Morgunblaðið - 08.10.1976, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.10.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKT0BER 1976 39 KEiSARINN SKORAÐI VESTUUR ÞVZKU heimsmeist- ararnir I knattspyrnu áttu ekki I erfiðleikum með að sigra Wales- búa f landsleik I knattspyrnu sem fram fðr ( Cardiff f Wales f fyrra- kvöld. Ursfit leiksins urðu 2—0 fyrir Þjððverjana, sem áttu ffeiri og betri opin marktækifæri en Wafesbúarnir ( leiknum, og sýndu að auki mjög yfirvegaða og góða knattspyrnu að auki. Franz „keisari" Beckenbauer lék þarna sinn 101. landleik og hélt upp á það með því að skora sjálfur, en hann hefur aldrei látið mikið að sér kveða sem slíkur, heldur lagt meira upp úr þvf að byggja upp fyrir aðra. Kom mark Beckenbauers á 35. mfnútu leiks- ins og f seinni hálfleik skoraði Heynkes annað mark Þjóðverj- anna. Walesbúar áttu góða kafla í leik þessum f upphafi hans og eins f byrjun seinnj hálfleiks, en aldrei tókst þeim að skapa sér verulega hættuleg tækifæri. Leyfðu Þjóð- verjarnir þeim að halda knettin- um úti á vellinum, en strax og þeir nálguðust vftateiginn var tekið á móti, og einmitt eftir slík- ar sóknir Walesbúanna fengu Þjóðverjarnir sín beztu færi úr skyndisóknum. Kerfisseðlarnir gefa betri árangur ÞEGAR yfirstandandi getrauna- tfmahil hófst var tekið upp ný gerð getraunaseðla, kerfisseðill með 16 röðum. Á slfkum seðlum er hægt að fylla út 16 raðir I eina röð, með þvf að tvfmerkja við fjóra leiki, en einmerkja við hina átta.____________________ ÁRSÞING FSÍ ÁRSÞING Fimleikasambands Islands verður haldiS laugardaginn 20. nóvember n.k. I Félagsheimili Raf- magnsveitu Reykjavlkur viS ElliSaár. Gögn til sambandsaSila verSa send i næstunni. (Fr6t1 frá FSj) Reynslan af þessum seðlum hef- ur sýnt að þeir gefa oft vinninga og einnig er algengt að þeir sem á annað borð hljóta vinning fá þá fleiri en einn. Komi t.d. 12 réttir á 16 raða kerfi, eru alltaf 4 aðrir með 11 rétta að auki. Sama regla gildir um 11 rétta, ef allir tvf- merktir leikir eru réttir, þá eru 4 raðir með 10 rétta. Séu tvímerktu leikirnir hins vegar rangir. breytist hlutfallið nokkuð. Ef seðill er með 11 rétta og aðeins þrír tvímerktir leikir réttir, er seðillinn með 2 raðir með 11 rétta og 6 raðir með 10 rétta. Þríþraut FRI ocj Æskunnar er fjölmennasta íþrótta- mót hérlendis SJÖTTA þríþraut Frjáls- fþróttasambands íslands og Barnablaðsins Æskunn- ar er nú f fullum gangi, og búast forráðamenn keppn- innar við mikilli þátttöku að þessu sinni, eins og jafnan áður. t þau fimm skipti sem þrfþrautin hefur farið fram hefur keppendafjöldi verið sam- tals 20.751 þannig að senni- lega er þarna um að ræða f.s.l. I.A.A.F. F.R.f. mmmi f.r.í. 06 mmmm 1. seotember - 31. október 1976 STUÐNÍNQSAOILAR: MsnniamáiaráSunoyUS, FlugfólBfl ístands, Iþróttakennara- tálafl islands. fjölmennustu keppni sem fram hefur farið hér- lendis. Þátttaka hefur verið tiltölulega jöfn á milli ára, flestir voru þátt- takendurnir 1970—1971 eða 4451 talsins en fæstir f fyrra, þ.e. 1974—1975 en þá voru þeir 3372. I þríþraut FRI og Æskunnar er keppt í þremur greinum, 60 metra hlaupi, hástökki og boltakasti. Keppnisrétt eiga allir skóla- nemendur barnaskólanna og hefur sá háttur verið hafður á að framkvæmdaaðilar hafa notið góðs stuðnings íþróttakennara skólanna við keppnirnar og hafa þeir séð um framkvæmdina hver f sfnum skóla. Hefur starf íþrótta- kennara yfirleitt verið með mikl- um ágætum og sumir fþrótta- kennarar skilað miklu starfi og náð góðum árangri með nemendur sína. Þeir sem ná beztum árangri í undankeppni þríþrautarinnar komast svo í úrslitakeppnina sem jafnan hefur farið fram á Laugar- vatni. Eru það sex beztu dreng- irnir og 6 beztu stúlkurnar í hverjum aldursflokki sem mæta til þeirrar keppni og hljóta sigur- vegarar í hverjum aldursflokki góð verðlaun. Stighæsta stúlkan og drengurinn hljóta að auki glæsileg verðlaun, þ.e. flugfar á vegum Flugfélags íslands. Margt af efnilegasta og bezta frjálsíþróttafólki tslands um þessar mundir hefur hafið keppnisferil sinn í þessari þrí- þrautarkeppni, og er ekki ólíklegt að i keppninni að þessu sinni komi fram ungmehni sem eigi eftir að gera garðinn frægan í framtíðinni. SPARE B 1903EFST IDANMÖRKU B 1903 tók forystuna í dönsku 1. deildar keppninni í knattspyrnu s.l. sunnudag er liðið vann Frem Reykjavíkurmótið Reykjavíkurmótið i körfuknatt- leik hófst í gærkvöldi, en þá léku KR og Fram og Armann og ÍS. Annars verða leikir í meistara- flokki karla eins og hér segir: Laugardaginn 9. okt. kl. 14 Valur -IR. í Iþróttahúsi Kennara- skólans KR— Armann. Miðvikudaginn 13. okt. kl. 20 IS — Valur í íþróttahúsi Haga- skólans IR — Fram. með einu marki gegn engu í leik iiðanna sem fram fór á heimavelii B 1903. Þar með hefur félagið í körfuknattleik Laugardaginn 16. okt. kl. 14 IR — KR I iþróttahúsi Kennaraskólans Fram — Valur. Þriðjudaginn 19. okt. kl. 20. Ármann — Fram I íþróttahúsi Hagaskólans KR — Valur. Laugardagur 23. okt. kl. 14 IR — IS í íþróttahúsi Kennara- skóla Ármann — Valur. Mánu- daginn 25. okt. kl. 20 ÍS — Fram I íþróttahúsi Hagaskólans. Laugar- daginn 30. okt. kl. 16.30 KR — IS í Laugardalshöll ÍR — Ármann B 1903 er nú komið vel á veg með að vinna Danmerkurmeistaratitil- inn f knattspyrnu f ár, og færði 1—0 sigur liðsins yfir Frem um sfðustu helgi liðið enn nær þvf markmiði. Þessi mynd sýnir markvörð Frem, Per Wind Andersen, gera árangurslausa tilraun til þess að verja skot Poul Kristiansens. hlotið 34 stig í 24 leikjum sínum, 3 meira en Holbæk sem er í öðru sæti I deildinni. Fékk Holbæk- liðið slæman skell um siðustu helgi er það tapaði 0—4 fyrir liði AaB. I þriðj sæti I deildinni er svo Frem sem hlotið hefur 30 stig, en röð annara liða er þessi: KB 29 stig, OB 28 stig, AaB 28 stig, Vejle 27 stig, B 1901 26 stig, Esbjerg 22 stig, Köge 22 stig, B 93 21 stig, Næstved 19 stig, Kastrup 19 stig, Randers 17 stig, Fremad 17 stig og á botninum er svo Vanlöse með 14 stig. Þrjú lið falla niður i 2. deild, en þar er staðan sú að Frederiks- havn er i forystu með 33 stig en AGF er í öðru sæti með 30 stig og IHF er í riðja sæti með 27 stig. Onischenko er nú leigu- b'rfreiðarstjóri í Kiev NÝLEGA birtist f Svenska dag- blaðinu grein eftir blaða- manninn Jan Larsson, sem fjallar um sovézka fimmtar- þrautarmanninn Boris Onischenko, en eins og flestum mun f fersku minni var hann dæmdur úr leik á Ólympfu- leikunum f Montreal fyrir svik ( skylmingakeppni fimmtar- þrautarinnar en þar kom f ljós að Onischenko hafði komið fyrir útbúnaði f sverði sfnu sem gaf honum stig án þess að hann ynni til þeirra. Jan Larsson er fyrrverandi yfirmaður í sovézka hernum, og fékk hann það hlutverk að grafast fyrir um örlög Onischenko. Gekk honum í fyrstu illa að hafa uppi á honum, en að lokum fann hann Iþróttamanninn, sem nú starfar sem leigubifreiðarstjóri i Kiev. Vildi hann ekkert segja um yfirheyrslur þær sem hann þurfti að ganga undir þegar hann kom til Sovétrikjanna frá Montreal, né heldur hvaða refsingu honum hefði verið gert að sæta. Larsson komst hins vegar að þvi eftir öðrum leiðum, að Onischenko hefði þegar hann kom til Moskvu, verið kallaður til yfirheyrslu sem Leonid Bresjnev stjórnaði sjálfur, og þykir það sýna að Sovétmenn hafa litið athæfi Onischenko Boris Onischenko. mjög alvarlegum augum. Mun það hafa verið ákvörðun Bresjnevs að sérstakur dóms- stóll fjallaði um mál íþrótta- mannsins, og þar krafðist sak- sóknari þess, að Onischenko yrði dæmdur I þyngstu hugsan- lega refsingu, þ.e. margra ára fangelsi, fyrir að hafa sett blett á Iþróttaheiður Sovétrikjanna. Það mun svo hafa verið einn af leiðtogum fimmtarþrautar- mannanna, Novikov, að nafni, sem fékk því til leiðar komið, að Onischenko slapp með að greiða sekt, en hún nam upphæð sem svarar til 1.2 milljóna Isl. króna. Upphæð sem þykir geysihá á mælikarða Sovétmanna. Enn skilja menn ekkert I því hvað kom Onischenko til þess að gripa til örþrifaráða I Ólympiukeppninni, en helzt er álitið að hann hafi viljað leggja allt I sölurnar til þess að verða meðal fremstu manna í þessari síðustu keppni sinni á alþjóð- legum vettvangi. Slikt hefði tryggt honum þægilegra og áhyggjulausara llf í fram- tíðinni, þar sem Sovétmenn búa mjög vel að því fólki sem unnið hefur mikil Iþróttaafrek og þannig vakið athygli á þjóðinni. Brottvísun Onischenkos úr Olympíukeppninni kom sér illa fyrir félaga hans, þar sem Sovétmenn misstu þar af gullverðlaunum i liðakeppn- inni, sem þeir áttu annars nokkuð örugg, og einnig misstu þeir af þeim hlunnindum sem þeim hafði verið heitið fyrir sigur i keppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.