Morgunblaðið - 08.10.1976, Síða 23

Morgunblaðið - 08.10.1976, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTOBER 1976 23 Sprengiefna- þjófnaður upplýstur RANNSÖKNARLÖGREGLAN íKópavogi hefur upplýst þjófnað á 150 hvellhettum og 12 dynamit- túbum, sem framinn var í Kópa- vogi á miðvikudaginn. Höfðu nokkrir 12 ára drengir stolið sprengiefninu og komst það mest- allt til skila. Drengirnir höfðu sprengt nokkrar hvellhettur og má telja mestu mildi að ekki skyldi hljótast slys af þessari iðju þeirra. — Hlutdeild saltfisksins Framhald af bls. 3 vetur og eigum þá eftir nokkuð á annað þusund tonn, sem við munum selja upp i ef okkur áskotnast nógu mikill saltfiskur á næstu mánuðum," sagði Tómas. Hann sagði, að ástæðan fyrir þessum höftum á Spáni væri að útgerðarmenn þar í landi teldu að þeir gætu fullnægt saltfisk- markaðnum þar. Það teldu salt- fiskkaupmenn hins vegar ekki og bentu á að saltfiskurinn, sem kæmi frá íslandi væri bæði stærri og af allt öðrum og betri gæðaflokki, og fólk vildi kaupa þennan fisk. Vilja að lslend- ingar kaupi meira Þegar þeir félagar héldu til Lissabon var Einar Benedikts- son sendiherra nýbúinn að af- henda skilriki sín þar sem sendiherra og ræddi hann við forseta Portúgai og starfsmenn viðskiptaráðuneytisins þar um innflutning á saltfiski frá Is- landi. Tómas sagði, að Portúgalir legðu mikla áherzlu á, að Is- lendingar keyptu meira af þeim. Portúgal væri ein stærsta viðskiptaþjóð Islendinga og eins og allir vissu ætti landið í erfiðleikum. Þeir bentu á að þar i landi væri framleiddur góður útbúnaður í fiskiskip, ennfremur veiðarfæri, skótau, vefnaðarvörur og vin, svo eitt- hvað væri nefnt, og ekki mætti gleyma ferðaiðnaðinum þar. Það voru þeir Tómas og Frið- rik Pálsson, sem önnuðust samningagerðina, og töldu þeir sig þurfa semja um 5000—6000 lestir af blautfiski og 600—1200 tonn af þurrfiski. Að sögn Tómasar komu upp vandamál eftir annan dag samningavið- ræðnanna og lítið gert næstu daga, en eftir það gengu samn- ingaviðræður vel fyrir sig. Var alls gengið frá sölu á 5800 lest- um af blautverkuðum fiski til Portúgals og er hér um að ræða þorsk, keilu, ufsa og löngu. Hins vegar hefði ekki verið hægt að ganga að því verði sem Portúgalir hefðy boðið fyrir þurrfiskinn og væri það mál ekki útkljáð enn. Verðið sem fékkst fyrir blautfiskinn i Portúgal er litlu lægra en fékkst fyrir vertiðarfiskinn s.l. vor. Þá sagði Tómas að í viðræð- unum hefði það komið fram, að Portúgalir hefðu í huga að Is- Iendingar keyptu ekki minna en 15% á móti því sem þeir seldu til Portúgal. Stórfiskur til Italfu Frá Portúgal héldu SÍF menn til ltalíu og var þar gengið frá sölu á 1200 lestum af þorski, mest stórfiski og verðið eilitið hærra en við siðustu samninga- gerð. Afskipanir á saltfiskinum eru nú að hefjast og er Eldey að lesta r fisk á Norðurlandi, sem a ad fara til Grikklands, Italiu og Portúgal og siðan fara 1—2 skip i mánuði þangað til í jan-feb. Geigvænlegir erfið- leikar f sölu á þurrfiski. Það kom fram á fundinum, að geigvænlegir erfiðleikar eru á sölu á vöskuðum og þurrkuðum saltfiski. Fyrsta áfallið, sem þessi verkunaraðferð varð fyr- ir, var þegar innborgunarskyld- an var sett á í Brasiiiu, en hún gildir í eitt ár. Senn fer að líða að því að ár sé liðið frá því hún var sett á, og vonast menn þá til að eitthvað losni um peninga þar. I kjölfar þessa áfalls kom svo að Norðmenn, sem höfðu selt mikið af saltfiski til Brasi- líu fóru að leita fyrir sér i Evrópu og þrengja þannig að islenzka saltfiskinum. Tómas Þorvaldsson sagði, að erfitt væri fyrir Islendinga að spyrna fótum við þessu, þar sem Norðmenn greiddu mikið með sínum saltfiski, en á Is- landi væru teknir alls konar tollar og gjöld af honum. Is- lendingar reyndu nú að selja þurrfisk í ýmsum löndum, þar sem saltfiskur hefði ekki verið seldur áður, en ekki væri vitað hvað út úr þvi kæmi. Þá mætti líka benda á að innflutnings- tollur á saltfiski til Spánar væri 21% um þessar mundir. Stóri fiskurinn að hverfa Aðspurður sagði Tómas, að stærsti fiskurinn þ.e. 10—20 sporðar í 50 kg. pakka væri alveg að hverfa, af þeirri ástæðu að stór fiskur væri ekki lengur til í sjónum. Fyrir nokkrum árum þótti ekki óeðli- legt, að vertíðarfiskurinn gæfi af sér 30—40% heildarsalt- fisksframleiðslunnar í þennan stærðarflokk. A síðasta ári var hlutdeild saltfisksins í heildarútflutningi landsmanna 20% og á árinu 1974 var hlutdeild saltfisksins í heildarútflutningnum um 52%. Þvi má segja að Iífið sé enn saltfiskur, a.m.k. að hluta. — Frakkland Framhald af bls. 19 aðgerðir gegn veróbólgu, sem Raymond Barre, tilkynnti um i siðasta mánuði, felur meðal annars í sér hækkun skatta, aðhald í launamálum og takmark- aða verðstöðvun. Með þessu vona stjórnvöld að minnka megi verð- bólguna úr 9.5% í 6.5 % 1977. Verkalýðsleiðtogar hafa lýst þessum áætlunum sem grimmdar- legri árás á kaupmátt launa verkafólks, en stjórnin segir að áætlunin komi jafnt niður á öllum og sé eina raunhæfa leiðin til að draga úr verðbólgu. — Misferli Framhald af bls. 3 gefnar út námskrár, þar sem kennurum væri bent á hentugt námsefni, en hins vegar kvað hann kennara hafa svo til óbundnar hendur og þeim væri treyst. Hann kvað tilfellið frá því í fyrra i Vlghólaskóla hafa verið einangrað að sinu mati og sagðist Hörður telja að ráðuneytið ætti ekki að gera neinar breytingar um frelsi kennara til þess að haga kennslu eins og þeir teldu bezt. Hins vegar kvað hann ráðuneytið myndu fylgjast með og ef um mis- ferli yrði einhvers staðar að ræða, yrði það meðhöndlað eftir aðstæð- um og mati hverju sinni. Hörður Lárusson gat þess sér- staklega, að þessi kennari, sem kennt hefði samfélagsfræðin í Víghólaskóla í fyrra, hefði bæði haft með höndum kennslu þar og í Menntaskólanum I Kópavogi. Hann hefði I báðum þessum skól- um verið stundakennari en ekki fastur kennari, sem þýddi að á hvorugan staðinn var hann ráð- inn af menntamálaráðuneytinu. Ráðning stundakennara væri á vegum skólastjórnar og skóla- nefndar. Hörður kvað sér ekki kunnugt um það, hvort þessi um- ræddi kennari hefði verið endur- ráðinn sem stundakennari við þessa skóla nú á nýbyrjuðu skóla- ári. — Hundslíf Framhald af bls. 19 manni sínum við Lillehammer I fyrra. Réðst hann þá á lamb og drap það. Lambseigandinn krafðist þess þá að hundurinn yrði aflífaður I samræmi við gildandi lög. Fékk hann í þvl stuðning lögreglunnar. Sporhundaklúbburinn áfrýaði úrskurði lögreglunnar til landbúnaðarráðuneytisins, sem staðfesti úrskurðinn. Var úrskurðinum þá áfrýjað til konungs. Mun konungur taka ákvörðun I málinu á föstudag i næstu viku. Þetta mál hefur vakið mikla athygli almennings í Noregi og hefur verið stofnuð nefnd, Vinir Schacos, sem berst fyrir náðun hundsins. Segir tals- maður nefndarinnar, sem safn- að hefur undirskriftum að það séu dómstólar, sem eigi að ákveða hvort hundurinn fái að lifa, og þar til dómstólar hafa fengist til að taka málið upp skuli ekki hróflað við honum. V ’J HÚSGAGNA MARKADUR í KJÖRGARDI 20—40% afsláttur Skeifan er flutt úr Kjörgarði og er nú að öllu leyti með rekstur sinn ,við Smiðjuveg f Kópavogi. Þess í stað hefur nú verið opnaður [húsgagnamarkaður í kjallara Kjörgarðs. Opið til 12 á laugardögum. HÚSGAGNAMARKADURINN í KJÖRGARfH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.