Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1976
3
SÝNINGUM ÞEIRRA LÝKUR Á KJARVALSSTÖÐUM í KVÖLD
„Síbreytileg stemmn-
ing í náttúru Eyjanna”
- Rabbað við Guðna Hermansen listmálara frá Vestmannaeyjum
I verðar andstæður i litum finnst mér
! ég fara mjög varlega með þá, mjúkt,
en hins vegar fer breytileiki mynd-
anna mikið eftir birtunni, stemm-
j ningunni, tónlistinni Billy Holliday
' býður t.d. upp á fallega mynd og ef
Jón Múli gæti spilað fyrir mig
Indiana með Oskar Petersson þá
kæmi hörkumynd Ég er búinn að
bíða í 5 ár eftir þessu í útvarpinu hjá
honum, en það bara kemur aldrei.
HELGAR SIG
MÁLARALISTINNI
„Ég málaði þessar myndir bein-
línis fyrir þessa sýningu og það hafa
farið þrjú ár í þessar 75 myndir. Það
eru ekki margar myndir miðað við
það að mest allur vinnutími minn
hefur farið í það verk, en ég er
ekkert að prenta myndir, ber virð-
ingu fyrir málaralistinni, viðfangs-
efninu og vinnunni," sagði Guðni
Hermansen listmálari frá Vest-
mannaeyjum i spjalli við okkur, en
Guðni kvaðst oft vera 3—4 mánuði
að vinna mynd, þótt hann ynni eitt-
hvað daglega við þær og upp í
8— 1 0 tíma lotur í einu.
Guðni hefur málað meira og
minna s.l 15 ár og eingöngu
helgað sig málaralistinni um árabil
SÍBREYTILEG NÁTTÚRA
EYJANNA ER HVATINN
„Myndefnið kemur allt úr Eyja-
hrauninu og Vestmannaeyjum,"
sagði Guðni," allar hugmyndirnar
eru komnar þaðan Viðfangsefnin
þar eru óþrjótandi og má benda á að
margir kunnustu málarar þjóðarinn-
ar hafa sótt fyrirmyndir í verkum
sínum til Vestmannaeyja. Lengi
skildi ég ekki hvers vegna svo fáir af
meisturunum máluðu Helgafell, eins
og það er fagurt og jafnframt einfalt
í formi Þegar ég fór hins vegar
sjálfur að mála Helgafell. skildi ég
þetta, því þá komst ég að raun um
að maður þarf að hafa búið lengi
með Helgafelli til þess að ná hinum
einfalda en sterka svip þess.
Það er gott að sækja fyrirmyndir í
náttúru Vestmannaeyja, hið mikla
og skjóta birtuspil himins, hafs og
hamra, gerir Eyjarnar og stemmn-
inguna síbreytilega. Maður sér
lahdslagið aldrei eins
BIRTAN OG STEMMINGIN.
Sumir spyrja mig um ástæðuna
fyrir sviptingum í litameðferð, en því
er erfitt að svara Þótt ég noti tals-
HELD MÍNU STRIKI
Að þessari sýningu lokinni hygg
ég ékki á sýningu um sinn, þetta er
svo dýrt fyrirtæki Ég vanda þetta
eins og frekast er unnt af minni
hálfu, nota vönduðustu ramma sem
völ er á og mér þykir fara vel við
myndirnar, mála þær reyndar I
Gudni Hermansen
römmunum og allt kallar þetta
mikinn kostnað Ég mun hins vegar
halda mínu striki áfram heima eins
og ég er vanur, annað er ekki hægt,
ekki mögulegt hvað sem hver
segir "
„Án fordóma og með húmor verða
myndirnar reglulega fallegar”
—Rœtt við Magnús Kjartimsson tistinálara í Reykjavík
AÐ FÁ "TAPPA"
í MÁLVERKINU
„Þessar myndir eru gerðar á s.l. 3
árum, mest allt klippimyndir, þótt
allt hafi farið í rugling og hár saman
hvað það orð snertir. Síðast þegar
ég sýndi hér á Kjarvalsstöðum 73
með 5 öðrum ungum listamönnum,
sýndi ég málverk , en skömmu síðar
fór ég til Kaupmannahafnar til
náms. Þar lenti ég í klípu með
málverkið og gat ekki málað í eitt ár,
fékk leið á þessu. Það er vist algengt
að menn fái tappa Ég man t.d. eftir
því þegar Kjarval kom eitt sinn til afa
míns og sagði honum að hönd sín
léti ekki að stjórn.
Það var hins
vegar fremur hans máti að lýsa
þessu ástandi þannig, sérvitur, en
maður hefði nú haldið að hann ætti
auðveldara með að vera laus við
allar teppur en flestir aðrir, maðu^
með slíka hæfileika.
POKINN MEÐ
SLÁTURFÉLAGSMERKINU
Ég byrjaði svo » Kaupmannahöfn
að vinna þ«;tta pappirsdót. það virð-
ist henta mér mjög vel, gefur meiri
möguleika en flest til að brjóta upp
hreinan formheim. Þó kemur þetta
stundum dáfitið kynlega fyrir. Ég hef
verið að nota allskonar bleðla í
myndirnar mínar, en einu sinni átti
ég ekkert nema poka með merki
Sláturfélagsins SS, og ég setti þetta
merki í eina mynd og siðan hverja af
annarri, þvi mér fannst það
skemmtilegt og gefa marga mögu-
leika. Á hvolfi er það t.d eins og
mannsandlit.
Kunningi minn sem kemur oft til
min og situr hjá mér við vinnuna,
spurði mig strax hvers vegna ég
hefði sett SS í myndina. Þetta eru
einkennileg viðbrögð hvað margir
hafa spurt að þvi sama, aðeins þvi
Þetta virðist því vekja athygli fólks,
en ég veit ekki af hverju.
KLIPPNYNDALISTIN
ER HUNDGOMUL
Þú spurðir áðan hve klippmynda-
listin sé gömul. Hún er hundgömul.
Listspjallið i dag telur hana vera
síðan um 1912, en hún er örugg-
lega miklu eldri, mörg þúsund ára
gömul. En menn þekkja hins vegar
ákveðna þróun siðan um aldamótin
og þá er það víst sjálfsögð við-
miðun Síðan þá hafa ýmsir mætir
listmálarar fiktað við þetta af og til,
fyrrum var þetta oft unnið mun
hlutbundnari hátt en nú orðið.
Margs konar klippbútar mynduðu
að lokum reglulegt borð og svo
framvegis, en líklega er þjóðverjinn
Karl Schwitters sá frægasti á þessu
sviði Þegar poppið kom til sögunn-
ar varð hann tengiliður þessarar
listar við það
SJÁLFUR HEF ÉG
LÚMSKT GAMAN
Sjálfur ætla ég að halda áfram á
þessari braut, stóru flekarnir á
sýningunni eru það nýja og ég er
miklu hressari yfir þeim. Vinnuað-
stöðu hef ég ágæta, en fremur litla
sölumöguleika. Á fólk almennt virka
þessar myndir sem dálítil hrávinna,
það á ekki að venjast þessu. Ég er
ekki frá þvi að þetta hefði litið betur
út ef ég hefði haft efni á að setja gler
á myndirnar Þá hverfa allar hrukkur
og þetta verður samfelldara. Sjálfur
Framhald á bls. 25
MUNIÐ ÚTSÝNARKVÖLDIÐ Á HÓTEL SOGU I KVOLD