Morgunblaðið - 02.10.1976, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTOBER 1976
| atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Lausar stöður
Laus er til umsóknar staða læknis við
heilsugæslustöð á Þingeyri og staða
læknis við heilsugæslustöð á Þórshöfn.
Umsóknir sendist heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu eigi síðar en
27. október 1976.
Heilbriadis- oq tryqgingamálaráðuneytið
29. september 1976.
Starf
í afgreiðslu
Sjúkrasamlags Reykjavíkur er laust. Laun
samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkis-
ins.
Umsóknir með upplýsingum um skóla-
göngu og fyrri störf sendist samlaginu
fyrir 1 0. október.
Sjúkrasamíag Reykjavíkur
Karlmenn atvinna
Karlmenn vantar til vinnu við frystihúsið.
Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsing-
ar í síma 1 104,
Hraðfrystihús Keflavíkur
Hafnarfjörður
vantar blaðbera í hverfi á Hvaleyrarholti.
Afgreiðslan sími 50374.
Atvinna
Viljum ráða:
1. Rafvélavirkja.
2. Verkamenn í byggingarvinnu á
Keflavíkurflugvelli. Fæði og húsnæði á
staðnum.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í skrif-
stofum vorum á Keflavíkurflugvelli og
Lækjargötu 12, Iðnaðarbankahúsinu,
Reykjavík.
íslenzkir Aðalverktakar S. F.
Verzlunarskóla-
stúdent
óskar eftir vel launaðri atvinnu. Uppl. í
síma 25747.
Rafmagnsveitur
ríkisins
óska að ráða nú þegar manneskju til
skrifstofustarfa og símavörslu hálfan dag-
inn.
Verslunarskóla eða hliðstæð menntun
æskileg.
Upplýsingar um starfið gefur starfs-
mannastjóri.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 116
Reykjavík.
Keflavík
Blaðbera vantar í Vestúrbæ. Uppl. í síma
1 164.
Blikksmiðir
Óskum að ráða blikksmiði, járniðnaðar-
menn eða laghenta menn til blikksmíða-
vinnu. Uppl. hjá verkstjóra.
Blikk og Stál h.f.,
Bíldshöfða 12.
Sendill
óskast á ritstjórn blaðsins. Vinnutími kl.
9 — 12.
Afgreiðslu-
og lagermaður
Viljum ráða strax afgreiðslu og lager-
mann. Framtíðarstarf. Nafn og heimilis-
fang ásamt uppl. um fyrri störf leggist inn
á augl.deild Mbl. merkt: Hafnarfjörður —
2185 ".
| raöauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Styrkir
til háskólanáms í Noregi.
Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum sem
aðild eiga að Evrópuráðinu fjóra styrki til háskólanáms í
Noregi háskólaárið 1977 — 78. — Ekki er vitað fyrirfram
hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut íslendinga. —
Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við
háskóla og eru veittir til níu mánaða námsdvalar. Styrkfjár-
hæðin er 2.200.— n.kr. á mánuði, auk allt að 1.500.— n.
kr. til nauðsynlegs ferðakostnaðar innan Noregs.
Umsækjendur skulu hafa góða þekkingu á norsku eða ensku
og hafa lokið háskólaprófi áður en styrktímabil hefst. Æskilegt
er að umsækjendur séu eigi eldri en 40 ára.
Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til:
Utenriksdepartementet
Kontoret for kulturelt samkvem meðd utlandet Stipendi eseksj
onen
N-Oslo-Dep., Norege,
fyrir 1. apríl 197 7 og lætur sú stofnun í té frekari upplýsingar.
Menntamálaráðuneytið,
29. september 1976.
Styrkir
til að sækja þýskunámskeið f Sambandslýð-
veldinu Þýskalandi
Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslenskum stjórn-
völdum að boðnir séu fram nokkrir styrkir til handa íslenskum
stúdentum til að sækja tveggja mánaða þýskunámskeið í
Sambandslýðveldinu Þýskalandi á vegum Goethe-
stofnunarinnar á tímabilinu júní — október 1977. Styrkirnir
taka til dvalarkostnaðar og kennslugjalda, auk 600 marka
ferðastyrks. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 19 — 32 ára
og hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi. Þeir skulu hafa
til að bera góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu.
Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðu-
neytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 15. nóvember n.k.
— Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
29. september 1976.
Styrkir til náms í Svíþjóð
Sænsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa erlendum
námsmönnum til að stunda nám í Svíþjóð námsárið
1 977—78. Styrkir þessir eru boðnir fram i mörgum löndum
og eru einkum ætlaðir námsmönnum sem ekki eiga kost á
fjárhagsaðstoð frá heimalandi sínu og ekki hyggjast setjast að i
Sviþjóð að námi loknu. Styrkfjarhæðin er 1.555.— sænskar
krónur á mánuði námsárið, þ.e. 9 mánuði. Til greina kemur að
styrkur verði veitt i allt að þrjú ár.
Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til Svenska
institutet, Box 7072, s-103 82 Stockholm, Sverige, fyrir 1.
desember n.k. og lætur sú stofnun i té tilskilin umsóknareyðu-
blöð.
Menntamálaráðuneytið,
29. september 1976.
Auglýsing um styrk úr
rannsóknarsjóði IBM
vegna reiknistofnunar
Háskóla íslands
Fyrirhugað er að fyrsta úthlutun úr sjóðnum fari fram i
nóvember næstkomandi.
Tilgangur sjóðsins er að veita fjárhagslegan stuðning til
visindalegra rannsókna og menntunar á sviði gagnavinnslu
með rafreiknum.
Styrkinn má meðal annars veita.
a. til greiðslu fyrir gagnavinnslu við Reiknistofnum Háskóla
(slands.
b. til framhaldsmenntunar í gagnavinnslu að loknu háskóla-
prófi.
c. til visindamanna, sem um skemmri tíma þurfa á starfsað-
stoð að halda til að geta lokið ákveðnu rannsóknarverkefni.
d. til útgáfu visindalegra verka og þýðinga þeirra á erlend
mál.
Frekari upplýsingar veitir ritari sjóðsins Jón Þór Þórhallsson í
síma: 2 1 340.
Umsóknir, merktar
Rannsóknarsjóður IBM vegna Reiknistofnunar
Háskóla íslands,
skulu hafa borist fyrir 20. október, 1976 í pósthólf 1379,
Reykjavík.
Stjórn sjóðsins.
Styrkir
til íslenskra vísindamanna til námsdvalar og
rannsóknastarfa í Sambandslýðveldinu Þýska-
landi
Þýska sendiráðið i Reykjavik hefur tjáð islenskum stjórnvöld-
um að boðnir séu fram nokkrir styrkir handa islenskum
vísindamönnum til námsdvalar og rannsóknastarfa í Sam-
bandslýðveldinu Þýskalandi um alit að þriggja mánaða skeið á
árinu 1977. Styrkirnir nema 1.000.— þýskum mörkum á
mánuði hið lægsta. auk þess sem til greina kemur að greiddur
verði ferðakostnaður að nokkru.
Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðu-
neytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 15. nóvember n.k.
— Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
29. september 1976.
Styrkir til háskólanáms
í Sambands-
lýðveldinu Þýzkalandi
Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslelenskum stjórn-
völdum að boðnir séu fram þrír styrkir handa íslenskum
námsmönnum til háskólanáms í Sambandslýðveldinu Þýska-
landi háskólaárið 1977 — 78. Styrkirnir nema 650 þýskum
mörkum á mánuði hið lægsta auk 100 marka á námsmisseri
til bókakaupa, en auk þess eru styrkþegar undanþegnir
skólagjöldum og fá ferðakostnað greiddan að nokkru. Styrk-
timabilið er 10 mánuðir frá 1. október 1977 að telja en
framlenging kemur til greina að fullnægðum ákveðnum skil-
yrðum.
Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 32 ára. Þeir skulu hafa
lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi.
Umsóknir, ásamt tilskildum fylgigögnum, skulu hafa borist
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 15.
nóvember n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneyt-
inu.
Menntamálaráðuneytið,
29. september 1976.