Morgunblaðið - 13.10.1976, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1976
19
-f sólinni
Framhald af bls 11
dóttir (Nína) eru eins og kunnugt
er frábærir leikarar og bregðast
ekki að þessu sinni. Samleikur
þeirra lyftir texta sem stundum
er full dauflegur (einkum þegar á
líður) svo að úr verður leikræn
spenna. Bessi Bjarnason (Jón) og
Guðrún Stephensen (Stella) gera
það sem í þeirra valdi stendur,
bæði skila hlutverkum sinum með
prýði. Gísli Alfreðsson (Pétur)
nær góðum tökum á hlutverki
drukkins manns og Sigríður Þor-
valdsdóttir (Elfn) leikur kúgaða
eiginkonu af innlifun. Sigurður
Pálsson skáld sýnir hér nýja hlið
hæfileika sinna í hlutverki þjóns-
ins. Feðgarnir Þórarinn K. Guð-
mundsson og Ríkharð Óttar Þór-
arinsson leika verkamenn, smá-
hlutverk að vísu, en falla vel inn í
ramma leiksins. Ekki má gleyma
öðrum feðgum, en það eru þeir
Eyþór Þorláksson og Sveinn
Eyþórsson, sem leika spænska
tónlist áður en sýning hefst og i
hléi.
í ávarpi Sveins Einarssonar
þjóðleikhússtjóra f leikskrá kem-
ur fram að mikið starf er fram-
undan i leikhúsinu. Eftirvænt-
ingu vekur Vojtsek eftir Biichner
sem verður næsta verkefni leik-
hússins. Einnig hlýtur það að
vera fagnaðarefni að fá Lér kon-
ung eftir Shakespeare i þýðingu
Helga Hálfdanarsonar. Meðal ís-
lenskra verka er nýtt leikrit eftir
Odd Björnsson. Barnaleikrit árs-
ins verður Dýrin i Hálsaskógi eft-
ir Thorbjörn Egner, en nú standa
yfir sýningar á Litla prinsinum
eftir Saint-Exupéry.
Meðal þess sem Sveinn Einars-
son hefur fram að færa i leikskrá
eru eftirfarandi orð, sem ástæða
er til að taka undir: „Á þá leik-
húsið að vera einhver stefnulaus
pottur sem öllu er dengt í til að
gera öllum til hæfis. Víst ekki.
Það myndi vera jafn ógæfulegt að
eltast við einhvern öruggan meiri-
hlutasmekk, sem að ímynda sér
að farsæll leikhúsrekstur sé fólg-
inn í því að réyna að gera öllum
til hæfis. Er yfirieitt nokkurn
tíma hægt að gera öllum til hæf-
is? Varla, ef þeir hlutir eiga að
skipta einhverju máli, sem við er
fengist."
— Einhliða
hagspeki
Framhald af bls 11
hafði á lif hins dæmigerða
manns hverju sinni.
Óttar Proppé hefur íslenskað
bókina og farist það vel. Einnig
prjónar hann aftan við hana
„eftirmála þýðanda" sem er nú
raunar heill hagsögukafli —
tekur við þar sem höfundur
endar og rekur þráðinn til dags-
ins í dag. Jafnframt kveðst þýð-
andi hafa „brugðið á það ráð að
sleppa í þessari útgáfu tveimur
siðustu köflum bókarinnar en
þá nefndi Huberman „Russia
has a plan“ og „Will they give
up the sugar?“. I þeim er
fjallað um áætlunarbúskap I
Sovétríkjunum og uppgang
fasismans I Vestur-Evrópu á
fjórða áratugi aldarinnar."
Þessi niðurfelling er að mín-
um dómi röng. Náttúrlega
samdi Huberman bók sína sem
heild. Með aðdraganda. Og með
niðurstöðum sem fólust meðal
annars I síðustu köflunum. Þýð-
andi segir að þeir hafi nú „lítið
gildi nema sem lýsing á hug-
myndum sósíalista á árunum
fyrir seinni heimsstyrjöldina“.
Einmitt! En slíkt er líka gildi
þessarar bókar, hún segir frá
hugmyndum manna á hverjum
tíma, punktum og basta! Hvl
má þá ekki einnig segja frá
„hugmyndum sóslalista á árun-
um fyrir seinni heimsstyrjöld-
ina“?
Nei, það er ekki sagnfræði að
rífa blað úr sögu og skrifa ann-
að I þess stað. Bók Hubermanns
hefur mátt heita nýstárleg þeg-
ar hún kom fyrir almennings
sjónir fyrir réttum fjörutíu ár-
um. Það er „eftirmáli þýðanda"
hins vegar ékki, þar er fátt að
finna nema skoðanir sem hald-
ið hefur verið á loft síðustu
árin og lesa hefur mátt um á
síðum blaða og tímarita frá
degi til dags.
— Evrópudeild
Framhald af bls. 23
yrði í Munchen á næsta ári og að
umræða þar yrði um upplýsingarþjón-
ustu \ heilbrigðiskerfinu og að á 28.
ársfundi svæðisins, sem verður í Lon-
don 1978, verður umræðan um rann-
sóknir og eftirlit á gigtarsjúkdómum.
Fundurinn mælti loks með þvi við
Alþjóðaheilbrigðisstofnunina að Leo
Kaprio, sem verið hefur frkvstj.
Evrópusvæðisins sl. 5 ár, yrði ráðinn
aftur til 5 ára.
— „Sínum . . .”
Framhald af bls. 25
Ég ætla, að skattyfirvöld ættu
erfitt með að gera athugasemdir
við þessi dæmi, eða segja annað
rétt en hitt rangt, heldur mundu
þau öll standast gagnvart lögum
ef rétt er að farið. Mismunurinn
er auðsær og lagfæringa er þörf.
Þessu ætti að breyta þann veg
sem áður getur, svo um aðeins
einn frádráttarlið væri að ræða,
og þá I prósentvis af framtöldum
tekjum frá sjó. Teldi ég hæfilegt
að það væri fyrir þennan báta-
flokk, og raunar flesta aðra báta
18% svo allir liðirnir kæmu til
skila á réttan hátt, enda auðvelt
að breyta prósentunni við breytt-
ar aðstæður, en umfram allt, einn
liður og ein prósenta I fram-
kvæmd fyrir hvern skipaflokk.
Ef að þessu væri horfið mundi
það spara mikla vinnu á skattstof-
um og hjá einstaklingum, stuðla
að meiri jöfnuði I frádrætti og
útiloka allar tilraunir til meiri
frádráttar en vera ber I þessum
þætti, og vera eitt spor I áttina til
að einfalda og bæta skattalögin,
hreint ekki svo lítið spor.
Látrum 26/9 ’76.
Nú er LeeCooper fatnaður
einnig framleiddur á Islandi
LAUGAVEGI 47
SAMKV. EINKALEYFI FRA LEE COOPER»INTERNATIONAL