Morgunblaðið - 07.11.1976, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.11.1976, Qupperneq 23
23 Ur minningum sr. Jóns Auðuns . . . . þjonustu? Meðan fermingarathöfnin stóð var ég jafnan á valdi sterkra hug- hrifa og mér fannst oftast, að ég næði til fermingarbarnanna með það, sem ég taldi nauðsynlegast, já, hið eina nauð- synlega. En þegar ég var kominn heim frá kirkjuathöfninni greip mig oft sárs- auki. Nú var ég búinn að sleppa hendi af þessum hópi ungmenna, en hafði ég ekki glatað tækifærunum til að gera betur, miklu betur? Þetta var mér, einkum á seinni árum, hið erfiðasta f þjónustunni. Nú liggja mér öll þessi ár að baki, og mikið gleðst ég, gamall prestur, þegar fermingarbörn mfn frá iiðnum árum, sem ég þekki ekki lengur f sjón, koma tii mfn á götu eða annarsstaðar og minnast elskulega á samverustundir okkar að fermingarundirbúningi fyrir mörgum árum. Þá hugsa ég til þess þakklátur, að það er Guð, sem gefur vöxtinn, þótt f veikleika sé sáð, og jafnframt blygðast ég mín fyrir það, „hve mín var trúin treg að treysta á Mannsins son“, eins og Grímur Thomsen sagði viturlega. Þótt mannsins barn sé veikt og reikult þess ráð, á Guð allsherjar mátt og ráð langt fram yfir það sem við trúum og þorum að treysta. Um predikunarstarf mitt er mér vand- hæfni mikil að tala. Um predikanir okkar prestanna er eins og um lík- ræðurnar dæmt á marga lund, og það mega þeir raunar dæma bezt, sem hlusta. Ég hef verið prófdómari við guðfræðideild Háskólans, og meðal annars dæmt predikanir f aldarf jórðung, og hef stundum sagt við háskóla- kennarana: Mér finnst kviðdómur, eins og hann tfðkast allvíða, fráleitt fyrir- bæri, en þó er ég á því að miklu væri nær, að kalla inn í háskólakapelluna fólk af götunni til að dæma prófpredikanir súdentanna en að láta okkur guð- ^ fræðinga einráða um það. I þessu sambandi dettur mér annað f hug: Ef vini mfnum og þeim góða kennara, prófessor Þóri Kr. Þórðarsyni, verður að þeirri ósk sinni að guðfræði- deild Háskóla tslands fái 20 kennara, vildi ég mega óska þess mikillega að verulegur hluti kennaraliðsins væri ekki-guðfræðingar. Verðandi prestum fyrir íslendinga þarf að kenna svo margt annað en guðfræði ef þeir eiga sfðar að ná eyrum þjóðarinnar, svo margt sem virðist undir höfuð látið leggjast að kenna nemendum menntaskólanna. Ég er ekki að hallmæla kennurunum í guð- fræðideild með þessu, en ég sé ekki að það væri meiri skömm fyrir deildina að hafa nokkra ekki-guðfræðinga í kennarastólum, en það var skömm fyrir Svía að hafa þann merka mann Manfred Björkquist fyrir Stokkhólmsbiskup, en hann var ekki guðfræðingur að mennt. Ég þykist sjá það betur og betur, að í þjóðkirkju mega hvorki guðfræðingar né frelsað fólk ráða stefnunni einhliða. Það kennir mér m.a. saga þjóðar minnar allt frá gullöld íslenzkrar kristni á 12. öld og fram til þessa dags. Prófessor Haraldur Níelsson kenndi ekki predikun í minni tíð í Háskólanum, en ómetanlegt hefir það hlotið að vera okkur nemendum hans að hlusta á pred- ikanir hans í Fríkirkjunni. Sumpart hef ég lesið og sumpart hlustað á nokkra frægustu predikara kristninnar með samtíð minni. Enginn þeirra hefir tekið séra Haraldi fram að mfnu mati, sumir staðið honum æði langt að baki og gátu sér þó frægð. Trúarhiti hans, glæsileg mælska, meðferð íslenzks máls og mynd- auðgi var með afburðum. Hann brýndi fyrir okkur nemendum sfnum að vanda predikunina eins og frekast væri á valdi okkar. Semjið aldrei predikun — sagði hann — án þess að hugsa um söfnuðinn, sem á ykkur hlustar, þar er fólk, sem kemur þyrst og þið eigið að svala, og fslenzkir kirkjugestir gera flestir kröfur til vitsmuna prestsins. Predikunin er engan veginn guðsþjónustan öll, en lúthersk kirkja er „kirkja orðsins", orðs Guðs og ykkar sjálfra sem boðskap Krists eigið að bera. Það sem nýtilegt kann að haf a verið í predikunarstarfi mfnu, er engan veginn allt úr mfnum hugarfylgsnum tekið. Þar má trúlega finna annarra manna hugsanir og annarra manna orð vfðar en mér var oft ljóst, er ég samdi predikun. Auk blessaðra skáldanna, sem mér ýmist vitandi eða óafvitandi hafa auðgað hugarheim minn og lagt mér orð á vör, vil ég nefna fjóra menn, sem ég á í predikunarstarfi mínu mikið að þakka. Þótt predikanir mfnar séu á marga lund ólfkar predikunum mfns ógleyman- lega kennara, prófessors Fr. Heilers, má víða finna hjá mér hugsanir, sem hann hefur vakið, hin dásamlega útsýn hans yfir heim trúarbragðanna, hinn djúp- tæki skilningur hans á leyndardómum trúarlffsins, lærdómur hans og túlkun á kristnum jafnt og ekki-kristnum trúar- lærdómum. Þá nefni ég hinn fræga, brezka predikara og rithöfund, L. Weatherhead, bækur hans og predikanir, sem ég hlýddi hvað eftir hannað á f krikju hans, City Temple í London. Víðsýnn trúarskilningur hans og jákvæð afstaða til mögulegra sannana fyrir framlífi sálarinnar hefir haft áhrif á mig sem predikara. Ég sat einu sinni í Oxford fjölmennt þing alþjóðasamband fyrir frjálslyndan kristindóm. Ég tala um predikunarstarf mitt, á það lagði ég oftast mesta áherzlu. Ég er sannfærður um að fslenzkur almenning- ur er gæddur þeirri greind, að hann gerir miklar kröfur til prestsins síns í því efni. Og ég held að enginn prstur hafi efni á þvf, að í söfnuði hans sé talað um predikanir hans með vorkunnsemi eða jafnvel ennþá miður. Predikunin er í lútherskri kristni þungamiðja guðsþjónustunnar, en eng- an veginn guðsþjónustan öll. Ég hugga mig við það, þegar ég lít nú um öxl, að kirkjugestirnir hafi getað borið mikið úr býtum þegar mér mistókst f predikunar- stólnum. Einar H. Kvaran sagði mér, að einhverju sinni um hádegisbil hefði hann mætt Birni Jónssyni ritstjóra og ráðherra og spurt: Hvaðan ber þig að? Björn Jónsson var einstaklega kirkju- rækinn meður og kvaðst koma frá guðs- þjónustu í Dómkirkjunni. „Mér varð hugsað til þess,“ sagði Einar Kvaran, „hve litla samúð Björn Jónsson hafði með ýmsu þvf, sem presturinn predikaði, og vék orði að þvf, en Björn sagði: Þegar presturinn fer út í það, sem mér er annað tveggja ógeðfellt eða einskisvirði, hætti ég að hluta, ég iæt hann eiga sig, en andblær helgidómsins, Ritningin, bænirnar og sálmasöngurinn ekki sizt, gefa mér ævinlega það, sem ég vil ekki ganga á mis við.“ „Sálmasöngurinn ekki sfzt“, lögin að sjálfsögðu, en skáldskapurinn, skáld- skapargildið, engu síður. Mér skilst að íslenzk þjóð hafi fram að þessu verið ljóðelsk þjóð, og ég vona sjálfrar hennar vegna að hún haldi áfram að vera það. Á ljóðforminu hefir orðið bylting, eins og mönnum er kunnugt, og sú formbylting hefir valdið þvf, að bil hefir myndazt milli ljóðunnenda eldri kynslóðarinnar og rímleysingja meðal skáldanna. Oft heyrist sagt: Eftir fáeina áratugi kann enginn maður lengur ljóð á Islandi, hin nýju ljóð, þegar rfmið hjálpar ekki leng- ur minninu, lærir enginn maður svo að hann kunni þau, geti haft þau á hrað- bergi. Einnig heyrist nú oft sagt, einkum þegar skáld gerast aðgangshörð að rfkis- jötunni: Það er auðvelt að yrkja nú á dögum þegar hvorki eru gerðar kröfur til mannvits né rímfegurðar. Fyrr á dög- um voru skáldin fá en hagyrðingar margir. Nú eru „skáldin" mörg en hag- yrðingar að hverfa. Allt hefur þetta nokkuð til síns máls en byggist þó á misskilningi, sem á skáldanna einna valdi er að útrýma, svo að Islendingar haldi enn um langa fram- tfð áfram að vera ljóðelsk þjóð. Það var glapræði hreinlega af nefndinni, sem falið var að velja efni f nýja sálmabók, að taka ekki í nýju bókina lítið úrval órím- aðra sálma, ef ungri kynslóð, næstu kyn- slóð er bókin á annað b'orð ætluð. Það hefði verið áhættulaust. Ef þeir órímuðu sálmar reyndust gagnslausir nýrri kyn- slóð yrðu þeir einfaldlega felldir niður úr næstu sálmabók. Auk þess ber að hafa f minni, að um gervalla kristnina að kalla má eru sungnir hinir órímuðu sálmar Davfðs og annarra skálda Gamla testametisins. I sálmabók okkar eru margar dýrar perlur en einnig allmikið af gagnslausu dóti. Ég varði ævinlega drjúgum tíma f að velja sálma fyrir guðsþjónustuna, svo mörg dæmi sá ég og heyrði þess, að sálmasöngurinn var kirkjugestum stór- mikill þáttur hennar. Þess vegna harm- aði ég það, hvernig tókst til með sálma- bókina síðustu, að nefndarmenn ráku úr bókinni sumar perlur séra Matthíasar til þess að tylla glertölunum sfnum í þeirra stað. Það voru léleg skipti og furða, hve nefndarmenn sumir virðast hafa ófeimn- ir gengið að þeirri iðju. Annars var þögn ritdómara um þessa bók, sem ætlað er erindi inn á hvert heimili í landinu, ömurlegur vottur um áhugaleysi al- mennra borgara um það, sem á vettvangi kirkjunnar gerist. Frá messugerðum liðinna ára á ég minningar, sem ég fjölyrði að sjálfsögðu ekki um, en eru mér hjartfólgnar. Ég hef kynnt mér messuform nokkur önnur en það, sem tfðkað er hér, ég hef sótt guðs- þjónustur hjá öllum megindeildum kristninnar og nokkrar guðsþjónustur ekki-kristinna manna, og ég kunni því jafnan bezt þar sem guðsþránni, guðs- leitinni var sniðinn einfaldur búningur. Þó getur jafnvel einfaldleikinn og hið einfalda form farið f öfgar að mfnum skilningi. Við hjónin vorum einu sinni gestir hjá auðugu vinafólki okkar f Som- erset á Suður-Englandi. Þetta fólk var kvekaratrúar, af einni elztu og virðuleg- ustu kvekara-ætt Breta. I ríkmannlegu heimili voru gamlar minjar og minning- ar um þingskörunginn John Bright og Elisabeth Fry, konuna sem á sfðustu öld öndverðri vann þrekvirki að endurbót- um á hinum ægilegu kjörum þeirra, sem í bezkum fangelsum sátu. Sunnudags- morgun spurði húsfreyja hvar við vild- um sækja guðsþjónustu. Við sóttum sam- komu kvekara með henni. Við komum úr ríkmannlegu heimili vina okkar til þeirr- ar guðsþjónustu. 1 samkomusalnum var ekkert skart til augnayndis.ekkert hljóð- færi, ekkert altari og veggirnir voru klæddir ómáluðu timbri. Setið var all- lengi f algerri þögn, unz einn safnaðar- maður, aldraður bankastjóri, fann and- ann koma yfir sig, hið „innra ljós“ upp- lýsa hugskot sitt, og hann flutti stutta tölu. Síðan var aftur þögn, fleiri tóku ekki til máls, og svo var haldið heim. Þeir, sem alizt hafa upp við guðrækni kvekara frá bernsku, finna sjálfsagt svölun trúarþörf sinni við þetta form, sem er eins einfalt og orðið getur, en öðrum kann að veitast það erfitt. Við ólfka guðsþjónustu vorum við f Péturskirkjunni í Rómaborg. Messað var við eitt höfuðaltarið i hinu mikla must- eri, og raunar samtfmis á öðrum stöðum í kirkjunni. öllu var tjaldað til, sem rómverska kirkjan á af skrauti og skrúða, messan fagurlega flutt, og all- margt fólk viðstatt, sem kraup og kross- aði sig eftir bjargföstunj reglum. En ekki var annað að sjá en að raunveru- legri þátttöku f messunni væri ábóta- vant. Þetta var heitur sumardagur, og blævængirnir bærðust ört og tftt í hönd- um kvenfólksins, sem skotraði augum fram hjá blævængnum til allra átta. Hina djúpu einlægni kvekaranna við sitt afar óbrotna helgihald var hér ekki auð- velt að finna. Sfðdegis sama dag sóttum við guðsþjónustu í kirkju Valdesasafnað- arins f Róm. Hún var lfk guðsþjónustu okkar að mestu. Hér var þátttakan mikil og innileg, safnaðarsöngurinn mikill og almennur. Og þó var fólkið í báðum þessum guðsþjónustum komið til að leita hins sama. Ég fi veit ég, að varlega skal um þessi efni dæmt, svo skammt sé skra manna í Þýzkalandi. Oftar þótti mér ég finna meiri einlægni og alvöru þar en í helgihaldi Italanna, enda eru þjóðirnar ólikar að ýmsu. Þó veit ég, að varlega skal um þessi efni dæmt, svo skamt sé ég inn í sálarlönd annarra manna. Hér er á síðari árum margt skrifað og talað um, að breytinga sé þörf á guðs- þjónustuformi fslenzku þjóðkirkjunnar, og ýmsir tilburðir hafðir uppi f þá átt. Eftir þvf sem ég kynnist fleiri guðsdýrk- unarsiðum, þykir mér vænna um það form, sem við höfum búið við að mestu óbreytt síðan Magnús Stephensen greiddi grallaranum banahöggið og greiddi veg frá stirðnuðum formum, sem áður höfðu þjónað markmiði sfnu en höfðu þá gengið sér til húðar. Svo margt er í deiglunni nú, svo óráðin er framtfðin og viðhorf nýrrar kynslóðar til kirkjunn- ar, að viturlegra sýnist mér að biða átekta með miklar breytingar á hélgi- siðaforminu. „Líf sér haminn prjónar", sagði spekingurinn Björn Gunnlaugsson. Það er engan veginn vist, og að mínu viti næsta ósennilegt, að við kunnum nú að prjóna nýrri kynslóð þann ham, sem henni hæfir. Svo margt er í deiglunni, svo margt er óráðið enn um nýja kynslóð og viðhorf hennar, að ganga verður um dyrnar af mikilli gát. Það er oft haft á orði hér á síðari árum, að auka þurfi á viðhöfn f guðsþjónust- unni. Viðhöfnin má þá ekki koma frá skartshungri manna, heldur verður hún að eiga rætur í dýpri skilningi i helgi- haldinu. Umfram allt þarf að forðast auvirðilegt tildur, og tilgerð, sem alls- staðar er hvimleið og á þó hvergi sfður við en þar sem mannssálin er að leita hins heilaga, eilífa. Ég var orðinn eldri og trúlega þrosk- aðri, þegar ég gekk til starfa í Dómkirkj- unni en þegar ég hóf störf fyrir hina fyrri söfnuði mfna báða. Það kann að vera þessvegna, að starfstfmann í gömlu, virðulegu Dómkirkjunni er mér kærast að muna. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBL AÐENU SUMARBÚSTAÐUR Höfum verið beðnir að selja mjög vel staðsettan sumarbústað við Elliðavatn Húsið er timburhús en múrhúðað að innan. Grunnflötur um 70 fm auk óinnréttaðs riss. Rafmagn. Rafmagnshitun og sími 1 hk. lands fylgir. Allar uppl. veittar á skrifstofunni Ekki i síma. FASTEIGNASALAN MORGdBLAIISHljSlNl! Oskar Kristjánsson MALFLlTMNGSSkRIFSTOFA Guðmundur Pétursson Axel Einarsson hæstaréttarlögmenn J TIL SÖLU Mercury Monarch Ghia 2ja dyra árg. 1975. Til sýnis í syningarsal okkar. SVEINN EGILSSON HF Skeifunni 17 sími 85100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.