Morgunblaðið - 02.10.1976, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 02.10.1976, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1976 19 Bjami Sveinsson bóndi Eskiholti — Kveðjuorð Þeim sem eiga leið um Borgar- fjörð á leið vestur eða norður eða á suðurleið verður oft starsýnt á vinalega bæi með blómlegum túnum sem standa uppi á hæð þaðan sem víðsýnt er til allra átta. Þetta eru Eskiholt I og II. Þetta umhverfi hefur ekki orðið til af sjálfu sér. Gjöful túnin eru árangur vinnufúsra handa og vitna um stórhug dugmikilla 'bænda. Eskiholt hefur frá fornu fari verið mikil jörð og hefur ekki síst vaxið af starfi tveggja bræðra sem þangað fluttust úr Dölum vestra árið 1925. Bjarni Sveinsson sem nú er allur eftir langan og stangan vinnudag kom með for- eldrum sínum að Eskiholti og hóf þar búskap með föður sínum og Finni bróður sfnum. Bjarni var mikill áhugamaður um landbúnað og sérstaklega ræktun. Þeir bræður unnu stórvirki I byggingar- og ræktunarmálum á eignarjörð sinni og breyttu forar- flóum í slétt tún. Finnur er enn á lífi háaldraður, en merki þeirra bræðra halda þeir á lofti synirnir Eysteinn Bjarnason ogSveinn Finnsson. Margir hafa lofað þann myndarskap sem einkennir Eski- holt og eru þau orð ekki töluð út í bláinn. Bjarni Sveinsson var fæddur að Kvennabrekku f Miðdölum 18. september 1890, en lést 24. september s.l. Foreldrar hans bjuggu að Kvennabrekku þar til 1891, en þá fluttust þau að Kols- stöðum f Miðdölum og bjuggu þar lengst af. Þau voru Helga Ey- steinsdóttir frá Fremi-Hundadal og Sveinn Finnsson frá Háafelli. Jafnan voru þau kennd við Kols- staói. Bjarni átti tíu systkin og eru sjö þeirra enn á lífi. Hann kvæntist 7. júlí 1928 eftirlifandi konu sinni Kristínu Guðmunds- dóttur frá Skálpastöðum f Lundarreykjadal. Börn þeirra eru: Guðmundur bóndi á Brenni- stöðum; Sveinn bóndi á sama stað; Helga Sólveig húsmóðir, gift Ármanni Gunnarssyni vélvirkja á Akranesi, og Eysteinn bóndi f Eskiholti, kvæntur Katrfnu Hjálmarsdóttur húsmæðra- kennara. Barnabörn þeirra Bjarna og Kristínar eru sex. Eins og fleiri ættmenn Bjarna Sveinssonar var hann hagleiks- maður. Hann smíðaði m.a. svipur og steypti beislisstengur og skar út í tré. Síðustu árin dundaði hann sér til gamans við að búa til skrfn sem hann skreytti með skeljum og kufungum og einnig veggskildi og vitnuðu þessi verk hans um listhneigð sem í honum bjó. Ég á til dæmis fallegan kross eftir Bjarna með skeljum og tölum og er hann fagur vitnis- burður alþýðlegrar listar. Bjarni var trúmaður og lét sér annt um sóknarkirkju sína. Hann söng í kirkjukórnum meðan kraftar leyfðu og hafði af því mikla ánægju. Mér eru minnisstæðir margir fundir með Bjarna Sveinssyni í Eskiholti. Búskapurinn var honum að vonum efst f huga, enda var lff hans helgað Eskiholti og þangað þráði hann alltaf að komast f erfiðum veikindum sínum. Bjarni var gjörvilegur maður og ljúfmannlegur í fram- komu. Hann gat verið glettinn og skrafhreifinn var hann oft, einkum þegar æskuslóðir hans í Dölum bárust f tal. Hann kunni margar sögur úr smalaferðum í mislyndum veðrum og hefur eflaust verið duglegri smali en Ásmundur bróðir hans ef marka má Bókina um Ásmund. Ás- mundur segir frá því f bókinni, að hann hafi haft gaman afað smfða eins og bræður hans: „Við smíð- uðum rokka, svipur og amboð en af þvf ég þótti rati við skepnur langaði mig suður til Reykjavíkur aó læra tréskurð, en þorði ekki að færa það í tal við föður minn, því hann uúði eldheitt á jörðina og moldina og fannst fátt til um annað en lándbúnað.“ Ef til vill mætti segja sama um Bjarna og Ásmundur segir um föður þeirra, að hann „vildi að menn stæðu fyrir sfnu, hvað svo sem þeir gerðu. Hann gat skammazt út af smámunum, en þegar stórir at- burðir gerðust, þagði hann.“ Hendur Bjarna Sveinssonar voru stórar og kröftugar mótaðar af harðri baráttu við höfuð- skepnur, en hugur hans var heiður og hann gat með ánægju litið árangur æviverks sins. Konu hans, börnum og tengdabörnum mun nú þykja sem traust og skjól- sælt tré sé fallið, en geyma vel minningu hans. Barnabörnin sakna afa sem var þeim góður og umhyggjusamur, enda voru þau honum mikill yndisauki. Ég mun sakna þess þegar ég kem i Eskiholt að hitta ekki lengur Bjarna Sveinsson og spjalla við hann um dag og veg og fá að sjá nýjasta handarverk hans, það sem hann var að fást við til að gera eitthvað eins og hann sagði af eðlisbornu lftillæti sfnu. Hann var maður jarðarinnar anna hins daglega lffs þar sem skapandi starf er eina raunveru- lega hamingjan. Það er við hæfi að kveðja Bjarna Sveinsson með erindi úr ljóði borgfirska skáldsins, Guðmundar Böðvarssonar, I minningu bóndamanns: Og Iffið eins og áður gang sinn gengur. Kom gródurdfs, og yfir vötnin svff. kveð vökusönginn, varma bjarta Iff, kveð vorsins drðpu. Hann var góður drengur, og bundinn fast við sfna heimahaga f hjarta sfnu alla sfna daga. Jóhann Hjálmarsson Júlíana Guðrún Ein- arsdóttir — Minning í dag laugardaginn 2. október, er til moldar borin Júlfana Guðrún Einarsdóttir snikkara Gfslasonar og konu hans Guðrúnar Magnúsdóttur. Guðrún Einarsdóttir lézt 24. sept. s.l. Hún fæddist að Skúms- stöðum á Eyrarbakka 25. júlf 1894 og var ein systir í hópi 7 alsyst- kina, sem nú eru öll látin. Auk þess átti hún 8 hálfsystkini 7 þeirra eru enn á Iifi. Guðrún giftist ekki en eftir að hún varð fullþroska hélt hún heimili með þeim bræðrum sfnum, sem þá voru enn ókvæntir. Með Ágústi Einarssyni bróður sínum hélt hún heimili þar til hann lést. Stuttu síðar fór heilsufari Guðrúnar hrakandi og hefur hún nú í tæp 7 ár legið á sjúkrahúsi. Hlutverkum í þessu lífi er skipt á ýmsa vegu. Það sem féll í skaut Guðrúnar var erfitt en hún rækti það af mikilli rausn og kærleiks- þeli. Umhyggja og nærgætni hennar við fósturdóttur þeirra systkina, Maríu Ester Þórðardótt- ur, var einstök og heilsteypt eins og lunderni Guðrúnar og þeirra systkina var. Bjartsýni og von- gleði voru einkenni f lunderni og viðmóti hennar. Það kom ávallt fram, en ljósast þó þegar eitthvað bjátaði á, enda varð þess oft vart meðan hún lá á sjúkrahúsi allt til hins siðasta. Eftir að ég kynnist Guðrúnu man ég, sem gestur, ekki eftir heilsteyptari jólagleði en f þeim manni sem Guðrún réð. Jólin voru ekki tildursleg hátfðarhöld heldur sannur fögnuður með vin- um og vandamönnum, börnum og fullorðnum, sem þar hittust og nutu þjóðlegra rétta við látlausa rausn. Sfðan var spiláð og fólkið féll f eina heild með þeim húsráð- endum Guðrúnu og Ágústi. Bræðabörn Guðrúnar voru aufúsugestir á heimilinu svo og öll þeirra börn. Velgjörðir „Gunnu frænku" voru þeim ofar- lega f hug og oft var talað um Gunnu frænku. Fram á þennan dag hefur það ekki þurft neiiina skýringa við, allir skyldir og venzlaðir vissu, hver það var. Hún Gunna frænka var sestakur persónuleiki í hug okkar allra og frá því nafni stafar ljómi heillandi minninga allt frá bernskuárum þeirra, sem nú eru orðnir fullorðnir. Minningarnar eru þvf hlýjar og söknuðurinn mikill þegar minnst er þessara tfma, þótt hin sfðustu ár hafi fengið okkur til að sættast við skilnað og skapadægur vegna sjúkleika Guðrúnar. Hún hafði fórnað kröftum sínum öðrum til styrktar og uppbyggingar. Þegar dóttir Esterar — Guðrún Ágústa (Gunna Gústa) — fæddist var sem hamingja heimilislífsins í garð þeirra Guðrúnar Einarsdótt- ur og Ágústar væri fullkomin og fyrir tæpum tveim árum fæddist dótturdóttir Esterar, en það vakti sömu gleðina á ný. Hlutverkið hélt áfram, það var áfram þörf fyrir ást og umhyggju, sem látin var líka óspart í té. Frændrækin var Guðrún, trúuð og draumspök. Hún var einkar fróð og minnug um marga hluti. Þyrfti maður að fá vitneskju um ættfólk hennar eða liðna atburði var ekki annað en að spyrja hana enda hafði hún gott minni og skýrleik fram til síðustu tíma. Ég votta samúð mina öllum syrgjandi ástvinum Guðrúnar einkum fósturdóttur ásamt dóttur hennar og dótturdóttur. Friðg. G. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili. Háteigssöfnuður Stuðningsmenn sr. Magnúsar Guöjónssonar hafa skrifstofu í Vatnsholti 6 Opiö kl. 6 — 9 síðdegis Sími83205 Verkamannafélagið Dagsbrún Fulltrúakjör Ákveðið er að viðhafa allsherjar atkvæða- greiðslu um kjör fulltrúa Dagsbrúnar á 33. þing A.S.Í. Tillögum með nöfnum 22ja fulltrúa og jafnmargra til vara skal skila í skrifstofu Dags- brúnar fyrir kl. 1 7, þriðjudaginn 5 október. Tillögum skal fylgja skrifleg meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Stjórn Dagsbrúnar. Urvals haustlaukar 70 tegundir Gott verð Sendum um allt land Leiðbeiningar fylgja öllum laukum BÍIEIÐHOLTI Sími 352

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.