Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1976 Valdimar Björnsson: VALDIMAR Björnsson, fyrrverandi fjármálarád- herra Minnesota, segir hér frá tslendingabyggðum vestur í Bandaríkjum og rekur slóð íslensku frum- byggjanna allt frá slétt- unum þarna vestra og inn í stórborgirnar. Uppistaðan er grein, sem hann skrifaði fyrir American Scandinavian Review, „Icelanders in the United States“, en sú útgáfa, sem hér er birt, er þó allnokkuð lengri. — Valdimar hefur raunar heitið okkur því að senda okkur pistla annað slagið og hyggur Morgun- blaðið vissulega gott til þeirrar samvinnu. Islendingar, miklu færri í Bandaríkjunum heldur en í Kanada hafa samt þrisvar haldið upp á aldarafmæli byggða í Bandarfkjunum á sfðari árum. Fyrsta landnámsför, að undan- teknum þeim tilraunum sem komu f kjölfar Leifs heppna, var hafin 1855 af mormónum sem fóru til Utah. Næsta 100-ára minningarhátfðin var sumarið 1970 á Washington eyjunni, sem tilheyrir Wisconsin. Sú þriðja var í Minneota, nær suðvestur-horni Minnesota ríkis, i júlí 1975. Ein byggð í viðbót, sú í Norður- Dakota mun eiga hundrað ára afmæli 1978. Þá verður minnst þess að landar tóku þar bólfestu 1878, og lögðu þá grundvöll stærstu Islendinga-byggðar Bandarfkjanna. Um leið og minnst er á stofnun ýmissa byggða má koma með arbakka mörg bréf. Það varð úr að fáeinir fóru þaðan, með Washingtoneyju f Wisconsin sem áfangastað, árið 1870. Þá koma norskir útflytjendur til sögunnar, og helst nokkrir þeirra f Dane-héraði, nálægt Madison, höfuðborg Wisconsin- ríkis. Gunnlaugur Pétursson frá Hákonarstöðum á Jökuldal var meðal þeirra sem komu frá Is- landi til Milwaukee í Wisconsin 1873. Hann varð bóndi fyrst f Danecounty eða héraði, og slóst í för með norskum nábúum sem fluttu þaðan lengra vestur 1875. Hann nam heimilisréttarland sjö mílur norðaustan við þorpið Minneota f Minnesota, einmitt á þjóðhátíðardegi Bandarfkjanna, 4ða júlf 1875, og varð þannig árin 1928 og 1929. Hann hefur verið prófessor við háskóla í Monterey, California, f mörg ár og hefur tekið saman lesbók íslenskra bókmennta í enskum þýðingum. Fólk af íslenzkum stofni hefur unnið sér frama f Utah sem læknar, hjúkrunarkonur, kennarar, dómarar og einn sem borgar- stjóri. Ein best þekkt er frú Kate Barneson Carter, sem hefur samið mörg rit um mormóna f Utah og var frumkvöðull að stofn- un minjasafns f Salt Lake City. Eyrarbakkiog fslenskir hestar Minnst hefur verið á næst elstu byggðina á Washington eyjunni f Islendingar í Bandaríkjunum Minnisvarðinn við gröf séra Páls Þorlákssonar. Minnisvarði við leiði Káins Stafholt old people’s home, Blaine, Washington Washington Island ferjan „Eyrarbakki". Arni Richter, dðttursonur eins landnámsmannsins, á hana og starfrækir. heildartölur sem fróðlegt innskot. Þær tölur voru teknar saman af Árna heitnum Helgasyni, sem var lengi heiðursræðismaður Islands í Chicago. Yfirlit Arna birtist í Lögberg-Heimskringlu f Winni- peg í nóvember 1965. Niðjar tslands hafa verið að flytja vestur á bóginn f Banda- ríkjunum síðari árin, og eins hefur verið f Kanada. Samkvæmt kanadísku manntali 1961 bjuggu 14,547 Islendingar í Manitoba- fylki í Kanada. Þar með eru taldir aðeins þeir sem fæddir voru á íslandi og þeir sem áttu feður sem þar fæddust. En um leið voru Islendingar f British Columbia, vestur við Kyrrahaf í Kanada, 5,136 alls. Manntöl í Bandaríkjunum nota breiðari grundvöll í reikningum um þjóðflokka. Islendingar eru, náttúrlega, þeir sem fæddust á Islandi, og um leið allir sem hafa átt föður eða móður sem fædd voru á Fróni. Þannig skráði bandaríska manntalið á árinu 1960 9,023 íslendinga, 2,780 sem fæddir voru á íslandi. Þótt byggðin í Norður-Dakota sé enn stærst, þá eru dreifðar nýlendur f vesturhluta landsins stærri þegar tölur eru samanlagðar. Skýrslur manntalsins árið 1960 staðsetja Islendinga þannig: í norðaustur- rikjum 1,878; norðarlega f mið- vestur-ríkjunum 2,829; f suður- rfkjum 895; f vestur-ríkjum 3,421. Náttúrlega má segja, að Is- lendingar finnist hér og hvar um alla Amerfku. Nokkuð margar íslenzkar konur giftust Amerikönum á stríðsárunum og sfðan, og eru heimili þeirra vfða um landið. Svo vitnað sé einu sinni enn í skýrslunar sem Árni Helgason tók saman á milli 1950 og 1960 þá bættust við manntalið 325 manns, fæddir á Islandi, en á meðan fækkaði þeim í Kanada um 1,097. Tóku mormónatrú, héldu vestur Kynni lslendinga við Dani og Norðmenn áttu þátt í fyrstu land- námsferðum vestur. Tveir ungir Islendingar frá Vestmannaeyjum fóru til Kaupmannahafnar 1851 sem iðnnemar. Þeir tóku Mor- mónatrú þar um leið og nokkuð margir Norðmenn og Svfar gengu sömu leið. íslendingar voru með í smáhópi Norðurlandabúa sem fóru til Utah 1855, nokkrir frá Vestmannaeyjum og fáeinir af Suðurlandinu. Svo var Dani, William Wickmann að nafni, sem vann hjá Guðmundi Thorgrimsen faktor á Eyrarbakka. Hann fór til Wisconsin árið 1865, og skrifaði fyrrverandi starfsbræðrum á Eyr- fyrsti íslenzki landneminn í Minnesotaríki. Byggðin, sem fór að myndast í Minneota og í sveitum fyrir norð- austan og suðvestan bæinn, taldi 800 manns fædda á íslandi áður en flutningar tóku enda á níunda tug aldarinnar. Stærsti hópurinn 'sem kom f einu yar árið 1879, þegar 160 manns bættust við, aðallega úr Múla- og Þingeyjar- sýslum. Nokkuð áður en haldið var upp á 100-ára afmæli byggðarinnar við Spanish Fork, Utah, nálægt Salt Lake City, var búið að koma upp minnisvarða. Landar kusu strandvita sem tákn og stendur það minnismerki í Spanish Fork. Hátíðarblær rfkti yfir aldaraf- mælinu 1955 og tók sendiráð Islands þátt í athöfninni, þar sem Pétur Eggerz mætti fyrir hönd Thor Thors heitins. Nokkrir Islendingar sem tilheyrðu ekki mormóna- trúarflokknum bættust við hópinn. Fyrsti Vestur- Islendingurinn sem sótti nám við Háskóla Islands var úr mormóna- fjölskyldu — Loftur Bjarnason, Wisconsin, stofnsett 1870. Fjórir Islendingar settust þar fyrst að og náði talan aldrei upp í 100 manns. Conan Bryant Eaton hefur samið sögubrot um eyjuna, um nær- liggjandi Rock Island eða Kletta- ey, sem Hjörtur Þórðarson átti alla um árabil, og um byggðir á Green Bay-tanganum. Hann minnist þess að nafnið Eyrar- bakki er bundið við Washington- ey, fest stóru lelri á ferjuna sem gengur milli tangans og eyjunnar. Árni Richter á ferjuna og er hann dóttursonur Árna Guðmunds- sonar, einn af þeim fjórum land- námsmönnum. Á Washingtoneyju eru einu íslenzku hestarnir sem finnast í nokkurri íslendingabyggð, keypt- ir frá amerískum áhugamanni í Maryland sem fékk nokkra hesta frá Islandi og hefur ræktað kynið. Milwaukee í Wisconsin varð að- komustaður nokkuð margra fslenzkra innflytjenda snemma á sjöunda tug aldarinnar. Þar var haldið upp'á þjóðhátíðardaginn, annan ágúst 1874, á sama tíma og þúsund ára afmælið á islandi. Séra Jón Bjarnason messaði og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.