Morgunblaðið - 02.10.1976, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1976
Helmutarnir í lokauppgjöri á morgun í v-þýzku kosningunum
KOSNINGARNAR, sem fram fara í V-Þýzkalandi á
morgun eru taldar verða einhverjar þær tvísýnustu
um árabil. Stjórn Helmut Schmidts kanslara, sam-
steypustjórn jafnaðarmanna og frjálsra demókrata,
sem verið hefur við völd f 7 ár hefur töluverðar
áhyggjur af úrslitum kosninganna f Svíþjóð fyrir
skömmu, er sænskir kjósendur felldu jafnaðarmanna-
stjórn Olofs Palme og komu væntanlega til valda
fyrstu borgarlegu stjórninni þar f landi f 44 ár.
Túlkun úrslita sænsku kosninganna f V-Þýzkalandi er
mismunandi eftir því hvort hægri eða vinstri menn
eru spurðir. Hægrimenn segja að úrslitin tákni veðra-
brigði, vinstrimenn segja að þau skipti engu máli.
Þó verður að hafa í huga, að
Svíþjóð hefur löngum verið
haldið á loft sem fyrirmyndar-
þjóðfé^gi i V-Þýzkalandi og
jafnaðarmannastefnan í
Sviþjóð hefur markað stefnuna
fyrir aðra jafnaðarmanna-
flokka í V-Evrópu. Stjórnmála-
fréttaritarar segja að at-
burðirnir í Svíþjóð ásamt þvi
sem nefnt er „7 ára kláðinn“
sem oft nær tökum á kjósend-
um, er stjórn hefur setið lengi
við völd, geti nægt til þess að
fella stjórn Schmidts, en tal
þess að svo geti orðið verður
fylgisbreytingin á milli
stjórnarinnar og stjórnarand-
stöðunnar að verða 5% miðað
við kosningaúrslitin 1972. Síð-
ustu skoðanakannanir benda til
þess að úrslitin verði afar tví-
sýn. Tvær milljónir kjósenda
verða að hverfa úr herbúðum
stjórnarflokkanna til kristi-
legra demókrata og íhaldssama
systurflokksins í Bæjarlandi
kristilega sósialsambandsins,
sem Franz Josef Strauss er í
forsvari fyrir. Fordæmi eru fyr-
ir þvi í kosningum f V-
Þýzkalandi að svo mikil fylgis-
breyting hafi orðið, en fréttarit-
arar segja að til of mikils sé
ætlast af Helmut Kohl, for-
manni kristilegra demókrata og
kanslaraefni þeirra, að flokkur
hans nái slíkum árangri. Kohl,
sem kallaður er „svarti risinn“
vegna þess hve hávaxinn hann
er og dökkleitur þykir ekki
hafa öðlast þá stöðu eða vin-
sældir í v-þýzkum stjórnmálum,
sem Schmidt nýtur. Kohlér for-
sætisráðherra í Rínarhéruðun-
„Vió vrtum meira um frebi"
segjajafnaðarmenn ísvari við
„Frelsiístað sósíalisma"
„Við vitum meira
um frelsi“
Kristilegir demókratar tóku
sér I upphafi kosningabarátt-
unnar slagorðið „frelsi í stað
sósíalisma“. Þetta kom í fyrstu
mjög illa við jafnaðarmenn,
sem kölluðu slagorðið fals-
kenningu, sem hitti fyrir neðan
beltisstað. Síðar tóku þeir yfir-
vegaðri afstöðu og létu til skar-
ar skríða með slagorðinu „við
vitum meira um frelsi."
5. Hver V-Þjóðverji mun
innan tiðar þiggja einhvers
konar eftirlaun. 1 upphafi
kosningabaráttunnar reyndi
stjórnarandstaðan að gera eftir-
launamálið að stórmáli með þvi
að láta að þvi liggja að eftir-
launagreiðslur væru i hættu
vegna mikils greiðsluhalla.
Stjórnin tók það mál þegar föst-
um tökum og gaf yfirlýsingu
um að eftirlaun myndu halda
áfram að hækka i samræmi við
launa- og verðhækkanir.
Framkvæmdastjóri kristi-
legra demókrata, hagfræði-
Willy Brandt
Helmut Kohl
Heimut Schmidt
Franz Josef Strauss
Ekkert sparað
til baráttunnar
Skoðanakannanir benda til
að heldur hafi hallað undan
fæti fyrir stjórninni, en þess
ber að gæta að 11% kjósenda
hafa enn ekki gert upp hug
sinn. Skoðanakönnun, sem gerð
var 21. september, sýndi, að
stjórnarflokkarnir nutu fylgis
49.9% kjósenda, en höfðu
54.3% 1972 og stjórnarandstað-
an fylgi 49.3%, en hafði 44.8%.
Innan við eitt prósent kjósenda
styður öfgaflokka eins og
nýnasista og kommúnista. 1
kosningunum verður kosið um
496 þingsæti í Bundstagen og
er kosningabaráttan að mestu
leyti fjármögnuð af skattatekj-
um ríkisins. Flokkarnir spara
engu til I baráttunni. Risastórar
litaauglýsingar, eins og þær
sem notaðar eru fyrir sápur og
vindlinga blasa alls staðar við
og það vekur athygli að varan,
sem auglýst er, er ákaflega
svipuð hvort sem um er að ræða
stjórnarflokkana eða stjórnar-
andstöðuna. Baráttumál flokk-
anna eru ákaflega svipuð og
bera vitni um skort á hreinum
baráttumálum, eins og var t.d. I
kosningunum 1972, er kosið var
um Östpolitikstefnu Willy
Brandts þáverandi kanslara.
Margar kjósendur, sem studdu
„góða nágrannastefnu“
Brandts eru óánægðir með að
nágrannarnir virðast enn við
sama heygarðshornið og að
jarðsprengjur og byssur taka
enn toll af mannslífum við
landamærin.
prófessorinn Kurt Biedenkopf,
beindi þá spjótum sinum að
verkalýðsfélögunum, sem
höfðu verið heilög kýr í v-
þýzkum stjórnmálum og sakaði
verkalýðsleiðtoga um kliku-
skap og frændsemi og að þeir
störfuðu með jafnaðarmönnum
að því að einoka vellaunaðar og
áhrifamiklar opinberar stöður.
Þessi ásökun hefur verið borin
harkalega til baka, en margir
kjósendur eru þeirrar skoðunar
að nokkuð sé til I þeim (t.d. í
Hamborg og Hesse, þar sem
jafnaðarmenn hafa verið óslitið
við völd I 30 ár) og að völdin i
þessum fylkjum hafi stöðugt
verið að færast á færri hendur.
Mikil velmegun
Atvinnuleysi hefur minnkað
hægt og sígandi en er ennþá
rétt um 5% og er um 1 milljón
manna atvinnulaus, þar af
verulegur hluti ungt fólk. At-
vinnuleysið hefur þó ekki verið
neitt sérstakt hitamál í
kosningunum vegna þess að fá-
ir kjósendur eru þeirrar skoð-
unar, að kristilegir demókratar
geti gert miklu betur. Schmidt
kanslari hefur hvað eftir annað
bent á efnahagsbatann, sem
stöðugt tekur betur við sér og
hina styrku stöðu v-þýzka
marksins á alþjóðlegum gjald-
eyrismörkuðum. Milljónir V-
Þjóðverja, sem komnir eru
heim aftur eftir sumarleyfis-
ferðir á sólarströndum Mið-
jarðarhafsins, eða lengra að,
hafa yfir litlu að kvarta hvað
lífsgæðin snertir.
Spjótunum beint
að Strauss
Jafnaðarmenn hafa í
kosningabaráttunni skipt sér
litið af Kohl, en aðallega beint
spjótum sinum að Franz Josef
Strauss, sem þeir segja að verði
sterki maðurinn í stjórninni, ef
kristilegir demókratar og
systurflokkurinn fara með sig-
ur af hólmi. Því hefur verið lýst
yfir að Strauss verði vara-
kanslari og fjármálaráðherra
komist kristilegir demókratar
að. Segja jafnaðarmenn að
Strauss geti orðið hættulegur
stöðu V-Þýzkalands I heimin-
um, ef hann kemst að. Mútu-
hneykslið, sem kennt er við
bandarísku Lockheedflugvéla-
verksmiðjurnar hefur hangið
eins og eiturský yfir kosningun-
um, en vindátt hefur enn sem
komið er ekki verið í rétta átt
til að það geti haft áhrif á þær.
Bandaríska ríkisstjórnin hefur
lýst því yfir að dularfullt bréf,
sem á að vera frá yfirmanni
bandarísku leyniþjónustunnar
til Strauss sé falsað, en bréf
þetta gefur til kynna að Strauss
hafi þegið fé i sambandi við
sölu á 700 Starfighterþotum til
v-þýzka hersins á árunum eftir
1960, er hann var varnarmála-
ráðherra.
Kristilegir demókratar
þurfa meirihluta
4 atkvæða
Þótt kosningarnar séu bar-
átta milli vinstri og hægri
flokka eru leiðtogar beggja
miðjumenn, Schmidt er sjálfur
harðasti gagnrýnandi marxista-
aflanna í jafnaðarmanna-
flokknum og Kohl er ekki sér-
lega harður Ihaldsmaður. Er
þvi ekki mikill skoðanaágrein-
ingur milli þessara tveggja
manna. Flestir stjórnmála-
fréttaritarar í V-Þýzkalandi eru
þeirrar skoðunar, að væri
Schmidt ekki kanslari jafnaðar-
manna myndi flokkur hans að
öllum likindum tapa fyrir
kristilegum demókrötum. Lík-
legt er þó talið að frjálsir
demókratar muni áfram verða í
lykilaðstöðunni við stjórnar-
myndun og foringi þeirra, Hans
Dietrich Genscher utanríkis-
ráðherra, hefur þegar lýst því
yfir að flokkur sinn muni halda
áfram stjórnarsamstarfi með
jafnaðarmönnum og ekki undir
neinum kringumstæðum ganga
til liðs við kristilega. Kristilegir
og systurflokkur þeirra verða
því að fá hreinan meirihluta
atkvæða til að ná völdum og
það hefur aðeins gerst einu
sinni áður undir forsætis
Konrads Adenauers fyrir 19 ár-
um. Annar möguleiki er einnig
fyrir hendi þótt langsóttur sé
og það er að frjálsir demókrat-
ar fái undir 5% atkvæða, því að
þá koma þeir ekki manni að
skv. kosningareglunum, sem
settar voru til að koma í veg
fyrir að klofningshópar fengju
lamað þingstörf eins og á árun-
um eftir 1920, sem ruddi leið-
ina fyrir valdatöku Hitlers.
Þessi reglugerð heldur nú
nýnasistum og kommúnistum
utan þingsins. Ekki er talin
mikil hætta á að frjálsir
demókratar fari undir 5%, þeir
fengu I síðustu kosningum
8.4% og talið er að gengi þeirra
nú muni vaxa fremur en hitt.
Lægsta atkvæðamagn þeirra
fram til þessa var 1969 er þeir
fengu 5.8% atkvæða.
Willy Brandt
Willy Brandt fyrrum
kanslari, sem segja varð af sér
1974, er upp komst að nánasti
samstarfsmaður hans var a-
þýzkur njósnari, er enná for-
maður jafnaaðarmanna-
flokksins og nýtur mikilla vin-
sælda með fjölda V-Þjóðverja.
Brandt er nú 62 ára að aldri og
tekur virkan þátt i baráttu
flokks sins. Hann virðist mun
rólegri en hann var sem
kanslari, hann hefur fitnað og
hann fær hlýrri móttökur en
bæði kanslaraefnin á fundum.
En hægri menn hata Brandt
jafn innilega og jafnaðarmönn-
um þykir vænt um hann.
Hægrimenn lita á hann sem
svikara, sem flúði undan nasist-
unum til Noregs og kom heim
eftir striðið klæddur norskum
einkennisbúningi. Þeir telja
einnig að Östpolitik hans, sem
vann honum friðarverðlaun
Nóbels, hafi selt kommúnistum
sameinangardraum þýzku
ríkjanna. Rainer Barzel, sem
var kanslaraefni kristilegra
demókrata 1972, en tapaði fyrir
Brandt, sagði nýlega: „Við
munum gera allt sem f okkar
valdi stendur til að koma i veg
fyrir að þessi maður gegni á ný
opinberu embætti. Brandt
kemur oftast einn sins liðs á
fundina og þykir föðurlegur
flokksleiðtogi sem stappar
stálinu í flokksmenn sína og
leitar stuðnings fyrir fram-
bjóðendur I einstökum kjör-
dæmum og jafnaðarmenn i
heild. Schmidt nýtur meiri
virðingar en hlýju, en
stuðningsmenn Kohls klappa
sinum manni kröftuglega lof í
lófa, en láta ekki í ljós beina
aðdáun.
Helmut Schmidt
Þrátt fyrir þátt Brandts er
augljóst á baráttuaðgerðum
jafnaðarmanna að þeir leggja
allt sitt traust á Schmidt, að
honum takist að leiða þá til
sigurs. Kosningaspjöld um allt
landið segja: „Betri maðurinn
verður að vera kanslari áfram.“
„Hvers vegna skipta á kanslara
sem nýtur alþjóðlegrar
virðingar og fylkisstjórnmála-
manni, sem hefur ekki meiri
reynslu en sem forsætisráð-
herra fylkis með 3 milljónir
Ibúa?“
Þetta er einnig það sem
Schimdt leggur áherzlu á á
kosningaferðum sinum um
landið. Hann lætur heldur
ekkert tækifæri ónotað til að
koma því inn hjá kjósendum að
aflið hjá stjórnarandstöðunni
sé ekki Kohl heldur Strauss, að
I eldhúsi stjórnarandstöðunnar
sé Strauss matsveinninn en
Kohl bara þjónn. Fréttamenn
sem verið hafa á kosningaferða-
lagi með Schmidt segja að það
fari ekkert á milli mála að þrátt
fyrir rósemi Schmidts og þær
góðu móttökur sem hann alls-
staðar fær, sé hann að berjast
af alefli fyrir kanslarasæti
sínu. Stjórnarandstöðu-
flokkarnir hafa bætt við sig
fylgi I 10 af 11 fylkiskosning-
um, sem haldnar hafa verið
síðan 1974 og það liggur ljóst
fyrir, að stjórnarflokkarnir
munu tapa eitthverju af þeim
46 sæta meirihluta sem þeir
hafa haft í þinginu. Schmidt
hefur sterkan málstað. Þau tvö
Framhald á bls. 18