Morgunblaðið - 08.10.1976, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.10.1976, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTOBER 1976 18 Fullkomnasta íshafsfarið Bamsa Dan í Rvíkurhöfn 1 FYRRADAG kom hingað til Reykjavíkur og lagðist að hafn- arbakkanum í Sundahöfn full- komnasta íshafsfar Dana og heitir það Bamsa Dan. Er það á leið til Godtháb f mánaðarlega ferð til hafnarbæja á græn- lenzku vesturströndinni. Á leið- inni kom í ljós bilun í aðalvél. Var því farið til Reykjavfkur, en frá Kaupmannahöfn komu til móts við skipið vélfræðingar frá skipasmiðastöð Burmester og Wein. Munu þeir ljúka við- gerð á aðalvélinni í dag, ef allt gengur samkvæmt áætlun og heldur skipið förinni áfram til Grænlands væntanlega f kvöld. Það hefur m.a. vakið athygli þeirra sem séð hafa skipið, að mikilf björgunarbátur hangir f daviðum utan á brú skipsins. Hann er lokaður þannig að hann getur veitt skipbrots- mönnum skjól fyrir veðri og sjó. Er þá rennilokum rennt yfir þegar hann er fullskipaður orðinn. Sérstakur stjórnklefi er fremst á bátnum, sem rúmað getur alls 48 manns. Vegna þess að hann er smfð- aður með tilliti til fshafsferða, er hægt að hita allt farþegarým- ið upp og er upphitunin f sam- bandi við vél bátsins, sem allur er sérlega traustur að sjálf- sögðu. Skipið er um 7000 tonn og með 10.000 hestafla vél við skiptiskrúfur og bógskrúfur. 1 fyrravetur fór skipið gegnum metra þykkan ís við Holsteins- borg, en Godthaab og Holsteins- borg eru þær tvær hafnir á vesturströnd Grænlands, sem skipið siglir allan ársins hring. Skipstjórinn á skipinu Niels Ilsöe. Hann hefur í Grænlands- siglingum í 23 ár. Sagði hann þetta skip vera án efa eitt full- komnasta íshafsfar f heimi. Það er Lauritsens-útgerðin sem á skipið, en það er á vegum Konunglegu dönsku Græn- landsverzlunarinnar K.G.H. Vegfarendur athugi: V ersti umf erd- ardagur vik- unnar er í dag UMFERÐARÓHÖPP í Reykjavík urðu 5 í gær og enginn meiddist í þeim. Sama daga í fyrra voru óhöppin 6 og þá slasaðist heldur enginn. i dag er föstudagur, versti umferðardagur vikunnar. Sfðasti föstudagur var mjög slæmur. Ef sama sagan á ekki að endurtaka sig, verða vegfarendur að hafa hugann miklu betur við umferð- ina en á föstudaginn var. Að öðr- um kosti verður ekki komið í veg fyrir slys og árekstra. Sjálfvirkur sími tekinn í notkun Breiðdalsvík, 6. okt. NYTT og glæsilegt hús Pósts og síma var opnað hér á staðnum f dag. Jafnframt var tekin f notkun sjálfvirk sfmstöð. Er þetta 100 númera stöð, en hér eru f notkun 57 númer sem stendur. Guðjón Sveinsson varaoddviti opnaði stöðina með því að hringa í Pál Daníelsson, framkvæmda- stjóra hjá Pósti og síma í Reykja- vik. Nokkru áður en formieg opn- un fór fram fór allt rafmagn af byggðinni og varð að opna stöðina með rafgeymaafli. Stöðvarstjóri Pósts og síma verður Ellen Hansdóttir. Gísli Guðnason lætur nú af störfum, en hann hefur verið stöðvarstjóri Pósts og sfma hér á Breiðdalsvík síðan 1923 eða í 53 ár. — Baldur. Alþýðuflokkurinn hefur ekkert heyrt frá SFV SVO sem kunnugt er samþykkti félagsfundur Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna á Vest- fjörðum að ganga tíl samstarfs við Alþýðuflokkinn I kjördæm- inu. Frá þessu hefur áður verið skýrt og jafnframt að Samtökin hafi kosið víðræðunefnd til þess að ræða við alþýðuflokksmenn. Morgunblaðið sneri sér í gær til Sighvats Björgvinssonar alþingis- manns og spurði, hvort viðræður milli flokkanna á Vestfjörðum væru hafnar. Sighvatur sagði að engar viðræður hefðu átt sér stað, þar sem enn hefði ekkert heyrzt frá Samtökunum vegna þessa. Hið eina, sem við höfum heyrt um þessa samþykkt er um fjölmiðla — sagði Sighvatur. Tónlistar- skóli í Dalasýslu DRAUMUR margra Dalamanna um stofnun tónlistarskóla í sýslunni hefur nú loks orðið að veruleika. Hinn 3. okt. s.l. var skólinn settur f Dalabúð, Búðar- dal, en undanfarið hefur verið unnið að undirbúningi við stofn- un hans. Ráðgert er að skólinn verði starfræktur á tveimur stöðum, f Búðardal og á Laugum, og verður stofnuð lúðrasveit í tengslum við skólann. Skólastjóri verður ungur Dalamaður, Guðmundur Ómar Óskarsson frá Svfnhóli í Miðdölum, og kennari auk hans Ólafur Jensson, kennari á Laugum. Binda menn miklar vonir við að tónlistarlff eflist í héraðinu við tilkomu þessa skóla og að hann megi eflast og dafna um ókomin ár. Fréttaritari. Kópavogsbúar fá nýjan strætisvagn íslendingur hannar bílsæti hjá Leyland í ÞESSARI viku, nánar til tekið á laugardag, fá Kópa- vogsbúar nýjan strætis- vagn. Vagn þessi er af Ley- land-gerð og tekur 43 manns í sæti og 40 í stæði. Þessi vagn er á allan hátt mjög vandaður og tækni- lega vel frá genginn, en blaðmönnum var nýlega sýndur vagninn og um leið kynnt öll hans framleiðslu- þróun. Svo skemmtilega vill til að Is- lendingur búsettur í Danmörku hannaði sætin í þennan vagn. Hefur hann reyndar hannað sæti í fleiri bifreiðar hjá dönsku Ley- land-verksmiðjunum, en hann hefur verið ráðunautur þeirra um gerð bflsæta. Þetta er prófessor Egill Snorrason, sem er læknir að mennt og mikill sérfræðingur f líkamslögun og áhugamaður um rétt sköpulag, en sérgrein hans er anatómía likamans. Að sögn Karls Árnasonar for- stöðumanns SVK er þetta fyrsti vagninn af þremur af þessari gerð sem SVK hefur pantað hjá Ley- land-verksmiðjunum. Sá næsti kemur í jan. 1977 og sá þriðji f jan. 1978. „Það er mjög vel vand- að til þessarar bifreiðar, hvort sem um ræðir loftræstingu og hitabúnað, eða þá frágang þaks. Hér hefur vel til tekist og við ánægðir með þennan vagn. Þessi vagn kostar, kominn á götuna, 21,5 milljónir, en hann er að öllu leyti byggður f Danmörku. Til skamms tíma var byggt yfir fs- lenzka strætisvagna hérlendis, en að sögn Karls var á þvf nokkuð slæm reynsla svo nú koma vagnar SVK og SVR fullbyggðir að utan. AIls ferðast 5000 farþegar með SVK á hverjum degi, og segir Karl okkur að frá því á sfðast- liðnu ári hafi aukningin orðið 34%. Fyrst á morgnana eru 6 vagnar í notkun, og er þá ekið alveg niður í miðbæ Reykjavíkur. Frá 9.30 til 19 eru 5 vagnar f ferðum, en þá er ekið að Hlemmi. Eftir kl. 19 og um helgar eru svo 3 vagnar f umferð. Frá Kópavogi eru ferðir til Reykjavíkur á 12 mfn. fresti að degi til og gildir hið sama um fjölda brottferða frá Hlemmi. Sjálfsbjargar- þing hefst í dag ÁTJÁNDA þing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, verð- ur haldið I Sjálfsbjargarhús- inu, Hátúni 12 I Reykjavfk, dagana 8.—10. okt. n.k. Fulltrúar verða 57, en innan landssambandsins eru nú þrettán félög og aðalfélagar tæplega 1300. Styrktarfélagar eru rúmlega 800. Aðalmál þingsins verður endurhæfing, en aðrir mála- flokkar eru: Fjármál, trygg- ingamál, farartækjamál, fé- lagsmál og atvinnumál. Blómasala fyr- ir líknarsjóð i KÓPAVOGI er starfandi hjálparsjóður í eigu Kvenfé- lags Kópavogs, Líknarsjóður Áslaugar Maack. Konur f kven- félaginu stofnuðu þennan sjóð til minningar um fyrsta for- mann sinn. Hlutverk sjóðsins er að styðja fjölskyldur eða einstaklinga í Kópavogi, sem vegna veikinda eða erfiðleika þurfa á hjálp að halda. Blóm líknarsjóðsins, gleym mér ei, verður seld í Kópavogi laugar- daginn 9. nóv. Ljón á Akra- nesi selja perur FÉLAGAR í Lionsklúbbi Akraness munu í dag ganga í hús á Akranesi og bjóða til sölu perur til styrktar áhalda- kaupasjóði sjúkrahússins á Akranesi. Þetta hafa Lions- menn gert árlega um mörg ár og jafnan verið tekið vel af bæjarbúum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.