Morgunblaðið - 08.10.1976, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.10.1976, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÖBER 1976 Jón Börkur Ákason, stýriniaður: Það ber að refsa f jölmiðlum, sem standa að rógburði Oft hefur mig langað til að setjast niður og skrifa stutta grein um öll þau rógskrif, sem tröllrfða íslensku þjóðinni i dag. Ég hef þó jafnan horfið frá þeirri hugmynd af ótta við að fá á mig stimpil rógberans, þar sem slíkir menn eru greinilega í meirihluta i þeim hópi, sem lætur hvað mest í sér heyra um þessar mundir. Blaðaskrif siðustu vikur um af- brota— og hneykslismál og hugsaniega aðild þekktra manna að þeim hafa hins vegar gengið svo fram af mér, að ég verð að leggja orð i belg. Ég hef lítið notað þá þjónustu blaðanna að birta greinar eftir fólk, sem vill koma skoðunum sin- um á framfæri opinberlega, en hef hins vegar mikið lesið slik skrif. Það er ótrúlegt hvað marg- ar af þessum greinum geta haft víðtæk áhrif til góðs i okkar þjóð- félagi, sérstaklega í hinum ábyrg- ari landsmálablöðum. Þegar islenska þjóðin hóf bar- áttu sina fyrir endurreisn Alþing- is um miðja síðustu öld, urðu blöðin strax sá vettvangur sem baráttan fór fram á. Mikió var þá lagt upp úr viðtækri þekkingu og menntun þeirra, sem réðu ferð- inni, enda kom fljótt í ljós, að þeir sem voru andstæðingar ofstækis- og gerræðismanna, nefnilega lýð- ræðisöflin, náðu fljótt yfirhönd- inni. Alla tíð síðan hafa þessi öfl ráðið mestu í okkar þjóðfélagi, en þó er hægt að benda á nokkrar undantekningar, þar sem metnaðargjarnir pennavíkingar með öfund og afbrýðisemi að leiðarljósi náðu yfirhöndinni um nokkurn tíma. Slík undantekning átti sér stað, þegar baráttan um valtýzkuna stóð sem hæst rétt fyr- ir og eftir síðustu aldamót. Sama er hægt að segja um hópreið sak- lausra bænda til að mótmæla sím- anum árió 1905. Þar fylktu þeir liði, sem reistu skoðanir sinar á röngum upplýsingum rógberans og ofstækismannsins. Hins vegar voru þessir bændur menn til þess að viðurkenna mistök sín á eftir. Gífurleg blaðaskrif tveggja áhrifamestu blaða landsins, Þjóð- ólfs og tsafoldar, settu svip sinn á Þjóðfélagið um langt skeið út af þessu eina máli. Þar tókust á óábyrg ofstækisöfl og ábyrg öfl þjóðfélagsins. Þau síðarnefndu sigruðu. En litlu munaði að ver færi. Ýmislegt fleira mætti nefna — ég læt það þó ógert —, sem mörgum er viðkvæmt i þessu sam- bandi, svo sem átök á milli ein- stakra manna og persónulegar svívirðingar i beinu framhaldi af þeim. Við hljótum að viðurkenna, að þjóðin tekur mikið niður fyrir sig á meðan hún lióur einhverjum að viðhafa slík vinnubrögð. Við verðum að standa öflugan vörð um réttlætið með þvf að hunsa þá, sem gera ekki greinarmun á réttu og röngu og láta stjórnast af annarlegum hvötum. Einmitt það ástand ríkir nú, sem hafði nærri stórskaðað þjóðina i kringum sfð- ustu aldamót, þegar henni var haldið í heljargreipum misviturra pennavíkinga. í dag er enginn óhultur hvað snertir rógskrif og getur hver og einn átt von á þvf, að hann sé svívirtur opinberlega og borinn rangindum af versta tagi. Þetta ástand er afleiðing af þvf, að vissum öflum í þjóðfélag- inu, sem stæra síg af því að opín- bera allt, sem fólki liggur á hjarta hvort sem það er rétt eða rangt, hefur vaxið fiskur um hrygg. Okkur ber siðferðisleg skylda til þess að kveða þessi öfl niður. Þau eru stórhættuleg og með öllu óþolandi. Við vitum, að oft gleyma menn sér í skyndilegri reiði og segja þá gjarnan eitthvað vanhugsað, sem þeir sjá þó eftir þegar af þeim rennur reiðin. Þetta getur átt sér stað i útvarpi, sjónvarpi, á opinberum umræðu- fundum, á Alþingi o.s.frv. En þeg- ar um er að ræða bækur og blöð er hins vegar það langur tími, sem liður frá þvi að viðkomandi byrjar á greininni og þar til hún birtist, að vart er hægt að tala um aó menn skrifi blaðagrein í reiðis- kasti. Þetta er þó ekki algild regla, en mismuninn á ofan- greindu má augljóslega sjá. Á meðan við ieikmennirnir leysum okkar margvislegu störf af hendi, situr slefberinn og rógskrifarinn við skrifborðið sitt og leysir sín störf af hendi, oft á tíðum eftir sérstökum áætlunum. Hafi hann yfir hæfileikum að ráða eins og oft ér er hann hættulegur þeim sem hann ræðst á og því meiri sem hæfileikarnir eru þeim mun hættulegri er hann. Hann er rek- inn áfram af illum hvötum í illum tilgangi — mikió á slíkur maður bágt — og notar þær gáfur, sem honum voru gefnar í vöggugjöf, til þess að níðast á náunganum. Hann telur sig sjálfskipaðan vörð réttlætis og siðgæðis og hefur ekki áhuga á öðru en þvi sem miður fer. Mikið hljóta foreldrar hans og skyldmenni að líða fyrir háttalag hans. Ég hef rætt við marga, sem taka ekki mark á neinu, sem skrifað er og talað um, þegar þekktir róg- berar eru annars vegar. Samt virðast þeir hinir sömu álíta róg- berann nauðsynlegan að vissu marki til þess að vekja upp mál, sem þeir telja að hafi verið svæfð, tryggja öruggari rannsókn saka- mála o.s.frv. En ég spyr: „Hvenær getur það leitt til góðs, sem hleypt er af stað í illum tilgangi af mönn- um með illar hvatir, sem síðan fylgja málum eftir með rógburði og órökstuddum fullyrðingum? Verða ekki fleirí saklausir en sek- ir undir þeirri holskeflu ásakana og fullyrðinga, sem þá myndast?“ Það eru til menn, sem hafa þá atvinnu að leita uppi sakamenn og rannsaka sakamál og upplýsa þau. Af þeim mönnum krefjumst við í fyrsta lagi, að þeir hafi óflekkað mannorð og I öðru lagi að þeir séu heiðarlegir á alla lund. Ef þeim er einhver stuðn- ingur af rógberum og öðrum óheiðarlegum öflum, þá er rétt- lætið illa á vegi statt hér á landi. Við skulum líka hafa i huga, að eitt af okkar mestu sakamálum virðist komið f algjöra sjálfheldu. Það vantar þó ekki, að birt hafi verið nöfn, menn settir í varðhald og sleppt aftur, og varla líður sá dagur, að ekki bætist nýtt nafn eða nöfn við i einhverjum slúður- dálknum. Allir eru þessir menn þó saklausir í augum þeirra manna, sem viðurkenna og skilja Jón Börkur Akason stýrimaður. hina lýðræðislegu uppbyggingu á okkar réttarfari. Þeir fá hins veg- ar hina hroðalegustu dóma í al- mennum skrifum sumra blaða og er slíkt með öllu óþolanda Það verður að refsa þeim f jölmiðlum, sem viðhafa sllkt háttalag. Sú refsing verður hins vegar að grundvallast á þvi að sölu- eða kaupverð rógbera lækki og skapa þannig aukið aðhald á forráða- menn umræddra fjölmiðla. Hver er þá áhrifamesta aðgerðin eða refsingin? Svarið er að mínu áliti skyndilegur samdráttur f sölu við- komandi fjölmiðils eða fjölmiðla. Við eigum að efla siðgæðið með því að hætta að kaupa þessa fjöl- miðla, hætta að styrkja þá f sfnu óþverralega starfi. Það sem þjóð- in þarfnast núna er öflug eining um að útrýma rógburðinum. Ég get sett upp lítið dæmi til þess að skýra betur hvað ég á við og sýnt fram á hvað hægt er að gera á einum degi svo eitthvað sé nefnt. Eitt þúsund kaupendur að ákveðnu rógskrifablaði, sem þeir jafnframt hafa undanfarið verið að missa álit á hafa náð að mynda einingarsamtök i umræddum til- gangi. Þeir hafa notaó til þess síma og ef til vill haldið fund. Ákveðið er á fundinum að kaupa ekki umrætt blað fyrst um sinn. Morguninn eftir fækkar kaupend- um blaðsins um eitt þúsund. Ef miðaðer við kaupverðið fimmtíu kr. tapar blaðið fimmtíu þúsund krónum þann daginn. Sama sagan endurtekur sig næsta dag að sjálf- sögðu. Eftir viku, þ.e.a.s. sex út- gáfudaga er upphæðin komin í þrjú hundruð þúsund krónur. Að liðnum mánuði er upphæðin orðin vel á aðra milljón. Sú upp- hæð getur numið mánaðarkaupi alls starfsfólks blaðsins. Það mun- ar um lægri upphæð fyrir margt fyrirtækið i landinu. Að sjálf- sögðu auglýsa menn ekki i blað- inu. Þó er hér einungis miðað við eitt þúsund manns. Hver er upp- hæðin á mánaðargrundvelli, ef miðað er við þrjú þúsund manns? Hún fer aó nálgast fjórðu milljón- ina. Með öðrum orðum, útgáfu- fyrirtækið verður gjaldþrota, ef það hættir ekki skilyrðislaust fyrrgreindu háttalagi. Ef ég hef tima og yfirleitt möguleika á að vinna meó því fólki, sem hefur áhuga á að taka höndum saman og vinna að út- rýmingu rógbera, skal ég glaður ganga til verks í þeirri vissu, að árangurinn látiekki á sér standa. Eins og málum er nú háttað í okkar þjóðfélagi er ástandið með öllu óþolandi. Ráðherrar hafa ekki starfsfrið, háttsettir embættismenn liggja undir ásök- unum, alþingismenn hafa ekki frið og síðast en ekki sist hefur rannsóknarlögregla landsins ekki starfsfrið, þegar um er að ræða lausn alvarlegra sakamála og er svo komið, að frægur erlendur rannsóknarlögreglumaður lætur hafa eftir sér, að ef til vill sé búið að eyðileggja það mörg sönnunar- gögn í stórmáli vegna óábyrgra blaðaskrifa, að ekki verði hægt að upplýsa málið að fullu. Ég vil enda þetta greinarkorn mitt með því að skora á íslensku þjóðina að endurmeta afstöðu sina til sumralandsmálablaða og hætta kaupum á þeim blöðum, sem leggja áherslu á rógburð og eru í sífelldum útistöðum við mikilsmetna forystumenn þjóðarinnar og trufla þá í störfum sfnum. Með einlægri von um árangur til allra lýðræðissinna. Eldfjall tónlistar- heimsins 0 DANIEL Barenboim er eins konar Napóleón tón- listarinnar. Þá tilfinningu fær maður af öllu hans fasi og framgangsmáta, alvöru hans og ákveðni. Hins vegar er hann ekki neinn einræðisherra. Hann er vingjarnlegur maður, ákafur og viðræðugóður, og lætur gamminn geysa um það sem verið hefur hans leiðarljós í Iffinu allt frá þvf hann var sjö ára að aldri: Tónlistina. Hann er 33 ára og gýs eins og eldf jall. Þannig eru aðeins listamenn. Hann kemur til Danmerkur frá London, þar sem eigin- kona hans dvelur, sellóleikarinn heimskunni, Jaqueline du Pré, og þangað snýr hann jafnan aftur til að vera hjá henni. Hún hefur sem kunnugt er orðið að leggja sellóið til hliðar vegna alvarlegs sjúkdóms og þau hafa þar með orðið að slíta alkunnu tónlistarlegu sambandi sínu. Hið persónulega samband er hins vegar þeim mun sterkara. Eitthvað á þessa leið hljóðar upphaf samtals blaðamanns Politiken við hljómsveitarstjór- ann og pianóleikarann Daniel Barenboim, sem íslendingum er að góðu kunnur fyrir tónleika- hald hér á landi. — Verðurðu einhvern tíma verulega ánægður með þann árangur sem næst á stjórnanda- pallinum eða við píanóið? — Það er ógerlegt vegna þess að tónlistin er ávallt betri en það sem maður spilar. Maður getur aðeins öðlazt skilning á hug- myndaheimi tónlistarinnar að vissu marki. Og hugmynd manns sjálfs um eitthvert ákveðið tón- verk þarf ekki endilega að sam- ræmast hugmynd tónskáldsins. Þannig að þegar maður leikur tónlist hefur maður þegar gert

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.