Morgunblaðið - 07.11.1976, Síða 32

Morgunblaðið - 07.11.1976, Síða 32
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1976 Skotið að fólki á götum Reykjavíkur Engan sakaði - en 47 tóm skothylki fundust í slóð byssumannanna TVEIR piltar, 21 og 19 ára að aldri, brutust í gærmorgun inn í verzlunina Sportval ofarlega við Laugaveg. Tóku þeir traustataki nokkrar byssur og hófu að skjóta af þeim. Fyrst skutu þeir mörgum skotum inni í verzlun- inni og ollu miklum spjöllum. Síðan barst leikurinn út á Grettisgötu, Snorrabraut og Egilsgötu og héldu piltarnir þar skothríðinni áfram, vopnaðir fjórum byssum og umvafðir skotbeltum. Skutu þeir mörgum skotum að lögreglunni, sem hafði elt þá frá Sportvali og einnig skutu þeir að bifreið, sem átti leið um Snorrabraut. Komu tvö högl í bifreiðarstjórann, en hann sakaði ekki frekar en aðra, sem skotum var beint að. Þegar leikurinn hafði borizt upp á gatnamót Egilsgötu og Barónsstfgs tók Magnús Einarsson aðalvarðstjóri þá ákvörðun að aka á annan piltanna. Felldi hann piltinn með lögreglubifreið- inni og stukku lögreglumenn út og afvopnuðu hann. Gafst hinn pilturinn þá upp. Pilturinn, sem ekið var á, hand- leggsbrotnaði, en meiddist lítið að öðru leyti. I gærmorgun hafði lög- reglan fundið 15 tóm haglabyssu- skot og 32 tóm riffilskot eftir pilt- ana. Þykir mesta mildi að ekki skyldi hljótast stórslys af þessu framferði piltanna. Annar pilt- anna hefur margsinnis komizt i kast við lögin. Meðal annars brauzt hann inn í Sportval i april í vetur og tók þar byssur traustataki og hóf skothríð, en var yfirbugaður af lögreglunni eftir að táragas- „Þetta var örþrifaráð” „ÞETTA var örþrifaráð," sagði Magnús Einarsson aðalvarðstjóri lögreglunnar i viðtali við Mbl. i gær, en Magnús stjórnaði eftir- förinni og tók þá ákvörðun að aka annan piltinn niður. „Við vorum búnir að reyna að fá piltana til að leggja vopnin niður með góðu, en einu svörin sem við fengum voru hagladrffur. Höglin komu I okkur og brutu rúður i bilnum. Þegar Ijóst var, að piltarnir Iétu ekki segjast og hætta var á þvf, að þeir gætu orðið fólki að tjóni, ákvað ég að aka lögreglubílnum á annan piltinn. Eftir á að segja, er ég glaður yfir þvi að pilturinn skyldi ekki meið- ast meira. En það er vist, að þessa skothrfð varð að stöðva, hún gat ekki haldið áfram lengur," sagði Magnús að lokum. Hvorugur lögreglumannanna meiddist að ráði, þrátt fyrir að nokkur högl hittu þá. sprengjum hafði verið skotið inn f verzlunina. Ennfremur hefur pilt- ur þessi á samvizkunni 1M milljón króna þjófnað úr bæjarskrifstof- unum f Kópavogi fyrir tveimur árum. Piltarnir voru báðir f haldi lögreglunnar f gær, og var búizt við þvf að þeir yrðu úrskurðaðir f gæzluvarðhald og lfklega geðrann- sókn einnig, seinnipartinn f gær. Rannsóknarlögreglumennirnir Njörður Snæhólm og Hellert Jóhannesson og Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn almennu lög- reglunnar sögðu blaðamanni Mbl. frá atburðarásinni f gærmorgun, en hún var f sem skemmstu máli á þessa leið. Piltarnir brutust inn f verzlun- ina einhvern tfma milli klukkan 6 Framhald á bls. 30 Einar Brynjólfsson við sundurskotinn Moskvitchinn sinn. Ljósm. Friðþjófur. „Gleri og höglum rigndi yfir mig” „Ég REYNDI að vera eins rólegur og ég gat og gætti þess að sýna ekki neinn æsing,“ sagði Einar Brynjólfsson, Teigagerði 4, við Mbl. f gær, en hann varð fyrir þeirri Iffsreynslu I gærmorgun að verða fyrir skotirás piltanna tveggja. Einar fékk tvö högl f sig, annað f enni og hitt f eyra, en skrámaðist aðeins en bifreið hans er töluvert skemmd eftir skothrfðina. En gefum Einari orðið: „Eg hafði ekið konu minni vinnu í smurbrauðstofuna Björninn við Njálsgötu. Eg ók Njálsgötuna og beygði inn á Snorrabraut. A móts við Osta- og smjörsöluna mætti ég tveimur piltum á hlaupum með byssur í höndum, og varð ég að vonum undrandi. Annar þeirra vinkaði til mín og bað mig að stoppa. Ég hægði á bifreiðinni og horfði framan f piltana. Þegar ég sá að ég þekkti þá ekki, ók ég áfram. En ég hef ekki verið kominn lengra en 4—5 metra frá þeim þegar þeir hleyptu af haglabyssunni, 2 skotum, á bílinn og mölbrutu rúðurnar og yfir mig rigndi glerbrotum og höglum. Mér brá auðvitað en það var mesta furða hvað ég var rólegur, lfklega vegna þess hve rólegur ég er að eðlisfari. Ég steig út úr bflnum, leit á piltana og sagði að þeir væru nú aldeilis léttlyndir. Ég talaði rólega við þá en þeir sögðu mér að pilla mig burtu og skilja lyklana eftir f bílnum. Þetta gerði ég enda sögðu þeir að þeir myndu skjóta mig ella. Ég gekk sfðan niður Snorrabrautina og hitti lög- regluna. Ég er vissulega glaður að ekki skyldi fara verr en þetta hefur verið mikil lífsreynsla." Þrír skátar slasast alvarlega í Þórsmörk ÞRlR menn slösuðust alvarlega í Þórsmörk í gær er þeir hröpuðu í Gígjökli, einum af skriðjöklum Guðrún Tómasdóttir „Skutu íyrir fram- an mig „ÞEGAR ég kom inn f Sportval til að þrffa klukkan 7 um morguninn, kom annar piltanna á móti mér með byssu f hönd. Hann sagði að ég mætti ekki hringja f lögregluna og til að sýna að honum væri alvara, hleypti hann af einu skoti fyrir framan mig,“ sagði Guðrún Tómasdóttir, Laugavegi 53B, f samtali við Mbl. f gær, en hún kom að piltunum tveimur f verzluninni. Og Guðrún heldur áfram: „Eg sagði þeim að ég myndi ekki hringja f lögregluna. Sfðan gekk ég innar f verzlunina og reyndi að vera róleg. Ég bauðst til að hita fyrir þá kaffi og gaf þeim - til að sýna mér að alvaraværi á ferðum” sfgarettur. Þeir voru inni f búðinni einar 15—20 mfnútur á meðan ég var þar. Þeir sýndu mér ekkert ofbeldi, enda var ég hin rólegasta og það tel ég að hafi hjálpað mikið. Piltarnir töluðu um að fara f rfkið að ná f flösku og svo fóru þeir. Ég var svo örmagna á eftir, að ég treysti mér ekki eínu sinni til að ganga heim. Það er fyrst núna að ég er farín að átta mig á þessu og núna fyrst geri ég mér grein fyrir þvf hversu hrædd ég var innst inni. Ég vorkenna mest þessum ólánsömu piltum, þetta eru hvortveggja myndarpiltar,“ sagði Guð- rún að lokum. Eyjafjallajökuls. Mennirn- ir eru f Hjálparsveit skáta í Vestmannaeyjum og var þyrla af Keflavfkurflug- velli send austur með lækni. Beiðni barst Flug- björgunarsveitinni klukkan 14.10 vegna þessa slyss, en fregnir af því hvers eðlis slysið var og hve meiðsli mannanna voru mikil voru mjög óljósar sfðdegis í gær, er Morgunblaðið fór f prent- un. Skátar úr öðrum hjálpar- sveitum voru einnig við æfingar í Þórsmörk f gær og hljóp einn þeirra að Stóru-Mörk og tilkynnti um slysið. Fýrstu húsin fá vatn frá hitaveitunni í Svartsengi FYRSTA AFANGA Hitveitu Suð- urnesja átti að taka f notkun sfð- degis I gær og var ráðherrum, þingmönnum og öðrum gestum boðið. að vera viðstaddir athöfn- ina f Svartsengi og sfðar f hófi f samkomuhúsinu Festi. Það eru nokkur hús f Grindavfk, sem nú fá vatn frá hitaveitunni, en stefnt er að þvf að um áramót verði mestur hluti húsa f Grindavfk bú- inn að fá vatn frá Svartsengi. Jóhann Einvarðsson, bæjar- stjóri f Keflavík, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að lfkja mætti hitaveatunni við snjóbolta. Nú væri búið að hnoða boltann, sem á Framhald á bls. 30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.