Morgunblaðið - 13.10.1976, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 13.10.1976, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1976 — Leirgosið í rénun Framhald af bls. 32 birtingu I gær og dvöldu flestir á hðtelinu f Mývatnssveit I gær. Orkustofnun ákvað f gær að flytja Jötun um sinn af borstæðinu og hófu bormenn þegar að fram- kvæma það verk. Framkvæmda- aðilar Kröfluvirkjunarinnar, Orkustofnun og Kröflunefnd, telja óhætt að halda áfram við framkvæmdir eftir að sérfræðing- ar þeirra hafa kannað stöðuna, en hins vegar vilja almannavarnir Mývatnssveitar og rfkisins sjá til varðandi áframhaldandi fram- kvæmdir. Verða málin rædd hjá öllum aðilum og bornar saman bækur. Morgunblaðið innti Jón Sólnes, formann Kröflunefndar, eftir áliti hans á aðstæðum við Kröflu og vitnaði hann til yfirlýs- ingar Orkustofnunar, sem er á baksfðu blaðsins. Þá reyndi Mbl. f gærkvöldi að ná tali af dr. Gunnari Thoroddsen iðnaðarráðherra, en án árangurs. Fyrstu klukkutimana þeytti hverinn upp talsverðu af leir, en síðan kom eingöngu gufa upp úr rásinni. Vart varð við hverinn laust fyrir kl. 5 um nóttina þegar 8 starfsmenn á Jötni heyrðu gufu- hvin og leir og möl dundi yfir borstæðið þegar hverinn opnað- ist. Menn gerðu sér ekki strax grein fyrir þvi hvað um væri að vera og töldu möguleika á að eld- gos væri hafið. Voru allir starfs- menn við Kröflu kallaðir á brott af almannavörnum og voru þeir fluttir í Reykjahlíð, alls um 130 manns, en annar eins hópur var í helgarfríi þegar atvikið gerðist. I birtingu, milli kl. 7 og 9 í gærmorgun, var hverinn hvað öfl- ugastur, en þó virtist orkan að- eins vera hluti af orku meðalbor- holu á svæðinu. Hverinn opnaðist mitt á milli borholu 9 og borholu þrjú, eða um það bil 400 metra frá stöðvarhúsinu. Um 100 metrar eru á milli holu 9 og 3. Jötunsmenn voru í fyrrinótt að Ijúka við að fóðra fyrstu 300 m á holu 9. wjötunsmenn voru fljótir að yfirgefa borstaðinn vegna þess að vindáttin bar leirinn yfir borinn, en á fyrstu tímunum færðist hver- opið um eina 10 metra og tók í sundur veg sem liggur að bor- stæði Jötuns. Hverinn sauð sig niður f hlíðina á um 5 metra dýpi og myndaðist þá laut í kringum pottinn, um það bil 10 metrar í þvermál. Leirkenndur jarðvegur sem hrundi úr barmi hversins þeyttist allt að nokkra tugi metra í loft upp þegar hverinn gaf frá sér rokur. Þegar Jötunsmenn hófu hreins- un á bornum síðdegis i gær með því að sprauta vatni á tækin, rann nokkuð af vatni i hverinn og hætti hann þá að mestu þeim til- þrifum sem hann hafði sýnt. Vegna þessarar hveramyndun- ar verður stóri borinn, Jötunn, færður I biðpláss við Kröflu um sinn, á meðan séð verður hvort hverinn rásar eitthvað i hlíðinni eða ekki. Kemur það ekki að sök fyrir holu 9 því hún var full fóðr- uð. Ákvörðun þessa tóku starfs- menn Orkustofnunar og Kröflu- nefndar á fundi f gærmorgun, en nokkra daga tekur að flytja bor- inn til. Á fundi um málið á Kröflu í gær ræddu sérfræðingar fram og aftur um stöðuna og viðhorf. „Ég get ekki séð að þetta eigi neitt skylt við eldgos.“ sagði Kristján Sæmundsson jarðfræðingur, og létu menn að því liggja orð að hér væri einfaldlega um jarðhita- fræðilegt fyrirbæri að ræða. Fyrir nokkrum árum þegar unnið var að borun i Bjarnarflagi þá mynd- aðist ámóta hver, sem hjaðnaði síðan niður í rólegheitum, en hins vegar kom það skýrt fram hjá sérfræðingnum að þeir vildu eng- an veginn segja til um hvað úr þessu gæti orðið. Kristján Sæmundsson benti á að öll helztu hveraþorpin á svæð- inu hefðu verið að auka við sig kraftinn síðan í.vetur og Guð- mundur Pálmason tók undir að hér væri ekki um eldgos að ræða á þessu stigi að minnsta kosti. „Þetta er gufuhver," sagði hann. Nokkrar skemmdir urðu af völdum leirkastsins og þarf m.a. að hreinsa nokkuð af vélum Jötuns, og þegar hverinn var í mestum ham köstuðust steinar sem ultu ofan i rásina, hátt i loft og köstuðust allt að 70 metra. Nokkrir steinar féllu við borpall- inn og fór einn í gegnum vélar- hlífina á fólksvagni, einn fór í gegnum loft skrifstofuskúrs við borpallinn og 100 kg steinn kast- aðist upp á planið við borpallinn. Þessi grjóthríð hófst þó ekki fyrr en nokkru eftir að menn voru farnir frá bornum. Allt að hálfs metra þykk leirleðja var á bor- planinu. Bormenn tjáðu blaða- mönnum Morgunblaðsins að bor eins og Jötunn kostaði um 300 millj. kr. Jarðfræðingar og aðrir sérfræð- ingar hófu ýmsar mælingar á svæðinu í gær til að kanna ástæð- una fyrir opnun leirhversins og var m.a. settur síriti á holu 3 til þess að kanna hvort sömu hreyf- ingar væru í hvernum og í hol- unni. Þá voru einnig gerðar efna- fræðiathuganir á vatni i holu 3 vegna þess að einhverjir höfðu talið sig finna lykt af gosgufum, en við efnagreiningu kom i ljós að efnasamsetning vatnsins var óbreytt frá þvi sem áður var. Um miðjan dag i gær voru bor- menn á Jötni farnir að hreinsa borinn og búa sig undir að flytja hann og einnig voru aðrir starfs- menn Kröflu kallaðir til starfa í sambandi við aðgerðir á svæðinu meðan óákveðið er um framhald á borun. Engar ráðstafanir voru gerðar til að flytja vélar virkjun- arinnar eða önnur tæki á brott. Jarðskjálftavirkni á Kröflusvæð- inu var í lágmarki i gær eins og hún hefur verið um nokkurt skeið, eða örfáir litlir jarðskjálft- ar á hverjum sólarhring og koma þeir aðeins fram á mælum. Gufugosið, sem varð við Kröflu i gær, er á þessu korti merkt með stórum krossi í hring. Það er við veginn milli holu GK-3 og holu, sem merkt er GK-9, í hlíðinni norður af stöðvarhúsunum neðar á myndinni. Hefur þetta gufugos tekið í sundur veginn, og þarf að leggja nýjan veg fram hjá gosstaðnum. til að flytja borinn Jötunn, sem er 400—500 milljón kr. virði. í burtu frá holunni KJ-9 Hún hefur þegar verið fóðruð og óhætt að skilja hana eftir eins og hún er. Borholur 3—4 og 5 voru boraðar í fyrra. Stóri gufuborinn er við holu KG-10, sem þetta gufugos hefur ekki áhrif á. En í hana þarf að steypa áður en borinn verður fluttur þaðan, sem mun vera dagsverk. Gufuborinn sá mun vera 200—300 milljón króna virði. Beggja vegna við skiljuhúsið neðar á myndinni eru pallar, tilbúnir til borunar, þar sem ekki átti að bora fyrr en á næsta ári, en mætti flytja borana á nú. Efst á kortinu er gígurinn Víti og til vinstri Leirhnjúkur, þar sem gaus í fyrravetur. línur, ekki punktar Þetta er hinn einstaki línumyndlampi, gefur skýrari og betri litmynd. Meira aö segja þó aö í herberginu séu öll Ijós kveikt Auöveldara aö stilla litinn. Meiri litadýrö. - - --* 7 1 BUÐIRNAR Skipholti 19 við Nóatún, sími 23800 Klapparstig 26. simi 19800.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.