Morgunblaðið - 13.10.1976, Side 5

Morgunblaðið - 13.10.1976, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1976 5 Rannsóknarlögregla ríkisins: Þrjú stjórn- arfrumvörp um löggæzlu og dómsmál '' ' 'f * Ásgeir Bjarnason, forseti sam- Ragnhildur Helgadóttir, forseti Þorvaldur G. Kristjánsson, for- einaðs þings. neðri deiidar Alþingis. seti efri deildar Alþingis. Ásgeir B jarnason for- seti sameinaðs þings Ragnhildur Helgadóttir og Þorvaldur G. Kristjáns- son forsetar þingdeilda Konráð Jónsson Pétursson (F). (S) og Páll 1 GÆR voru kjörnir forsetar sameinaðs þings og þingdeilda. Alþingisforseti var kjörinn Ásgeir Bjarnason (F). Fyrsti varaforseti sameinaðs þings var kjörinn Gils Guðmundsson (Alb.) og annar varaforseti Friðjón Þórðarson (S). Skrifar- ar sameinaðs þings voru kjörn- ir: Sigurlaug Bjarnadóttir (S) og Jón Helgason (F). Forseti neðri deildar Alþing- is var kjörin Ragnhildur Helga- dóttir (S), fyrri varaforseti Magnús Torfi Ólafsson (SFV) og annar varaforseti Ingvar Gíslason (F). Skrifarar deildar- innar voru kjörnir Eyjólfur Forseti efri deildar Alþingis var kjörinn Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S), fyrri varafor- seti Eggert G. Þorsteinsson (A) og annar varaforseti Steingrím- ur Hermannsson (F). Skrifar- ar: Axel Jónsson (S) og Ingi Tryggvason (F). 1 dag fer væntanlega fram kjör í þingnefndir, bæði i deild- um og sameinuðu þingi. Alþýðuflokkur: Vill rannsóknar- nefnd á dómsmál 1 GÆR var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um skipun þingnefndar, er kanni gang og framkvæmd dómsmála. Flutningsmenn eru Sighvatur Björgvinsson, Benedikt Gröndal og Gylfi Þ. Gíslason. Tillagan er svohljóðandi: ,,Með tilvisan til 39. greinar stjórnarskrárinnar samþykkir neðri deild Alþingis að kjósa úr hópf þingdeildarmanna nefnd skipaða einum fulltrúa frá hverj- um þingflokki til þess að rann- saka sérstaklega gang og fram- kvæmd eftirfarandi atriða í dóms- málum: 1. Hvernig staðið er að rann- sóknum sakamála hjá þeim em- bættum, sem. slik verkefni hafa með höndum, þ.á.m. hjá ríkissak- sóknara, sakadómi og skattrann- sóknastjóra. Sérstök áhersla verði lögð á að kanna hver rannsóknar- aðstað þessara embætta er, hvað valdi þvi, að rannsókn ýmissa meiri háttar sakamála dregst á langinn fram úr öllu hófi, hvort brögð séu að því, að rannsóknum sé látið lokið án þess að öll þau atriði, sem upp hafa komið, séu krufin til mergjar, hversu mörg þau mál séu og hver þau séu, sem dregist hefur óhóflega lengi að leiða til lykta á rannsóknastigi, og hvort ástæða sé til þess að ætla, að utanaðkomandi öfl eða annarlegir hagsmunir geti haft áhrif á gang rannsóknarinnar. 2. Hvernig háttað er gangi dómsmála hjá hinum ýmsu dóms- stigum og dómaraembættum í landinu, þ.á.m. hvort óeðlilegur dráttur sé á gangi þeirra mála hjá einstökum embættum og þá hvers vegna og hvort brögð séu að því, t.d. í sambandi við skattalagabrot, að skattayfirvöld láti nægja að senda þau skattsektanefnd til úr- skurðar þótt málin séu þannig vaxin að um tvímælalaus refsi- lagabrot sé að ræða. 3. Hvernig háttað er fram- kvæmd refsidóma, þ.á.m. eftir hvaða reglum sé farið varðandi ákvarðanir um afplánun, hvort mikil brögð séu að því að dómar séu ekki afplánaðir innan eðlilegs tíma, hvort slíkt eigi fremur við um einn flokk eða eina tegund afbrota, t.d. fjársvik og auðgunar- brot, en aðra, hvernig háttað sé eftirliti með þeim, sem fengið hafa skilorðinsbundinn dóm eða biðdóm, hvort brögð séu að því, að einn og sami maður sé dæmdur æ ofan í æ fyrir sams konar afbrot án þess að vera látinn afplána Framhald á bls. 18 t gær voru lögð fram á Alþingi (I neðri deild) þrjú stjórnar- frumvörp um löggæzlu og dóms- mál: 1) frumvarp til laga um rannsóknarlögreglu rlkisins, 2) frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð opinberra mála nr. 74/1974 og 3) frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 74/1972 um skipan dómsvalds í héraði, lögreglustjórn, tollstjórn o.f I. Frumvarp til laga um rann- sóknarlögreglu rikisins var lagt fyrir Alþingi á sl. vetri. Það hlaut þá ekki afgreiðslu, enda seint fram komið, en hefur verið til athugunar hjá réttarfarsnefnd ásamt umsögnum aðila, sem alls- herjarnefnd neðri deildar leitaði til á siðasta þingi. Álitsgerð réttarfarsnefndar um umsagnir þessar fylgja frumvarpinu nú, en það er flutt nær óbreytt, einnig að þvi er varðar gildistöku laganna, sem var 1. janúar 1977. Á þvi er aðeins gerð ein minniháttar breyting að ábendingu félags rannsóknarlögrelgumanna i Reykjavík Með frumvarpi því er hér ligg- ur fyrir, er lagt til, að komið verði á fót sérstakri stofnun, rann- sóknarlögreglu rfkisins. Yfirmað- ur hennar nefnist rannsóknarlög- reglustjóri. Embætti rannsóknar- lögreglustjóra verður mjög þýðingarmikið og heyrir beint undir dómsmálaráðherra, enda þarf rannsóknarlögreglustjóri að hafa jafna aðstöðu gagnvart öll- um lögreglustjórum á landinu stöðu sinnar vegna. Hann hlýtir fyrirmælum ríkissaksóknara lög- um samkvæmt eins og aðrir lög- reglustjórar. Aðalatriðið sem í frumvarpinu felst, er, að yfirsakadómarinn í Reykjavík verður eigi lengur yfir- maður rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík, svo sem nú er. Er þar með stigið spor í þá átt að aðskilja dómsvald í opinberum málum og lögreglustjórn. Frumvarpið gerið og ráð fyrir að starfandi veðri sérstök rannsóknarlögregludeild við lögreglustjóraembætti i Reykjavík er rannsaki vissa flokka brotamála, þ.á.m. brot á umferðarlögum. Rannsóknarlög- reglu ríkisins er ætlað að rann- saka meiri háttar afbrot, svo sem brot á hegningarlögum. Hún á að vera skipuð hæfustu mönnum, sérfróðum á ýmsum sviðum rann- sókna, þ.á.m. bókhaldsrannsókn- um. Sérfræðingar rannsóknarlög- reglu eiga og að vera til aðstoðar lögreglustjórum, hvar sem er á landinu. Rannsóknarlögreglan hefur og til meðferðar rannsóknir i málum, er spanna yfir mörg lögsagnarumdæmi, svo sem oft er t.d. í smyglmálum, fíkniefnamál- um o.fl. Stjórnarfrumvarpið um með- ferð opinberra mála er fylgifrum- varp með frumvarpinu um rann- sóknarlögreglu ríkisins, m.a. vegna aðskilnaðar rannsóknarlög- reglu og sakadóms. 1 greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Með þessu frumvarpi er lagt til að notað verði það hagræði og þeir möguleikar, sem stofnun rannsóknarlögreglu veitir, til þess að flytja rannsóknir brota- mála að mjög verulegu eða lang- mestu leyti frá sakadómurum til rannsóknarlögreglu en leggja þó rannsóknarréttarfar það, sem gilt hefur í opinberum málum hér á landi, ekki alfarið niður. Reynist sú breyting svo vel, sem vonast er eftir, er ekki eftir nema tiltölu- lega lítið spor, sem þá mætti stíga í einu lagi, til þess að koma á fullkomnu ákæruréttarfari. Helstu breytingarnar á meðferð mála eru þær, að í frumvarpinu er gert ráð fyrir þeirri aðalreglu, að mál verði rannsökuð af rann- sóknarlögreglu án atbeina dóm- ara, nema þar sem beiðast þarf dómsúrskurðar vegna gæsluvarð- halds eða þess háttar, allt þar til mál fara til ríkissaksóknara til fyrirsagnar. Getur ríkissaksókn- ari þá krafist framhaldsrannsókn- ar hjá rannsóknarlögreglu, fram- haldsrannsóknar i sakadómi eða gefið út ákæru samkvæmt fram- lögðum gögnum og sent málið sakadómi. Málið hlýtur sem sé þá fyrst meðferð i sakadómi, er ríkissak- sóknari gerið kröfu um það. Ekki verður það talið til neinn- ar hindrunar framkvæmd reglna þessara, að sami maður fer með dómsvald í sakamálum og stjórn- ar lögreglu i umdæmum utan Reykjavíkur. Hann stjórnar þá frumrannsókn sem lögreglustjóri, en í meiriháttar málum leitar hann til rannsóknarlögreglu rikis- ins, sem tekur við rannsókn og kemur málið siðan á síðara stigi fyrir hann sem sakadömara. Þá þykir rétt, að hér komi fram, að við samningu framvarps þessa hefur i verulegum atriðum verið stuðst við hugmyndir, sem Hall- dór Þorbjörnsson, yfirsakadóm- ari, setti fram í grein i Ulfljóti I. ' tölublaði XXV. árgangs árið 1972.“ Frumvarpið um skipan dóms- valds i héraði, lögreglustjórn, tollstjórn o.fl. er og fylgifrum- varp með frumvarpinu um rann- sóknarlögreglu og felur í sér nauðsynlegar breytingar um skip- an þessara mála, ef frumvarpið um rannsóknarlögreglu verður samþykkt sem lög frá Alþingi. M JÓLKURSAMSALAN í REYKJAVlK YSA ómissandi í sláturtíðinni Næringarefni matar nýtast betur í súrmat en nýjum eöa frystum mat, enda er súrmatur auömeltari. Súrmatar ættum viö því aö neyta allt áriö, en ekki einungis sem veizlumatar á þorranum. Súrsum í skyrmysu og geymum matinn á köldum staö, en súrinn má ekki frjósa. Kjöt og slátur á aö sjóöa vel (ekki ”hálfsjóöa“) og kæla alveg áöur en þaö er sett í mysuna. Ath: Súrsiö ekki, og geymiö ekki sýru í galvaniseruöum ílátum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.