
spilara, VPL (kemur á markað 1977). Hvor-
tveggja auðvitað PHILIPS uppfinningar.
SKOÐIÐ PHILIPS LITSJÓNVARPSTÆKIN í
VERSLUNUM OKKAR ( í Hafnarstræti 3 höfum
við tæki tengt myndsegulbandstæki).
PHILIPS MYNDGÆÐI
EÐLILEGUSTU LITIRNIR
PHILIPS KANN TÖKIN ÁTÆKNINNI
heimilistæki sf
Haf narstræti 3 — Sætúni 8
Hvers vegna eru PHILIPS litsjónvarpstækin
mest seldu litsjónvarpstæki Evrópu?
I