Morgunblaðið - 08.10.1976, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÖBER 1976
33
fclk í
fréttum
+ Þeir áttu svo sannarlega fótum sfnum f jör að launa krakkarnir,
sem voru á leið f skóla sinn f Silkiborg I Danmörku, þegar mikil
sprenging kvað við og bfllinn stóð f björtu báli. Til allrar hamingju
komust allir út heilu og höldnu en skólabfllinn brann til kaldra
kola á skammri stundu.
+ Það er stundum sagt um þá sem ekki láta sér verða bumbult af
hverju sem er að þeir hafi strútsmaga og það á enda vel við. Þegar
strúturinn Rhea lagði upp laupana í dýragarðinum f Frankfurt nú
fyrir skemmstu tóku dýralæknar garðsins hann til athugunar og
þar gaf nú á að Ifta þegar þeir opnuðu maga hans. Peningar,
hárgreiða, lyklar, vasaklútur, dósahringir og medalfa úr bronzi. Nú
skyldi mega ætla að banamein Rheu hafi verið meltingartruflanir
en svo var alls ekki. Rhea lézt af ellihrumleik, södd Iffdaga.
Slysarokkurinn
Jack Lemmon
+ Jack Lemmon á að fara
með aðalhlutverkið f kvikmynd
Universal-kvikmyndafélagsins
„Airport ‘77“, sem er sú þriðja
f röðinni í þessum flokki og
f jallar, eins og hinar tvær fyrri,
um reglufega „krassandi og til-
komumikið“ flugslys.
„Ef Universal heldur áfram á
þessari braut getur það brátt
stofnað sitt eigið flugfélag og
þá gæti ég kannski bara fengið
fast starf hjá þvf — sem
óheillakráka,“ segir Lemmon.
Hér á myndinni er Lemmon
ásamt konu sinni, leikkonunni
Feliciu Farr, og eins og sjá má
er hann ekki jafn stuttklipptur
og oftast áður og kominn með
yfirvararskegg meira að segja.
+ Hugh Hefner, bandarfski
glaumgosinn, sem gefur meðal
annars út tfmaritið Playboy,
hefur nú f hyggju að hætta öll-
um umsvifum og lifa bara á þvf
sem hann hefur getað lagt til
hliðar. Hér sést hann f fylgd
með uppáhaldskanfnunni sinni
þessa stundina, Barble Benton.
Elísabet og eplin
+ Það virðist ekki vera dýrtfðinni fyrir að fara f Finnlandi; kflóið af gómsætum Jonathans-eplum á
2,50, og svona f kaupbæti eitt stykki drottningarhöfuð. Svo er að minnsta kosti að sjá á þessari mynd
sem tekin var af Elfsabetu Englandsdrottningu sem nýlega var á ferð I Finnlandi. Eða kannski að
fjósmyndarinn hafi bara brugðið á leik og raunar eklíf ólfklegt enda er myndavélin eitt áhrifarfkasta
blekkingartól sem upp hefur verið fundið.
GOODWÝEAR
SNJÓDEKK
A flestar tegundir bifreiða
- FYRIRLIGGJAIMDI -
SNJÓDEKK
á Austin Mini kr. 4.423.—
GUMMIVINNUSTOFAN
Skipholti 35 — Sími 31055
HELZTU KOSTIR:
it 850 w mótor * + Rykstillir
— tryggir nægan sogkráft.
Snúruvinda
— dregur snúruna inn f
hjóliS i augabragSi.
★ Sjálflokandi
pokar — hreinlegt aS
skipta um þá.
— lætur vita þegar
pokinn er fullur.
if Sjálfvirkur
rykhaus
rykhaus — lagar sig aS
fletinum sem ryksuga ð.
Léttbyggð - Lipur - Stöðug
Verð kr. 47.300.-
Eignist stíka vél með aðeins
15.000 kr. útborgun og kr. 5.900
á mánuði í sex skipti.
V
Vörumarkaöurinn hí.
Ármúla 1A, húsg.deild s. 86-112.
Matvörudeild s. 86-111, vefnaSarvörud. s. 86-113
heimilistækjadeild s. 81580.