Morgunblaðið - 07.11.1976, Side 27

Morgunblaðið - 07.11.1976, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1976 27 Hlaða á Riverside Farm, heimili fslenska frumbyggjans f Minnesota fylki Frá Riverside Farm (Hákonarstöðum), sjö mflur norð-austur af Minneota, Minnesota Vita minnismerkið f fslensku mormónabyggðinni, Spanish Fork, Utah Icelandic Lutheran Church. Mountain, N.D. Jón Ólafsson, skáld og ritstjóri, flutti ræðu. Fámennur hópur fór frá Milwaukee til Shawano, og þar var smábyggð um tfmabil. Ibúar hennar fluttu allir til ' Norður-Dakota seinna. Nokkrir fóru til Nebraska. Aldrei varð úr flutningi til Alaska, þrátt fyrir ferð Jóns Ólafssonar þangað á vegum bandarísku stjórnarinnar og áróður hans um þá hugmynd. Eins og fyrr var sagt, myndaðist Minnesota byggðin með flutningi frumherja frá Wisconsin árið 1875. Islendingar í Minneota og nærliggjandi sveitum stofnuðu kaupfélag á þingeyska vfsu — Verzlunarfélag íslendinga, og var heitið munnfyllir handa ensku- mælandi fólki. Sú stofnun hóf starfsemi árið 1886 og hélt velii þangað til 1896. Tvö tímarit voru gefin út f prentsmiðju Gunnars Björnssonar f Minneota. Árið 1897 var byrjað á útgáfu mánaðarrits sem hét Kennarinn, og urðu átta árgangar. Var ritið notað til kristinnar fræðslu f sunnudagaskólum og heima- húsum. Vfnland kom út sem mánaðarrit frá stofnun 1902 þangað til það leið undir lok 1908. Þeir gengu menntaveginn Margir stofnendur byggðar- innar í suðvestur-horni Minne- sota-ríkis urðu bændur, en snemma bar á leiðtogahæfileikum í kennarastéttinni, í opinberum embættum, við verzlun, í lögfræði og öðrum greinum. Áhuginn á æðri skólamenntun varð áberandi meðal tslendinga í Minnesota eins og vfða. Byggðin í Pembina-héraði f Norður-Dakota, sem myndaðist 1878 varð heimabyggð margra sem skarað hafa fram úr á ýmsum sviðum. Tveir þeir bezt þekktu voru landkönnunarmaðurinn Vilhjálmur Stefánsson og uppfinningamaðurinn Hjörtur Þórðarson. Vilhjálmur var tveggja ára þegar hann fluttist með foreldrum sínum frá Arnesi f Manitoba til Dakóta-byggðar, og Hjörtur sex ára þegar hann fór frá Islandi, fyrst til Wisconsin og þaðan f Dakóta-nýlenduna. Raf- magns-áhöld voru framleiðsla stór-fyrirtækis sem hann rak í fjölda mörg ár í Chicago — Thordarson Electric Company. Hjörtur varð mikill safnari fágætra bóka, og hið stóra bóka- safn hans, upp á 15.000 bindi, er í eign Wisconsinháskólans f Madison. Aðrir þekktir leiðtogar fæddust eða voru aldir upp í Norður- Dakota. Þrfr Islendingar hafa orðið dómsmálaráðherrar í rfkinu; þrfr voru meðlimir Hæsta- réttar; fleiri urðu héraðsdómarar og um tólf hafa verið kosnir á ríkisþingið. Fleiri hafa skarað fram úr sem læknar, lög- fræðingar og kennarar. Einn í sinni röð var Dakóta kímni-skáldið fræga, Kristján N. Július fæddur á Akureyri. Ur stöfum nafnsins, K.N., varð þekkta nafnið Káinn. Hann hefur verið talinn „Bobbie Burns islenzks kveðskapar.“ Gamansemi hans f ljóðum var einsdæmi oft krydduð með blöndun enskra hnittiyrða inn í islenzkuna. Verðskuldaður minnisvarði hans stendur við leiðið f Eyford- kirkjugarðinum á milli Mountain og Garðar. Stórborgirnar Tala tslendinga í Chicago og þar í grennd hefur í mörg ár verið um 200 manns, og þar hefur Is- lendingafélag starfað f mörg ár. Landar fluttu þangað aðallega frá Norður-Dakota og Manitoba og sumir hafa komið beint frá Islandi. Chicago-Islendingar hafa haldið einum sið f heiðri — þeir eru alltaf með þorrablót á hverjum vetri, oft með mat sem fluttur er flugleiðis frá Islandi, og eru þær skemmtanir alltaf vel sóttar. I Duluth, norður við Framhald á bls. 22 Á grasafjalli, milað um 1926. Sýning á vatnslita- myndum í Asgrímssafni I dag verður haustsýning As- grfmssafns opnuð, og er hún 44. sýning safnsins. Aðaluppistaða þessarar sýningar eru vatnslitamyndir, málaðar á hálfrar aldar tfmabili, og nokkrar þeirra sýndar í fyrsta sinn nú. Viðfangsefni Ásgríms Jóns- sonar í þessum myndum eru m.a. blóm, Þjórsárdalur, Borgarnes, Húsafell, Þingvellir og Reichen- hall f Þýzkalandi, en þar var Ás- grímur um tfma sér til heilsu- bótar arið 1939. Málaði hann þar nokkrar vatnslitamyndir, sem varðveittar eru f Asgrímssafni. Eins og undanfarin ár kemur út á vegum Asgrfmssafns nýtt jóla- kort. Er það prentað eftir olfu- málverkinu Vor á Húsafelli, en sú mynd vakti mikla athygli á Ás- grimssýningunni á Kjarvals- stöðum. Þetta kort er gert f tilef ni af aldarafmæli Ásgríms Jóns- sonar, og verður aldrei endur- prentað. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Aðgangur er ókeypis. 1 tæpt ár hafa Thorvaldsenskonur selt 100 ára afmælisplatta sinn, með mynd af Austurstræti eftir Halldór Pétursson og framleiddan hjá Bing og Gröndal. Agóðinn rennur tal vanheilla barna. Thorvaldsenskonur safna tíl vanheilla bama THORVALDSENSKONUR eru um þessar mundir að herða róður- inn við fjáröflun til Gjafasjóðs Thorvaldsensfélagsins, en allur ágóði af fjáröflun þeirra rennur sem kunnugt er til vanheilla barna. Á 100 ára afmæli félagsins fyrir tæpu ári, lét féiagið gera 500 stykki af sérstökum veggplatta hjá Bing og Gröndal. Halldór Pét- ursson gerði teikningu af Austur- stræti, einsog það er nú. Og eru enn eftir nokkur stykki af þessum platta, sem þó er að verða búinn. Á afmælinu í fyrrahaust gaf Thorvaldsensfélagið 10 millj. krónur í Gjafasjóð, sem er I vörslu menntamálaráðuneytisins, ætlaður til að mennta sérkennara til þjálfunar þroskaheftum börn- um. Og hefur nýlega verið veittar úr sjóðnum 2,4 millj. til 12 aðila. Jólastarf Mæðrastyrks- nefndar Kópavogs MÆÐRASTYRKSNEFND Kópa- vogs hefur hafið jólastarfið. Hún er til húsa að Digranesvegi 12, kjallara. Nefndarkonur munu hafa þar opið frá kl. 3—22, og að Hjallabrekku 8, dagana 9. og 10. nóv. og veita þá fatnaði og öðrum framlögum móttöku. Athygli skal vakin á þvá, að einungis er tekið á móti hreinum fatnaði. Dagana 16.—20. nóv. mun nefndin hafa opið að Digranesvegi 12 frá kl. 5—9 e.h., nema laugardaginn 20. nóv., þá frá kl. 2—6 e.h. Þessa daga fer fram úthlutun á fatnaði. Fjárframlög eru undanþegin skatti. 1 mæðrastyrksnefnd eiga sæti 12 konur, en framkvæmdanefnd- ina skipa: Guðný M. Pálsdóttir, Álfhólsvegi 12a, s. 40690. Guðrún H. Krastjánsd. Nýbýlavegi 27, s. 40421, og Inga H. Jónsdóttir, Hjallabrekku 8, s. 42546. Nefndarkonur veita móttöku gjöfum til starfsins á heimilum sínum og sækja framlög ef óskað er.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.