Morgunblaðið - 07.11.1976, Page 2

Morgunblaðið - 07.11.1976, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NOVEMBER 1976 34 vildi gefa í skyn, að hann væri svo sem ekkert upp á það kominn að þiggja að- stoð. Og konan sagði: „Þú sérð, að honum ógnar ekki að leggja í þessa á — og það án allrar aðstoðar, og ég hugsa, að hvíta hryssan sé sama sinnis, hvað sem þeirri llður, sem hún á að bera og þarf að vera komin ofan á Reyðarfjörð í seinasta lagi annað kvöld." Að svo mæltu teymdi hún hest- inn að sömu bakþúfu og hin, steig I fótafjölina, studdi hægri hendi á söðul- bogann og sveiflaði sér á bak. Og I sömu svipan sneri sá bleikálótti I áttina til árinnar og hafði stigið tvö, þrjú skref út í hana, þegar konan gat stöðvað hann. Hann tvísteig og tuggði mélin, rykkti I taumana og sveigði makkann sitt á hvað, en konan hafði, að mér sýndist, fullkom- ið vald á honum. Og svo staldraði ég þá, því að ég vildi ekki skiljast svona við frænkuna, sem mér hafði verið trúað fyrir af konu, sem mér virtist nokkuð mikillar og óvenjulegrar gerðar. Eg vék Dreka við og leit á hina ungu og allglæsilegu dömu, sem ég vissi ekki, hvort ég átti að ávarpa sem frú eða fröken. Þarna stóð hún þráðbein og hélt báðum höndum um taumana á hryss- unni, þar sem þeir og hinar fáguðu lát- únsstengur mættust. Hryssan stjáklaði nú ekki, — hún hafði beygt sig undir vilja þeirrar, sem I hana hélt. Sú hafði áður verið með ugg I augum og óttakippi I andlitinu, en nú voru hinar dimmbláu sjónir festulegar, jafnvel hörkulegar, og I vöngunum voru rauðir dllar. Eg þokaði Dreka alveg að henni, beygði mig, horfði I augun á henni og sagði lágt, næstum hvfslandi, en lagði I röddina allan þann kaldræna skapþunga, sem ég átti til: ,,Þú leggur ekki I ána á hryssunni, meðan ég fylgi konunni yfir, og þú snýrð ekki heldur við, en bíður min hérna, væri bezt, að þú tylltir þér þarna á bakþúfuna og slakaðir svolítið á skapi þínu og taugum. Þér er of mikið gefið, bæði I sjón og raun, til þess að láta þessa ambátt Lagarfljóts drekkja þér, og eins er þér hreint ekki samboðið að hætta við nauðsynlegt ferðalag að þarflausu, ámóta og þrjózkur og óþekkur krakki. Þær bíða, hinar, I rjóðri rétt við Fagra- dalsveginn, þar sem þær geta fylgzt með ferðum þínum." Það var sem hin djúpbláu augu stækk- uðu — ef til vill hafa þau döggvazt, því að svo var sem yfir þau drægi gagnsæja hulu. Ég horfði í þau nokkur andartök, eftir að ég þagnaði, og svo hvarf þá hulan, roðinn I vöngunum jókst og rauð- ar varirnar titruðu. Það var sem um mig færi heitur straumur, og vissulega mun kaldrænan hafa verið horfin úr röddinni, þegar ég allt I einu brosti og mælti: „Svona verður gaman að muna þig.“ Síðan sneri ég Dreka að vaðinu, og brátt var hann þangað kominn, sem hann átti að vera til öryggis konunni, sem eftir mér hafði beðið. Ég tók eftir því, að það var sem hún forðaðist að líta á mig, og steinþegjandi riðum við sam- hliða út I hina vorglöðu eifu, sem ég hafði óvirt með því að kalla hana ambátt. Ef til vill hefur hún á einhvern hátt skynjað það, því að nú vall hún um bóghnútuna á Dreka, þar sem hún var dýpst og strfðust, og þó að hinn mikli gripur hlífði þeim bleikálótta, sá ég út undan mér, að vatnið tók honum á miðj- ar síður. Eg renndi augunum snöggvast til hins þögula ferðafélaga míns. Þar varð ails ekki séður neinn ótti. Augun voru hálflukt og andlitið sviplaust, næst- um því eins og stirðnað. Þegar yfir var komið, varpaði konan öndinni allmæði- lega og sagði: „Bærilega gekk þetta, gæzkur, en það játa ég, að nú hefði ég ekki viljað ríða ána án aðstoðar þinnar og þess rauða.“ „Hún er heidur betur að færast I auk- ana,“ sagði ég, „enda er orðið furðu heitt.” Nú leit þessi heiðurskona á mig áhyggjuaugum og mælti hálfdapurlega: „Það er ekki alltaf nóg að vilja vel. Nú iðrar mig eggjunarinnar. Ég held að þeirri hvftu sé varlega treystandi — og það með hrædda manneskju á baki, Iítið vana vötnum og ólíklega til að hafa á fararskjótanum nægilegt traust og þó lipurt taumhald." Ég renndi augunum yfir austurbakka árinnar. og hálfhissa varð ég og um leið glaður. A bakþúfu hinna rosknu kvenna sat daman og hélt I tauminn á hryssunni, virtist blða þarna ósköp róleg. Ég vék Dreka I áttina til vaðsins, leit á konuna og sagði með hægð, en festu: „Hún vinkona þín — mér liggur við að segja okkar — gerði ráð fyrir þvf við mig, að þið hélduð ferðinni áfram svona i rólegheitum, — ætlið hún hafi ekki stanzað I rjóðri I skóginum skammt frá veginum yfir Fagradal og hafi auga með þér. Mér skildist á henna, að hún teldi vænlegast, að við tvö, ég og hún frænka hennar, værum látin ein um, hvernig réðist um ferðalag hennar." Konan þagði nokkur augnablik og horfði á dropana, sem drupu án afláts úr faldinum á reiðpilsinu hennar. Síðan sagði hún: „Hesturinn þinn, — ég byrjaði nú að dást að honum... Jæja, það ætti ekki að minnka þig I minum augum, að hún vinkona mín hefur falið þér forsjá henn- ar frænku sinnar, og eitthvað hefur þú að líkindum sagt áðan, sem mun hafa haft tilætluð á hrif á þá Ijómalind. Hún veit sínu viti, hún vinkona okkar, eins og þú kallaðir hana, — og það heid ég. Vertu svo sigursæll og þakka þér fyrir mig og hann Bleik.“ „Margblessuð," sagði ég hressilega. Og svo hvatti ég Dreka sporum, og ekki stóð á honum að leggja I ána i sjötta skipti. Hann öslaði fótviss og röskur austur yfir. Þegar þangað kom, snaraðist ég af baki, en gaf mér sfðan tóm til að klóra Dreka bak við eyrun og þukla gælandi á honum vota snoppuna. Síðan leit ég til frænkunnar, sem var ekki lengur dama í vitund minni, heldur skemmtilega ein- þykkt og skapmikið stúlkukorn, — kannski heitmey einhvers státmennis suður í Reykjavík kannski gift kona — sama var mér. Hún sat ekki á bakþúfu hinna rosknu kvenna, eins og mér hafði sýnzt, þegar ég renndi til hennar augum af vesturbakka árinnar. Hún hafði fært sig nokkru fjær ánni, sat á mjög hárri þúfu. Ég hélt af stað í áttina til hennar, en stanzaði undrandi, þegar ég hafði tekið nokkur skref. Þarna sat hún hreyf- ingarlaus, sviplaus, engin þrjózka, engin æsing, enginn uggur, engin viðkvæmni í augnaráði eða yfirbragði — og hin stirðnaða ró hennar hafði slík áhrif á hryssuna hvítu, sem hún hélt í tauminn á, að hún var ekki lengur kvik og óþreyjufull, heldur drúpti höfði og renndi augunum til þess rauða. Já, undrandi varð ég og jafnvel hald- inn þeim ugg, að það, sem okkur hafði áður farið á milli — og ferðir minar og hinna rosknu kvenna yfir sídýpkandi ána — hefði haft háskalega lamandi áhrif á þessa... þessa annars rösklegu og myndarlegu stúlku. En nú dugði ekki að standa þarna eins og steinn í hlaði. Og svo sagði ég þá — að ég held ósköp blátt áfram: „Jæja, þá er nú komið að þér, og nú er vandinn meiri en þegar ég kom fyrst til ykkar. Nú þori ég ekki að trúa hryssunni fyrir þér. Ain er orðin svo djúp og strautnólgan er svo mikil, að hryssan lendir á bullandi sund, þar sem dýpið er mest, og hana mundi hrekja talsvert með þig á baki áður en hún næði aftur niður. En sá rauði minn getur borið okkur bæði, og svo hef ég hryssuna í taumi í skjóli við hann. Þú sérð, að það er svo mikið í töskunni minni, að hana ber fyllilega eins hátt og brúnina á hnakkn- um, og á henni geturðu setið og haldið utan um mig.“ Stúlkan sagði ekkert, en ég sneri mér við og sótti Dreka og leiddi hann að þúfunni, sem hún sat á. Svo herti ég hæfilega á gjörðinni á þeirri hvftu, brá ístaðsólunum f kross á hnakksetunni gerði síðan einteyming á hryssunni. Svo steig ég á bak, hélt f tauminn á Dreka með vinstri hendinni og í einteyming hryssunnar með þeirri hægri. Sfðan sagði ég: „Þú verður vfst ekki f vandræðum með að stfga á bak af þessari háu þúfu, sem þú situr á.“ Nú spratt stúlkan hressilega á fætur, leit á mig með ró, en vilja og festu, sagði stuttlega og höst í máli: „Snúðu klárnum þannig, að taglið viti að þúfunni.“ Ég varð svolftið hissa, og andartak var ég í vafa um, hvort ég ætti að gegna þessu. Þetta var ekki beiðni, ekki til- mæli, heldur fruntaleg skipun, og það sveif að mér, að þetta undarlega trylli- tæki í kvenmannsmynd kynni að ætla sér að sparka duglega f þann rauða í stað þess að fara á bak fyrir aftan mig. En hestinum sneri ég, eins og mér var skipað, og reyndist ég ekki þurfa lengi að bíða þess, hvað verða vildi. Allt í einu heyrði ég lófa smella á lend Dreka — og sfðan. Aftan á mig fleygðist svo hastar- lega og óvænt mjúkur lfkami, að ég hrökk fram að hngkknefi og því næst vöfðust um mig styrkir og þrýstnir armar. Dreki hafði hrokkið við og eins sú hvíta, en ósjálfrátt hafði ég kipptsvo fast í taumana á þeim báðum, að hvorugt þeirra olli mér erfiðleikum. Svo var þá að færa sig aftar í hnakkinn, og stúlkan þokaði sér þannig til, að þó að hún héldi fast utan um mig, gat ég hagrætt mér eins og bezt hentaði. Síðan gaf ég Dreka . f skyn með slökun á taumnum, að nú skyldi ennþá einu sinni haldið yfir ána. Hann lét ekki á sér standa, og hryssan fylgdi honum á þann hátt, sem ég ætlað- ist til. Ekki voru hestarnir fyrr komnir út í ána en stúlkan lagði hökuna á öxlina á mér og þrýsti höfðinu að vanga minum, neri því við hann, svo að hárið kitlaði mig þannig, að ég fann, að blóðið í engri æð lfkamans lét sér á sama standa. Og svo hvíslaði hún f eyrað á mér mjúkum, en ef til vill svolítið storkandi rómi: „Nú horfi ég ekki á straumiðuna. Nú horfi ég beint fram undan eins og hún frænka ráðlagði, og það er nú síður en svo mig svimi, en ég finn skógarilm með öllum, öllum líkamanum!" Nú var einmitt þangað komið, sem áin var dýpst og ólgan mest, og allt í einu tók sú hvíta sundtökin. Þrátt fyrir áhrifin frá atlotum stúlkunnar, gætti ég þess vandlega, að hafa hæfilegt taumhald á Dreka og stilla þannig til um lengd taumsins á hryssunni, að hann væri henni vörn gegn því að hrekjast undan straumkastinu, án þess þó að við væri hætt, að hún stigi á hann eða yfir á sundinu. Samtímis þvf sem þetta gerðist, herti stúlkan tak vinstri handleggsins yfir um mig, en tók að strjúka fingrum þeirrar hægri gegnum hárið á mér, enda var ég berhöfðaður, hárið sítt og mikið og þverstýft á hnakkanum, og svo fór hún fiðrandi og mjúkum fingrum um hnakkagrófina á mér. „Þvflfkt helvftis uppátæki!" sagði ég heitvondur með sjálfum mér, en eitthvað í mér þekktist þetta svo innilega, að það var sem blóð mitt ólgaði á sinn hátt engu sfður en hin vatnsmikla og stríða elfa. Hana ni — þar náði hryssan niðri, og eftir nokkur andartök stigu hestarnir á þurrt land. Ég reið spöfkorn upp á grundina, fleygði taumnum fram af Dreka, sleppti einteymingnum á hryss- unni, losaði vinstri fótinn úr ístaðinu og sveiflaði þeim hægri yfir makkann á þeim rauða. Svo stóð ég-þá á grundinni, orðlaus f bili og auðfinnanlega eldrauð- ur i andliti. Ég leit ekki á stúlkuna, en Dreki sveigði makkann og skyggndist eftir henni. Hann kunni hreint ekki við að fara að bíta, meðan þessi... þessi mann- eskja húkti þarna sem enginn eðlilegur reiðmaður var vanur að sitja. Alít í einu skellihló stúlkan og sagði: „Sérðu nú, hvernig sá rauði hagar sér, — hann er steinhissa, hann langar auð- vitað til að fá að heilsa upp á Mjöll litlu, þó að“... Hún sagði ekki meira en snar- aðist af baki, gekk nokkrum skrefum lengra upp á grundina og fieygði sér þar á bakið. sagði: „Sérðu, hvernig ég nýt þess að teygja úr mér og slappa af eftir spenninginn — já, og niðurlæginguna!" Ég stóð á einum fæti, fór úr stfgvélinu og hellti úr þvf vænni vatnsgusu, skipti síðan um fót og hellti úr hinu. „Niðurlæginguna?" sagði ég svo og rétt aðeins hvarflaði augum til döm... stúlkunnar. „Já. Fyrst var nú það, að þarna voru þær búnar að bfða bara lengi við ána, kellingarnar, sem þykjast nú svo sem vita meira en ég, bfða, segi ég, meðan áin hefur verið fær öllum hestum, Mjöll litlu með mig á baki engu sfður en þeirra með aðrar eins hlussur í þungum og talsvert varhugaverðum söðlum. Þær tvístigu, og þær bollalögðu, og þegar þú komst, voru þær loksins komnar að þeirri niðurstöðu, að bezt væri að snúa aftur — auðvitað vegna min — mér átti það að heita að kenna, að ekkert yrði úr ferðinni fyrr en einhvern tfma seinni part næstu nætur. Og svo finnst þeim hreint ekkert að því að skilja mig eina eftir, þegar áin er orðin Mjöll ófær, en þú hefur sýnt þeim, hvers þinn stólpagripur sé megnugur og leitt þeim fyrir sjónir að þeim muni óhætt að leggja með þér f kjaftinn á ófreskjunni... Og hvað svo? Hvað vissu þær um, hvernig þú gætir komið mér og Mjöll heilum á húfi yfir — jú, þú gazt náttúrlega rekið hryssuna í ána — en hvað um mig, mig?“ Hún þagnaði andar- tak, spratt á fætur, stóð þarna rjóð, tyllti sér á tá, augun tindrandi, hélt svo áfram, röddin þrugnin reiði og... og þó kannski enn frekar seiðandi og viðkvæmri æsingu: „Var það undarlegt, þó að ég væri eins og steingervingur, þegar þú komst og ég var að ráða við mig, hvað ég gæti gert, hvað ég gæti sætt mig við að gera, hvað ég gæti verið þekkt fyrir að gera? Ég hafði ekki hugmynd um, hvern- ig þú gætir bjargað okkur Mjöll yfir ána eins og hún var orðin. En þú hafðir sagt við mig, þegar ég var á toppinum á ég veit eiginlega ekki hverju: „Svona verður gaman að muna þig.“ Kannski reið þetta baggamuninn um það, að ég fór með þér. Og fannstu mig ekki á leiðinni yfir? Var ég ekki heit og nota- leg, gælin og óhrædd við allt, bæði á himni og jörðu?“ Hún leit allt í einu til hrossanna, sem rifu í sig sinublandið grængresi. Hún þaut tal þess rauða, og hann leit upp maulandi og horfði á hana. Hún strauk honum um bóginn, hún tók yfir um höfuðið á honum og starði i undrandi augun. Svo lagði hún kinnina að loðnum vanganum og sagði gælin: „Ég finn, að þú skilur, hvað þú hefur fyrir okkur gert, mig og hann húsbónda þinn, já, hann engu síður en mig.“ Dreki skók höfuðið, svo það hringlaði í beizlisstöngunum. Nú þótti honum nóg komið: Hann fór hreinlega að bfta, Mjöll, þessi finlega og fagurvaxna hryssa þarna rétt hjá honum. Og hin unga vin- kona mín — eða var hún það ekki? — sagði dapurlega: „Það er synd og skömm að vana svona grip í stað þess að láta hann njóta Lífsins fyllilega og auka kyn sitt, eignast stór og sterk og falleg folöld með úrvals hryss- um að fegurð og fjöri.“ Hún skók kollinn, stappaði niður fæti og gekk síðan hraðstíg til mín. Ég mun hafa valið mér bros að skildi f stað þess að bregða fyrir mig svip alvöru og undr- unar, hvað þá vandlætingar, og bezt gæti ég trúað þvf, að það hafi alls ekki verið kaldræna, en kannski vottur af ugg og beiskju f rödd minni, þegar ég sagði og horfði ekki á stúlkuna, heldur Dreka og Mjöll og sfðan út á ána: „Það er nú máski of mikið sagt, að á einhvern hátt sé vönduð hver fjórfætt og tvffætt skaparans skepna, sem eigi að verða æskilega hæf til að uppfylla hinar og þessar kröfur um þjónkun við fjöl- skyldu, framtakssama og ráðrfka einstaklinga og svo auðvitað samfélagíð. Það hæfir kannski bezt með tilliti til barna og unglinga að nota þá líkingu, að reynt sé að fella eðlishvatir þeirra frá uppsprettum til ósa í sem þrengstan og að dómi uppalandans öruggastan farveg. En, Ijúfan mín.“... „Ljúfan — fuh!“ greip hún allt í einu fram í. Ég mun hafa hvesst mig svolítið, og víst er um það, að ég sagði: „Á ég kannski að taka upp á því við manneskju eins og þig að nota enn þá slitnari orð, orð, sem eru áreiðanlega tekin oftar í þjónustu háskalegrar lygi?“ „Haltu þá áfram," sagði hún brúna- þung og dálítið spotzk. Og áfram hélt ég, en miður mín var ég, fann það, að þessi hraðofna þunna og vissulega gagnsæja varnarslæða mundi, ef á reyndi, fjúka eins og fís út á elfu ólgandi blóðs villingsins. sem var að reyna að fela sig: „En vina mfn, það vetrar og vorar til skiptis f allra lífi. I frosthörkum og Framhald á bls. 46

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.