Morgunblaðið - 08.10.1976, Side 10

Morgunblaðið - 08.10.1976, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1976 Mývetningar í eftirleit á þy rlu Björk, Mývatnssveit 6. okt. NU ER fjallgöngum hér að Ijúka. Enn vantar þó allmargt fé, þótt vfirleitt hafi vel viðrað f göngum. ! gær var fengin þyrla til fjárleit- ar. Þyrlunni flaug Jón Heiðberg, en með honum voru tveir Mývetn- ingar, Jón Ármann Pétursson f Reynihlfð og Sigurður Þórisson á Grænavatni. Flogið var vftt og breitt yfir afréttina. Veðrið var eins og bezt varð á kosið, bjart og kyrrt og skyggni mjög gott. Fyrst var flogið norður í Gjá- stykki, þar fundust 4 kindur, og Áfram barizt gegn lokun mjólkurbúða Á innifundi, sem Samfókin gegn lokun mjólkurbúða gengust fyrir að lokinni kröfugöngu 25. sept. s.l., var samþykkt einróma ályktun um að skora á stjórn Mjólkursamsölunn- arað endurskoða fyrri ákvörðun slna um lokun mjólkurbúða I Reykjavlk og nágrenni. Kjörorð fundarins voru: Enga lokun mjólkurbúða — Gegn fjöldauppsögnum — Barátta gegn árásum rlkisvaldsins á verkalýðinn — Niður með nýju vinnulöggjófina — Verjum samnings— og verkfalls- réttinn — Full atvinna allra— fyrstu mannréttindi. Samtökin skoruðu á Alþingi að breyta lögunum frá 17. mal s.l. þannig að Mjólkursamsalan gæti rekið búðir sinar áfram með óbreyttu fyrirkomulagi og einnig skoruðu samtökin á verkalýð landsins og annað vinnandi fólk að fylkja sér til baráttu I þessu máli. í þessu sambandi bentu samtökin á að þetta væri vilji 17.500 neyt- enda, sem hefðu skrifað undir mót- mælaskjöl og átöldu Samsöluna fyrir að hunza þessar krófur og taka ekk- ert tillit til þeirra, sem meðal annar sýndi sig I þvl að enginn fulltrúi stjórnar Samsölunnar mætti á fund- inn, þrátt fyrir að hún hefði fengið boð um það. var gangnamönnum vísað á þær. Síðan var flogið yfir Norðurfjöll og haft samband við gangnamenn skammt frá Dettifossi og þeim leiðbeint hvar kindur sæjust og hvar ekki þyrfti að leita. A Heilagsdal fundust 2 lömb og var farið með þau til byggða. Vestan við Kollóttudyngju fundust tvær ær með lömb og var flogið með þær kindur niður í Grænavatn, en leiðsögumennirnir skildir eftir á meðan. Þá var flogið yfir Herðubreiðar- lindir og Grafarlönd. í Grafar- löndum sáust kindur sem gangna- menn tóku. I Fjallagjá voru 3 kindur. Þar settist þyrlan þó skil- yrði væru fremur slæm og kind- urnar teknar. Alls tók flugið 6 klukkutfma og gekk allt mjög greiðlega. I Grafarlöndum fannst einnig rauðskjóttur hestur. Var hann sóttur í nótt á bíl og var komið með hann til byggða um klukkan fjögur. Hann er alveg óauðkenndur en virðist vera tam- inn, frekar gæfur en ójárnaður. Ekki er á þessu stigi vitað hver eigandi hestsins er. — Kristján. Vörzlu aflétt við „maurahúsið’, VÖRZLU hefur nú verið aflétt við hús það sem pharao-maurar fund- ust í fyrir skömmu. öll matvæli í húsinu, sem grunur gat leikið á að maurar hefðust við f, voru gerð upptæk, flutt að Tilraunastöð Háskólans að Keldum og brennd þar að undangenginni nákvæmri rannsókn. Fylgst verður áfram með hús- eigninni og væntanlega eitrað aft- ur til frekara öryggis. Heilbrigðiseftirlit ríkisins hef- ur kannað feril Ibúa hússins f sumar til að upplýsa hvort mein- dýr þessi hafi fluttst með þeim til annarra staða á landinu, segir í frétt frá héraðslækni Hafnar- fjarðarumdæmis. Nú er það svart HINGAÐ til lands er kominn bandarískig„gospel“-kórinn Pennsylvanía District Choir frá Philadelphiu og mun hann koma fram f kvöld í Háskóla- bíói. Kórfélagarnir eru allir þel- dökkir og eiga það sameigin- legt, fyrir utan tónlistina, að vera nátengd systkini f trúnni á Jesú Krist. Lögin sem kórinn flytur eru öll trúarlegs eðlis, bæði í léttum dúr og alvarleg. Kórinn hefur ferðazt um þver og endilöng Bandaríkin og haldið tónleika en er nú f fyrsta skipti í söngför um Evrópu og er ísland fyrsti áfangastaður- inn. Stjórnandinn, Johnny Thompson, hefur valið átján manna úrvalslið til þessarar Evrópufarar, en að jafnaði starfa fjörutíu manns í kórn- um. Kórinn kemur hingað til lands á vegum Ámunda Ámundasonar og Jóns Ólafs- sonar, og að sögn þeirra er þetta í fyrsta skipti, sem kór þessarar tegundar kemur fram hér á landi. Telja þeir að þarna gefist einstætt tækifæri til að heyra sitthvað af því bezta, sem boðið er upp á í þessari tegund tónlistar og bæði sjónvarpið og útvarpið munu festa tónleikana á mynd- og hljóðband. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 á föstudagskvöldið og er miða- verð 1200 krónur, en 1000 fyrir þá sem geta framvfsáð skírtein- um frá framhaldsskólum. Mið- arnir eru seldir í Hljóðfærahúsi Reykjavfkur og Háskólabfói. [ j i f n K Jj 1 \. ' í | i ■■k ■ Starfsmannafélag Reykjavfkurborgar boðaði til blaðamannafundar sfðastl. þriðjudag. Á myndinni eru stjórn félagsins, ritnefnd afmælisritsins og ýmsir aðrir frammámenn félagsins. ljósm Rax. U ndirbúningur ki arasamninga Starfsmannafélag: — Höfuðverkefni BSRB-þings STARFSMANNAFÉLAG Reykjavfkurborgar varð fimmtfu ára fyrr á þessu ári. Tilgangur félagsins er að vera f fyrirsvari fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar um kjara- samninga, gæta félagslegra hagsmuna meðlima sinna, vinna að kynningu og samhjálp innbyrðis og stuðla að auknu samstarfi opinberra starfs- menna. Meginviðfangsefni hverju sinni eru kjaramál og kjarasamningar. Starfsmanna- fél. Reykjavfkurborgar er ann- að fjölmennasta stéttarfélag innan Bandalags starfsmanna rfkis og bæja. Fjöldi starfsfé- laga BSRB var á s.l. ári 12734 þar af 2000 frá Starfsmannafé- lagi Reykjavíkurborgar. Bandalagsþing BSRB verður haldið 11. okt. næstk. 233 full- trúar munu sitja þingið, þar af 32 frá Starfsmannafél. Reykja- víkurborgar. Eitt af höfuðverk- efnum þingsins verður að móta stefnu í komandi kjarasamn- ingum, sem verða 1. júlí á næsta ári, en þá falla núverandi samningar úr gildi. I kjara- samningum þessum verður lögð megináherzla á að brúa launa- bilið milli hins opinbera og hins frjálsa atvinnumarkaðar, í sam- bærilegum störfum. Núverandi kjarasamningar tóku gildi f aprfl s.l. og eru f megindráttum eins og samningar ríkisstarfs- manna frá sama tíma og fela m.a. f sér skilyrtan verkfalls- rétt. Að sögn Þórhalls Halldórs- sonar, formanns St. Rv. hefur verið framþróun f kjarabarátt- unni á undanförnum árum. Hefur jafnan verið þýðingar- mikill aðili I kjaramálum opin- berra starfsmanna og í vissum tilfellum verið þar brautryðj- andi. Hefur félagið frá upphafi samið beint við Reykjavíkur- borg um kaup og kjör félags- manna. Þórhallur kvað verkfallsrétt- inn vopn, sem ekki mætti mis- nota og þvf væri honum ekki beitt nema í nauðvörn, en ósk- andi væri að stjórnvöld neyddu ekki opinbera starfsmenn til slfkra aðgerða. Taldi formaður- inn það augljóst að hið opin- bera yrði að bjóða starfsmönn- um sfnum þannig launakjör, að hæfustu starfsmenn þess leit- uðu ekki í betur borguð störf á hinum frjálsa vinnumarkaði, en allt of algegnt væri að hið opinbera þjálfaði og menntaði starfsmenn f ýmsum greinum, við ærinn tilkostnað, sem sfðan færu yfir á hinn almenna vinnumarkað. Aðspurður um helztu félags- leg verkefni á næstunni, sagði hann að ljúka ætti framkvæmd- um í Munaðarnesi, en þar á félagið ellefu hús. Ennfremur taldi Þórhallur það þýðingar- mikið, að sem fyrst yrði hafinn undirbúningur að byggingu fé- lagsmiðstöðvar á vegum BSRB f höfuðborginni, þar sem starfs- mannafélagið yrði aðili að. Þing norrænna barna- og unglingabókahöfunda: Barizt fyrir réttind- um lítilla þjóðarbrota „BÓKMENNTIR minnihluta- hópa“ var meginþema á þingi norrænna barna- og unglinga- bókahöfunda, sem haldið var f Geilo f Noregi dagana 8.—12. sept. s.l. Þátttakendur á þinginu voru um 120, þar af 14 frá tslandi. Viðfangsefní þingsins var tvf- þætt, annars vegar bókmenntir handa sjón- og heyrnarskertum börnum, börnum með lestrar- erfiðleika og fjölfötluðum börn- um og hins vegar bókmenntir minnihlutaþjóða á Norðurlönd- unum og f tengslum við það var fulltrúum minnihlutaþjóða á Norðurlöndum boðin þátttaka f þinginu. Frá Grænlandi kom Arkaluk Lynge og flutti hann skýrslu um grænlenzkar bókmenntir, sem vakti óskipta athygli. Þrfr samísk- ir fulltrúar voru á þinginu og flutti einn þeirra, Ole Henrik Magga, erindi um mál þjóðar sinnar, en samíska er finnskt- úgrískt mál, og skiptist í margar málýzkur. Svfþjóðar-Finnar áttu tvo full- trúa, Sören Lindgren og Eija Aulikki Forsell, en fulltrúi Fær- eyinga komst ekki á þingið sökum slæms veðurs. Ingólfur Jónsson frá Prest- bakka flutti framsöguræðu af hálfu Islendinga um menningar- leg vandamál afskekktra staða og virtust vandamál Islendinga ekki eins stórbrotin og annarra minni- hlutaþjóða, sem þarna áttu full- trúa. I sambandi við hinn meginþátt umræðunnar, bókmenntir handa fjölfötluðum börnum, fluttu Dan- inn Palle Petersen og Svfinn Hans Peterson athyglisverð erindi og einnig voru kynntar bækur handa þessum hópum. Fundurinn lét fara frá sér nokkrar ályktanir í framhaldi af þeim umræðum, sem þarna urðu og voru þær sendar menningar- málanefnd Norðurlandaráðs og ríkisstjórnum Norðurlanda. Var gerð ályktun um nauðsyn þess að börn hefðu greiðan að- gang að góðum barnabókum, sem væru ómetanlegt hjálpartæki til að skapa barninu nægjanlega auð- ugt og blæbrigðaríkt málfar. Þá var bent á mikinn skort á bókum fyrir fjölfötluð börn og nauðsyn þess að taka upp kennslu f barna- bókmenntum, innan námsflokka- kerfisins fyrir foreldra og stór- auka bókmenntakennslu í fóstru- og kennaraskólum. Þá lýsti fundurinn yfir stuðn- ingi sfnum við kröfur, sem full- trúar Grænlendinga og Sama lögðu fram, en þær fela í sér að ríkisstjórnir á Norðurlöndum tryggi þessum þjóðum rétt til að stjórna sjálfir sínum menningar- málum og — að því er varðar bókmenntir — að gera þeim kleift að gefa út bækur óháð ágóða- sjónarmiðum og eintakaf jöida. Þingið áleit það mikið nauð- synjamál að veittur yrði rfkis- styrkur til útgáfu sérstakra barnabókmennta á máli innflytj- endahópa á Norðurlöndum, s.s. Svíþjóðarfinna, þar sem það séu einkum börnin, sem eigi f erfið- leikum vegna slæmrar kunnáttu í móðurmáli sínu og þess lands, sem þau hafa flutzt til.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.