Morgunblaðið - 13.10.1976, Síða 31

Morgunblaðið - 13.10.1976, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUÐAGUR 13. OKTÓBER 1976 31 ISLENDINGARNIR tveir f Dankersenliðinu, Axel Axelsson og Ólafur H. Jónsson höfðu sig ekki mikið I frammi f leiknum f fyrrakvöld. Þeir skoruðu þó sitt markið hvor og er þessi mynd tekin er Ólafur var að senda knöttinn í mark Framara. Það er Guðmundur Sveinsson sem kem- ur út á móti Ólafi, en Framari nr. 2 er Andrés Bridde. greinilega að reyna sig með kerfi, og þá aðallega eitt sem átti að ganga upp á landsliðsmanninum Bernhard Busch. Heppnuðust ,,keyrslur“ Dankersenliðsins eng- an veginn — ef til vill af því að Framararnir voru fljótir að koma í mennina og trufla hlaup þeirra. Bezti leikmaður Dankersen í þessum leik var umræddur Busch, en einnig er Hans Kramer mjög góður leikmaður. íslending- arnir tveir: Ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson voru ekki atkvæða- miklir í þessum leik, en spil þýzka liðsins gjörbreyttist þó til batnað- ar í seinni hálfleik er Ólafur kom út af línunni og lék fyrir utan. Ógnaði hann vel, og opnaði að því er virtist betur en hann gerði meðan hann lék á linunni. Axel Axelsson skaut aðeins einu sinni á Frammarkið í leiknum, og skor- aði þá faliegt mark. Mörk Fram skoruðu: Andrés Bridde 5 (3 víti), Arnar Guð- laugsson 2, Jens Jensson 2, Árni Sverrisson 1 og Guðmundur Sveinsson 1. Mörk Dankersen skoruðu: Bernhard Busch 8 (4v), Gerd Becker 2, Ólafur H. Jónsson 1, Axel Axelsson 1, Hans Kramer 1 og Dieter Waltke 1. Brottvísanir: Axel Axelssyni var visað af velli f 2 mín og 5 mín. og Walter von Oepen í 2 min. Misheppnuð vftaköst: Mark- vörður Þjóðverjanna varði vita- köst frá Guðmundi Sveinssyni og Arnari Guðlaugssyni. Dómarar: Björn Kristjánsson og Óli Olsen. Þeir voru dálitið ónákvæmir, en það var síður en svo að þeir hölluðu á Dankersen í leiknum. —stjl. Úrslitatafla r Islandsmótsins GERÐ hefur verið skemmtileg tafla fyrir íslandsmótið i hand- knattleik, fyrstu deild karla, og er hún hönnuð þannig að unnt er að skrifa niður öll úrslit leikjanna á töfluna. Þannig geta handknattleiks- unnendur fylgst betur með um leið og þeir hafa heildaryfirsýn yfir öll úrslit. i ráði er að gera slíka töflu á hverju ári, og gefst þá betra tækifæri til að bera sam- an úrslit frá ári til árs. Það er ráðstefnumiðstöðin Mannamót sem hefur látið gera töfluna. Hana er hægt að fá ókeypis i sportvöruverzlunum. Leiðrétting í FRÁSÖGN Morgunblaðsins af verð launaveitingu til handknattleiks- manna og knattspyrnumanns er birt- ist f blaðinu s.l. laugardag féll niður nafn eins þeirra er tók til máls. Var það Stefán Jónsson, varaformaður Þróttar. Einnig misritaðist nafn for- manns Fram, Steins Guðmundsson- ar, Eru hlutaðeigendur beðnir vel virðingar. MARGIR STÓRLEIKIR GETRAUNAÞATTUR MORGUNBLAflSINS Arsenal — Stoke City. 1. Árangur Stoke City á útivöllum það sem af er hausti, hefur verið heldur bágborinn (2 stig í 5 leikj- um) og er ekki liklegt, að liðinu takist að ógna frísku liði Arsenal áHighbury. Heimasigur. (2—0). Birmingham — Middlesboro. 1. Heimasigur. (1—0). Þó að spá- in sé að mestu byggð á óskhyggju, þá er hún samt ekki svo langsótt, þar sem Birmingham hefur staðið sig með miklum ágætum í haust. Það yrði enskri kanttspyrnu lítt til framdráttar, ef Middlesboro ynni til verðlauna í vetur, með sitt sérkennilega afbrigði af knattspyrnu. Hætt er þá við, að önnur félög tækju upp nýjung M. Boro að leika með 11 manna vörn bæði heima og heiman. Bristol C. — Leicester C. x. Eins og aðrir leikir sem Leicester-liðið tekur þátt I, er þessi leikur jafnteflislegur og þá líklega 1—1 eins og venjulega hjá Leicester. Coventry — Newcastie. 1. Viðureignir þessara liða eru oft hinar mestu markahátiðir og er sem fyrr, erfitt að spá úrslitum. Bæði liðin hafa auk þess staðið sig þokkalega í deildakeppninni. Spá- in: Naumur heimasigur (2—1). Derby — Tottenham. 2. Siðustu vikurnar hefur allt gengið á afturfótunum hjá Derby og ýmsir brestir verið að myndast innan félagsins, sem bent gætu til þess, að Derby-veldið sé á niður- leið. Tottenham hefur verið óút- reiknanlegt í haust og ieikur liðið oft best, þegar minnst er búist við af því sbr. sigur liðsins á Old Trafford fyrr í haust, auk þess, sem liðið hefur fengið til liðs við sig frábæran leikmann sem er Peter Taylor. Spáin: Útisigur. (2—3). Liverpool — Everton x. Stórleikur umferðarinnar er innbyrðisviðureign Mersey- liðanna, sem bæði eru nú við toppinn í fyrstu deild. Yfirleitt eru leikir þessara liða mjög jafnir og harðir og oftast nær er mjög mjótt á mununum. Varla eru horfur á, að nokkrar breytingar verði á því og er spáin því jafn- tefli (0—0). Manchester C — Q.P.R. 1. Hér mætast tvö af skemmtileg- ustu liðum enska fótboltans og má því vænta' skemmtilegrar við- ureignar. City er trayst á heima- velli og ætti að merja sigur en naumlega þó. Heimasigur. (3—2). Norwich — Leeds. x. Viðureign tveggja liða, sem hafa verið að koma verulega til eftir afleita byrjun. Spáin er sú, að þau haldi bæði sínu striki og deili stigunum. (1—1). Sunderland — A. Villa. 1. A. Villa er afar slakt útilið og er hér því kjörið tækifæri fyrir Sun- derland til þess að vinna sinn fyrsta deildarsigur og hressa þannig svolitið upp á liðsandann. Heimasigur: (2—1). W.B.A. — Manchester Udt. 2. Þrátt fyrir góða frammistöðu heimaliðsins í vetur, standast þeir varla gestum simum snúning á laugardag. Manchester-iiðið hefur 4 undanförnum vikum unnið hvern sigurinn af öðrum gegn sterkari liðum en W.B.A. og ætti þvi að tryggja sér tvö dýrmæt stig. Spáin:.Utisigur. (1—2). West Ham — Ipswich. 2. Heimaliðið er komið í bullandi Dankersen átti í brösum meö vængbrotið Framlið Það er gömul saga og ný þegar vestur-þýzk handknattleikslið koma hingað í heimsókn og sýna slaka leiki, þá kenna þau öðru um slfkt en sjálfu sér. Þannig var það líka í fyrrakvöld er Dankersen sigraði Fram með 14 mörkum gegn 11 í fyrsta leik sfnum í lslandsferðinni að þessu sinni. Nú voru það dómararnir, Björn Kristjánsson og Óli Olsen, sem voru sökudólgarnir, og þá fyrir að leyfa ekki meiri hörku f leiknum. Voru þjálfarar Dankersen og liðs- stjórar mjög æstir að leikslokum, og létu þau orð falla, að liðið hefði lltið hingað að gera ef dómararnir ætluðu að eyðileggja leiki þess. Vel getur verið, og raunar mjög sennilegt, aó meiri harka sé leyfð í vestur-þýzka handknattleiknum heldur en hér, en það er hins vegar ekki rétt sem Axel Axels- DANKERSEN leikur sinn annan leik i tslandsheimsókninni 1 kvöld og mætir þá tslands- og bikarmeisturum FH f Iþróttahús- inu f Hafnarfirði. Er varla vafi á þvf að þar verður um skemmti- lega og tvfsýna viðureign að ræða og vfst er að Ifkur eru á þvf að Dankersen fái þar erfiðari keppi- naut en Framarnir voru f fyrra- kvöld. Leikur FH við færeysku meistarana VlE s.l. laugardag son lét ummælt eftir leikinn í fyrrakvöld, að það geti verið íslenzkum handknattleik hættu- legt, hvað dómararnir leyfa lítið. Hingað til hafa fslenzkir hand- knattleiksmenn fengið allt annað orð á sér í leikjum erlendis en að þeir væru of prúðir. Þvert á móti hefur oft heyrst eftir slika leiki að íslendingar væru hreinir hand- knattleiksruddar. Þaó verður að segjast eins og er að Dankersen-liðið olli miklum vonbrigðum í leik sínum við Fram i fyrrakvöld. Flestir áttu von á mjög góóum leik af þess hálfu, en honum brá ekki oft fyrir í leikn- um. Það var gæfa Dankersen hversu daufir Framararnir voru í leiknum, og eins að Pálmi Pálma- son gat ekki leikið með vegna méiðsla í baki, en sem kunnugt er skorar Pálmi jafnan bróðurpart- inn af mörkum Fram í leikjum bendir til þess að liðið sé nú að ná sér vel á strik, og frammistaða Geirs Hallsteinssonar f þeim leik bendir einnig til þess að hann sé f góðu formi um þessar mundir. Verður fróðlegt að sjá hvernig Geir vegnar f baráttu við vörn þýzka liðsins. Dómarar f leiknum f kvöld verða þeir Kjartan Steinbeck og Kristján Örn Ingibergsson. liðsins. Var svo í þessum leik að Framarana skorti tilfinnanlega skyttu, eða menn sem ógnuðu meira að utan. Hins vegar var vörn Framliðsins góó i þessum leik, og markvarzla Guðjóns Erlendssonar einnig, en Guðjón átti reyndar beztan leik allra Framaranna i leiknum. Gangur leiksins var þannig í stuttu máli að eftir 10 minútna leik var staðan jöfn 1—1, en siðan náði Dankersen þriggja marka forystu og var staðan 4—1 þegar 17 mínútur voru af leik. Undir lok hálfleiksins réttu Framarar hlut sinn og i leikhléi var jafnt 5—5. í seinni hálfleik náðu Framarar forystu í leiknum í fyrsta sinn með marki Jens Jenssonar, en Dankersen jafnaði fljótlega og komst yfir. Síðast var jafnt á töl- unni 7—7, en undir lokin sigu Þjóðverjarnir fram úr og höfðu mest 4 mörk yfir þegar staðan var 13—9 og 14—10. Urslit leiksins urðu svo sem fyrr segir 14—11. Dankersenliðið hafði eitt áber- andi fram yfir Framarana — það að flestir leikmanna liðsins eru stórir og vel á sig komnir likam- lega. En þeir eru ekki allir liprir og létu stundum fara illa með sig í vörninni. Þannig tókst t.d. Jens Jenssyni að plata hornamenn Þjóðverjana hreinlega ,,upp úr skónum", hvað eftir annað, en Jens verður Fram greinilega mik- ill styrkur, þótt skotanýting hans sé engan veginn nótu góð. Sóknarleikur Dankersen virtist vera nokkuð einhæfur. Liðið var FH - Dankersen í kvöld fallhættu og kemur liklega til með að standa í henni i vetur. Kemur það ekki á óvart eins og liðið hefur leikið í haust, en þess ber þó að geta, að margir af leik- mönnum liðsins eiga við meiðsli að stríða t.d. Pat Holland, Mick McGiven (báðir fótbrotnir), Frank Lampard, Keith Robson og fleiri. Ipswich liðið er nú i sókn eftir frekar rólega byrjun og er líklegt tii að blanda sér í toppbar- áttuna um síðir. Utisigur (0—2). Hull C. — Wolves. 2. Úlfarnir leika mjög þróttmikla sóknarknattspyrnu og ættu þeir að ná tveimur stigum úr þessari viðureign. Úlfarnir eru hins veg- ar engin ofurmenni i vörninni (sbr. 2—6 tapið fyrir Southamp- ton fyrir skömmu) og verða þeir að þétta hana ef eitthvað á að verða úr því að fara beint upp i fyrstu deild eftir aðeins eitt ár i annarri. Spáin: Útisigur. (1—3). gug. Dankersenliðið lék undir getu - sagði Olafur H. Jónsson — MÉR fannst þeir Björn og Öli dæma þennan leik illa, sagði Axel Axelsson, — við mát- um ekki hreyfa okkur, án þess að þeir dæmdu á okkur, og ég átti einnig mjög erfitt með að skilja hvers vegna þeir ráku mig útaf I 5 mínútur. Ég er viss um að enginn leikmaður hefði verið rekinn útaf í leik sem þessum i Þýzkalandi, og það hefði tæplega verið dæmt vita- kast í honum. Islenzkir dómar- ar verða að túlka reglurnar á svipaðan hátt og gert er annars staðar, ella get^ -þeir gert ís- lenzkum handkríattleik erfitt fyrir. Það virðist skoðun margra, að Vestur-Þjóðverjar leiki mjög grófan handknatt- leik, og ég veit að þeir hafa gert það hér. En í þessum leik var Dankersenliðið ekki gróft. Liðsstjóri Dankersen sagði eftir leikinn að Björn og Óli hefðu eyðilagt leikinn fyrir þeim, og Islandsferðin myndi ekki hafa mikinn tilgang fyrir liðið, ef það ætti að búa við slíka dómgæzlu i leikjum sinum hér. Dankersen hefði skoðað þessa ferð sem æfingaferð, og ætlað sér að reyna ýmislegt sem liðið væri með á prjónunum, og væri það hart ef það væri ekki hægt vegna dómaranna. Ólafur H. Jónsson sagði eftir leikinn, að Dankersenliðið hefði leikið þennan leik undir getu. — Það gekk bókstaflega ekkert hjá okkur I fyrri hálf- leik, sagði hann, — það var ekki fyrr en rétt undir lokin að við fórum svolítið að rétta úr kútnum. Björn Kristjánsson dómari sagði að það væri ekkert nýtt að Þjóðverjar væru óánægðir þeg- ar islenzkir dómarar dæmdu leiki þeirra. — Hins vegar höfðu leikmenn Dankersen það fram yfir önnur þýzk lið sem ég hef dæmt hjá að þeir voru mjög prúðir inni á leikvellinum og mótmæltu aldrei dómum. —stjl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.