Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÖVEMBER 1976 Hreinsunin í Peking Hua formaður Li Hsien-nien. hugsanlegur forsætisráð- herra, ásamt forsætisráðherra Papua Nýju Guineu. Mao Tse-tung lagði alla tíð áherzlu á bæði byltingu og framleiðslu. Ekkja hans, Chiang Ching, og stuðningsmenn hennar töldu sig verja byltingarhug- sjónir hans. Eftirmaður hans, Hua Kuo- feng, og stuðningsmenn hans leggja áherzlu á framleiðsluna. Mao hefði getað viðurkennt ba'ði sjónarmiðin. Togstreitan í kjölfar dauða hans er framhald þeirrar stöðugu baráttu og umræðu sem staðið hefur yfir siðan menningarbyltingunni lauk. Rætt hefur verið fram og aftur um kosti og galla menningarbyltingarinnar, hvað af henni megi læra og hverju eigi að hafna. Fólki hefur verið smalað í hópgöngur sem voru þaulskipulagðar og Chiang Ching stjórnaði yfirleitt. Nú beinast göngurnar gegn henni. Hópgöngurnar að undanförnu hafa ekki verið eins vel skipulagðar, en hreyfing fólksins hefur verið miklu meiri. Tilgangurinn er að útrýma áhrif- um hinnar róttæku „Shanghai-mafíu“ og sýna hvernig Chiang Ching og hinir rót- tæku stuðningsmenn hennar hafi rang- túlkað kenningar og stefnu Maos. Mannfjöldinn hefur óspart látið í Ijós andúð sína á Chiang. Övinsældir hennar hafa ótvírætt komið í Ijós. Meiri hreinsanir? 1 göngunum hefur borið mikið á her- mönnum og mönnum sem vinna við framleiðsluna, hópum sem fylgdu Chou En-lai fyrrverandi forsætisráðherra að málum og lýsa nú yfir stuðningi við Hua Kuo-feng. Hua hefur tryggt sér sigur í valdabaráttunni, en hreinsanirnar eru aðeins rétt byrjaðar. Róttækari breyt- inga er að va'nta eftir handtöku Chiang C.hing og stuðningsmanna hennar i stjórnmálaráðinu — varaformannsins Wang Hung-wen, varaforsætisráð- herrans Chang Chun-ehiao og áróðurs- stjórans Yao Wen-yuan :— og röðin kem- ur nú að fylgismönnum þeirra. Síðan tíunda flokksþingið var haldið í ágúst 1973 hafa fimm fulltrúar í stjórn- málaráðinu látizt, þar á meðal Mao og Chou. Fulltrúum í ráðinu hefur fækkað úr 21 i 12. Einn þessara tólfmenninga, Liu Po-eheng, er gamall og sjúkur og annar, Wang Tung-hsin, yfirmaður líf- varðar Maos, svo nátengdur róttæka arminum að staða hans er mjög ótrygg. Innsta stjórn flokksins, svokölluð Chang Chun-chiao Wang Hung-wen ............................... •• Yao Wen-yuan Chiang Ching Hua Kuo—feng flytur minningarræðu um Mao. Yeh landvarnaráðherra til hægri, róttæku leiðtogarnir Wang, Chang og Ching til vinstri. --------- fastanefnd stjórnmálaráðsins, var skip- uð niu mönnum 1973, en nú eru aðeins tveir eftir: Hua og landvarnaráðherr- ann, Yeh Chien-ying. (Tveir þeirra sem nú hafa verið ákærðir fyrir byltingar- tilraun, Wang og Chang áttu sæti í fasta- nefndinni). Likur eru á því að Hua skipi Li Hsien-nien, sem lengi hefur farið með stjórn efnahagsmálanna, annað hvort forsætisráðherra i sinn stað eða í stöðu landvarnaráðherra. Núverandi land- varnaráðherra, Yeh Chien-ying, gæti orðið forseti þingsins, sem samsvarar stöðu þjóðhöfðingja. Yfirmaður Peking- hersvæðisins, Chen Hsi-lien, kemur sterklega til greina í stöðu landvarnaráð- herra. Lausar stöður Staða forseta herráðsins hefur verið laus síðan Teng Hsiao-ping var sviptur völdum í vor að undirlagi Chiang Ching og stuðningsmanna hennar. Staða yfir- manns stjórnmáladeildar hersins hefur verið laus siðan Chang Chun-chiao var handtekinn. Varla þarf að efa að hófsam- ir menn og herforingjar verði skipaðir í þessi embætti og í þau sæti sem hafa losnað í stjórnmáiaráðinu (þar er gert ráð fyrir að bætt verði við tíu nýjum mönnum). Kröfur um hreinsanir róttækra leið- toga eiga áreiðanlega eftir að verða háværari. 1 Shanghai hefur flokksritari, sem var samstarfsmaður Chang Chun- chiao fyrrum varaforsætisráðherra í menningarbyltingunni, verið gagnrýnd- ur og krafinn skýringa á sambandi sínu við „Shanghai-mafíuna". Vafalaust standa yfir hreinsanir í Shanghai um þessar mundir. Hreinsanirnar munu ugglaust einnig ná til yfirstjórnar menntamála, menningarmála, áróðursmála og heilbrigðismála sem rót- tæki armurinn náði undir sig. Hófsamir menn, sem urðu að lúta í lægra haldi fyrir þeim, geta þá gert sér vonir um að komast aftur til áhrifa. Efnahagsmálin eru líka i brennidepli og undir stjórn Hua verða þau greinilega látin sitja í fyrirrúmi. Ný fimm ára áætl- un átti að taka gildi um siðustu áramót, en gildistökunni var frestað vegna stjórnmálaágreinings og nú hefur verið frá því skýrt að hún verði endurskoðuð. Kínverjar hafa sýnt mikinn áhuga á auknum utanríkisviðskiptum að undan- förnu og vilja kaupa vélar og tæki erlendis frá og notfæra sér vestræna tæknikunnáttu. Þeir benda á að þeir eigi alltaf nóg af hráefnum til að flytja út. Erfið leikar Breytinga er einnig að vænta í menningarlífinu þar sem Chiang Ching og stuðningsmenn hennar réðu lögum og lofum. Því er ekki að leyna að erfiðleik- ar eru samfara slíkum breytingum þar sem þeim gæti virzt stefnt gegn kenning- um sem virðast nátengdar minningu Maos vegna áróðurs ekkju hans. En Kín- verjar hafa tekið atburðunum með ró og óvinsældir Chiang Ching hafa komið greiniiega i ljós. Þær óvinsældir hafa greinilega færzt yfir á stuðningsmenn hennar, eða sá hefur í það minnsta verið einn helzti tilgangurinn með mótmæla- aðgerðunum að undanförnu. Raunar hefur alltaf verið talið vafa- samt að róttæki armurinn hafi haft eins mikið fylgi og völd i flokknum, hernum og skrifstofustjórninni og af hefur verið látið. Að vísu var talið að um 30 af hundraði fulltrúa í miðstjórninni fylgdu vinstrisinnum að málum. Áhrif þeirra voru að sjálfsögðu mikii í Shanghai, sem er fjölmennasta borg Kína. Þeir höfðu áhrif á fleiri slöðum og á meðal unga fólksins, en raunverulegur styrkur þeirra byggðist mest á yfirráðum þeirra yfir áróðursmálunum og vopnuðum borgarasveitum í stærri borgum að viðbættum áhrifum þeirra á heimili Maos síðustu mánuðina sem hann lifði. Hua gæti gengið of langt í hreinsunun- um, en gæti treyst sig í sessi með því að dreifa völdunum, meðal annars með því að gera Li Hsien-nien að forsætisráð- herra eins og talað hefur verið um. Eins og fram hefur komið síðan Hua var lýstur arftaki Maos er litilla breytinga að vænta á þeirri hófsömu meginstefnu, sem hefur verið fylgt i Kína, ekki sízt undir forystu Chou En-lais, þrátt fyrir áhrif róttækra á liðnum árum. Gera má fasffega ráð fyrir því að það hefur raunar komið fram að Hua leggi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.