Morgunblaðið - 08.10.1976, Side 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1976
16
Sagan um sláturleyfi Slát-
ursamlags Skagfirðinga
SLÁTURSAMLAG Skag
firðinga h.f tók við rekstri
Siáturhúss Verslunarfélags
Skagfirðinga haustið 1965
og festi Slátursamlagið þá
kaup á húsakynnum félags-
ins á Eyri á Sauðárkróki.
Slátursamlagið er hlutafé-
lag um 200 Skagfirðinga,
sem flestir eru bændur og
var hlutafé þess aukið veru-
lega á þþessu ári til að
standa straum af þeim lag-
færingum og endurbótum,
sem gerðar hafa verið á
Sláturhúsi félagsins að
undanförnu.
Um haustið 1965 hófst
slátrun á vegum Slátursam-
lagsins og var Sauðfé og
Stórgripum slátrað i húsi
félagsins án þess að nokkr-
ar athugasemdir væru gerð-
ar við starfrækslu hússins
til haustsins 1972. Á þessu
árabili var Jafnframt starf-
rækt á Sauðárkróki Slátur-
hús á vegum Kaupfélags
Skagfirðinga.
KAUPFÉLAGIO BYGGIR
NÝTT SLÁTURHÚS
— HINUM SYNJAÐ
UM SLÁTURLEYFI
Á árinu 1972 hófst Kaupfélag
Skagfirðinga handa um byggingu
Sauðfjarsláturshúss auk áfasts stór-
gripasláturhúss og var Sauðfjárslát
urhúsið nýja tekið í notkun haustið
1973 Þetta sama haust, 1973, er
Slátursamlaginu neitað um leyfi til
slátrunar í húsi sínu og eru húsa-
kynnin ekki talin uppfylla heilbrigð-
isreglur. sem sett eru leyfisveiting-
unni samkvæmt reglugerð um út-
búnað sláturhúsa Leifi til sauðfjár-
slátrunar I sláturhúsi Slátursamlags-
ins er þó veitt um síðir þetta haust
en landbúnaðarráðuneytinu hafði þá
borizt áskorun um leyfisveitinguna
frá þorra bænda í Skagafirði Haust-
ið 1974 synjar landbúnaðarráðu
neytið um sláturleyfi á sömu for-
sendum en slátrun stórgripa var þó
heimiluð bæði haustin
Kaupfélagið se ekki
KAUPFÉLAGIÐ SÁ
EKKI ÁSTÆÐU TIL
SAMSTARFS
Þegar hér var komið sögu og sýnt
var að sláturhús Slátursamlagsins
fékk ekki leyfi til sauðfjárslátrunar
kom stjórn slátursamlagsins saman
til fundar 30. október 1974 þar
sem samþykkt var að senda stjórn
Kaupfélags Skagfirðinga bréf þar
sem leitað er eftir samvinnu víð
Kaupfélagið um slátrun i einhverju
formi, t.d þannig að Kaupfélag
Skagfirðinga tæki að sér slátrun
sauðfjár fyrir Slátursamlagið, en hús
þess yrði hagnýtt til slátrunar stór-
gripa Þessu bréfi svaraði stjórn
Kaupfélagsins á þann hátt, að hún
sæi ekki að þörf væri á þessu sam-
starfi Á fyrrnefndum fundi stjórnar
Slátursamlagsins var einnig sam-
þykkt að leita til Eyjólfs Konráðs
Jónssonar alþingismanns og lög-
fræðings um að annast málarekstur
fyrir hönd Slátursamlagsins
ARKITEKT AÐ
ÁBENDINGU
YFIRDÝRALÆKNIS
Á aðalfundi Slátursamlagsins,
sem haldinn er 4 júli 1975, var
samþykkt að fela stjórn Samlagsins
að vinna að því að leyfi fengist til
slátrunar sauðfjár og stórgripa i slát-
urhúsi Samlagsins á komandi hausti
og heimilaði fundurinn stjórninni að
verja fé og afla fjár til nauðsynlegra
endurbóta á sláturhúsinu í fram-
'haldi af þessari samþykkt aðalfund-
arins leitar stjórn Samlagsins til Páls
A. Pálssonar yfirdýralæknis um
ábendingar um arkitekt til að gera
tillögur að endurbótum á Sláturhúsi
samlagsins. Páll tjáði forsvarsmönn-
um Samlagsins að Ólafur Sigurðs-
son arkitekt væri eini aðilinn, utan
Starfsmanna Sambands Isl. Sam-
vinnufélaga, sem fengizt hefði við
byggingar sláturhúsa að einhverju
ráði Ólafur tók að sér framkvæmd
verskins og i bréfi til stjórnar Slátur-
samlagsins segir hann orðrétt: ,.Áð-
ur en ég tók verkið að mér ræddi ég
við yfirdýralækni um málíð og
studdi hann beiðni Slátursamlags-
manna mjög " Arkitektinn skoðaði
sláturhúsið i ágúst 1975 og gerði
þá tillögur að endurbótum og voru
teikningar að þeim sendar heima-
mönnum og yfirdýralækni til athug-
unar Óskuðu aðilar eftir nokkrum
breytingum og i febrúar 1976 er
teikning með umbeðnum breyting-
um send sömu aðilum og áður
Heimamenn gerðu enga athuga-
semd við þessa teikningu en athuga-
semdir yfirdýralæknis berast í bréfi
til landbúnaðarráðuneytisins dag-
settu 1 8 júni 1 976 og eru þær i 1 7
liðum auk þess sem yfirdýratæknir
tekur orðrétt fram: „Ymislegt fleira
mætti telja til þótt staðar sé numið
að sinni " Yfirdýralæknir tekur fram
að hann sjái sér ekki fært að mæla
HÉRAÐSDÝRALÆKNIRINN. Stein
Þ. Steinsson, skoðar hér aðstoð
una f sláturhúsinu ásamt Jóni
Björnssyní sláturhússtjóra.
með því að slátrað sé sauðfé I hús-
inu og að siðustu segir hann: „Ég
vil að lokum leyfa mér að benda á
að nýlokið er byggingu á slátur-
húsi á Sauðárkróki (sláturhús
Kaupfélags Skagfirðinga —
innsk. Mbl ), sem annað getúr allri
slátrun sauðfjár og stórgripa I hér-
aðinu."
NÝ TEIKNING
— ÓSKIR
YFIRDÝRALÆKNIS
UPPFYLLTAR
Þegar þessar athugasemdir yfir-
dýralæknis höfðu borist var gerð ný
teikning, þar sem reynt var að upp-
fylla allar óskir yfirdýralæknis, svo
notað sé orðalag arkitektsins, Ólafs
Sigurðssonar. og er sú teikning
send til umsagnar hjá yfirdýralækni.
í bréfi yfirdýralæknis til land-
búnaðaráðuneytisins dagsettu 21
september sl. segir han að sam-
kvæmt sinni ósk hafi héraðsdýra-
læknirinn á staðnum, Steinn Þ.
Steinsson, skoðað hús samlagsins
og þær breytingar sem þar hafi verið
gerðar i sumar með tilliti leyfisveit-
ingar Fram kemur að héraðsdýra-
læknirinn taldi ýmsum atriðum
ábótavant og yfirdýralæknir tekur
fram að þær 1 7 athugasemdir, sem
hann gerði við frumteikninguna hafi
ekki verið tæmandi, heldur fyrst og
fremst settar fram til þess að sýna að
samkvæmt frumteikningu fullnægði
húsið ekki gildandi reglugerð Að
siðustu segir yfirdýralæknir: „Erfitt
er að átta sig á hvers vegna hafnar
eru kostnaðarsamar breytingar á
þessu húsi án þess að fyrir liggi
samþykktar teikningar eins og lög
mæla fyrir um."
YFIRDÝRALÆKNIR
SÓTTUR HEIM
Engar athugasemdir við þessa
endurbættu teikningu bárust I
hendur forsvarsmanna Slátursam-
lagsins fyrr en þeir Ólafur Sigurðs-
son arkitekt og Eyjólfur Konráð
Jónsson, alþingismaður og lög-
fræðingur heimsóttu yfirdýralækni
að Keldum laugardaginn 25.
september sl., en i bréfi frá Eyjólfi
Konráð dagsettu 4 október sl., til
ráðherra yfirdýralæknis og Steins Þ
Steinssonar héraðsdýralæknis á
Sauðárkróki, greinir hann frá för
þeirra Ólafs „Fórum við Ólafur
Sigurðsson arkitekt að Keldum og
náSum yfirdýral. óvörum, en hanrr
stundar þann leik aS láta ekki ná
til sln. Þar taldi hann upp nokkur
atriSi sem gera þyrfti. Ég spurði
hann hvort þetta væri tæmandi
talið og svaraði hann þvl
afdráttarlaust játandi."
Um þessar síðustu athugasemdir
yfirdýralæknis segir Ólafur i bréfí til
stjórnar Samlagsins: „Gerði hann þá
fjórar óverulegar athugasemdir sem
auðvelt var að lagfæra i snatri og
eina sem erfitt var að framkvæma á
skömmum tlma, en hefur þó tekist
Þessi siðbúna krafa var um að sett
yrðu upp s.k. bakkaborð með til-
heyrandi við innanúrtöku " Yfirdýra-
lækni er tilkynnt um að óskir hans
um breytingar sem hann bar fram i
samtali við þá Eyjólf og Ólaf hafi
verið uppfylltar með skeyti dagsettu
28 september og þess er óskað að
kannað yrði hið bráðasta hvort
sláturhús Slátursamlags Skaga-
fjarðar uppfylli þær reglur sem gilda
um sláturhús
EYJÓLFUR KonráS Jónsson alþm.
meS hrútinn. sem hann hugðist
skjóta meS eigin hendi, ef slátur-
leyfi fengist ekki. LeyfiS fékkst
hins vegar á slðustu stundu og til
þess kom þvi ekki.
Yfirdýralæknir, Páll A. Pálsson,
var á ferð á Sauðárkróki 29 septem-
ber sl. með erlenda fulltrúa heil-
brigðisyfirvalda og samkvæmt bréfi
hans dagsettu 2. október segist
hann ekki hafa haft tlma til að skoða
sláturhús Samlagsins þennan dag
en hinir erlendu fulltrúar skoðuðu
þá um daginn Sláturhús Kaupfélags
Skagfirðinga, Páll tjáði sig hins
vegar reiðubúinn til að skoða slátur-
hús Samlagsins sunnudaginn 3.
október, sem hann og gerði.
ATHUGASEMDIR
YFIRDÝRALÆKNIS
Ekki gefst i þessari stuttu frásögn
tækifæri til að rekja allar þær bréf-
skriftir, sem fram hafa farið vegna
þessa máls en þess má geta að
Slártursamlagið sótti I ágústmánuði
sl um leyfi til að slátra allt að
1 2000 fjár í sláturhúsi sínu á Sauð-
árkróki á þessu hausti en síðar
bauðst stjórn Slátursamlagsins til að
lækka fyrrnefnda tölu niður i 8000
fjár. í bréfi stjórnar Slátursamlags-
ins til ráðuneytisstjóra landbúnaðar-
ráðuneytisins, Sveinbjörns Dag-
finnssonar dagsettu 3. september
sl. segir orðrétt: „Við uppbyggingu
sláturhússins höfum við i einu og
öllu fylgt ráðleggingum yfirdýra-
læknis í þeirri trú að ef farið væri að
hans ráðum hlyti húsið að fullnægja
öllum skilyrðum um hollustuhætti
og meðferð matvæla og sláturdýra "
Eins og áður gat skoðaði yfirdýra-
læknir sláturhús Slátursamlagsins
sunnudaginn 3. október sl og sendi
þann sama dag greinargerð til land-
búnaðarráðuneytisins, þar sem
hann segir að við skoðun sina hafi
komið I Ijós að ýmsu sé enn áfátt
miðað við gildandi reglur um slátur
hús og smlði i húsinu hafi ekki að
Ljósmynd Friðþjófur
STJÓRN Slátursamlags Skagfírðinga h.f. ásamt Eyjólfi K. Jónssyni, talið frá v. Guðmundur Stefánsson á
Hrafnhóli. formaður, Sigurpáll Árnason, Lundi, varaformaður og Jón Björnsson, Hellulandi. ritari.
fullu verið lokað. Yfirdýralæknir
segist hafa gert forráðamönnum
hússins grein fyrir þvi I stórum
dráttum, hvers væri ábótavant að
slnu mati en þar hafi bæði verið um
að ræða óheppilegt fyrirkomulag og
ófullnægjandi frágang. Segist yfir-
dýralæknir senda ráðuneytinu siðar
skrá yfir athugasemdir sinar en
tekur þó fram I bréfi sinu fjögur
atriði sem fara hér á eftir.
1. Hús Slátursamlags Skag-
firðinga er innréttað sem sauð-
fjársláturhús fyrst og fremst. í Ijós
kom, að þar var ekki að finna sér-
staka aðstöðu til slátrunar stórgripa
nema einn gálga. Smiði er enn ólok-
ið Fryrstar, og frostgeymslur eru
ófullnægjandi, að frágangi.
2 Verulegar og kostnaðarsamar
breytingar hafa verið gerðar á húsi
þessu I sumar án þess að fyrir hafi
legið samþykktar teikningar, svo
sem lög mæla fyrir um. Því hefur
margt farið úrskeiðis um fyrirkomu-
lag Húsið uppfyllir nú ekki nema að
nokkru leyti gildandi reglur um út-
búnað sláturhúsa og kjötfrystihúsa,
þó sumt hafi verið vel gert varðandi
breytingar
3. Ef hafin verður starfsemi I
þessu húsi, hefur það I för með sér,
að mun erfiðara verður fyrir héraðs-
dýralækni að framkvæma
heilbrigðisskoðun og annað eftirlit,
sem honum er skylt, þar sem hann
þarf að vinna I tveim húsum
samtímis. en mikil áhersla er lögð á,
að slikt eftirlit sé sem best
4 Ekki virðist nein brýn nauðsyn
vera á þvi að hefja starfsemi I þessi
húsi (sbr. 1. nr 30/66), þar sem
örskammt frá er nýtt og vandað
sláturhús. sem er sérstaklega inn-
réttað bæði fyrir slátrun sauðfjár og
stórgripa og getur annað allri
slátrun I héraðinu.
RÁÐUNEYTIÐ ÓSKAR
EFTIR ÁKVEOINNI
YFIRLÝSINGU
Stjórn Slátursamlags Skag-
firðinga og þeir bændur, sem að því
standa vildu I framhaldi af skoðun
yfirdýralæknis sl sunnudag fá að
vita hvort umbeðið sláturleyfi yrði
veitt á þessu hausti enda sláturtið
hálfnuð. Eyjólfur Konráð Jónsson,
skrifaði þvi eftirtöldum aðilum: ráð-
herrum, yfirdýralækni og Steini Þ.
Steinssyni héraðsdýralækni bréf á
mánudag þar sem hann kynnti þeim
málavexti og lýsti afstöðu stjórnar
Slátursamlagsins.
Þennan sama dag sendir
landbúnaðarráðuneytið bréf til yfir-
dýralæknis, Páls Agnars Pálssonar,
þar sem tekið er fram að ekki hafi
verið tekin afstaða til þess I greinar-
gerð hans um skoðun sláturhúss
Samlagsins sl. sunnudag, hvort
sláturhúsið skuli hljóta löggildingu
til sauðfjárslátrunar á þessu hausti.
Ráðuneytið óskaði þvi eftir þvi við
yfirdýralækni að hann gæfi út
ákveðna yfirlýsingu um, hvort hann
mælti með löggildingu hússins eða
ekki, þannig að ráðuneytið geti tekið
málið til endanlegrar afgreiðslu
22 ATRIÐI í
ÓLAGISEGIR
YFIRDÝRALÆKNIR
Degi siðar, 5. október sl., sendir
yfirdýralæknir greinargerð sina til
landbúnaðarráðuneytisins og greinir
hann enn frá skoðunarferð sinni I
sláturhús Slátursamlagsins og getur
um ýmsan búnað, sem þar hafi
vantað en segir siðan: „Hins vegar
hafði ýmislegt verið vel gert en
greinilega hefur timi verið of naum-
ur og auk þess vantaði fyrirsögn
manns sem slátrun var kunnugur og
kröfum þeim kunnugur sem nú eru
gerðar og því meir farið að gamalli
hefð með lausa fláningsbekki
o.s.frv." Þessu næst telur yfirdýra-
læknir upp 22 atriði, sem ekki séu I
samræmi við gildandi reglur eða
lagfæra þurfi. Ekki kemur þó fram I
greinargerð yfirdýralæknis skýrt
hvort hann mæli með leyfisveitingu
til sláturhússins eða ekki
Framhald á bls. 22