Morgunblaðið - 08.10.1976, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1976
3
EINS og Morgunblaðið hefur skýrt frá þá hefur
Sölusamband fsl. fiskframleiðenda gengið frá sölu á
saltfiski til Evrópulanda fyrir um 3 milljarða króna.
Heildarmagnið er allt að 13000 lestir, en mest fer til
Portúgal, 5.800 lestir. Það kom fram á blaðamanna-
fundi með forráðamönnum S.l.F. f gær, að vel
gengur að selja blautfiskinn, en hins vegar eru
geigvænlegir erfiðleikar hjá þeim, sem vaska og
þurrka saltfiskinn, vegna sölutregðu og lágs verðs.
Það kom einnig fram, að stór fiskur, .þ.e. 10—20
sporðar f 50 kg. pakkningu, eru nú alveg að hverfa,
þar sem stór þorskur fæst ekki lengur f sjónum.
Fyrir nokkrum árum voru allt að 30—40% heildar-
saltfiskframleiðslunnar af þessari stærð.
Samið um sölu á allt að
13000 lestum til 5 landa
Hlutdeild saltfisksins
í heildarútflutningn-
um var 20% á sl. ári
Tómas Þorvaldsson sagði á
blaðamannafundinum i gær, að
nú hefði verið samið um sölu á
saltfiski til fimm landa og
samningaviðræður staðið yfir í
um það bil mánuð. Forráða-
menn S.l.F. fara venjulega
tvisvar á ári f samningaferðir,
þ.e. á haustin en þá er sumar-
og haustframleiðslan seld, og á
vorin en þá er gengið frá sölu á
vertíðarframleiðslunni.
Með þeim samningum sem
gerðir voru í þessari samninga-
ferð er söluþörf S.Í.F. fullnægt
fram á næsta ár. Er hér um að
ræða marga stærðar- og gæða-
flokka.
1300 tonn af ufsa-
flökum til V-Þýzkalands
Að sögn Tómasar fóru hann,
Þorsteinn Jóhannesson og Frið-
rik Pálsson til V-Þýzkalands og
tókst að selja um 1000 lestir af
ufsaflökum, sem er svipað og
samið var um á sama tíma í
fyrra, að auki var gengið þann-
ig frá samningum að Þjóðverj-
ar áttu kost á 300 tonnum til
viðbótar i vissan tíma og hafa
nú staðfest kaup á 150 tonnum
af þvi magni og vonast er til að
þeir staðfesti hin 150 tonnin á
næstu dögum. Sagði Tómas að
ufsaflökin væru að mestu notuð
í sjólax, og kepptu islenzk skip
sem seldu í ísfisk í V-
Þýzkalandi við vöru sem unnin
væri á tslandi. Verðið sem
fékkst fyrir ufsaflökin er rétt
um 2% hærra en fékkst á sama
tima i fyrra. Ufsaflök voru
fyrst seld til Þýzkalands
skömmu eftir strið og undan-
farin þrjú ár hefur salan aukist
stöðugt.
Frá Þýzkalandi var haldið til
Grikklands og önnuðust þeir
Tómas Þorvaldsson og Helgi
Þórarinsson samningagerðina
þar og tókust samningar um
2000 tonn af smáþorski og að
auki 300 til viðbótar siðar. Er
hluti af því magni smálanga.
Til Grikklands tókst að selja
1700 tonn á sama tima í fyrra,
en viðbótarsamningar voru
gerðir í nóvember — desember.
Litlu hærra verð fékkst í Grikk-
landi miðað við s.l. ár.
Losað um innflunings-
höftin á Spáni
Frá Gikklandi héldu þeir
Helgi og Tómas til Madrid, og
er þeir komu þangað, hafði
S.l.F. ekki fengið innflutnings-
Þeir önnuðust
samningagerðina fyrir
S.I.F. talið frá vinstri:
Friðrik Pálsson,
Tómas Þorvaldsson og
Helgi Þórarinsson.
Ljósm. Mbl. RAX.
leyfi frá því í vetur, og stóðu
málin þannig að S.I.F. hefði
ekki getað uppfyllt 1400 tonna
samninginn frá því í vetur af
þessum sökum.
Tómas sagði, að Öiafur
Jóhannesson viðskiptaráðherra
hefði skrifað viðskiptaráðherra
Spánar bréf' og einnig hefði
Einar Benediktsson unnið að
þvi að leysa þetta mál. „Á með-
an við dvöldum í Madrid kom
ekki endanlegt svar, en stuttu
eftir að við fórum þaðan fékkst
innflutningsleyfi fyrir 2500
tonn, sem þýðir að við getum
uppfyllt samninginn frá því í
Framhald á bls. 23
Innheim tus t j órinn
greiddi mismun-
inn úr eigin vasa
MORGUNBLAÐINU barst 1 gær
eftirfarandi athugasemd frá Axel
Ólafssyni, innheimtustjóra Rfkis-
útvarpsins:
I Morgunblaðinu í gær er birt
kvittun frá innheimtudeild Ríkis-
útvarpsins útgefin 12. maí 1972 að
upphæð kr. 2.187.50 en afnota-
gjaldið var á þvf timabili kr.
2.200.— Mér hafði borist
skemmtilegt bréf frá þessum
ágæta viðskiptavini Ríkisútvarps-
ins, þar sem hann nælist til þess
að kr. 12.50 yrðu dregnar frá af-
notagjaldinu vegna þess að sjón-
varpsútsending féll niður eitt
kvöld á tfmabilinu. Eg hafði sam-
band við þennan viðskiptavin
okkar og skiptumst við á skoðun-
um um málið. Ekki minnist ég
þess að nokkur annar af við-
skiptavinum Rfkisútvarpsins hafi
mælst til þess að fá frádrátt af-
notagjalds á þessum tfma. Við-
skiptavinur Ríkisútvarpsins
greiddi sfðan afnotagjaldið með
ávfsun að upphæð kr. 2.187.50 og
gaf gjaldkerfi innheimtudeildar-
innar honum kvittun samkvæmt
þvf. Ekkert var sagt um það
hvernig eftirleikurinn yrði, en
hann var þannig: Ég greiddi úr
eigin vasa mismunin kr. 12.50 til
þess að spara Ríkisútvarpinu
þann kostnað sem af gjaldbreyt-
ingunni hefði óhjákvæmilega orð-
ið í skýrsluvélum, og sjálfsagt
hefði kostað fimmfalt þessa upp-
hæð. Til þess að jafna bréf- og
frímerkjakostnað við viðskipta-
vinin bauð ég honum einnig með
mér í kaffistofu starfsfólksins,
þar sem við ræddum saman um
löngu liðin kynni okkar frá há-
skólaárum okkar og skemmtilegar
samverustundir í Eyjum. Ekki
sakar að geta þess að ég en ekki
Ríkisútvarpið greiddi kaffiboðið.
Ég vil einnig leiðrétta þann
misskilning að ég hafi breitt
gjaldinu á kvittuninni, það gjörði
að sjálfsögðu gjaldkeri minn skv.
minni beiðni.
Að lokum vil ég taka það fram,
að ég tek ekki ákvarðanir um al-
menna niðurfellingu Rfkisút-
varpsins á afnotagjöldum en f
þessu tilfelli fór g minar eigin
leiðir, ef til vill f blóra við mfna
yfirmenn, sem vonandi ganga þó
létt á þessum yfirsjónum mínum.
Axel Ólafsson
Misferli metið
hverju sinni
SVO SEM menn rekur minni til
varð kennari f Vfghólaskóla upp-
vfs að þvf f fyrra að nota sem
kennslubók pólitfskan áróðurs-
pésa, sem Fylkingin gaf út. Var
þetta við kennslu f samfélags-
fræðum. Af þessu tilefni hafði
Morgunblaðið samband við Hörð
Lafusson f menntamálaráðuneyt-
inu og spurðist fyrir um það hvað
ráðuneytið gerði til þess að koma
f veg fyrir að slfkt endurtæki sig.
Hörður sagði að eins og alkunna
væri, hefðu þær aðstæður verið í
framhaldsskólum, að þar væru
Framhald á bls. 23
landsins að
Grensásvegi 13.
Þar verður
á boðstólum
gífurlegt úrval