Morgunblaðið - 08.10.1976, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÖBER 1976
31
„Dagur iðnaðarins”
á Akureyri 22. okt.
efnt til sérstakrar iðnað-
arviku um sama leyti
„ÞAÐ komu fram óskir um það
fyrir norðan að efna til dagskrár
sem stæði 1 heila viku og yrði
tengd „degi iðnaðarins" sem
tslenzk iðnkynning gengst fyrir“
sagði Pétur Sveinbjarnarson
frkvstj. Islenzkrar iðnkynningar í
viðtali við Mbl. „Þessi dagskrá
hefur það að markmiði að vekja
athygli á akureyrskum iðnaði og
verður hún afar fjölbreytileg
sagði Pétur ennfremur. Sjálfur
„Dagur ’ iðnaðarins" verður þó
eftir sem áður aðal-dagur
þessarar viku, en hann verður
föstudaginn 22. október.
Þennan dag mun iðnaðarráð-
herra Gunnar Thoroddsen, koma
norður. Fyrir hádegi mun hann
heimsækja nokkur iðnfyrirtæki,
en eftir hádegi mun hann svo
efna til fundar með öllum hags-
munaaðilum iðnaðarins á Akur-
eyri og ræða með þeim málefni
iðnaðarins þar. Þá verða þennan
dag veittar heiðursviður-
kenningar sem snerta iðnað á
Akureyri. Þá má alls ekki gleyma
tískusýningunni sem var á
sýningunni tslenzk föt ’76, en
farið verður með hana til Akur-
eyrar. Fyrsta sýningin verður á
„Degi iðnaðarins" þar, en alls
verða 5 sýningar 22., 23. og 24.
október.
Iðnaðarvikan á Akureyri
stendur yfir dagana 17.—24.
október. Sérstök nefnd skipuð af
bæjarstjórn Akureyrar hefur gert
drög :ð dagskrá fyrir vikuna.
Farandsýningu íslenzkrar iðn-
kynningar verður komið upp á
fjölmennum stöðum, svosem
bönkum og öðrum opinberum
stofnunum. Verzlanir, sérstak-
lega í miðbænum, munu verða
með sérstakar skreytingar í
gluggum í tilefni vikunnar.
Skólafólk mun fara f skipu-
lagðar ferðir í iðnfyrirtæki dag-
ana 20.—22. október, og þá verða
iðnaðarfyrirtækin opin
almenningi til skoðunar 20. og 21.
okt.
Síðast en ekki^ sízt verða svo
fáni og merki Islenskrar iðn-
kynningar vígð f sambandi við
dagskrána á Akureyri.
íslenzk iðnkynning hefur nú
þegar ákveðið að „Dagur iðnaðar-
ins“ á Egilsstöðum verði 29.
október og einnig verður efnt til
sams konar kynningardaga á
Borgarnesi og í Kópavogi f
nóvember.
Könnun á
þjónustu
almenn-
ingsvagna
Á fundi borgarráðs þ. 28. sept. sl.
var samþykkt að gera skyldi
könnun á almenningsvagna-
þjónustu. Nær könnun þessi til
alls höfuðborgarsvæðisins og er
gerð af Þróunarstofnun Reykja-
víkurborgar í samráði við S.V.R.,
S.V.K. og Landleiðir.
Tilgangur könnunarinnar er að
safna upplýsingum um ferðir
almennings með almenningsvögn-
um: hversu margir fara með
hverri leið, á hvaða tfmum dags,
hvaðan og hvert og í hvaða
tilgangi.
I þessu skyni hafa verið valdir
tveir könnunardagar, 19. og 20.
okt. n.k. og þá daga verður farþeg-
um afhent bréfspjald með
spurningum, sem ætlunin er að
þeir svari og skili aftur í
vögnunum, þegar farið er út.
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
^>22480
J JH#r®unt>Iabiþ
BRITANNIA
Ný gerð af borðstofusettum
í gömlum brezkum stíl.
4 gerðir af borðum og stólum.
© Vörumarkaðurinn hf.
Matvörudeild s. 86-111 Húsgagnadeild 86-112
Heimilistækjadeild 81680
Vefnaðarvörudeild 86-113
Skrifstofan 86-1 14.
t_______________________________________________________________________>
SÍÐUSTU
INNRITUNARDAGAR:
í DAG, FÖSTUDAG KL. 5—7
N.K. MÁNUDAG KL. 5—7
InnritaS ar I skólanum. Miðbœ. Háaleitisbraut. slmi 37010. Kennsla hefst 12 okt.
ATHUGIÐ, a8 þetta er skemmtilegt nám fyrir alla aldursflokka.
LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER
PUNDIÐ FELLUR
TEPPIN LÆKKA
Litavers verðlisti yfir gólfteppi
komið á gólfið.
Bouguet VERÐ PER FERM.: 3.364,—
Regency og Bohemia 2.914,—
Orion Sherwood 2.680,—
Jupiter 2.150,—
Aquarius Ria 3.250,—
Harvard Ria 2.500,—
Florence 3.364,—
Zeppelin 3.156,—
St. Lawrence 2.496,—
Madison 2.680,—
Elizabethan Senator 3.364,—
Nú er tækifærið fyrir alla þá sem eru í gólfteppahugleiðingum.
KOMIÐ -S JÁIÐ -SANNFÆRIST
Lítið við í Litaveri,
því það hefur ávallt borgað sig.
H
>
LITAVER
Hreyfilshúsinu við Grensásveg
- LITAVER — LITAVER — LITAV
LITAVER —LITAVER —LITAVER —LITAVER —LITAVER