Morgunblaðið - 07.11.1976, Page 21

Morgunblaðið - 07.11.1976, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NOVEMBER 1976 21 Valtýr Pétursson skrifar um sýningar Gudna Hermansen og Magnúsar Kjartanssonar Þetta mun vera þriðja sýning Guðna Hermansen á fast- landinu, eins og þeir í Eyjum nefna það. Fyrir nokkrum árum sýndi Guðni í Lista- mannaskálanum sáluga og þá syningu sá ég. Síðan sýndi Guðni I Norræna húsinu ekki fyrir löngu, en þá syningu sá ég ekki. Nú er hann kominn að Kjarvalsstöðum með 75 málverk, öll gerð i olfulitum. Guðni hefur ennfremur haldið aðrar sýningar á verkum sfnum þar á meðal í Færeyjum ekki alls fyrir löngu. Guðni Hermansen er heima- málari þeirra eyjamanna og það fer ekki milli mála að kveikjan að myndgerð Guðna er sótt í landslag og náttúru- umbrot þar í eyjunum. Gosið í Eyjum virðist hafa haft mikil áhrif á list Guðna, og er það ekki nema eðlilegt. Það eru ekki margir listamenn í veröld- inni, sem upplifa það að jörðin springur og eys eldi og brenni- steini svo að segja við fætur þeirra. Hraunið og myndanir þess í þúsundum mismunandi eyðileggingin verður alger. Maðurinn stendur máttarvana fyrir krafti, sem eyðileggur og skapar að nýju um leið. Ljós tilverunnar fær á sig annarlegt yfirbragð, sem kallar fram sér- stæðar og áður óþekktar til- finningar. Yfirbragð hlutanna verður framandi og um leið verður mat og viðbrögð manna á annan veg en áður var. Það, sem var og hét í gær, verður ekki að morgni og er heldur ekki í dag. Umhverfið fær á sig ókennilegar myndir, sem heilla listamanninn og brjótast út á mismunandi hátt f meðförum listamannsins og brjótast út á mismuandi hátt í meðförum forms og litar á léreftinu. Ég held að þessi atriði séu öll finnanleg í þeim verkum, er Guðni Hermansen sýnir nú á þessari sýningu sinni. Þetta er snotur sýning hjá Guðna og frágangur hverrar myndar fyrir sig til fyrir- myndar. Vel gert við hvert verk og hvergi sparað til við inn- römmun og annað. Snyrti- mennska mikil er í öllum Granni f garð, ein af mynaum uuona Hermansen — sýnir Eldfellið og Helgafell, tvfburana sem fæddust með 5000 ára millibili. virðist nostrið heldur mikið og ég er ekki viss um, að list Guðna Hermansen sé innst inni eins sleikt og móskuleg og ráðið verður af sumum þessara verka. Mig grunar að svolítið hrjúfara handbragð og um leið persónulegra hefði aukið myndrænan kraft og komið betur til skila þeim kenndum er listamaðurinn hefur gert að undirstöðu verka sinna. Lita- meðferð Guðna er þægileg og viðkvæm, tónarnir mjúkir og á stundum það vel samunnir, að ekki verulega spennu í and- stæðum tónum og sviptingar í meðferð myndflatarins en eins og ég hef áður minnst á eru þessi verk svo samræmd f lit að mýkt og viðkvæmni skfn úr hverju pensilfari. Þvi er heldur ekki að leyna að nokkurra áhrifa frá Sverri Haraldssyni gætir í þessum verkum Guðna Hermansen. Nokkuð er að áberandi bæði í myndbyggingu og meðferð fyrirmynda, en lita- tónar eru persónulegri, og á ég þá sérlega við þau verk, sem byggð eru á snæviþöktu lands- lagi. Það, sem mér finnst merkast við þessa sýningu Guðna Hermansen, eru þau áhrif, er hann hefur orðið fyrir frá gos- inu f Eyjuip. Að vísu eru þessi verk Guðna nokkuð tengd sumu af þvf er súrrealistar hafa látið frá sér fara, en ég held, að þar sé aðeins um eðlilegan skyldleika á andlega sviðinu að ræða en ekki stælingu. Þetta er sérstæð sýning, og ég óska listamanninum til útgáfum flæðir yfir byggð og vinnubrögðum, en stundum r r á þá saknar maður þess að sjá þakka fyrir mig. ■Wl fll IUI ■Ul lifi hvers myndlistarmanns, er hann efnir til sinnar fyrstu einkasýningar. Nú hefur Magnús Kjartansson, ungur og efnilegur málari, sem hefur tekið þátt f nokkrum samsýn- ingum að undanförnu og nú síðast átti nokkur verk á Haust- sýningu F.Í.M., komið fyrir góðu sýnishorni af myndgerð sinni í helmingnum af Vestur- salnum á Kjarvalsstöðum. Eins og stendur eru tvær sýningar í Vestursalnum, en einmitt sá möguleiki var tekinn með í reikninginn, er stærð salarins var ákveðin í upphafi. Þessar sýningar eru mjög sín af hvoru tagi, og er því fróðlegt og skemmtilegt að koma þar um þessar mundir. Magnús Kjartansson hefur að loknu námi hér heima stundað myndlistarnám erlendis og það hjá einum af þekktustu meist- urum nútímalistar i Evrópu, dananum Mortensen. Eg held enda, að sjá megi strax af fyrstu viðkynningu við mynd- gerð Magnúsar, að þar eru óvenjulegir hæfileikar á ferð. EIN af myndum Magnúsar Kjartanssonar. sem þegar hafa fengið þá skól- un, að vænta má ýmislegs frá þessum unga listamanni. Hann hefur að vísu sýnt nokkuð keimlfk verk að undanförnu, og hann er mikið fyrir að klippa, rifa og tæta ýmiss konar efni og setja í myndir sfnar. Þannig virðist hann hafa sérlegt dálæti á sumum umbúðum eins og t.d. frá Sláturfélagi Suðurlands og þar sjást kaffipokar frá John- son & Kaaber einnig vfða. Bylgjupappa og alls konar úr- klippur, myndir og lesmál not- ar Magnús einnig til að gefa myndum sínum lff og efnis- kennd. Magnús virðist hafa ágætt auga fyrir litum og notar þá eftir skapgerð sinni til að ná spennu eða samspili. Mynd- bygging Magnúsar er stundum hnitmiðuð og sýnir persónulega meðferð myndflatarins, sem er eitt af þvf, er Magnús leggur einna mesta rækt við. Ég fæ ekki betur séð en að góð lita- meðferð Magnúsar sé honum það eðlileg, að formið og flötur- inn geri honum oftar erfiðara fyrir. Samt er gott samræmi milli litar og forms, sem skapar heildir, sem listamaðurinn sfð- an teflir saman til að ná þeim áhrifum er hann vill seiða fram í það og það skiptið. Þannig tekst honum að gera verk sín mjög mismunandi f byggingu og allri tjáningu. En til að sjá þetta nægilega vel, verður fólk að gefa sér góðan tfma til að kynnast þessum verkum. Ekki að sinni til suðnings máli minu, en það væri auðvelt. Það er líka att, að ekki eru öll verk jafn góð á þessari fyrstu einkasýn- in^u Magnúsar Kjartanssonar. Annað væri óeðlilegt, þvf að fáar e<5a engar frumraunir í myndlist hafa verið það óað- finnanlegar að snöggir blettir yrðu ekki fundnir. Þetta er ögn sérlunduð sýning á köflum, glettin, og lúmsk. Ekki öll þar sem hún er séð f fyrsta sinn. Eg held, að mörg af smæstu verk- unum á þessari sýningu hafi rótað einna mest við mér. Sum þeirra eru mjög aðlaðandi, hrein í formi, að vísu fáskrúðug f lit, en náðu tilgangi sfnum merkilega vel. Þetta er skemmtileg og fersk sýning, sem gefur til kynna mikla hæfileika, er geta orðið að ágætum liðsauka f fslenskri myndlist, ef rétt er á haldið. Ekki ætla ég að prédika né heldur spá að sinni, framvinda mála er undir listamanninum sjálfum komið, og það einasta, sem sómir að gera, er að óska honum gengis á komandi tfm- hættuleg og hrekkjótt. Það er erfitt að vera listamaður í tæknióðu verðbólguflóði, þar sem hraðinn er mælikvarði alls. í sýningarskápum kaffistof- unnar á Kjarvalsstöðum hefur Kolbrún Björgólfsdóttir komið fyrir nokkrum munum, unnum í keramík. Hún er eiginkona Magnúsar og fyrir nokkrum vikum minntist ég á verk Kol- brúnar, er hún tók þátt í sýn- ingu á Loftinu. Hef ég þar engu við að bæta að sinni, nema hvað þetta eru þokkalegir hlutir. Að lokum færi ég Magnúsi Kjartanssyni góðar óskir og þakka honum fyrir skemmti- lega sýningu. Það mundi afi listamannsins Guðbrandur heitinn Magnússon líka hafa gert, og mikið held ég, að hann hefði verið ánægður, blessaður, yfir þvf, að sonarsonur væri farinn að sýna nútfmamálverk á Kjarvalsstöðum, en eins og allir vita var sá heiðursmaður einn af fyrstu stuðningsmönn- um og ævilangt vinur meistara Kjarvals. ÞESSI mynd var tekin f gærmorgun á Austurvelli af prestfnum Jonathan Motzfeldt frá Júllanehaab, sem hingað kom sem gestur Landverndar til fyrirlestrarhalds á aðalfundinum f gær. 1 dag mun séra Motzfeldt flytja prédikun víð guðþjónustuna f Dómirkjunni kl. 11 árd. Klukkan 4 f dag flytur hann fyrirlestur f Norræna húsinu um væntanlega heimastjórn Grænlendinga árið 1979. Motzféldt er fyrsti grænlenzki presturinn sem stfgur f prédikunarstól hér á landi. (Mbl. Friðþjófur) Jólamerkjasala Thorvaldsens- félagsins hafin Jólamerki Thorvaldsens félagsins eru nú komin út og er saia þeirra hafin f verzluninni f Austurstræti 4. Thorvaldsensfelagið hefur á undanförnum árum gefið slík jólamerki út og er ágóðanum varið til styrktarstarfsemi. Það var Gunnar Hjaltason, sem teiknaði merkið að þessu sinni og er það jólamynd af Austurvelli með Dómkirkjuna og Alþingis- húsið f baksýn. Merkin kosta 25 krónur stykkið. „Vid arineldinn” med mormónum TVEIR vestur-íslenzkir mormónar, bræðurnir Danlel og Danfel Gíslasynir, eru nú staddir hér á landi og munu tala á samkomu að Háaleitisbraut 19, sunnudaginn 7. nóv., kl. 7.30 e.h. Samkomuna kalla þeir „Við arin- eldinn". Sinfóníutónleikar Efnisskrá: Jórunn Viðar Mozart Sjostakóvits Eldur Sinfónfa consertante Sinfðnia nr. 9 Einleikarar: Einar Grétar Sveinbjörnsson Ingvar Jónasson Stjórnandi: Karsten Andersen TÓNLEIKARNIF hófust á „Eldinum" eftir éórunni Viðar. Eldur er skemmtilegt viðfangs- efni og mætti nota margvísleg litbrigði hljóðfæranna til að líkja eftir blæbrigðum hans. Jórunni tekst víða að ná fram skemmtilegum blæbrigðum, einkum þó í upphafi verksans. Sem lýsing á eldi er verkið of lagrænt, en sem tónverk er það skemmtilegt áheyrnar og var á köflum vel leikið. Sinfónía consertante eftir Mozart er fal- legt verk og var mjög vel leikið af þeim Einari Grétari og Ingvari. Hvort þeir eru meiri tónlistarmenn nú, en er þeir störfuðu hér heima, er ef til vill ekki rétta viðmiðunin á frammistöðu þeirra áður og nú, því þó þeir hafi verið svo gæfu- samir að skapa sér stærri tæki- færi erlendis, en hér heima, og þroskast í list sinni, eru þeir grean á þeim meiði sem Björn Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Ólafsson sáði til og vaxnir upp í frjórri en óræktaðri og frumstæðri tónmenningu okkar kalda lands. Frammistaða þeirra stækkar íslenzka tónlistarmenn og er þeim hvatning til dáða. Eftir glæsi- legan flutning á Mozart léku þeir sem aukalag Chaconne eftir Handel, útsetta og endur- samda fyrir fiðlu og lágfiðlu, af miklum glæsileik. Tónleikunum lauk með þeirri „nlundu“ eftir Sjostakóvits, sem er stórkostlegt listaverk og var ótrúlega vel leikin af hljóm- sveitinni, þrátt fyrir að síðasti kaflinn og reyndar öll sínfóní- an var allt of hratt leikin. I raddskrá verksins er síðasti kaflinn með yfirskriftinni Allegretto, en eftir því sem undirritaður veit bezt, merkir það hraða sem er minni en Allegro, er einfaldlega merkir hratt. Allegrettokaflinn var leikinn presto og margir áhrifa- miklir staðir týndust og misstu hljómkraft sinn vegna of mikils hraða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.