Morgunblaðið - 08.10.1976, Síða 21

Morgunblaðið - 08.10.1976, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1976 21 Gagnstreymi. Litsmiðja Harðar Hörður Agústsson hefur efnt til sýningar á einni hlið verka sinna á Kjarvalsstöðum. Þar kemur Hörður fram með verk, er hann hefur ekki látið frá sér fara áður, og eru þau gerð á sérstæðan hátt. Það er að segja: Hann notar lita- límbönd á hörðu plasti til að gera ýmsar tilraunir með samsetning litar og forms. Allt er þetta unnið af mikilli nákvæmni og natni, hvergi farið inn á þær brautir að gefa hugmyndaflugi og mannleg- um breyskleika lausan tauminn. Allt er fastmótað eftir optiskum leiðum og niðurstöður fengnar, eftir því sem listamaðurinn sjálf- ur segir. Þetta eru að sjálfsögðu merkileg vinnubrögð og geta or- sakað margvíslegar niðurstöður, sem síðan virðast hnepptar i stíl- farveg, sem ekki er alveg nýr af nálinni, heldur hefur verið þróað- ur af listamönnum eins og Vasarely og Riley á undanförnum áratugum, þótt heldur lítið hafi verið af svokallaðri Op-list á ferð- inni hér úti á voru landi. Eitt aðaleinkenni þessarar myndgerð- ar er, hve mikil áhersla er lögð á að erta augað, ef svo mætti að orði kveða. Þetta hefur stundum orsakað mikil óþægindi fyrir þá, er horfa á þess konar verk, og jafnvel hefur stundum komið fyrir, að menn fá allt að því að- svif. Ég verð að játa, að mér er ekki fyllilega kunnugt um leyndardóma og tilgang Op-Iistar, enda hefur hún ekki náð að kom- ast að hjarta mér og engan veru- legan áhuga hefur hún vakið fyrir þessu fyrirbæri hjá mér. Nú, um það er engum að kenna nema sjálfum mér, og auðvitað verð ég að súpa seyðið af áhugaleysi mínu. Fyrir rúmu ári hélt Hörður Agústsson sýningu á verkum sín- um í Norræna húsinu. Þar var hann á ferð með svo gerólík sjónarmið, að þessi sýning hans á Kjarvalsstöðum nú, kemur manni mjög svo á óvart. Jafnvel gæti þessi sýning verið eftir allt annan listamann og minnir vart á sýn- ingu Harðar í fyrra. Þannig geta málin stundum þróast í aðrar átt- ir en maður hefði haldið. Því er það óneitanlega mikið stökk, er hér á sér stað hjá Herði. Hvort það er varanlegt eða ekki, verður tíminn að skera úr um. Hvort það er til góðs eða hins verra, verður einnig að leggja í dóm tímans. Þannig getur listamaður staðið á krossgötum og gert manni ókleift að spá, hvað þá að koma fram með fullyrðingar. Sá partur þessarar sýningar Harðar, sem ég hafði mesta ánægju af, eru þau verk, er hann kallar Samklippur frá 1955. Þar virðist mér Hörður koma fram sem einstaklega þroskaður og lip- ur málari. Þessi verk eru ekki stór að flatarmáli, en standa sannarlega fyrir sínu, hér sannast einu sinni enn sá aldni sannleik- ur, að það er ekki flatarmálið, sem gerir listaverk merkilegt, heldur hvernig það er samansett í lit og formi. Þessar litlu myndir Harðar eru að minu áliti eitt það besta, er hann hefur gert á löng- um ferli sem myndlistarmaður. Þvi er ekki að leyna, að mér Myndllst eftir VALTY PÉTURSSON finnast litbandamyndir Harðar miklu síðri bæði í byggingu og lit. Sérlega fannst mér litirnir nokk- uð hráir á stundum, og ekki komst ég raunverulega i snert- ingu við heildina. En það má sjálfsagt margt gott um þessa hluti segja, þótt mér bregðist bogalistin til að skilja og njóta þessarar myndgerðar. Mjög snotur sýningarskrá fylgir þessari sýningu, og.eru þar fróð- legar upplýsingar um sýningar- feril Harðar. Einnig er þar grein eftir Einar Braga um Hörð og list hans. Heldur finnst mér skáldið vera stórtækur í pistli slnum. og ég efast um, að Herði sé nokkur greiði gerður með því skrifi. En skáld hafa fullt leyfi til að standa undir nafni. Þessi sýning Harðar Ágústsson- ar er nýjung I sýningaflóði því, er nú gengur yfir hér I borginni. Hún er um margt fróðlegt og áhugavert. Því vil ég að lokum hvetja fólk til að sjá þessi nýju verk Harðar, og sjálfsagt verða skiptar skoðanir um sýo óvenju- lega sýningu. Fróðleikur og forvitni Agnar Kl. Jónsson: Lögfræðingatal. 655 bls. tsafold. 1976. RIT eins og Lögfræðingatal eru skrifuð sem fræðirit og hand- bækur en notast líka sem for- vitnisbækur. „Hvaðan er hann?“ „Hvað er hann gam- all?“ „Hver er konan hans?“ Og svo framvegis. Slíkar spurning- ar skjóta upp kollinum í sam- ræðum fólks. Og þá er flett upp — bókin svarar. Persónuleg forvitni íslendinga hefur veitt ritum af þessu tagi meira brautargengi en þau hefðu ann- ars notið. Ég nefni Hver er maðurinn? Brynleifs Tobias- sonar og Samtíðarmenn séra Jóns Guðnasonar og fleiri. Ég nefni líka Kennaratal sem er þessara rita mest að fyrirferð. Sagt var að áður óupplýst einkamál sem Ijóstrað var upp í því hefðu vaidið hjónaskilnaði, einum eða fleiri. Kannski var það þjóðsaga, likast til. Einu gildir, hún gefur sina vísbend- ing fyrir þvi. Skemmst er að minnast að nokkrar ýfingar urðu vegna útgáfu Læknatals. Lögfræðingatal er fræðirit. En það svarar líka flestum al- gengum forvitnisspurningum, nefnir fæðingarstað, fæðingar- dag og ár, maka og börn, skyld- leika viðkomandi innbyrðis og þar fram eftir götunum. Einnig fylgir skrá yfir rit manna og harla mislöng. Einn hefur ekk- ert skrifað, annar stutta ferða- sögu i stúdentablað þegar hann var í Háskólanum, þriðji þau reiðinnar ósköp að ritaskráin fyllir fleiri síður. í þessu Lögfræðingatali eru æviágrip lögfræðinga sem lifðu fram yfir síðustu aldamót. En svo mjög hefur fjölgað í stétt- inni, og fjölgar enn, að þetta er ungra manna tal fremur en ald- inna. Konur i lögfræðingastétt eru hlutfallslega fáar en fer sýnilega fjölgandi, meðalaldur þeirra í ritinu er örugglega mun lægri en karla. Ef tekin eru tuttugu fyrstu nöfnin kem- ur í ljós að 14 þeirra eru enn á lífi. Af þeim er 1 fæddur i sveit, 8 i Reykjavík, 4 I þéttbýlisstöð- um utan höfuborgarinnar og 1 erlendis. Meðaaldur þessara lögfræðinga eru tæp 48 ár. Sá elsti er 71 ára, hinn yngsti 29 ára, ein kona er I þessum hópi, þrítug. í rauninni kemur þetta rit á réttum tima nú þar er lögfræð- ingastéttin er talsvert i sviðs- ljósinu. Dómsmálin eru ofar- lega á baugi. Ennfremur er rætt um starfsemi ýmissa „praktiserandi" lögfræðinga. Ástandið i þjóðfélaginu veldur Agnar KI. Jónsson því að margur þykist þurfa á lögfræðiaðstoð að halda. Aðrir ráðfæra sig við lögfræðing vegna þess að þeir álíta að júr- isti kunni á fjármálaspilin og geti kennt manni að græða. Það álit mun sprottið af því að sum- ir lögfræðingar stunda fjár- málastarfsemi — fasteignasölu og þvi um likt. Fólk þykist því Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON mega ganga að því visu að lög- fræðingur kunni að útfylla víxileyðublað og viti hvað ávisanareikningur er svo ekki sé meira sagt. Höfundur upplýsir i prýðileg um inngangi að „af lögfræðing um i þessu riti eru nú 625 lífi.“ Þar af eru „praktíser andi“ lögfræðingar, mál flutningsmenn og svo framveg is, langflestir eða 197. Sýslu menn, bæjarfógetar og lög regiustjórar eru 65 og dómarar og þeirra fulltrúar jafnmargir Þá er upplýst að i Stjórnarráó inu starfi 54 lögfræðingar „Loks eru í lögfræðingastétt inni,“ segir höfundur, „1 skáld 1 rithöfundur og 1 leikari." Vit anlega eru svo iögfræðingar ýmsum öðrum störfum, t.d. all margir í vióskiptalífinu. Af því sést að þetta er ekki í reyndinni ein stétt heldur margar. Gegnir að því leyti öðru máli um lög- fræðinga en t.d. lækna og verk- fræðinga sem — með afar fáum undantekningum — gegna þeim störfum sem þeir hafa beinlinis meó námi sínu búið sig undir að gegna. Er þá enn ótalið það starfsviðið sem lögfræðingar hafa nánast lagt undir sig á seinni árum, ekki aðeins hér- lendis heldur einnig i flestum löndum heims, það er að segja stjórnmálin. Eitt meginverk- efni þjóðþinga er að setja lög og því mun þykja henta að þar sitji lögfræðingar. Ekki eru þó allir ánægðir með það mikla lögfræðingaveldi, óttast að sjónarmið þeirra verói einhliða rikjandi en önnur viðhorf kom- ist ekki að. Fyrstu áratugina eftir endurreisn Alþingis voru prestar þar yfirgnæfandi. Smám saman týndu þeir töl- unni þar til þeir mega nú heita horfnir af stjórnmálasviðinu. Lögfræðingarnir hafa tekið við. Lögfræóingatal veitir því meiri vitneskju um íslenska stjórn- málamenn en önnur hliðstæð „töl“. Þessi árin fjölgar háskólastú- dentum gifurlega. Enginn virð- ist óttast að þeir fái ekki allir starf við hæfi að námi loknu. Svo andvaralausir hafa menn þó ekki alltaf verið. Fyrst eftir stríð, þegar stúdentum tók að fjölga, og það mikið á þeirrar tíðar mælikvarða, var alltaf verið að benda háskólastúdent- um á að þeir væru að verða allt of margir fyrir prestaköllin, læknishéruðin og sýslurnar. „Komið ykkur á sjóinn," sögðu forsvarsmenn háskólans gjarn- an, örvilnaðir yfir þróuninni. ískyggilegast leist þeim þó á sivaxandi fjölgun i lagadeild. Þetta nýja Lögfræðingatal sannar okkur að þeir höfðu að þvi leyti rétt að mæla að ekki gátu allir þessir lögfræðingar orðið sýslumenn, langt frá því. Mergurinn málsins er hins veg- ar sá að þeir litu á Háskólann sem embættismannaskóla ein- vörðungu þar sem menn virðast nú horfa til hans sem eins kon- ar alþýðuskóla þar sem öllum skuli frjálst að nema aðeins ef þá langar til þess. Þegar litið er til baka sést best hve feikilega Skuld hefur skyggt fvrir sjón á undanförnum áratugum, hversu þjóðfélagið og heimur- inn hafa breyst ört. hve spá- dómar hafa átt erfitt með að rætast. Mörgu getum við brevtt en ekki framrás timans. jafnvel þó við streitumst á móti með jarðýtu. Höfundur þessa Lög- fræðingatals segist hafa leitað til lögfræðinga eftir upplýsing- um og hafi svör borist „frá þeint nálega öllum". — Sem sagt ekki alveg öllum! Um myndirnar segir hann að „allir eldri lögfræðingar. sem hafa óskað þess, hafa fengið að skipta um mynd." Ekki hafa þó allir óskað þess þvi þarna getur að lita svo gott sem fermingar- myndir af mönnum sem nú telj- ast vel miðaldra. Slíkt telst þó til undantekninga. Sem heild er rit þetta vel unnið og sómir sér vel við hlið sambærilegra rita frá undanförnum árum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.